Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 3
Ingimar Erlendur Sigurðsson fæddist á Akureyri (1933), en kvaddi sér fyrst hljóðs með smá sögu í Lífi og list (1950), þá nemandi í gagnfræðaskóla í Reykjavík. Vildi svo til, að einn kennari hans var jafn- framt ritstjóri og útgefandi Lífs og listar. Þótti honum nemand- inn efnilegur stílisti og birti í blaðinu skólaritgerð eftir hann — sem var nú raunar smásaga — með ofurlofsamlegri umsögn. Upp frá því vissi bókmennta- fólk, hver Ingimar Erlendur var. Leið hans til ritstarfa lá svo gegnum blaðamennsku á Morgunblaðinu og ritstjórn Frjálsrar þjóðar. Fyrsta bók Ingimars Erlends var ljóðakver, en því næst kom smásagnasafnið Hveitibrauðs- dagar (1961), tólf sögur, allar fremur stuttar. Þar með hafði Ingimar Erlendur markað sér braut sem lausamálshöfundur. Sögurnar í Hveitibrauðsdög- um eru allar innhverfur skáld- skapur og bera með sér dul hins hálfsagða eða ósagða. Sé miðað við svokallað skáldskap argildi, mun erfitt að gera upp á milli þeirra. Fyrsta sagan, má þó vera hugtækust, hálf- gildings ástandssaga, en gerist þó mest í hugskoti ungs drengs, sem á unga konu fyrir móður. Ungu konuna langar í ástand- ið og ætlar að nota drenginn sem meðalgöngumann, son sinn, ótrúlegt, en gat verið satt í ástandinu. Svipaðs eðlis — en þó frá öðru sjónarhorni séð — er Heimþrá — um manninn, sem hleypur að heiman frá eigin- konu, krækir í ástmey til einn- ar nætur, lofar henni öllu fögru, en svíkur svo allt að morgni og hverfur aftur heim til eigin- konu — sagan séð, heyrð og sögð af herbergisnaut hins tví- benta eiginmanns. Snjór heitir saga af ástinni, eins og hún gerist afskræmd- uist, og af viðbjóði uimgs pilts á losta jafnaldra sinna; ekki beint sennileg, en þokkalega ímynduð. Lestina reka svo Þrjár lík- kistur; sagan, sem fyrrum afl- aði höfundi snemmtekinnar frægðar á síðum Lífs og listar, endurprentuð í Hveitibrauðs- dögum. Hvaða ályktun má þá draga BÖKMENNTIR OG LISTIR ífivjia íjxeæ- P 1)9»'' 1 í'paáj tjjmv gjaifpat * Islenzk skáld- sagnaritun eftir 1940 12. grein Eftir Erlend Jónsson fíill- ingar af þessuim smásöguim Ingiimars Erlends? Alltént, að hann hefði orðið liðtækur smásagnahöfundur, hefði hann haldið áfram að skrifa í þeim dúr, lagt jafn- mikla alúð við formið og þann- ig náð meiri leikni með timan- um. Efnivið mundi hann varla hafa skort. En Ingimar Erlendur sendi ekki frá sér fleiri bækur með smásögum. Smásagan varð að- eins áfangi á leið hans til viða- meiri verka. Næsta bók hans, Borgarlíf (1965), er alllöng og jafnframt langdregin skáld- saga, ekki innhverf eins og og smásögurnar, heldur ástar- saga með pólitískum innskotum eða réttara sagt persónuleg og félagsleg kappræða með ástar- róman að ívafi. Borgarlíf kom út um sama leyti og Svört messa Jóhannesar Helga og svipar um svo margt til herm- ar, að ætla mætti að höfund- arnir hafi borið saman bækur sínar, meðan þeir voru að semja; til að mynda heitir einn kaflinn í Borgarlífi — Svört messa. Likleikinn kann þó að vera tilviljun einber, því ekki hefur spurzt, að höfundamir hafi unnið neitt saman. Aðalsöguhetjan í Borgarlifi, Logi að mafni, er ungur blaða- maður á stóru dagblaði, og slkipar airanað starfslið siaima blaðs flest aukahlutverk sög- unnar. Logi er — eins og Murtur í Svartri messu — yf- irburðapersóna, öðrum mönn- um orðheppnari og kveður alla í kútinn, sem hætta sér út í orða hnippingar við hann; og gerir sér þá engan mannamun. Kvetnhylli hans eru lítil tak- mörk sett. Er hann á því sviði síður en svo eftirbátur Murts, og er þá langt til jafnað, né gefur hann Murti eftir í öðru, sem lýtur að persónutöfrum og glæsimeninsku, minmista kosti að eigin mati. Þó hanin sé ekki eins óskeikull og Murtur, ger- ir hann sér í raun og veru jafn háar hugmyndir um sjálfan sig. En þrátt fyrir durtsháttinn er hann vart haldinn annarri eins hundakæti og meinfýsi sem Murtur. Þó lund hans sé stríð og óstýrilát, er hjarta hans við- kvæmara. Meira að segja örlar á bliðu undir hrossalegu yfir- borði. Látið er í veðri vaka, að hann hafi átt erfiða bernsku. Duldir hans og geðflækjur sam svara því líka. Flest fólk kem- ur honum fyrir sjónir sem vondar manneskjur. Hann einn er verulega góður. Eins og umhverfi Murts í Svartri inessu er sviðið í kring- um Loga gert sem lítilmótleg- ast og seyrðast til að mann- kostir hans ljómi þeim mun skærar með allan sorann að bakgrunni. Þegar í upphafi stefnir hugur hans burt frá því, jafnvel áður en það er orðið vettvangur hans:....... eins og hann væri að leita að inngöngudyrum sem væru út- göngudyr líka.“ Hver er þá munur Murts og Loga? Um eðlismun er liklega varla að ræða. Báðir eru sams konar blanda af púrítanista og nautnasegg. Hins vegar kann að vera með þeim nokkur stigsmunur. Til að mynda er Logi ekki eins frumstæð manngerð og Murtur. Murtur er útkjálkamaður að hátterni og viðhorfum (þó hann látist vera heimsmaður), Logi borg- arbúi. Báðir sveima milli prími- tívisma og anarkisma, báðir eru í bland við það íhaldsamir, Logi þó fremur. Boðorð hans er ekki: farið heilar fornu dygtðdr. Þvert á móitd teluir hann þær farnar, en óskar þær komi aftur, þó hann trúi varla í hjarta sínu, að sú ósk muni nokkru sinni rætast. Hann lít- ur á samtíðina sem eitt heljar mikið isivíraari. Og onsöik þeiss að spiillinigitn hefur grafið um sig svo mjög sem raiuin ber vitnt, er fyrst og fremst sú, að horf- ið hefur verið frá því uppruna- lega og góða, sem var. „Nei ég hef ekki,“ sagði höfundurinn í blaðaviðtali, „skrifað bók mína til að rífa niður eitthvað það er mætti standa. Ég er meira að segja íhaldssamur öðr um þræði. Mér þykir vænt um það sem er gamalt, á sér langa sögu og hefur skapað mönnum örlög.“ Logi hefur megna skömm á samtíðinni, og er það í fyllsta samræmi við dálæti hans á fortíðinni. Fyrir bragð- ið verður ævi hans einn sam- felldur hrollur andspænis líf- inu, en hálfkæringur andspæn- is dauðanum — í einu orði: lífshrollur. Með því að bregðia fyrir sig handhægri skýring má segja, að Logi álíti dauð- ann skammskárri en það líf, sem hann lifir, og geri sér daufa von um að öðlast nokk- urn tíma það líf, sem hann þráir. Naumast er tilviljun, að orðið lík er í Borgarlífi við- haft í tíma og ótíma sem uppi- staða samlíkinga, mest í þeim vændum að lýsa þessu sálar- ástandi Loga. Nokkur dæmi: „Feitur maður með köld augu kinkaði kolli og lík- brosti." „Bækur lágu eins og lík um gólfið.“ „Að blóðbaðinu loknu yrði aftur að leggja vegi yfir víg- velli og kix-kjugarða, setja sam- an nýjan vagn á gömlum hjól- um sögunnar og nota sjáöldur hinna dauðu í rúðurnar. Hringferðin hæfist að nýju og lífslíkið orðið eins þungt og jörðin.“ „Líkið er hvíti miðinn með krossinum, undirskrift dauða- dóms yfir vanræktu lífi þínu.“ „Það er erfitt að bera sitt eigið lík, erfiðara en allt ann- að.“ „Líkið á börunum var að reyraa að segja eiitthvað — uml- aði.“ „Enginn ræddi um kosninga- úrslitin fremur en hálfsmánað- argamalt lík ömmu sinnar." „Hann fær einhverja vel- borgaða líkstöðu." „Hvernig hafði hann orðið lík. Sennilega hafði hann aldrei fengið að vera frjáls og ekki verið maður til að frelsa sig.“ Þessi dæmi — en þau hefði mátt tína til ótal fleiri — nægja til að sýna fram á, að orðið lik er notað þarna í fjöl- breytilegustu samböndum og þó ætíð með svipuðum blæ- brigðum. Hvað á allt þetta líka hjal að tákna? Þó höfundur sé ekki öðrum mönnum bærari að dæma um verk sitt, skal hann aftur kvaddur til vitnis: „Menn mega ekki vera hræddir við að lifa,“ segir hann í fyrrgreindu blaða- viðtali. „Ekki að deyja held- ur. En þessi lifandi dauði, sem er skipulagður inn í menn í smásikcimmibum, hainin er ákaflega skæður og erfiður." Þessi athugasemd höfundar flytur lesandann ef til vill nær því að skilja, hvað fyrir hon- um sjálfum vakir, en opnar ekki allar gáttir til skilnings á Borgai'lífi, því vitaskuld er Fraimlhald á bls. 6. 31. maií 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.