Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 9
uim erlendis, varð hann að hafa hér menn til að stjórna verzJun sinni og fyrsti verzlunarstjóri hans var Óli P. Finsen. Hann var sonur Ólafs landsyfirdómara Finsen (Hannessonar biskups) og konu hans Maríu Nikolinu dóttur O. P. Chr. Möllens kaupmanns, sem áðu-r er getið. Óli varð stúdent 1856. Ekki var hann neœa skamima hríð hjá Fischer, en stofnaði svo bóka og pappírs- verziun og hafði skipaafgreiðs'lu á hendi. Hann varð fyrsti póslmeistari á íslandi 1872, er póstmeistaraembættið var stofnað, og hélt því til æviloka (1897). Hann átti lengi sæti í bæjarstjórn og í flestum nefndnm bæjarins og lét öll bæjanmjál mikið til sin taka. Hann var tvígi'ftur. Fyrri koná hans var Hend- rikka dóttir Moritz W. Biering kaup- nianns og meðal barna þekra var Óiafur héraðs'lœknir á Akranesi. Seinni konan var María Kristín dóttir Þórðar Jónassona'r dómistjóra og meðal barna þeirra var Vilhjálmur stofnandi Morgun- blaðsins og síðar sendiherra íslands í Vestur-Þýzkalandi. Jón Steffensen tók við verzlunarstjóra störfum í Fischersverziun eftir Óla Fin- sen. Hann var vestfirzkur að ætt, dugn- aðarmaður miikilL Kona hans var Sig- þrúður dóttir Guðmundar á Hólnum. Jón var lengi bæjarfuiltrúi og kom mjög við bæjarmál. Hann varð vel efnaður og hugðist setja á fót eigin verzlun og sa.gði því lausri verziunarstjórastöðunni 1882. Reis-ti hann sér þá verzlunarhús, þar sem nú er verzlun Björns Krist- jánssonar og sigldi ti'i Kaupmannaihafn- ar um haustið til þess að útvega sér vörur. En uim veturinn drukknaði hann í nýhöfn. Dóttir þeirra hjóna var Elisa- bet, seinni kona Jöns Gunnarssonar samábyrgðarstjóra. Sigþrúður ekkja Jóns giftist síðan Birni Kristjánssyni kaupmanni og bankastjóra. Að Wladimar Fischer látnum eignað- i’Sí verzlunina sonur hans Fj-iðrik F'isclier og rak hana í nokkur ár, en af honunn fara litlar sögur hér. Stjórn verziunarinnar var alveg i böndum móðu 'bróður hans Guðbrands Finnboga- sonar, er áður haf'ði stjörnað verzlun Fischers í Keflavík, en tók við stjórn verziunarinnar hér eftir Jón Steffensen. Guðbrandur Fuinbogason var son.ur Teits Finnbogasonar dýralæknis, sem var einhver merkasti borgarí Reykja- vikur á sinni tíð. Guðbramdur kailaði sig alltatf Finnbogason, en ekki Teitsson. Iíann var kvæntur Louise Zimsen, föður systuT Knud Zimsen fyrrverandi borg- arstjóra. Dætur þeirra: Guðrún kona Sigurðar Hlíðar dýraiæknis og Jóhanna kona Ólafs V. Da«viðssonar í Hafnarfirði. Guðbrandur átti saeti í bæjarstjórn o.g hann var einn af stofnendum Odd- fellow-i'eglunnar á ísiandi. Hann keypti og flutti hingað fyrsta .reiðhjól, sem hér sást, og er það nú geymt í Þjóð- minjasafninu. — Guðbrandur varð ekki ianglífur, hann andaiðst 21. febr. 1899 aðeins 49 ára að aldrl Eftir hann tók við verzdunarstjórastöð- unni Guðmundur Olsen, sem starfað hafði þar um hríð. En hann gegndi ekki þeirri stöðu nema skamma hríð, og stofnaði þá sína eigin verzlun í Aðal- stræti 6. Navstur borium tók Nicolaj Bjarnason við verz'lunarstjórastöðunni. Hann hafði slundað verzlunarnám- i Kaupmarma- liöfn 1879—80 og síðan gerzt verzlunar- maður hjá Fiseher í Reykjavik 1882 —94, en varð þá verzlunarstjóri hjá Fischer í Keflavík og gegndi því starfi fi-am á árið 1900. Þá tók hann við verzl- uninni í Reykjavík og stjórnaði henni þar til hún var seld árið 1904. Eftir það sfcofnaði hann eigin verzlun og var síðar um langt skeið afgreiðsiiumaður Bergenska gufuskipaíélagsins í Reykja- vlk. Á: ið 1904 seldi Friðrik Fischer verzl- unina og húsin firmanu H. P. Duus, en eigendur þess voru þá frú Kristjana Duus og bróðir hennar Ólafur A. Ólafs- son. Síjórnaði Ólafur verzluninni síðan, en hafði þó verzlunaistjöra. Ólafur A. Ólafsson var sonur Svein- bjarnar Ólafssonar kaupmanns í Kefla- vík og konu hans Malmfríðar Árna- d'óttur frá Bakka á Áitftanesi Ketilsson- ar. Ólafur var fæddur 16. apríl 1861 og gerðist snemma verzlunarstjóri hjá miági sínum H. P. Duuis í Keflavík, og varð meðeigandi verzlunarinnar að hon- um látnum. Var hann þá búsetfcur í Kefla'vík. Síðan átti hann heima í Reykjavík nokkur ár, en síðan í Kaup- mannahöfn og dó þar 1920. Kona hans var Ása Jacobsen, dótiir stórkaupmanns í Kaupmannahöfn.. Ólafur var um eitt skeið einhver mesti skörungur í íslenzku athafnalífL Verzlunin var að visu ekki mikiL en hann rak mestu þilskipaútgerð, sem nokkur maður hafði þá rekið hér við Faxaflóa, og gerði t. d. út 11 þiiLskip á vetrarvertíð 1912. Þurfti fyrirfcækið fljótlega á auknum húsakosti að halda og reisti hann stórt fiskhús ofan við gömiu „faktoraíbúðina“. SagSi mér Hans Hoffmann, seim lengi var verzlunar- maður hjá Duus, að tiil einangrunar í þetfca hús hefði verið notaður fjöldi a£ göm.lum verzlunarbókum, seirn alltaf höfðu verið geymdar uppi á lofti í verzl- unarhúsinu, og taldi hann líklegt að þar hefði verið verzl’unarbækur allt frá tím- um kóngsverzlunarinnar. Þessar bækur eiga að vera þar enn milli þils og veggj- ar. — Nú er langt síðan hætt var að geyma fiisk í húsinu og er þar nú Ingólfs Apótek. Eftir herm.sstyrjöldma fyrri lét Ól- afur setja vélar í nbkkur þilskip sín og gerði þau út á síldveiðar með herpinót. Lögðu sum skipin upp afla sinn á Hatt- ardalseyri í Áltftafirði vestra, en önnur i SislufirðL Síðan réðist hann í fcogara- kaup. Má með sanni segja áð Ólafur veitti mörgu'm Reykvikingum vinnu meðan hans naut við. Jakob J i nsson var leng.st af verzlun- arstjóri hiá Duliis og hélt því starfi til dauðadag.s (d. 1926) Hann var kominn af me.-kum ættum i Reykjavík Faðir hans var Jón Jakobss'on prestur í Glæsi- bæ, sonur séra Jakobs er seina&t var presiur að Steinnesi, en hann var sonur Fmnboga Biörnssionar verzílunarmanns i Reykjavík, sem Finnbo.gabær var kennd ur við (nú Grjótagata 10). Kona Finn- boga var Arndís dóttir Teits Sveinsson- ar vefara, sem Teitsbær var við kenndur. — Séra Jon Jak.obss'on var kvæntur Helgu dóttur Magnúsar Jóns- sonar Norðtfjörð í Sjóbúð í Reykjavík. — Systir Jakobs verzlunars'tjóra var I-Ielga kona H. Andersen klæðskera í Reykjavík, er stofnaði fyririækið H. Andersen & Sön í Aðalstræti Þegar Ólafur Ólafsson var fallinn frá, tók sonur hans, Ingvar Ólafsson við fyrir tækinu. Hann var kvæntur Ástu dóttur Helga Zoega kaupmanrus. En fáum ÚTum seinna tók öllu að hnigna og fyrirtækið varð fyrir mörguim ó'höppum, og skip þess fórust hvert af öðru. Árið 1926 eignaðist Duus nýjan togara, sem „Ása“ hét. Var þetta einhver stærsti og bezti fcogari sem íslendingar höfðu eignazt. Skipið fór í fyrstu veiðiför sína seint í marz og hélt suður á Selvogsbanka. Þar var þá uppgriipaafli og aðfaranótt 4. apr. lagði skipið á stað heimleiðis með fullfermi af fiski. En það komst ekki al'la leið, heldur sigldi beint upp á Flúð- irnar hjá JárngeTðarstöðum í Grinda- vik. og brotnaði mikið. Öllum skipverj- um var bjargað, en „Ása“ bar þarna beinin, enda þótt danskt biörgunarskip, sem ,,Uífe“ hét, væri að bisa við að ná henni á flot lengi vors. í stonmi, sem 7. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.