Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 5
hvasseygW og hökumikli kaupsýslumaður, var nú ailt i einu orðinn dreymandi á svip- inn og hálfpartinn utan við sig, en þá eins og hann hyggi yfir einhverri leyndri hamingju — mér datt i hug að hann hefði orðið ástfanginn. „Hvað heitir hún?“ spurði ég glettnislega. „Elinóra," svaraði hann hlátt áfram og hrosti um leið. En svo varð hann ailt í einu undr- andi og spurði í flaustri: „Hvað — hvernig veistu — ekki hef ég sagt hér neitt?“ „Það sést á þér!“sagði ég hlæjandi. „Láttu nú bara ekki konuna þina komast að þessu; þú ert svo rikur að þú hefur ekki ráð á að skilja!" „Konuna mína — skilja?" anzaði hann líkt og úti á þekju. „Nei, það er nú engin hætta á því að hún komist að neinu, þvi að hún er alltaf í dásvefni, þegar ég tala við Eiinóru." Hvert þó í syngjandi, hugs- aði ég með mér. Er nú Jóhann- es orðinn eitthvað skrítinn? í>ví hafði ég síst búist við af honum. „Skrepptu með mér upp á skrifstofuna,“ sagði hann, og rödd hans var eins og í ást- föngnum pilti. „Ég verð að segja þetta einhverjum." í fljótu hragði séð var saga hans i rauninni nauðaómerki- leg: Honum hafði fljótiega tek- ist að láta konu sína, sem heit- ir Ágústa, falla í „trans“, eins og það er kallað, og það stóð ekki á því að hann fengi „sam- band“. Unaðsfögur og dálítið barnsleg rödd ávarpaði hann af munni frúarinnar, sagðist iengi hafa þráð þessa stund, er þau mættu raunverulega hitt- ast og tala saman. „Ég hef fylgt þér lengi,“ sagði röddin, „og ég elska þig. Okkur er ætlað að vera saman i eilífðinni, á því fagra landi, þar sem ég dvel, og við munum bæði dveljast á, þegar þú kemur endanlega til min.“ Jóhannes leit á mig, og aug- un í honum beinlínis ljómuðu. „Hún reyndi að lýsa þessu landi fyrir mér,“ sagði hann, „en það var víst ekki auðvelt með jarðneskum orðum, af því að fegurð þess var svo sérstæð. Þó skildist mér að þar væri hvít sandströnd og biátt haf, langt út í fjarskann, en þó út- sýn til fagurlitra fjalla, og við ströndina lyngivaxnir klettar með ilmandi birkikjarri, og síð- an græn hlíð með fossandi lækjum, hvammarnir grónir lágum skógi, bláberjaland og blómum vaxið, undurfögrum blómum, sagði hún. Og þar var alltaf sólskin, hlýtt og bjart, Ijósar nætur — unaðsreitur sem sagt, og ekki amalegt að eiga í vonum að dveljast þar með fallegri stúlku frameftir eilífðinni.“ Nú, persónulega gat ég hugs- að mér skemmtilegra himnaríki, og einkum fjölbreyttara, en ég lét það ekki í ijós við kunn- ingja minn, iofaði honum að- eins að létta á hjarta sínu. Eitt- hvað fannst mér þetta allt þó dálítið grunsamlegt. Þetta nafn til dæmis — Elinóra — hafði ekki Poe orkt um það kvæði? Ég vissi að Ágústa kona Jóhannesar, var Jjóðelsk manneskja og draumlynd, svo að mér datt í hug að þetta væri bara rómantísk saga, er hún sjálf eða undirvitund hennar hefði búið til utanum þetta fall- ega nafn. En auðvitað talaði ég ekki um það við hann. Hann lauk máli sínu með því að bjóða mér á andafund hjá sér. Ég þáði boðið, og siðan ákváðum við tímann, hvenær ég skyldi koma. Við vorum aðeins þrjú, Jó- hannes, ég, og svo miðillinn, frú Ágústa. Hún féll fljóti i dásvefn, og brátt var okkur heilsað af munni hennar með mjög fágaðri karlmannsrödd, er bauð mig sérstaklega vel- kominn, Síðan tiikynnti sama röddin að amma mín væri þarna komin og iangaði til að spjalla við mig. Ég brosti laumulega, því að ég þóttist viss um að geta þekkt ömmu gömlu af málvenj- um hennar og hugsanagangi, þótt langt væri iiðið siðan hún dó. Hún var ætið nokkuð sér- stæð. Og reyndar þekkti ég hana; það var ekki um að villast! Röddin var hin sama, aðeins unglegri þó. „Sæll, góði minn,“ sagði hún, fremur nöldurslega, eins og hennar var vandi, svo hélt hún áfram: „Hvers vegna ertu ekki í almennilegum sokk um, bam? Og hvurslags nær- föt eru þetta, ef ég hinsegin mætti spyrja?“ Nú, á hennar dögum voru sokkar úr ull, svellþæfðir, og nærklæðin sömuleiðis, en mín plögg voru öll hálfgert hýja- lín. eins og gerist nú á tið. Ég fór undan í flæmingi með svarið, en varð samt að lofa bót og betrun. Því næst spurði ég ömmu hvernig henni liði. „O, ekki nema vel,“ anzaði sú gamla. „Við höfum nóg fyr- ir okkur að leggja og það held ég. Nógu er búið stórt, ekki vantar það. En til hvers er það, ef ég mætti hinsegin spyrja, þegar enginn kaupir afurðirn- ar, og engri skepnu er lógað. Ekki svo að skiija að maður liði neina nauð; það er öllu mokað í mann, sem hugurinn gimist — ég hefði gaman af að sýna þér nýju peysufötin mín; ja, maður er svo sem alltaf i sparifötum, það er ekkert að gera. Afi þinn er reyndar á stöðugum þveitingi út um allt, eins og hann væri orðinn hreppsstjóri, og þykist hafa nóg að starfa, en ég er stund- um dálítið leið á þessum eilifu sunnudögum. Hann segir reynd ar að ég muni bráðum skilja hvað mér er ætiað, en ég er nú bara einföld kona og hef ekki vit á þessari æðri vizku, sem alltaf er verið að prédika manni. Þeir meina það náttúr- lega vel, en maður er vist ekki nógu upplýstur eða svoleiðis? Nú, hvað sem því liður góðí minn, þá ætla ég að biðja þig þess lengstra orðanna að klæða þig ekki svona glænæpu lega, að minnsta kosti meðan þú ert á jörðinni — bérna gæti maður sem bezt gengið ber, ef maður vildi. Það er alltaf sum- ar, glampandi þerrir frá morgni til kvölds — ef eitthvað þyrfti að þurrka, en það er nú ekki sá myndarskapurinn að maður slái túnið. Ég held blátt áfram að það séu engin amboð til á bænum. Nú, og til hvurs ætti að nota hey, þar sem aliar skepnur ganga sjálfala árið um kring. — Heyrðu, góði minn, meðan ég man: ertu búinn að gleyma Faðirvorinu þínu.“ „Nei, amma mín, ég les það á hverju kvöldi. Gerir þú það kannski ekki lika?“ „Ojú, það held ég, og ekki vænti ég að ég gangi af barna- trúnni minni hérna i Himna- ríki, úr því að Guð lofaði- mér að komast hingað.“ „Það er þá Himnaríki, sem þú ert i, amma mín?“ sagði ég varfæmislega. Þá fussaði hún heldur rösk- lega, eins og hún var vön þeg- ar fram af henni gekk, og röddin var allsnefsin er hún svaraði mér: „Nú, hvar hélstu að ég væri? í vonda staðnum kannski? Þá væri nú talsverðu á hann logið, ef þetta væri hann! — En annars hefur mér nú stundum fundist að eitthvað vantaði á — jæja, ég er svo sem ekki að kvarta, það er ekki það. En engan hef ég nú engilinn séð, enn sem komið er, og mætti ég svona hinsegin spyrja, hvort prestarnir hafi hafi ekki beinlínis fullyrt að allt væri krökkt af þeim í Para dís? Reyndar hef ég heyrt spil- að á eitthvað, sem gæti verið hörpur, og þeir syngja stund- um, þótt ekki séu það allt sálmar. Jæja, góði minn, ég er bara einföld kona og skil svo sem ekki neitt, og sízt sæti á mér að vera með aðfinnslur út í blessaðan Himnaföðurinn. Og mundu nú, góði minn að hafa nærfataskipti, þegar þú kemur heim. Og farðu í al- mennilega sokka!“ Meira hafði ég ekki af ömmu, því að nú kom Elinóra. Og víst var rödd hennar undrafögur, en einkennilega barnsleg. Ekki heilsaði hún mér, en fór þeg- ar að tala við Jóhannes um landið þeirra fagra, og hve hamingjusöm og sæl þau myndu verða, þegar hann kæmi þangað til hennar. Það var eitthvað ákaflega heillandi, bæði i málhljómnum og frá- sögninni, eitthvað sem minnti á — já, beinlínis himneskan hreinleika. Mér fannst ég finna ilminn úr hlíðinni ljúfu og heyra lækina niða, tærar fjallbunur i lyngvöxnum rinda. Ég kom á nokkra fundi hjá Jóhannesi og Ágústu, og allt- af talaði þar einhver við mig af ættingjum mínum og vinum, sem framliðnir eru. Og það get- ur vel verið að það hafi raun- verulega verið þeir sjálfir, því að þeir minntust á ýmislegt, sem enginn núiifandi vissi nema ég. Á hinn bóginn er ekki ómögulegt að það hafi verið lesið úr hugskoti mínu, af ein- hverjum öðrum, sem höfðu vald á miðlinum. Mest sann- færandi var hún amma mín, því hún var alltaf að kliða á því sama og hún hafði reynt að troða í mig þegar ég var krakki, og sem var raunar allt harla gott og fallegt, en heldur Framhald á bls. 15 15. marz 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.