Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 5
 fæddan 22. júlí. — Hann sendi itrekaða fyrirspum, en með sama árangri. Afi hans, Alexander Milner Calder, og faðir Alexander Stirling Calder, voru báðir vel menntaðir myndhöggvarar. Afi hans gerði m.a. velþekkta styttu af William Penn, og fað- ir hans lét eftir sig mikið lífs- verk. Hann gerði m.a. styttuna af Leifi heppna á Skólavörðu- holti og mun hafa komið til ís- lands. Móðirin, Nanetta Leder- er var málari. En þegar á barnsaldri hafði Calder meiri áhuga á vélverkfærum en leir og penslum. Fjölskyldan lifði ágsetu lifi í Arizona, Kaliforníu, New York ríki, Croton-on Hud son, San Francisco og stórborg- inni New York. Árið 1915 les Calder verkfræði við Stevens Institute of Tecnologi í Hobok- en (New Yersey). Hann fær óhemju áhuga á stærðfræði og tekur bezta próf í „descriptiv geometri“ i allri sögu skólans. Hann lét seinna svo um mælt, að hann áliti sig hafa verið bezta nemandann. Árið 1918 er Calder kallaður í herinn, þrem mánuðum fyrir stríðslok, en ári seinna hlýtur hann diplóm sem „Mechanical Engineer“ og er ráðinn sem verkfræðingur í Rutherford (New Yersey) og útfærir m.a. tæknilegar teikn- ingar fyrir Edison-stofnunina í New York. Á árunum 1920—23 reynir Calder fyrir sér í ýms- um ólíkum störfum, en festir hvergi rætur. Á árinu 1922 fer hann að ráðum föður síns og sækir kvöldskóla í teikningu — með ágætum árangri, síðar ræð ur hann sig á skip sem kynd- ari og sigiir til Havana, Pan- ama og Los Angeles. Það er í eðli Calders að vera aldrei á- nægður með hlutina eins og þeir koma fyrir. Hann uppgötvar fljótlega, hve erfitt er að hreinsa ofna vélanna að innan og smíðar í tómstundum sínum nýtt verkfæri til þeirra hluta, svo haganlegt og tímasparandi, að allir aðrir kyndarar um borð fara fram á slíkt tæki fyrir sig. — Og það sem eftir er farar- innar situr Calder með sveittan skallann við að smíða slík tæki fyrir starfsfélaga sína. Afskráð ur af skipinu ræður hann sig sem bókara við skógarvinnu i Indenpendence í Washington- fylki. Hann skrifar eftir kassa af litum til að mála myndir af trjástofnum og fjöllum. Á árun um 1923—‘24 er Calder aftur í New York. Hann ákveður að verða málari og innritar sig á námskeið hjá „Art Students Le ague“, meðal kennara hans eru John Sloan, George Lucs, Guy sem sýnir honum fjölleikahús sitt, er Míró lýkur loforði á. Árið 1929 heldur Calder sína fyrstu sýningu í París í Gall- eríi Billet“ Rue la Boétie 30. Jules Pascin skrifar í sýningar- formála: Af einhverri dular- fullri ástæðu er ég orðinn með- limur í hópi (grúppu) fyrsta flokks amerískra listamanna, félagsskap mjög viðurkenndra myndlistarmanna, hoho, hvílík heppni fyrir flökkumálara! Sama heppnin kom mér í kynni við föður hans, Stirling Calder, er ég var í Ameríku. Ég álit, að M. Stirling Calder sé ekki aðeins einn af beztu myndhöggv urum Ameríku, heldur jafn- framt glæsilegasti maður félags skapar okkar. Þegar ég kom aft ur til Parísar hitti ég son hans, Sandy Calder, og varð í fyrstu fyrir reglulegum vonbrigðum, hann er sannarlega ekki nærri því eins fallegur og faðir hans (!). — En nú, er ég þekki list hans, veit ég, að hann mun brátt láta að sér kveða, þrátt fyrir sína ófríðu ásýnd, — og með rismiklum árangri standa að sýningum ásamt föður sínum og öðrum miklum listamönnum, til að mynda sjálfum mér! Sama ár heldur Calder fyrstu fjöl- listahússýningu sína í París, og fyrstu sýningu sína á stálþráðs skúlptúr í Berlín, þar sem fyrsta kvikmynd hans verður tiL Hann útfærir fyrstu skart- gripi sína. Siglir til New York með „de Grasse“ og hittir Lo- usie James, sem tveimur árum seinna verður kona hans. í des embermánuði sýnir hann í „55‘ th. Street Gallery", skúlptúra í tré og stálþræði, málverk og leikföng. Fjölleikahúsið stækk- ar og fyllir nú 5 ferðakistur. Hann heldur margar sýningar á því í New York. Árið 1930 tekur hann sér far með skipi til Barcelona, og þaðan held- ur hann til Parísar. Fjölleika- hússýningar hans verða stöðugt tíðari, og hann er nú að vinna sér nafn. Meðal sýningargesta má nefna: Varése, Pascin, Pa- inléve, Kiesler, Carl Einstein, Van Doesburg, Mondrian, Fouj ita, Man Ray, Desnos, Léger. . . „Calder gengur út frá frum- reglunni leikur.“ Frumregia, sem enn í dag er hluti af eðli hans. Með fjöllistahúsi sínu bjó hann til samband á milli list- arinnar og hinnar leikandi eft- irlikingar, sem verður mjög greinilegt í seinni verkum hans — móbílunum . . . Hann sýnir á „Salon de 1‘ Araigne“ og síð- an hjá „les Surindépendants“. Heimsækir vinnustofu Mondri- ans í Ruie du Départ 26. „Vlntreu stofa Mondrians var stór, björt Pene du Bois, og Boardman Robinson, sem kennir honum pennateikningu í einu striki. Hann fær vinnu við skopblað og teiknar myndir af íþrótta- fólki svo og fjöllistahúsi Bam- um & Bailey, sem honum verð- ur mjög hugleikið. Eitt sinn er klukka eyðileggst, býr Calder til sinn fyrsta stálþráðsskúlp- túr, sólúr með hana á einum fæti. Árið 1926 gefur hann út bók með dýrateikningum, held ur sína fyrstu málverkasýningu og útfærir fyrsta tréskúlptúr sinn „The Flattest Cat“. Hann ræður sig á skip en gengur í land í Hull eftir 17 daga sigi- ingu, heldur þaðan áfram til Parísar og fær inni í Rue Da- guerre 22. í París nemur hann í listaskólanum „la Grande Chaumiére" og fæst einnig við dkúlptúra úr tré og jámi Árið 1927 býr Calder til leikföng fyrir amerískt fyrirtæki. Stál- þráðsskúlptúrarnir fara að formast og fá sín sérkenni. — Frá þeim tíma eru myndirnar af Josephine Baker, svartur box- ari með háan hatt. Hann býr til hund úr gúmmíslöngum, út- færir vélrænar, hreyfanlegar fígúrur, trúða, dýr, fjöllista- menn sem hann lætur lifa eigin lífi í nokkurs konar táknmynd af fjölleikahúsi. Um vorið sýnir hann á „Salon des Humoristes“. Árið 1928 heldur hann fyrstu sýningu á stálþráðsmyndum í New York í „Weyhe Gallery“. Gagnrýnandi einn skrifar þá: „Þetta er dugmikill piltur, en hvað segir pabbi hans?“ . . . Fyrsta fjöllistahússýning hans fer fram í New York og síðar í París. Þá koma fram nýir stál- þráðsskúlptúrar „Vor“ og „Róm úlus og Remus“, sem í dag til- heyra Guggenheim-safninu í New York, en myndir þessar höfðu athvarf í ruslakompu í París allt til ársins 1964! Yfir sumarið dvelst hann í búgarði í Peekshill (New York), útfær- ir þar margar dýramyndir í tré fyrir aðra sýningu sína í „Weyhe Gallery". Með 1000 dollara, þénuðum á skúlptúr, leyfir hann sér þann munað að sigla austur yfir Atlantshafið á skipinu ,,de Grasse“. Leigir sér vinnustofu í París. Hittir Juíes Pascin og Joan Miró. Heimsækir Miró í vinnustofu hans á Montmatre en hann bjó í nokkurs konar jarðgöngum úr málmi. Míró tók vel á móti Calder og sýndi honum mynd- ir, sem gerðu Calder máivana af undrun og lítið fannst hon- um til um slika list. En nokkr- um árum seinna skiptir Calder á skúlptúr og einni mynd eftir Míró. Míró heimsækir Calder, MYNDLIST Stabiiið, „Octopus" (1964). og í óreglulegum stærðarhlut- föllum. Hún gat verið einhver mynda hans, flutt út í rúmið. Hinir hreinu hvítu veggir, rofnir af rauðum, bláum eða grænum færanlegum rétthyrn- ingum og hið rauða teningsform grammifónsins, skapaði fullkom ið samræmi á milli hlutfalla“. Calder hefur sagt frá þvi, hve örvandi áhrif þetta hafi haft á sig: „Ljósið streymdi inn um tvo andstæða glugga, skar sig sjálft, og ég fór að hug- leiða, hve fagurt þetta mundi vera, ef það færi nú allt á hreyfingu en Mondrian líkaði ekki hugmyndin. Þegar ég kom Alexander Calder, maffurmn sem flutti markvisst hina léttu og fjaffurmögnuðu hreyfingu inn í nútimalist. 1. marz 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.