Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 12
D £mu slanv. uur pokcxpr^-btur- notekur að bV?íra. bocra.'þaS' oKxr í þóutvé IpQcjac &váu.ruar exð <bei.ro. horn. chremo. o.n.ckx út of baminu. oo,þaS álotma.. "þáoecjir prebtur; Qbc mcxlo. e.pcríto. (Ourt mcð pio, Oiar o.ndu.r uúl) Cnhotófcc oat út L ocnoL kúþýu.- homu'i.u, p,o.llur cnð ocj &o.p,Cr: 'Paoú.m.e prammatlce. (O^lcitur böpubóoC ert pú) ~þá ccpCr prestur <Úbc mate <bpóátu& ('Dart meó þcp ÚLur o.nái.,nú) *þá ocpm koláei. opjór burta ura leiá: bic. áQbuátc áccQire prcuo (buo áttcr ^prr aó OQp>\a \oÚ) ~þá &epcr bó'ábú. úxup'btu (yrr oplaup&tu nú. málastofnunar byggjast á reglu, þar sem lykiltalan táknar þann fjölda dauðsfalla, sem verða vegna lifrarherzlis. Samkvæmt því mætti kannski ætla, að hægt sé að finna bæði hundraðs tölu dauðsfalla, sem verða af völdum alkohols og hundraðs- tölu alkoholista sem fá þennan iifrarsjúkdóm. Þessu er þó ekki þannig farið. Einasta örugga aðferðin, til þess að ákvarða tölu alkohol- ista, væri að rannsaka hvern fullvaxta einstakling þjóðfélags ins. Það er þó ljóst, að slík rann- sókn myndi hafa í för með sér geysileg vandamál og hún hefur hfjdur aldrei verið reynd Rannsókn, sem nýlega var gerð á heimilum í hverfi í New York-borg, þar sem búa bæði þeldökkir og hvítir, sýndi, að þrir karlmenn og ein kona af bverjum hundrað íbúum eldri en tuttugu ára, átti við of- drykkjuvandamál að striða. Flestir þeirra gáfu sjálfir við- talendum upplýsingar um þetta. Sú aðferð væri möguleg, til þess að komast nær vandamál- unum, að biðja lykilpersónur í þjóðiélaginu — starfandi lækna — presta og lögreglumenn — að gefa upplýsingar um þá alkoholista, sem þeir þekkja til. En því fleiri „lykilpersónur“, sem maður spyrði, þeim mun fleiri aikoholista myndi maður finna. Sú tala, sem að siðustu myndi fást fram, myndi vqra í hlut- falli við það, hve urrifangsmik- il slík rannsókn væri og myndi aðeins gefa tölugildi í nánd við það rétta. Annað mál er svo það, hvort við þurfum raunverulega að þekkja tölurnar nákvæmlega. Einasta raunverulega ástæðan til þess að vilja það, er sú, að heilbrigðisyfirvöldin ættu að meta þörfina fyrir heilsuvernd á þessu sviði. Hingað til hefur verið litið á vandamálið aðallega frá læknis fræðilegu sjónarmiði. Sú staðreynd, að alkohol- isminn er sjúkdómur, er ekki viðurkennd í nægilega ríkum mæli. Alkoholisminn skapar líka ýmisleg vandamál, bæði fyrir þjóðfélagið í heiid og fyrir hinn einstaka alkoholista og fjölskyldu hans. í flestum bæjum er að finna skuggahverfi, þar sem alkohol- istamir safnast saman, „rottu- hreiður", þar sem þeir skrimta í aumingjaskap og niðurlægingu. Alkoholisminn leiðir af sér siark, atvinnuleysi, skuldir, giæpi, rýrnun á félagslegri að- stöðu, og ekki sjaldan það, að börn eru vanrækt á ömurleg- asta hátt og hljóta oft varan- lega andlega og líkamiega ör- orku. Ymsir aðrir félagslegir erfið- leikar, þótt ekki sé beint hægt að rekja þá til ofdrykkjunnar, standa án efa í sambandi við hana. T.d. er full ástæða t.il að halda, að alkoholistar vaidi eða hafi áhrif á hækkandi tölu þeirra sem eru teknir fyrir ölv- un á almannafæri, og einnig fjöiguninni á umferðaslysum, sem verða vegna þess, að ekið er undir áhrifum alkohols. Vaxandi alkoholneyzla æsk- unnar hefur nú einnig sýnt sig í aukningu á tölu alkoholista á þrítugsaldri. Margir af þeim koma til með að deyja á fert- ugsaldri. Alkoholismi og berklar. (Áhrif alkohoiisma á batahorfur.) Tuttugu og tvö prósent allra rúmliggjandi berklasjúklinga í Bandarikjum N.-Ameríku eru alkoholistar, samkvæmt nýj- ustu skýrslum. Á niutiu pró- sentum hælanna, er alkohol- ismi alvarlegt vandamál. Megin ástæðan er mótþrói berklasjúkl inga við að hlíta fyrirskipunum lækna varðandi meðul og fjar- vistir frá hælunum vegna ó- regiu. Eftirfarandi tölur um fjölda alkoholista á íslandi eru fengn ar hjá Áíengismálafélagi ís- lands: Áætlaður fjöldi alkoholista á íslandi öllu: ca. 6.000. Áætlaður fjöldi alkohoiista á Stór-Reykjavikursv. ca. 4.500. Talið er að ein kona sé alko- holisti á móti 17 karlmönnum. Ef við athugum þessar tölur nánar kemur í ijós, að 6% at- vinnubærra manna og kvenna í landinu eru alkoholistar, þar af 4%% á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en þessi tala hlýtur með réttu að eiga að bætast of- an á skráða atvinnuleysingja hverju sinni. Þess má geta, að meðaltala atvinnuleysingja í Stóra-Bretlandi er að jafnaði um 3%. Þótt furðulegt megi teljast, þá teija forráðamenn ÁMÍ að alkoholistum fjöigi örast í smá um kaupstöðum eins og Kópa- vogi, miðað við hundraðshluta. Það kann að vera vegna þess að ibúiamir á þeim stöðum eru flest ungt fólk, en alkoholism- inn breiðist örast út hjá því og síðan flytzt mikið af þessu unga fólki til Reykjavikur og á sinn þátt í hinni háu hlutfallstöiu þar. Starfsemi Áfengisvarnarráðs og áfengisvarnanefnda út um land er allt of máttlaus að min um dómi. Væri ekki æskilegt, að með ofangreindum aðilum störfuðu fyrrverandi alkoholistar og geðlæknar með sérhæfingu á þessu sviði? Hvernig væri t.d. að merkja flöskurnar með viðvörunarmið- um, eins og tóbakið, og vísa þar til fræðslubæklinga, sem gefnir væru út af Heilbrigðis- málaráðuneytinu? Aðstaða til slíks mun vera fyrir hendi, þar sem ÁTVR límir stimpil sinn á flöskurnar. íslenzka þjóðfélagið hefur ekki efni á því að missa einn einasta starfshæfan mann eða konu í hendur Bakkusar. örlög alkoholsjúkiingsins fara að miklu leyti eftir því, hvort litið verður á hann sem læknisfræðilegt eða félagslegt vandamál. Verði hann dæmdur til refs- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. marz 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.