Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 4
SMASAGA eftir Dóru Guðjohnsen Stelpan t roluimi U mhvorfis róluvöllinn standa hús- in vörð — stór steinhús — og snúa bök- um saman. Sumarið er löngu gengið í september, samt er hlýtt enn, þótt sólin hafi brennt úr sér út við sjóinn og farið sé að skyggja. Á róluvellinum standa rólurnar þrjár hlið við hlið. Einhver stóru strákanna hefur sveiflað einni þeirra yfir þver- slána, það hefur stytzt í böndunum, og þess vegna er hún hærri en hinar. Stelpan á erfitt með að komast upp í svo háa rólu. Hún verður að leggja handleggina yfir setuna og hoppa upp. Nokkra stund liggur hún á maganum og vegur salt, á'ður en hún nær taki á köðlunum, sem eru dökkir og gljá- andi af sífelldum núningi við óhreinar barnshendur. Þá vegur hún sig fimlega upp og snýr sér, svo að hún situr rétt í rólunni, og lagar pilsið. Hún situr grafkyrr og horfir fram fyrir sig. And- lit hennar er eldrjótt af æsingu og aug- un síkvik eins og augu þess, sem aftur lifir liðinn atburð. Annars hugar ber hún hendurnar upp að brenn heitum vöngunum til að kæla þá, en aðeins and- artak, því síðan byrjar hún að róla. Hún hallar sér aftur og teygir fæturna fram, beygir sig fram og fæturna undir setuna, svo aftur og fram, og aftur og fram. Fyrst hægt og rykkjótt, en smám saman eykur hún hraðann, þar til rólan tekur af henni ráð og sveiflar henni mjúklega fram og aftur í háttbundinni hrynjandi. — Og einn, telur hún í huganum við hverja sveiflu. — Og einn, og einn. Meðan varir hennar bærast hljóð- laust, leitar hugur hennar aftur heim. Heima. Heima í stofu, þar sem pabbi liggur uppi í sófa með bla'ð fyrir and- litinu og þykist lesa og gamla Stefáns- klukkan hangir á veggnum og tifar án afláts og ræður öllu. Hún ræður, hve- nær þau fara á fætur, hvenær þau borða og fara að hátta, hún ræður meira að segja yfir útvarpinu, sem er alveg nýtt úr búð. Hún er fjarska göm- uL Heima í stofu er líka skápur með grænum rúðum í hurðunum, svo hægt er að kikja inn í hann án þess að opna og sjá, hvað mamma geymir í honum. Þar geymir mamma litla bolla, sem sumir halda, að séu dúkkubollar, þótt þeir séu auðvita'ð mokka. Vasinn uppi á skápnum er kínverskur. Hann er hvítur og gylltur og á honum grænir drekar, sem hafa flækzt saman og bíta í sporðinn hver á öðrum. Á milli þeirra má sjá litlar, svarthærðar kon- ur í rósóttum kjólum með uppsett hár. Þær tipla milli rósarunna og trjáa á örsmáum hælaskóm, og ein þeirra hef- ur marglita regnhlíf yfir höfði sér. Hús- in þeirra eru fjarska skrítin með mörg logagyllt þök hvert upp af öðru. Lit- fögur fiðrildi flögra um loftið, og lítill húsbátur vaggar sér á lygnu vatni. Þessi vasi er gersemi. Rólan hefur því nær stöðvazt og stelpan bítur á vörina og kiprar augun. Hún byrjar aftur að róla. — Og einn, og einn .. . Hún stendur á miðju gólfi og leikur sér með boltann, slær hann niður í gólf og lætur hann hoppa, hendir honum í vegginn og grípur og ætlar einmitt að hætta, þegar mamma kallar frammi í eldhúsi: — Ekki me'ð boltann inni í stofu, þá hendir hún bara einu sinni enn og boltinn fer í vegginn fyrir ofan skápinn og hrekkur í fína, kínverska vasann. Hún stendur höggdofa og horfir á hann hallast eins og hann ætli rétt sem snöggvast að kíkja niður á gólf. Svo dettur hann. Hún sér hvernig hann liðast sundur, sér drekana opna ginin og losna úr flækjunni, litlu svarthærðu konurnar fórna höndum í skelfingu og húsin hrynja í rúst. Pabbi leggur hægt frá sér blaðið og rís upp við dogg. Mamma kemur hlaup- andi úr eldhúsinu og staðnæmist í dyr- unum og sér líka. Það er dauðakyrrð. Jafnvel Stefánsklukkan hættir að tifa og heldur niðri í sér andanum. Þau standa þarna öll þrjú eins og stein- runnin tröll, sem dagað hefur uppi og horfa á eyðilegginguna. Hún er fyrst til að átta sig, hún lítur snöggt í kring- um sig og snýst á hæli, skýzt framhjá mömmu og hleypur út. Þess vegna situr hún nú í rólunni me'ð magann krepptan í harðan hnút og getur ekki grátið. Hún rólar svo hratt, að loftstraumur- inn hvín við eyrun. — Og einn, segir hún upphátt og hendir sér úr rólunni. Hún kastast harkalega niður í möl- ina og hruflar sig á hnjám og höndum í fallinu. Hún stendur hægt upp og horf- ir rugluð á blóð spretta fram úr skrám- unum, svo hleypur hún aftur að ról- unni, klöngrast upp í hana og rólar. — Og einn, og einn, telur hún á með- an hún reynir að ná sem mestum hraða. — Og einn, telúr hún, þegar hún hendir sér aftur úr rólunni. Logandi sársauki læsist um hana, þeg- Framhald á bls. 10 Sigbjörn Obstfelder SIESTA Guðmundur Arnfinnsson þýddi Hún situr í höllinni. Dyrnar standa opnar. Höfuðið er í skugga. En fæturnir í ljósi. Og inn á gólfið flæða ljósgráir skuggar af sýrenublöðum, og vefa mynstur blóma og blaðstilka á hvíta sokka. Sefur greifafrúin? Vindblær. Ilmstraumur. Hvíslað er lágt í nellikum og rósum, sýrenublómum, fjólubláum, hvítum. Hvísli úr Ijósvef silkivatna og blómvoga! Armur, sem lyftist, þrusk heyrist! Vaknaði greifafrúin? Hæ, hve ávalur, nettur og mjúkur armur! Quelle musique de formes et de lignes! Mais parbleu! qu’est ce que c’est? Vindblær! Ylstraumur! Af anda við armsins marmara! Sefur greifafrúin? í svefnsins öldum slæðan bylgjast, léttur roði í vöngum, varir titra. Ylstraumur! Vindblær! Af ástríðueldi við alabastur! Sefur greifafrúin? 1 svefnsins öldum slæðan bylgjast, léttur roði í vöngum, varir titra. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.