Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 6
Lárus Sigurbjörnsson Frjálslega með farin söguleg gleði um danska stórmaktstíð á íslandi í þremur þáttum. Þriðji kafli Kaffihlé imeðan salurinn er ruddur. Tjaldið er niðri allgóða stund. Stiftaimtmaður hefur numið orðsendingu Sire’s. Hann er farinn um borð. Prinsinn hefur haldið til skips í virðulegni fylgd. Sire og Arthuri tefst við að koma gu'llinu fyrir undir höfðalagi hennar. Allt er sem sagt í lutókunnar velstandi — og ballið byrjar. HENDRICHSEN Kemur inn, halar pípuna (flautuna) sína fram undan jakka- boðanginum. Er sem allur annar maður með pípuna í höndum. Gerir gælur að henni. Bengir embættistákn sitt á vegginn. Þá embættistákn sitt á vegginn. Þá er mér ekfkert að vanbúnaði, piltar. Spil op, Spilletmann. Allir þrír stilla sér upp framan við bekk-borðið. Þeir byrja með fjörugum march. Dömur og herrar streyma inn í milliherbergið, dömur frá dyrum t.v., herrar frá þeim á bakveggnum. Straumurinn brotnar á púnsborðinu. Fyrir ofan það, sem næst fyrir miðju mætast straumarnir, herra finn- ur sína dömu eða þá einhverja aðra og gengur rangsælis um púnsborðið. Þannig myndast halarófa, sem gengur tvo eða þrjá hringi, fremst fer Mad. Knudsen og auðvitað með nýsettum stiftamtmanni í silfurgallóneruðum einkennisbúningi með þrí- strendum hatti, þá Kirstín með Þórði Sveinbjömssyni assesor í yfirréttinum, líka einkennisklæddum, síðan hver af öðrum, jfr. Ragnhildur og Stefán, jfr. Málfríður og Robert, svo sem auðvit- að, nokkur pör enn og þá: Sire og Arthur. Hún létt og Ijómandi og hallast fast upp að honum. Hann íbygginn, en óvenjulcga léttstígur. Þau svífa inn í dansinn, sem spilamennimir knýja af fullkomnu öryggi en við og við studdir af taktslögum Hendrich- sens með pípunni. Allir hverfa með miklum glcðilátum inn í salinn. Síðast fer sjálf hljómsveitin og spilar nú áfram bak við vegginn. STEFÁN og RAGNHILDUR hafa setið við borðið á bak við spilamennina. RAGNHILDUR Vandræði er með þennan prinis, að hann skuli vera svona dry'klk- felldur. STEFÁN ........ Hann kvað vera allt að því verri heirna hjá sér, ef það er þá hægt að hugisa sér það. Vilhelmína prinsessa þolir honum illa fylleríið og fraimhjáhaldið hálfu verr. Eftir misheppnaða fang- elsisvist í Jæiglerspris, serndi tentgdiafaðir hians, Friðrik VI. hiann beina leið til íðlands til afvötnunar. Það var l'íka staðurinn til að senda hann á! Það má nú segja, að þar hafi einveldinu komið í koll brennivínssöluhættir á íslandi fyrr og síðar. Hann hefur gert allar ákammir af sér hér, nema að drekka með dónuim við búðarborð á sunnudegi. RAGNHILDUR Er nokkur hæfa í því, að hann hafi flekað maddömuna hérna? STEFÁN ....... Sire læfcur engan fleka sig! Það er öfundssjúkt Ikvenfóllk, sem lýgur á hana. En hitt er satt, Þórður sýslumaður í Hjáltmholti sagði mér það áðan, að hann hefði verið nokkuð djarftækur til kvenna í Flóanum, rneðan hann var í Hjálmholti. Bjami amt- maður Thorarenisen hafði annað lag á, þegar prinsinn var hjá honum á Möðruvöllum, svo hann skemmdi ekki kvenfóllk hans. Hann lokaði sig og prinsinn inni í þrjár vikur og drakk með hon- um baki brotnu allan tírnann. Það kalla ég að fóma sjálfum sér fyrir föðurlandið! RAGNHILDUR Hann er eins og hrútur, sem sleppt er til kinda. STEFÁN ....... Já, gamli kóngurinn hefur þungar áhyggjur af honum. Vil- heknnna dóttir hans heimtar skilnað, en kóngur maldar í móinn og beitir prinsinn hörku. Erfðaprinsinn Kristján vonar í lengstu lög, að allt fari dkaplega með þennan misheppnaða son sinn. Kristján erfðaprins er einis ólíkur syninum og hugsast getur, ljúfmenni, vel þokkaður af öllum, hófsamdar vifcmunamaður. Hitt hefur komið til mála að svipta prinsinum erfðarétti. RAGNHILDUR Alllt á hann þetta upp á brennivínið? STEFÁN ....... Þó að illt sé, á það ekki alla sök. Misheppnað uppeldi hjá vanda- lausum eftir að foreldrar hans slitu hjúskap, ber sinn part. Uppeldi móðursystra og gamalla uppgjafa hershöfðingja fór al- veg út um þúfur. RAGNHILDUR Við slkulum fara að dansa áður en marchinn er búinn, næst spila þeiir miazurkia, hanin verð ég að damisa. STEFÁN ....... Bíður henni upp í dans með hneigingu. Um tíma er enginn inni nema þjónninn, Jens. Þá er spilað upp fyrir mazurka, þau Stefán og jfr. Ragnhildur mæta Málfríði og Mons. Robert í dyrunum og bæði pörin dansa mazurka. Rétt í sömu svlfum koma þau Sire og Mr. Dillon, hann staðnæmist augnablik og horfir á dansinn. DILLON ........ Þetta er ekki enskur dans, þó þú segir það. JENS........... Brosir gleitt. SIRE .......... Kenndu mér hann þá. Kastar sér í faðm hans. Meðan Dillon er að kenni henni sporið verður svolítill stanz á hinum pörunum, en þegar að ber ljómandi fallega dömu, bíður Jens henni upp og öll fjögur pör dansa enska kvadrillu. Tvær kjaftakerlingar, önnur lítur út fyrir að vera Gunna með augað, en er það trúlega ekki, því svo lágtsettu fólki og vatns- fcerlingum er eikki hleypt inn á klúbb-böll, hvað þá stiftamt- mannsböll. Sennilega er þetta forrík dönsk-íslenzk kaupmanns- frú með vafasama vinnukonu-fortíð. Við skulum samt kalla hana Gunnu með augað, þó það sé móðgun við þá réttu Gumnu. GUNNA MEÐ AUGAÐ Hefurðu heyrt það frú Stína — har du hört det, að kaup- maður Thomsen hefur gert það gott í Vestmannaeyjum. STÍNA . . . . . Nei, blessuð segðu mér frá því. Hvaðia skömm hefur hann gert af sér? GUNNA...........Ekki nema það — heldur hendinni upp að eyru Stínu — Já, já, það er altalað. Báðar á einu bretti! Hvað finnst þér? STÍNA...........Dæmalauist er maðurinn kærulaus! GUNNA...........En þær þá. Eplið fellur ekki langt frá eikinni, segja menn. Hún ber það nú með sér, hún Maddama Knudsen, að hún hefur ein- hvern tíma verið til í tuökið. Ja, hvað segirðu, frú Stína? STÍNA...........Ég 'hef nú aldrei heyrt annað eins, báðar systurnar, það er ekki hægt! GUNNA...........Og kann ekki að skammast sin. Þarna dansar hún eins og ekkert sé við sýslumanninn í Hjálmholti. Ekkert skil ég í honum Þórði Sveinbjörnssen að láta sjá sig með svona drós. STÍNA...........Sýgur upp i nefið. Hún kvað nú vera svo voðalega vei!k, konan hans. GUNNA...........Dæsir við. Ætli hún sé miklu veikari en hún hefur alltaf verið. Hún hefur alltaf verið hálfvitlaus. Því segi ég það, það er ekki betra þetta embættispakk heldur en bara rétt við hin — þó það hreyki sér. STÍNA...........Hefurðu heyrt það, frú Gunna, að prinsinn okkar hafði sézt í gærkvöldi út á Meluim? — O, Guð hver heldurðu hafi verið með honum? GUNNA...........Eitt spurningamerki. STÍNA...........Hver önnur en Maddama Ottesen. GUNNA...........Dolfallin, dauðöfundssjúk. Þú segir ekki. STÍNA...........Og eft.ir skandalann með Havsteen! GUNNA...........Hún er seinþreytt til vamdræða sú mannes'kja. Ó, hvað þú ert með yndislegt 'herðasjail. Hefurðu knipplað það sjálf? Þær standa upp frá borðinu fremst t.h. en stinga út í laumi úr glös- um þeirra Roberts og Málfriðar. Varla komnar að dyrunum t.v. (að kaffisalnum) þegar þær krækja sér í stöllur sitt í hvoru lagi, með fagnaðarupphrópunum og blíðuatlotum. Sagan skal áfram meðan volgt er á könnunni. Mad. KNUDSEN og KIRSTÍN. Sú eldri finnur aðeins á sér, en neitar púnsi þó Jens haldi því að henni. Hann gefur Kirstínu auga. Ilún drýpur höfði. KIRSTÍN .... Ég vil fara heirn, mamma. Mad. KNUDSEN í góðu skapi. Hvað er þetta barn, þú sem alltaf vilt dansa út. KIRSTÍN . . . . Ég er ekki vel frisík, mamma. Mad. KNUDSEN Eitthvað hlýtur það að vera, fyrst þú vilt fara. Hefirðu frétt noikkuð af henni Kristjönu systur þinni? Ætli hún sé búinn að eiga barnið. KIRSTÍN . . . . Ég vil ekki tala um hana. Stillilega. Ég á nóg með sjálfa mig! Mad. KNUD5EN Hvað sieigirðu, Kisia mín? Nóg mieð sjálfa þig. Ilálfur sannleikur rennur upp fyrir henni. Þú ert þó ekki að segja, að það sé likt ástatt fyrir þér? Hvenær skeði það? Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.