Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 3
Skálholtsstaður eins og hann er nú. gengur og gerist. Það var eins og ekkert hefði gerzt hér frem- ur en títt er á bæjum. Hér hafði verið settur punktur og greina- skil, og það var einmitt þetta sem menn höfðu í huga þegar þeir nefndu að minjaleysið sjálft væri ákjósanlegasti minnisvarði þessa sögustaðar, og svo mótsagnakennt sem slíkt kann að virðast. En- til- hæfulaust er það ekki með öllu. V!ða í löndum eru fornfrægir sögustaðir þar sem mikil tíðindi hafa gerzt, þar sem nú ríkir þögn og auðn, eins og í ár- daga. Þetta er á sinn hátt áhrifaríkt. í eyði og þögn getur orðið undarlega hljóðbært frá þeim miklu atburðum, sem gerzt hafa á fornum tíma. Þessu hafa skáld oft lýst með orðum sem þeim eru lagin. Og þetta hafa margir þótzt finna á Þingvöllum, svo að dæmi sé tekið úr okkar landi. Þar eru minjar að því skapi litlar sem sagan er mikil. Þetta finna menn í Tara á írlandi, þar sem var tignarstaður hákon- unganna um aldir, án þess nú sjái þess nokkur merki. Og svona mætti lengi telja. En það átti ekki svo að fara að Skálholt yrði eins konar eyðistaður, hvorki á þann veg sem þeir vildu sem ekki virtust mega til þess hugsa að eitt eða neitt yrði gert staðnum til sæmdar eða prýði, né á þann hátt sem ég áður lýsti, að hann yrði þögull minningarstaður sögunnar. Það varð ofan á, fyrir þrautseigja baráttu hug- sjónamanna, að þennan stað skyldi reisa úr lægingu, svo að hann mætti aftur standa undir því tignarnafni sem honum er gefið í Hungurvöku: a II- göfugastur bær á öllu íslandi. Rekja mætti nokkra sérstaka þætti þessarar endurreisnar, sem allir myndu þó eina heild. Hið fyrsta og sjálfsagðasta var að rækta landið svo sem bezt mætti verða og byggja bæinn og leiða heim á staðinn kalt og heitt vatn, sem hvort tveggja er til í Skálholtslandi, þótt fyrri alda menn hefðu ekki tök á að nýta sér það vegna verklegra vandkvæða. Þessu hefur öllu verið komið í verk. Það er fagurt og búsældarlegt nú að líta yfir Skálholtsland svo sem vera ber, enda væri ónýtt verk að hugsa um aðra reisn og virðingu staðarins, ef þetta fr.umskilyrði væri vanrækt. Hin miklu mannaverk miðalda, sem ég hef vikið að, áttu sína ömur- legu skuggahlið, örbirgð og kúgun fólksins, sem kringum þau bjó og var látið þræla við að reisa þau án þess að eiga sjálft málungi matar. Nútíma- menn kaupa ekki dýrlegar hall- ir eða kirkjur svo blóðugu verði. Umgjörð Skálholts verður að vera velmegun sveitanna hér í kring. Annars kvæði við hjáróma streng. Utlendum mönnum, sem ekki eru vanir hinu víðáttumikla og opna og nakta landi voru, getur fundizt einkennilegt að sjá hina nýju Skálholtskirkju næstum því úti á víðavangi, á berangri. Eg man það fyrir tíu árum þegar kirkjan var vígð og hingað komu margir ágætir erlendir menn, sem sumir höfðu gefið stórgjafir til kirkjunnar án þess nokkurn tfma að hafa komið hingað til lands, þá sagði einn slikur danskur velgerðarmaður við mig: Mikið varð ég undrandi þegarég sá kirkjuna standa hér á þessum eyðihól. Það er mjög skiljanlegt að þannig geti manni farið sem kemur úr þröngbýlu landi þar sem stór- vaxinn trjágróður og alls konar mannaverk setja allan svip á umhverfi. En oss heimamönn- um kemur þetta á annan hátt fyrir sjónir og finnst þá vel gert við umhverfi hins virðulegasta húss, ef þar eru viðir og vel ræktaðir grasi vaxnir vellir. Víð- áttan og hin opna sýn er nú einu sinni sérkenni þessa lands. Annar sjálfsagður þáttur endurreisnarstarfsins var að leggja fulla rækt við þær sögu- legu minjar sem hér eru, þótt ekki séu ýkja maixjar eða kannski ekki sizt vegna þess. Enn fremur að draga fram í dagsljósið fleiri minjar fyrri tíðar og kanna staðinn með rannsóknum. Til að fullnægja þessu sjónarmiði voru gerðar umgangsmiklar fornleifa- rannsóknir hér í grunni hinnar fornu dómkirkju sumarið 1954. Formaður Skálholts- félagsins, dr. Sigurbjörn Einarsson, nú biskup, sagði í ávarpi 27. júlí 1952: „Skál- holtsfélagið hefur frá upphafi talið það með meginverkefnum sínum að reyna að sjá til þess að heima i Skálholti sé ekkert hreyft, hvorki þúfa né steinn, án þess að færir menn fari þar um augum og höndum og at- hugi, hvað undir hylst. Sízt af öllu mátti það koma fyrir, að neinu væri raskað í grunni dómkirkjunnar án visindalegs eftirlits og leiðbeiningar." Þetta var hárrétt sjónarmið og gott til þess að vita, að þessi stefna var mörkuð þegar í upphafi. Sú var von manna, að fram mundu koma við rannsóknirnar í Skálholti 1954 einhver þau söguleg teikn, einkum í grunni kirkjunnar, sem kynnu að varpa nýju Ijósi á tiltekin atriði i sögu staðar og dómkirkju. Það er augljóst, að uppgröfturinn varð mjög til að efla áhuga, landsmanna á staðnum og for- tíð hans og framtíð. Og fróð- leikurinn um miðaldakirkjurnar er mjög mikils verður eins og fram mun að lokum koma, þótt enn sé því miður ekki búið að gefa út fullnaðarskýrslur um þessar umfangsmestu forn- leifarannsóknir sem gerðar hafa verið á íslandi. En sú stund kemur, þótt þegar sé helzt til langt um liðið. Mér finnst ekki að hér sé stund í dag til þess að dvelja lengi við þessar rannsóknir eða rekja það sem þar kom í Ijós, þótt ég feginn vildi, þar sem ég átti sjálfur allmikinn þátt í þessum rannsóknum og hef ekki sleppt þeim úr huga mér þessa nær tvo áratugi, sem liðnir eru síðan. En þó vil ég ekki láta hjá liða að minnast á hina miklu steinkistu, sem í hafði verið grafinn Páll biskup Jónsson. Einhverra hluta vegna finnst mér að þessi tigu- legi miðaldagripur hafi ekki hlotið það rúm í huga manna, sem hann verðskuldar, jafnvel þótt vel sé áð honum búið hér i undirhvelfingu þessarar kirkju. Þetta er nefnilega eitt áhrifa- mesta sögulegt tákn sem til er hér á landi og ætti að vera í álíka miklum hávegum haft og Valþjófsstaðahurðin eða fagur- lega lýst skinnhandrit, ef mæli- kvarðar vorir á forn menningar- verðmæti væru óskekktir. Til mín kemur nær tveggja áratuga minning. Við vissum það allir sem hér vorum að rannsóknir á því fagra sólar- sumri 1954, að í sögu Páls biskups Jónssonar standa þessi orð: „Hann lét og steinþró út- höggva ágæta haglega, þá er hann var í lagður eftir andlát sitt." Þessi orð voru skrifuð af nákunnugum manni fyrir meira en hálfri áttundu öld, áreiðan- lega hér I Skálholti En hver þorði að trúa því að þetta forna hagleiksverk, sem á nafn er nefnt í sögunni, væri hér enn heilt og sem óskemmt rétt undir grasrótinni í Skálholts- kirkjugarði? Páll biskup andaðist árið 1211, eitt mesta glæsimenni í biskupa tölu að því er ráðið verður af sögu hans. Sagan lýsir honum með miklum raunveruleikablæ og öllu lífinu hér i Skálholti á hans dögum. Það virðist engin ástæða til að rengja þá frásögn að hann hefði verið jarðaður í úthöggvinni steinþró. Stein- grafir af ýmsu tagi voru mönn- um á tilteknu skeiði miðalda hugþekkir hvílureitir, enda hafði sjálfur frelsarinn verið lagður í steingröf. En þegar svo einn góðan veðurdag hin mikla steinkista skaut horni upp úr moldinni hér í garðinum, varð maður engu að slður undrandi Framhald á næstu síðu ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.