Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Blaðsíða 1
24. tbl. 29. júní, 45. árg. 1969. i.. ... —i—................ 1 ' „Faðir vorrar dramatísku listar## Guðmundur Kamban um Sigurð Pétursson 1. desember 1942 las Guðmundur Kamban upp miðþáttimi úr leikriti Siguiðar Pétu'-ssonar Narfa á íslendingafundi í Kaup- mannahöfn. Öllum sem þar voru nuun hafa orðið minnisstætt hve skemmtilega Kamban „íék“ allar persónur leiksins. En á undan hafði hann minnst upphafs leikgerðar á íslandi og þá sérstak- lega höfundar Narfa, og gert nokkra grein fyrir verlcinu, svo að áheyrendur gætu fylgst með þótt ekki yrði lesinn nema einn þátt- ur. Þessi inngangsorð hafa varðveizt í handriti og ætla ég að mörgum muni þykja fróðlegt að lesa hvað Kamban sagði um þann mann, sem hann kallaði „föður vorrar dramatisku listar“, og um verk hans. Fer hér á eftir meginkaflinn úr erindi hans. Þá þykir mér ekki óhugsandi að dómur Kambans um okkar fyrsta leikskáld sem ber það nafn með sóma, og lítið sem ekkert hefur verið um ritað, mætti stuðla að því að leikir Sigurðar Pét urssonar yrðu loks sýndir að nýju á leiksviðum vorum, hlytu jafnvel að nýju fastan sess meðal þjóðlegra gamianleikja. Leikirn- ir eru að því leyti mjög meðfærilegir, að allir þrír þættir hvors þeirra gerast í sama herbergi, og hvorugur er lengri en svo, að auðveldlega má sýna báða á sama leikkvöldi. Þó að Kamban telji Hrólf að nokltru viðvaningsleg’t verk, vegna þess live leiksagan er hæpin á stöku stað, þá er leikurinn samt litlu síðri Narfa sem þjóðlífsmynd og gamansmalcg skapgeröalýsing. Þess er rétt að geta, að bæði leikrit Sigurðar Péturssonar eru fáanleg í einu hefti af Leikritasafni Menningarsjóðs. Kristján Albertsson. . .. Það er ekki nóg að lesa upp þáttinm. Eg sé mér ekki fært að kynima yður Sigurð Pét- - ursson, jafnvel ekki í brotum, án þess rétt til viðhorfs að drepa á fáein upphafs-atriði vorrar dramatisku listar í sam- bandi við þernnan höfumd. Það verður stutt, flausturslega stutt. Eg nefndi Sigurð Pétursson föður vorrar dramatisku listar. Hann er það aðeins í allra þren'gsta skilninigi. Hanin er það ekki í efnislegri, og ekki einiu sinni í formlegri merkingu. í allra víðustu merkingu má Begja, að dramatiskar bókmennt- ir vorar séu jafngamlar bök- menntum vorum yfirleitt. í Eddu og Sögu stönduim vér þrá sinnis andspænis heilum kviðum og heilom frásögnium, sem eru að mótífum, komposition, og orðskiftum drama í bei;n og merg, og vantar til að geta kallast því nafni ekkert anin- að eða lítið anmað en hið yzta form, sem er vitamlega efcki Ihinn mátt'ki muniur milli drama- tiskra bókmenmta og annars dkáldákapar. En þér munduð eíkki fá stigið mörg spor hér í kvöld, frændur, ef eg ætti að fara að rekja þá frændsemi. Sigurður Péturs'son er ekki einu sin-ni, eims og eg drap á, vor fyrsti dramatisti í tefcnisk- uim Skilningi. Það er síra Snorri Björnsson á Húsafelli. Hamn semur fyrstur mamna íslemzkt leikrit, kringum 1750, meðam Ludvig Holberg er enm á lífi. Hann kallar verk sitt blátt á- fram Komiædia og með því mafni er það varðveitt í eigin- hamdriti í Handritasafni Landis- bókasafns í Reykjavík. Leik- saga vor hefur þó enn sem kom ið er farið algerlega varhluta af þessum frumigróðri íslenzkr- ar leikgerðar. Það hefur aldrei verið sýnt. Það var aftur á móti næsta leiksmíð vor, lítill einþáttur, Brandur eða Bjarg- launin eftir Geir Yídalín bisk- up. Það var leikið á Herramótt Skólapilta í Reykjavík eitthvað um 1787—88. Það er fyrsta al- íslenzka leiksýningin, í nú- tíðarmerkimgu. En Geir Vída- lín skilur við íslenzka leikgerð eins og viðvaningur. Það gerir efcki sá, sem næst kemur til söguninar. 5. desember 1796 rennur upp stór dagur leiksögu íslands. Þá er sýndur á Herranótt nýr íslenzkur leikur, í þrem þátt- um, eftir nýjan höfund: Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pét- ursson. Leikurinm var prentað- ur 1846 með titlinuim Hrólfur og hefur síðan heitið svo. Þó að mótíf og skapgerðar- lýsingar séu hér rammíslenzk- ar, verður ekki annað sagt um kompositionina en hún sé við- vaningsleg, eins og hjá síðari fyrirrennara hans. Bn með næsta leikriti sínu, Narfa eða Sá narraktugi biðill, Mka í þre-m þáttuim, Skilur Sigurður Pétursson við íslenzka leikgerð semi meistari hins dramatiiska forms. Þetta leikrit er nú 144 ára gamalt. Það var sýnt í fyrsta sinn 28. jan. 1799. Ekk- ert verk í öllum þeim sæg gam- anleikja og sorgarleikja, sem rituð voru á íslenzfcu alla 19. öldima út, tefcur að mímum dómi þessu leikriti Sigurðar Péturs- somar fram, hvorki frá sjónar- miði skáldskapar, drama né leik'sviðs. Hanm stendur engan vegin jafnfætis Moliére og Holberg, þegar verk þeirra eru dænid ofan að. En ef verk þeirra eru dæmd frá miðju og niðureftir, er þessi íslenzka komedía þeim báðum samboðin. Sögulega og bókmenntalega verðum vér þá að telja Sigurð Pétursson föður vorrar drama- tisku listar. Eg minintist á þáð í byrjun, að eg ætlaði að kynna yðor Siguirð Pétursson, þó flauisturs- lega væri. Því að eg veit að þér þefckið hamm efcki nema að nafninu, hávaðinm á rrueðal yðar. Og þér hafið samnarlega fullia af sökun. Hvernig ættuð þér að þekkja hann? Það væri ekki réttyrði að segja, að fræði- menn vorir vanræktu hina dramatisku hlið . bókmenmta vorra. Það er réttyrði að segja að þeir hundsvirði hana ... Eg get ekki nema rétt aðeims drepið á helztu æviatriði Sig- urðar Péturs'somar. Hamn er fæddur 26. apríl 1759, kominm af embættismönoum í báðar ætt- ir langt aftur í aldir. Faðir hans, Sigurður Þorsteinsson sýslumaður, tók dremginn með sér 9 ára . gamlan til Kaup- mamnahafnar og setti hanm í Hróarskeldu Skóla. Hanm varð stúdent þaðan 1779, fékk Garðs vist af því að hanm var íslend- ingur, en hafði þá að mestu gleymt móðurmáli sínu. (Það hafa komið að heiman þrosfc- aðri menn og konur, sem hef- ur tekist að gleyma því á styttri tíima!) Hann gerðist hér fjölmenntaður maður, homum stóðu dönsk hús opin einis og Dana. En það sem varð til að bjarga þjóðerni hans, var sam- býli hans á Garði við Geir Vídalín. Vídalín rifjaði upp fyrir honuim málið og kenmdi honum að glíma og þá að laum- uim tilsögn félaga síms í he- brezku. Þeir urðu síðar hvor um sig allt að því sanmfærðir um, að anmar hefði ekki getað orðið skáld og hin.n ekki bisk- up án hinis. Eftir lamgt mám í sögu og klassiskum málvísind- um hvar-f Sigurður Pétursson allt í einu að laganámi og tók embættispróf sitt 1788. Árið eft ir var hanm orðinn sýsluimaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, með embættissetri í Reýkjavík. SiguirSur Pétu-rsson orti sand af kvæðum, en þar naut list- gáfa hans sin samnarlega efcki. Eg veit ekki, hvort hanm verð- ur dæmdu-r alveg eims mikill hnoðari og Gísli Jónsson Skál- holtsbiskup, e-n það munar víst ekki miklu. Svona dæmdi þá ekki samtíð hanis. Hann var þvert á móti talinm með okkar beztu lýrisku gutlurum á þeinri tíð. En tíðin var líka algleym- Framh. á bls. 11 Guðmundur Kamban

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.