Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 9
Til eru fleiri stig tilverunnar Sverrir Pálsson ræðir við Guðrúnu Sigurðardóttur, miðil einu sinni fyrir niðri í búð, að ég tók hræðileg misgrip. — Viltu segja mér frá því? — Já, já, ég skal gera það. Það var daginn fyrir Þorláks- dag, _ fyrir þremur árum, held ég. Ég skrifaði þennan atburð ekki niður, en hann er mjögljós fyrir mér. Ég er að afgreiða við borðið að austan, en Stefán við hitt borðið. Ég tek eftir því, að kona á peysufötum og svört um frakka er búin að standa afar lengi þar við borðshornið, en hefur ekki fengið af- greiðslu. Við erum tvö við af- greiðsluna, við Stefán, og ég kann ekki við að færa mig, því að Stefán er við hitt borðið, en ég er alveg hissa á því, að hann tekur alltaf alla fram fyr- ir konuna. Mér líkaði þetta ekki, svo að ég segi nú eins og er, því að mér fannst konan vera búin að bíða svo lengi, og mér var farið að sárna þetta. Ég er alltaf að gefa henni auga, og sé, að hún er dálítið óróleg, eins og hún sé að flýta sér. Þetta endar með því, að Stefán færir sig eitthvað til og ég hef ekki mikið að gera við austur- borðið, svo að ég snara mér þarna að hinu borðinu og sný mér að konunni, sem stendur þarna eiginlega utanveltu, þó að margt annað fólk sé þar, bæði karlar og konur, og segi: „Hvað var það fyrir þig?“ — En ég fékk ekkert svar. Þá greip mig þessi minnimáttar- kennd, og ég fór inn fyrir, vegna þess að ég gat ekki haldið áfram að afgreiða í bili, en kom svo von bráðar fram fyrir aftur. Fólkið, sem verið hafði við borðshornið, var ekki farið, og það tók mikið eftir mér, þegar ég kom fram fyrir, en ég lét það ekki á mig fá. Ég gekk til konu, sem þarna var, byrjaði að afgreiða hana og reyndi að vera eins róleg og mér var unnt, en fann samt, að mér hafði orðið á. En konan í peysufötunum var horfin. Ég er sannfærð um það, að hún var framliðin og hafði fylgt einhverjum, sem þarna var inni, þó að ég gæti nú ekki beint áttað mig á því þá, hver það var. En seinna varð ég al- veg viss um, að hún hefði fylgt þarna stúlku, aðkomustúlku, — ekki bæjarstúlku, — eða ég held að minnsta kosti, að svo hafi verið. Ég náði mér strax aftur á strik og hélt áfram starfi mínu, eins og ekkert hefði í skorizt, en ég fann til þessarar minnimáttarkennd- ar gagnvart fólkinu, eins og ég hafði fundið til oft áður. — Heldurðu, að konan hafi átt við þig eitthvert ákveðið erindi? — Það þori ég ekki að segja um, en ef til vill hef ég gert henni einhverja úrlausn, við vitum ekki um það, það er aft- ur saga, sem enginn getur sagt um, ekki frekar ég en aðrir. Það getur verið, að hún hafi átt eitthvert erindi og ég hafi á einhvern hátt greitt úr því. Það geta allir gert, bæði skyggnir og óskyggnir, — veitt úrlausn þeim, sem koma. — Með því að beina hugan- um til þeirra? — Já. — En er það daglegt brauð, að þú verðir vör við það, sem kallaðar voru fylgjur manna, eða framliðna, sem eru í fylgd mieð lifandi fólki? — Já, það er daglegt brauð, en ég á yfirleitt mjög auðvelt með að taka ekki misgrip, því að ég sé framliðið fólk sjald- an klætt í föt, og það bjargar mér. En það kemur samt fyrir, eins og þarna. — Og ég get svo sem sagt þér annað dæmi, ef þér þykir gaman að, — það þarf ekki að nefna nöfn. Fyrsta árið, sem ég var gift, átti ég heima á 3. hæð í Skipa- götu 4. Við höfðum þar heila hæð, hjónin, og leigðum út frá okkur. Ég vann á Saumastofu Gefjunar, mamma var hjá mér og sá um heimilið. Ég vann úti, af því að Guðbjartur hafði litla vinnu. Hann var þá ókunn ugur hér, og það var erfitt um vinnu þessi ár. Hann var þá ekki kominn á póstbátinn. — Þá var það einn morgun, áður en ég fór til vinnu, að við vor- um að borða í eldhúsinu, þegar barið var að dyrum. Ég fór fram, og þá stendur þar maður framan úr Eyjafirði. Hann heilsar mér, en ég ætla að fara að heilsa móður hans, sem stendur þar í svörtu peysu- fötunum sínum, með svartan klút á höfðinu og í svartri kápu, eins og hún var vön að klæðast, þegar hún kom að heimsækja okkur. Hún var gömul vinkona mömmu, kom oft heim í Torfufell og var okkur systkinunum ósköp góð, og okkur þótti vænt um hana. Ég vissi ekki annað en hún væri lifandi. En þegar ég ætl- aði að fara að kyssa hana, hvarf hún, og ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur. Þá segir maðurinn: ,,Ég kom nú til þess að tilkynna ykkur látið hennar mömmu." — En lang- oftast er framliðið fólk bara í hvítum hjúp eða kufli, sem er í raun og veru gegnsær, en andlitið kemur alltaf skýrt, og oftast nær er auðvelt að ná líkamshæðinni. Ég man aldrei eftir því að hafa séð lifandi fólk öðruvísi en eitthvað hafi verið með því, en það er ekki alltaf það sama, — þó er það oft. — Telurðu þá, að framliðið fólk sé útlits eða í andliti eins og það var, þegar það kvaddi þennan heim, eða eins og það var, þegar það var í blóma lífs- ins? Er einhver regla á því? — Ja, — þegar það vill sanna sig, birtist það oftast nær alveg eins og það var, þeg- ar það fór. Annars veit ég, að við komumst öll í þann tíma, þegar við áttum okkar beztu ár. Gamalt fólk verður ungt, kemst aftur í þessa ynd- islegu æsku, svona 18—20 ára aldur. Ég held mér skjátlist ekki þar. Og ég hef séð komið með kornabörn, sem hafa dáið þetta 3—4 mánaða, og þau lögð í keltu mæðra sinna. Það er komið með þau eins og þau fóru, bara til að sanna þau. — Telurðu, að börn eigi fyr- ir sér vöxt í öðrum heimi, ef þau deyja kornung? — Já, ef þau koma ekki strax aftur. Það er mjög misjafnt. Stundum koma þau mjög fljótt aftur, en stundum koma þau alls ekki, þau eru þá búin að ljúka sínu. — Ertu þá sannfærð um, að fólk fæðist hingað hvað eftir annað? — Já, ég er alveg sannfærð um það, — fyrir mig, — því að ég er búin að kanna það, þann- ig að ég veit, að svo er. Við fæðumst aftur til að læra það og skila því, sem við höfum átt eftir, og ég held, að við eigum að ljúka okkar prófi héðan. áð- ur en við komum þar, og við verðum að gera það hérna, að minnsta kosti að einhverju leyti. En hitt held ég líka, að við komum ekki alltaf undir eins. Hinum megin er enginn tími, eftir því sem mér hefur verið sagt, og það getur vel verið, að við séum langan og þá mislangan tíma — í okk- ar skilningi — inni á hinum leiðunum, áður en við komum hingað aftur, og við fæðumst sennilega aldrei við sömu skil- yrði og aldrei við sömu kring- umstæður. Ég held það, en það er svo sem aldrei hægt að full- yrða neitt fyrir aðra. En sjálf er ég sannfærð. — Hefurðu hugboð um, að þú hafir verið hér áður, og þá hvar? — Já, ég hef mjög sterkt hugboð um það, og ég veit, að síðast var ég ekki hér á ís- landi. Ég þykist alveg vita, hvar ég var, hvað ég gerði og við hvað ég stríddi. — Manstu eitthvað frá þeirri tilveru? — Ég get náð því, þegar vel lætur, — en ekki nema þegar vel lætur. Ég er ekki komin mjög langt að rekja þetta, en ef til vill endist mér aldur til þess að sýna þetta einhvern veginn — í einhverju. Mig langar mjög til þess, vegna þess að það væri ekki hægt að hrekja, ef ég gæti á einhvern hátt sannað þetta. — Og þú veizt, hvar þú hef- ur verið. *— Já, alveg, ég veit það al- veg. — Er þér launung á því? — Ja, ég vil helzt ekki segja það núna, en ef til vill á ég eftir að tala við þig seinna. Þá veit ég kannske meira, og þá vildi ég gjarna segja þér það. Ég held það sé of snemmt núna, því að ég hef ekki nógu miklar sannanir í höndunum. Til þess þarf ég að bregða undir mig betri fætinum, ferð- ast eins og pílagrímarnir, til þess að ná þessu, og ég hef mikinn hug á því. — En hefurðu þá aðeins þetta sterka hugboð eða jafn- vel vissu um þetta eina tilveru skeið, eða hefurðu grun um fleiri?_ — Ég hef alveg vissu fyrir þessu, mig vantar bara heim- ildirnar, og ég held ég þurfi ekki langt að fara til þess að ná í þær. Ég held ég sé alveg komin á sporið.------Ja, — ég býst við, að ég hafi nú hugboð um eitthvað fleira, en ég hef ekkert reynt að ná til þess. Þetta er næst mér, og þar af leiðandi hef ég lagt mig mest eftir því, enda er léttast fyrir mig að ná því. — Nú eigum við að læra meira á hverju æviskeiði. Hef- urðu nokkra skýringu á því, hvers vegna við munum svona óljóst og flestir alls ekkert eft- ir fyrri skeiðum og vitum því ekki fyrirfram eða jafnharðan, hvað við eigum að læra og í hverju við eigum að taka framförum? — Ég held, að þetta sé nokkurs konar próf, reynsla, sem við þurfum að ganga í gegnum, og við þurfum að fikra okkur áfram, en ekki vita of mikið fyrirfram, þess vegna sé hula yfir því. Hvern- ig notfærðum við okkur slíka vitneskju? Erum við nógu þroskuð til að skilja hana á réttan hátt, láta hana verða okkur til vaxtar og þroska? Við gætum notað þetta til ým- issa hluta, ef við vissum eitt- hvað fleira, heldurðu það ekki? — Þá færum við kannske að vanrækja aðra hluti, sem við héldum, að væru ekki á dag- skrá, en væru okkur nauðsyn- legir samt sem áður. — Já, til dæmis ef þú vissir alveg nákvæmlega um þína fyrri tilveru, hvert einasta ár, — hvað þú hefðir gert rétt og hvað þú hefðir gert skakkt. — Það væri okkur ef til vill ofraun. — Það gæti verið. Ég gæti alveg búizt við því, að við hefðum ekki með það að gera. Ég hef náttúrulega ekki mjög mikið kannað síðustu jarðvist mína, en mér hefur fundizt, skal ég segja þér, ég lifa bæði sorg og sælu í sambandi við þessa reynslu mína. Ég veit ekki, hvort þetta er ávinning- ur fyrir mig, en ég hef samt einhverja löngun til þess að láta þetta skýrast og að ein- hver gæti hugsanlega hagnýtt sér þetta síðar meir. Það er von mín og trú, að vísindin eigi eft- ir að taka þetta viðfangsefni í sínar hendur. Þá fyndist mér það vera mjög mikið spor í átt- ina, ef maður gæti verið búinn að segja örlítið um þetta, — að við hefðum búið hér áður á ólíkum stað, við ólík skilyrði, en værum sami persónuleik- inn í raun og veru, samt kannske með ólík sjónarmið að einhverju leyti, en þó félli þetta allt saman í eina heild. Ég hef lifað sára reynslu í sam- bandi við það, ég hef fundið mín misstignu spor Framhald á bls. 13. 1. miarz 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.