Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 3
Jörðin snýst á nýjan leik Rætt við Lárus Sigurbjörnsson Allir Reykvíkingar kannast við Dillonshús, sem nú hefur fengið nýjan samastað við Ar- bæ, eftir að hafa staðið neðst við Túngötu í rúmlega öld. Færri þekkja aftur á móti sög- una á bak við þetta hús; sög- una um ungan brezkan lávarð, sem lagði leið sína norður í myrkrið og fásinnið í Reykja- vík 1834. En þá var Reykjavík raunar lítið meira en hálfdanskt þorp. í þessari ferð tókust ástir með lávarðinum og einni glæsi- legustu konu staðarins á þeim tima, Sire Bergmann Ottesen. Hitt er svo annað mál að dönsk yfirvöld synjuðu þeim af ein- hverjum ástæðum um leyfi til að giftast og Dillon lávarður hvarf aftur frá tslandi, eftir að hafa byggt þetta kunna hús yf- ir ástkonu sína. Lárus Sigurbjörnsson hefur skrifað leikrit um þetta efni, og birtist 1. hluti þess í þessu blaði. Lárus átti meira en nokkur annar veg og vanda af Árbæjarsafninu; hann er vel heima í öllu, sem snertir gömlu Reykjavík, og þar að auki hef- ur hann frá unga aldri verið áhugamaður um leiklist. Að- spurður um það hvenær áhugi hans á leiklist hefði byrjað, svaraði Lárus: — Við getum sagt að það hafi verið 1922, þegar ég var í sjötta bekk í menntaskólanum. Þá var kosin leiknefnd í skól- anum, eftir að leiklist hafði legið niðri síðan 1916. Það ár hafði verið gefið út rektors- bann við leiklist innan skólans og ástæðan fyrir því var ölvun skólapilta. En sem sagt, leyfið var veiitt aftur 1922 með því skilyrði að ekki yrðu hrein ar veigar í glösunum. Ég varð reyndar formaður leiknefndar- innar, sem undirbjó leiksýn- inguna, og fyrir valinu varð: „Ekki er allt gull sem glóir“, eftir Holberg. — Og fórst þú sjálfur með hlutverk þar? — Nei, ekki í það skipti. Ég lék ekki, en flutti formála. Nú kann það að þykja einkenni- legt, en í þetta skiptið urðu miklar og heitar umræður um það, hvort kvenfólk ætti að fá að vera með, því að fyrr á dög- um höfðu einungis skólapiltar leikið. Að vísu var kvenfólkið í miklum minnihluta í mennta- skólanum á þessum dögum; mig minnir, að þær hafi verið átta eða níu. En þær unnu sigur, fengu að vera með og tvær léku. — En þú hefur einhvern tima leikið síðar? — Já, í stúdentaleik nokkru síðar lék ég á móti Haraldi Björnssyni, og hlutverkið var Geronte í „Hrekkir Scapins" eftir Moliére. En það var bæði upphaf og endir; ég hef ekki fengizt meira við leik. En leik- listarsögu hef ég lesið sérstak- lega og lagt stund á að safna leikbókmenntum og telst mér til, að nú eigi ég um 4500 titla. Þar með eru öll íslenzk leik- rit, sem út hafa komið og mjög mikið af handritum. — En leikritið sem hér birt- ist um Sire Ottesen og Dillon, er ekki það fyrsta, sem birzt hefur eftir þig á prenti af leik- ritum? — Nei, einþáttungar hafa að vísu birzt eftir mig í blöðum og tímaritum og gagnrýni um leik hús skrifaði ég í 15 ár í Eim- reiðina og rarfnar í Morgun- blaðið á stríðsárunum og út- nefndi síðan eftirmann, sem lengi gegndi því starfi: Sigurð Grímsson. En þegar Leikfélag stúdenta rann inn í Leikfélag Reykjavíkur 1930, eftir sýn- ingu á Fjalla-Eyvindi, sem stúdentar gengust fyrir í sam- vinnu við Harald Björnsson, þá réðst ég sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En það fór eins og stundum áður, að listin varð að lúta í lægra haldi fyrir brauðstritinu. Nokkru áður hafði ég byrjað störf á bæj- arskrifstofunum, og frá þeim degi snerist jörðin með einn mann til viðbótar á rangri hillu. En þessi störf fyrir bæ- inn urðu fljótlega svo yfir- gripsmikil, að öll ritstörf lögð- ust niður. — En þú hefur líka fengizt við blaðamennsku. — Það var í Danmörku. Ég var í 5 ár blaðamaður hjá Kristelig Dagblad og Ber- lingske Tidende. Og um það leyti kom út smásagnasafn eft- ir mig á dönsku sem heitir: „Over Passet og andre fortæll- inger“, gleymd bók og áreiðan- lega ófáanleg. Þarna í Kaup- mannahöfn lagði ég stund á stærðfræði, en síðar varð ég óánægður með þá möguleika, sem stærðfræðinámið gaf; það var ekki um annað að ræða en illa launaða kennslu. — En þú hefur alltaf verið áhugamaður um leiklist, og hef- ur þá ef til vill gert þér far um að sjá allt, sem hér hefur verið sýnt í leikhúsum. — Langt í frá. En ég er heið- ursfélagi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og fylgist vel með hjá þeim. Þar fyrir utan fylg- ist ég með leiklist á ýmsan hátt. Ég geri mér far um að lesa er- lendar leikbókmenntir og þeg- ar ég fer utan, nota ég hvert kvöld til að fara í leikhús. Þó eru leikhúsin á írlandi og Skot landi mitt uppáhald. Beztu upp færslu á „Gullna hliðinu“ hef ég séð í Skotlandi, hjá leik- húsi, sem skozka hákirkjan rekur. Forstöðumaðurinn þar, Rev. Cihanidliiss hafði þainn háitt á, að allur flokkurinn vann að leiksviðsmyndunum og auk þess lét hann drísildjöflana dansa ballett í kringum myrkrahöfðingjann. Og sá skozki Jón lék frábærlega vel; á sinin hátt lék hamin eins vel og Brynjólfur hér. Það er athyglisvert að öll- um þessum frjálsu, skozku leik húsum, hefur einn maður kom- ið á fót, hann heitir James Bridie. Ég var boðinn til hans 1948 og las fyrir hann „Gullna hliðið“, og árangurinn af því varð sá að þeir tóku það til sýningar og verkinu var mjög vel tekið. Árið eftir var það tekið inn í Theater Festival á Edinborgarhátíðinni og þar sá ég það. — En svo er það Sire Otte- sen, sem þetta leikrit þitt fjall- ar um. Hún virðist hafa getað heillað hvern mann í bænum á þeim tíma, og Dillon lávarður og danski prinsinn hafa ekki staðizt hana heldur. Hvenær fórstu að sökkva þér niður í þetta efni? — Hjá mér vaknaði sú eðli- lega ástríða að safna gömlum munum, og það er meðal ann- ars þess vegna, að til er Ár- bæjarsafn. Þangað fengum við Dillonshús 1961. Þá fór ég að kynna mér sögu hússins eftir skjölum og skilríkjum og með- al þess, sem fyrir augu mín bar var erfðaskrá Dillons. Ég setti mig í samband við núverandi Dillon lávarð til að henda reið- ur á ýmsum hlutum og komast sem næst sannleikanum. Hann sendi mér ekki einungis afrit af bréfum langafa síns, til móður sinnar, heldur bauð hann mér heim til sín í írlandi og þá sá ég gripi, sem Sire Otte- sen hefur áreiðanlega farið höndum um. Þar á meðal voru tvær tóbakspontur, en konur notuðu tóbak í þá daga; það þótti fínt. Önnur pontan úr silfri, en hin úr svonefndum lausnarsteini. Ég sá, að þarna var mjög dramatískt efni. Að sönnu, eins og segir í undirfyrirsögn, er þetta lauslega með farið, sögu- leg gleiði, og er þar átt við, að ég fylgi ekki nákvæmlega „krónó- logiakri röð“. Einimitt é saima tíma og þetta ástarævintýri átti sér stað, 1834 til 1835 fór að örla á sjálfstæðisbaráttu með tilkomu Fjölnismanna, en auk þe®s gerist það, að hingað kem- ur Danaprins til dvalar og Dillon lávarður hugleiðir að setjast hér að. Þetta leikrit hefi ég skrifað bæði á dönsku og íslenzku, og frá Danmörku hef ég fengið lofsamleg ummæli um danska textann. Svo fyrir mitt leyti er ég mjög ánægður með tilvist mína um þessar mundir; jörðin er farin að snúast aftur. Gísli S. tákna, að þér eigið þrjár konur og þó ekiki nema eina til lang- frama. FRIÐRIK......... Þá gildu? GUNNA .......... Og þess vegna varð mér að orði: „Nú fyrst dámar mér“. Því hún verður af múgafólki, en ekki kónga. FRIÐRIK......... Nú fyrst dámar mér. Haltu áfraim, móðir góð. GUNNA .......... Meira fæ ég dklki séð í spilunum, nema hvað tvær eru enn að draga sig eftir yður. FRIÐRIK......... Nægir ekki ein dúlla, eins og hershöfðinginn sagði, sem átti að halda mér í stofufangelsi í Jægerspris. Jensína og önnur til úr balletsíkólanuim stálust í strákafötum inn til mín. ARTHUR.......... Um hvað snýst allt. þett.a? FRIÐRIK......... Móðir góð spáir í spil. ARTHUR.......... Spákona — gipsy? FRIÐRIK......... Nei — fortuneteller. Það er virðulegt starf hér á landi. ARTHUR.......... Eigum við að láta hana spá fyrir okkur? FRIÐRIK......... Hún var að segja mér, að ég muni eignast þrjár konur og eina þeirra í gildara lagi. ARTHUR.......... Gildara — hvað þýðir það? FRIÐRIK......... Eitthvað verulegt til anmarrar hiainidiar — to feel in bed beisiide you. ARTHUR.......... Skilur ekki, hristir höfuðið, kurteis. Mjög eftirtektarverð kona. — Síra Tómas Sæmundsson kemur inn. Kvikur í hreyfingum, fag- ureygður. Þykkist við þegar hann sér prinsinn með félögum sín- um. TÓMAS .......... Ég bið forláts, að ég kem seint — en hér eru sýnilega fleiri fkornn- ir en boðnir voru. ARTHUR.......... Prinsinn bauð mér upp á glas af víni. Mjög þægilegur ma'ður. TÓMAS Buon giorno minn góði ferðafélagi. Ég var ekki stífur í enskri tungu, svo við töluðum meistan part ítölsiku á leiðinni, nú er ég þó snöggtuim færari í ensiku eftir dvöl mína í London. Mr. Dillon dvaldist niu ár á ítalíu. FRIÐRIK.......... Mér skilst, að þér hafið gert víðreist, minn góði klerteur? TÓMAS ........... Það tognaði úr ferð minni suður í álfuna. Hún stóð í tvö ár, laulk eiginlega í París á heim'leið vegna veiikinda, en ég kom heim með hersnelkkju eins og riddari og höfðingi, eða það fannst mér á móti veltingnum á þessium ganglausu kaupförum. Við Stefán. Jæja, minn góði bæjarfógeti, ég þak'ka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að hitta aftur ágætan ferðafélaga og vin Mr. Dillon. Það var ekki seinna vænna, á morgun fer ég norður til að sitja brúðkaup mitt. ARTHUR......... Má ég óska rétt hjartanlega til hamingju, sira Tómas. STEFÁN ........ Má ég ta>ka undir þá hamingjuóSk. Þú veizt náttúrlega að Þórðúr Björnsson, sýsluimaður, tengdafaðir þinn er andaður? TÓMAS ......... Hér er kominn til bæjarins meðreiðarsveinn minn að norðan, hann sagði mór tíðindin. Ég tafðiist einmitt hans vegna. FRIÐRIK........ Má ég bæta minni gratulationem við. Skál. TÓMAS ......... Óþarfl-ega hvimpinn. Með konuefnið eða arfinn? FRIÐRIK........ Hvort tveggja, klerkur minn, það bætir hvað annað upp. STEFÁN ........ Nú, en þar sem ég á að veita velikomandaminni Mr. Dillon og hest.aSkál síra Tómasi, en ég algjörlega óvanur að standa fyrir drytókju, legg ég til að við kjósum Friðrik prins sem magister bibendii. FRIÐRIK........ Heyr, heyr. Skál. STEFÁN ........ Og þar sem hans tign er etóki mótfallinn þessari skyldu'kvaðningu, legg ég til að hann leggi snörur sínar fyrir Málfriði otókar, sem gengur um beina hér. FRIÐRIK........ Bravó, bravó. En við meguim ekki gleyma móður gömlu, spákon- Framhald á bls. 7. 1. marz 1970__________________________________________________ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.