Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 9
Málari meS teikningabókina sina. Sjálfur gerði Sveinn frumteikningar f þesskonar bók meðan hann var i götulögreglunni, en nú er öldin önn- ur og of mikið af þjófum, segir Sveinn, til þess að það sé hægt. f vinnustofunni í Krýsuvik. Risavaxnir fuglar á loftinu og álfameyja á hurðinni. Sveinn Björnsson er fæddur ad Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Foreldrar hans voru Sigur- veig Sveinsdóttir frá Vestmanna- eyjum og Björn Sæmundsson, veiðivörður með meiru frá Skál- um. Frá 9 ára aldri ólst Sveinn upp í Vestmannaeyjum og kynnt- ist þvf snemma að vinna hörðum höndum. Hann minnist þess, hvérsu miskunnarlaus þrældóm- urinn var til sjós og þótt hann væri aðeins um fermingu, var engin miskunn að heldur. Eitt sinn var hann að kasta fiski upp úr báti, en orðinn örþreyttur og dró ekki upp; fiskurinn lenti í höfninni. Þá sagði frændi hans, Ársæll Sveinsson: „Þú verður rekinn úr ættinni, ef þetta kemur fyrir aftur.“ Og það kom heldur ekki fyrir aftur. Árin á sjónum urðu samtals fimmtán. Þá gerði Sveinn ráð fyr- ir að sjómennskan yrði hlutskipti sitt og þessvtígna fór hann í Sjó- mannaskólann og lauk stýri- mannsprófi. Hann staðfesti ráð sitt, kvæntist Sólveigu Erlends- dóttur úr Hafnarfirði og þótt þau ættu bara 4 þúsund krónur í sjóði, var ráðizt í húsbyggingu og skipshöfnin af Bjarna riddara kom ótilkvödd til þess að hjálpa þeim við steypuvinnuna. Framundir þetta hafði Sveini Björnssyni ekki komið til hugar að gera mynd, né heidur að hann hefði áhuga á myndlist. Hann hafði heimsótt Júlíönu frænku sfna í Danmörku og hún hafði ver ið að teyma hann á söfn og sýn- ingar. En hann hafði ekki áhuga á því þá. En einhvern tíma eftir að þau hjónin voru byrjuð að búa, fór Sveinn að föndra við teikning- ar og liti f mjög smáum stfl. En það var nóg til þess að næst þegar hann fór á sjóinn, tók hann með sér liti og pappír og gerði þá myndina af rekfs á Halamiðum. — Ég var að þessu um borð og karlarnir voru að klína sér utan i blautan lit. Þeir voru steinhissa á þessu athæfi og kölluðu mig stundum Svein klessu og annað þvíumlikt. Viðfangsefnin voru af sjónum, skip, fiskur og sjómenn. Ann- að veifið sigldi skipið til út- landa og þá var teningnum kastað: Maður notaði hvert tækifæri til að mála og þegar heim kom, fór ég óðar að mála úti í hrauni, en krakkarnir hópuðust í kring og töluðu um „vitlausa stýrimanninn“. Hugsa sér, sjómaður að mála. Það var vitaskuld ekki hægt nema sá hinn sami væri bilað- ur. Svona hefur það verið hér í Firðinum og er jafnvel enn: Mikill kjaftagangur, smáborg- arabragur og afar þröngsýnn hugsunarháttur. Allir vissu allt sem gerðist, þótt það væri ekki annað en að maður væri tekinn ölvaður við akstur. Þá var að smjatta á því. Að sjálf- sögðu var það komið frá for- eldrunum, þegar krakkarnir töluðu um vitlausa stýrimann- inn. En ég lét það ekki á mig fá, hvorki það né annar mót- byr. — — Annan mótbyr? — Jú, til dæmis það, að ég fór að leggja myndir eftir mig undir dóm Júlíönu frænku, vegna þess að hún var vel skóluð og reyndur málari. Yfirleitt sagði hún ekki já- Hús bústjórans I Krýsuvfk, sem nú er hús málarans. Ekki var alveg greiðfært að þvl fyrir snjó, en kyrrð og næði til að vinna, þegar komið er ð staðinn. Til hægri: Geysistórt málverk um Hafnarfjörð, sem hangir I Öldutúnsskóla. kvætt orð. Það voru tómar skammir. Stundum hringdi hún i konuna mína og spurði, hvort hún hefði kannski verið of hörð. Og þegar ég var búinn að mála árum saman og halda sýningar, sagði hún blákalt að bakhliðin á myndunum mínum væri þó ólikt skárri. Ég held að henni hafi fundizt ég hafa of litið fyrir hlutunum. — En fleiri hafa nú skamm- að þig, en Júlíana, minnir mig. — Jæja, skyldi það vera. Ég hef reyndar geymt eitthvaó af þessum greinum; hér segir Valtýr til dæmis i Morgunblað- inu: „Heimur versnandi fer.“ Hann hafði verið nokkuð já- kvæður i skrifum unt fyrstu sýningu mína. En svo fór nú dýrðin af og 1960 skrifar hann: Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.