Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 4
Hér var og er Skálholts- staður Bagall Páls biskups. og spurði sjálfan sig hvort maður hefði í raun og veru nokkurn tíma trúað orðum sögunnar. Svo miklu er sjón sögu ríkari. Og ógleymanleg verður sú stund hverjum sem lifði hana, hin mikla rigningar- athöfn, þegar lokinu var lyft, í viðurvist margra manna, og vafamál hvort nokkurn tíma hefur sést stórfenglegra minningarmark islenzkrar sögu en þetta hvílurúm hins glæsi- lega Oddaverja frá gullöld íslands. Ég ma að Barði heitinn Guðmur sson þjóð- skjalavörður sagö, að aldrei hefði hann fundið eins glöggt til þess að standa auglitis til auglitis við söguna sjálfa, og þeir sem þekktu hann vita að það voru stór orð í munni slíks sagnfræðings sem hann var. Ekki skal ég þreyta áheyrendur með því að lýsa steinþró Páls biskups, sem allir geta séð hér undir kirkju- gólfinu. En þess skal ég geta að varla mun vera til tígulegri steingröf á Norðurlöndum en einmitt þessi, höggvin í heilan stein úr Vörðufelli af islenzkum höndum, kannski höndum Ámunda Árnarsonar staðar- smiðs, en vafalítið að fyrirsögn biskupsins sjálfs, sem víða hafði farið og séð menningar- hætti annarra þjóða. í kistunni var útskorinn bagall, gerður af óvenjulegum hagleik, og þessir tveir hlutir, steinþróin og bagallinn, eru einu hlutirnir, sem varðveitzt hafa síðan um 1200 hér í Skálholti og þeir elztu sem nú til eru úr sögu Skálholts. Það er margra manna mál, að á dögum Páls biskups, um aldamótin 1 200, hafi verið mest reisn á hinu forna íslenzka þjóðveldi og hvað mestur blómi í íslenzku þjóðfélagi, og trúlega hefur Skálholt aldrei hvorki fyrr né síðar, verið önnur eins listmið- stöð og einmitt í biskupstíð hans og fyrir hans atbeina. Steinþró Páls biskups stendur fullkomlega og með sæmd undir þvi að vera tákn þess tíma. Þá er það og vafalaust, að fundur hennar 1 954 orkaði miklu fyrir málstað Skálholts og þeirra manna sem fyrir hann hafa unnið. Það er í fögru sam- ræmi við allt það sem sá góði forni biskup gerði og vildi gera Skálholti til virðingarauka, að styðja má rökum að steinþró hans hafi átt sinn þátt í nýrri blómgan staðarins í fjarlægri framtíð, sem hann, með öllum sínum lærdómi og vizku, gat ekki órað fyrir hvernig verða mundi. Ég hef fjölyrt nokkuð um steinþró Páls biskups vegna þess að hún, ásamt hinum fornu undirgöngum með hellunum sem klerkdómurinn gekk á um aldir, er skýrast merki þess að Skálholt er sögu- legur minjastaður, en gleymi þó ekki að þar kemur fleira við sögu, svo sem altarið úr kirkju Brynjólfs biskups og predik- unarstóllinn, sem er mikill helgigripur meðal annars fyrir það að af honum hefur meistari Jón prédikaði, og sitthvað fleira mætti telja bæði út og inni. Athugult auga hins sögu- fróða gests sem hingað kemur, mun hafa sitthvað við að dveljast. Og þeim fornu minj- um sem til er hægt að tjalda, er nú vel borgið, þær njóta sín. Og eins og allar sögulegar minjar, eiga þær að vera í lífsins þjónustu. Vitanlega, hverju ættu þær annars að þjóna? Það hefur verið vilji og ósk allra sem að þeim hafa hlúð hér í Skálholti. Og staðurinn sjálfur, hann hefur einnig verið kallaður í lífsins þjónustu á ný, hann er ekki aðeins minnisvarði. Það var frá upphafi ætlunin að kirkju skyldi reisa á hinum forn- helga grunni þar sem guðshús hefur staðið síðan kristni hófst í landinu og dómkirkja í sjö og hálfa öld, minningarkirkju, og þjóðarkirkju, í senn sóknar- kirkju hér í Skálholtssókn og hátíða rkirkju þar sem hinar veglegustu kirkjulegar athafnir og hljómleikar gætu farið fram. Þetta tókst, fyrir hug og dug fjölmargra góðra manna, bæði erlendra og innlendra, sem nú er þakkað ónafngreindum á tíu ára afmæli hinnar nýju Skál- holtskirkju: Árangurinn þekkja allir sem nú eru hér í kirkjunni og allir aðrir sem átt hafa góðar stundir innan þessara veggja síðastliðin tiu á'r. Það væri fróð- legt að vita hve margir þeir eru sem komið hafa í þessa kirkju á hennar stuttu ævi. Það mundi vera allhá tala. Eins væri ekki ófróðlegt að vita hve margir þeir eru, sem nú vildu að landið hefði aldrei eignazt þessa kirkju eða telja að það hafi verið óðs manns æði að stuðla nokkurn tíma að því að hún risi af grunni, eins og ekki var örgrannt um fyrir eina tíð. Tala þeirra yrði víst ekki næsta há. Og ekkjufrú er þessi nýja kirkja ekki, eins og séra Þor- stein Sveinbjarnarson kallaði gömlu dómkirkjuna eftir að biskup og kennilýður voru horfnir héðan. Skálholt er nú prestssetur, þjónandi prestur kirkjunnar og safnaðarins býr nú hér á staðnum, staðar- prestur. Skálholt er fullgilt kirkjulegt setur, og reyndar hefðarsetur, í umsjá þjóð- kirkjunnar og afhent henni til fullra umráða af stjórnvöldum landsins, fyrir tíu árum, og er einnig þeirra tímamóta minnzt í dag. Og er þá enn ótalið það sem margir munu telja mesta nýlendu og gefa nákvæmastar gætur hvernig fram vindur. Skálholt hefur endurheimt skóla sinn. Að vísu ekki presta- skóla eins og hinn forni Skál- holtsskóli var, og er óþarfi að taka slíkt fram. Það hefur aldrei staðið til, heldur skóla sem er nær algjör nýbreytni hér á landi, en sækir fyrirmynd sína að nokkru leyti til skólafyrir- komulags sem er þrautreynt með nágrannaþjóðum vorum. Það verður fróðlegt á þessum miklu skólatímum að fylgjast með þroska þeirrar stofnunar sem hér hefur hafið göngu sína. Skiljanlega er of snemmt enn um að dæma hversu þetta skólaform gefst hér á landi, óháð hinu al- menna samfellda skóla- kerfi landsins, og raunar er sennilegast að formið sé alls ekki til fullmótað, heldur muni það þróast með reynslu áranna, rétt eins og það tekur hvern einstakling sinn tíma að finna persónuleika sinn. En vel virðist vera af stað farið og full ástæða til að ætla að hinn nýi Skálholtsskóli muni fljótlega vaxa inn i vitund þjóðarinnar sem stofnun, er ekki megi án vera í menntalífi þjóðarinnar, að sínu leyti eins og kirkjan sjálf, Skálholtskirkja, hefur fest rætur í huga þjóðarinnar á þessum eina áratug sínum. Þá ósk og von vildi ég mega láta í Ijós nú, þegar SkáIholtsskóli er að taka til starfa með auknum krafti og í pýjum húsakynnum eftir hin fyrstu spor á síðastliðn- um vetri. Það er nú hartnær aldar- fjórðungur síðan Skálholts- félagið var stofnað. Markmið þess var frá öndverðu alhliða endurreisn Skálholts. Á leiðinni að þeim áfanga, þar sem vér erum nú stödd á þessari Skál- holtshátíð, má greina nokkur kennileiti sem vísa til áttar um stefnuna og framgang ferðarinnar. Ber þar fyrst að nefna sjálfa stofnun Skáholts- félagsins 1 949 og hina fyrstu Skálholtshátíð sama ár, þá fornleifarannsóknirnar 1954 með þeirri athygli sem þá dróst að Skálholti, níu alda minningarhátíð biskupsstóls í Skálholti 1956, er hornsteinn nýju kirkjunnar var lagður, vígsluhátíð kirkjunnar 1963, og lokssetningu Skálholtsskóla í fyrsta sinn árið 1972. Þeir sem kunnugir voru hér um slóðir áður en Skálholtsfélagið fór að berjast fyrir endurreisn Skálholts og bera saman við það sem nú er í dag, efast ekki um að hér eru mikil umskipti orðin. Skálholt hefur vissulega verið endurreist. En þeirri endurreisn er ekki lokið, og vonandi að enginn segi það, því að það væri nálega það sama og segja að nú væri stöðnunin gengin i garð. Því á aldrei að vera lokið sem þróast I skal jafnt og þétt til vaxandi þroska, eins og vér vonum að Skálholt og stofnanir þess geri. Einhverjum kann að finnast það hafa verið langur og tor- sóttur vegur að komast í þennan áfanga. Það er vitan- lega eins og á það er litið, en ekki sakar að minnast þess að slíkt skiptir litlu máli þegar fram líða stundir, eins og dæmið um kirkjuna á Spáni sýnir og eins og sagt er í hinum spaklegu orðum, að um það mun verða spurt, þegar frá líður, hver orti en ekki hversu lengi var að verið. Engum sem lítur yfir Skál- holtsstað eins og hann er á þessari stundu með ræktun og þeim mannvirkjum, sem þegar eru hér, getur dulizt að þjóðin hefureignazt nýtt höfuðból eða endurheimt gamalt höfuðból, ef menn vilja heldur orða það svo, menningarsetur þar sem enginn sneiðir hjá garði, ef hann á þess kost að staldra við og líta staðinn augum, hug- tækan áfangastað af manna höndum gjörðan, og slíkir stað- ir eru vissulega ekki of margir á landi voru. Hér á íslandi er gnægð dýrlegra furðuverka frá náttúrunnar hendi, fossar, gos- hverir, eldfjöll og önnur stór- merki sem guð og eldur hafa gert, eins og Jónas hefur lýst af mestri andagift. Af allri þessari ofurgnægð viljum vér þó ekkert missa. Að því skapi eru þeir staðir fáir, sem eru stórir vegna sögu og mannaverka. Hví skyldum vér þá síður gera þeirra hlut góðan en hinna mörgu, sem drottins hönd hefur gert? Minjavernd og sögustaðavarzla er ekki síður mikils verð en náttúruvernd. Þetta tvennt ætti að haldast í hendur og það meira en nú er, enda náskylt, hvort tveggja er umhirða um arfleifð vora frá fortíð og ábyrg ráðstöfun til að afhenda hana framtíðinni með fullum skilum. Og sú er sann- færing mín, að þeir menn séu nú ekki margir, sem vildu missa Skálholt úr svipmóti landsins, eins og það er nú og með því lífi sem hér grær, né heldur skipta á þeim stað sem nú blasir við augum vorum fyrir þöglan minningarstað með ein- um steini þar sem lesa mætti: Hér var Skálholtsstaður. Á þessari afmælishátíð er Ijúft að færa þökk og heiður öllum þeim mörgu, sem lagt hafa sitt fram, stórt og smátt, jákvæðan vilja og framtak, þrautseigju, hugvit, snilld listar, fjármuni, til þess að Skálholt mætti aftur verða það sem það áður var: allgöfugastur bær. Þeir hafa ekki klappað neitt á stein í orða búningi. En hugur þeirra og verk tala orðalaust og mæla svo: Hér var og er Skáholts- staður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.