Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 12
síðasta ári kom út í Kaup- mannahöfn doktorsritgerð eftir danska fornlei f afr æ ði niginn Olaf Olsen, sem nefnist H0rg, hov og kirke, historiske og arkæologiske vikingatidsstudier. Bókin er gefin út sem árg. 1965 af Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie og útgefandi er Det kongelige Nord- iske Oldskriftselskab. Eins og nafn- ið ber með sér, er hér um að ræða samanburðarrannsótkn á guðshús- um og tiibeiðslustöðuim norrænna manna í heiðni og eftir að kristni hafði breiðzt út um Norðurlönd. Er þetta yfirgripsmesta og ítarlegaeta rannsókn, er gerð hefur verið á heigihaldi og tilbeiðsJustöðum í heiðni og kristni. Eins og að li'kum l’ætur fjaiiliar höfundur allmjög um ís.Lenzk efni í ritgerð sinni og er því áhu-gavert fyrir ísiendimga að kynn- ast verki hans nánar. í fyrsta kafla ritsins, sem heitir Problemer og málsætning. Litteratur, rekur Olaf Olsen það helzta er ritað hefur verið um ritgerðarefnið, allt frá Jakob Grimm til Finns Jónssonar og Magnúsar Olsen. Drepur hann á, hvernig einstakir fræðimenn hafi oft fjallað um þetta efni hver út frá sinni sénþekkingu, og segir að lok- um, að til þess að gera tilbeiðsluhúsum norrænnar víkingaaldar verðug skil, þyrfti fræðimaðurinn helzt að vera bæði sagnfræðingur og fornleifafræðingur, trúarbragðafræðingur og málfræðingur í norrænum málum. í öðrum kafla bókarinnar, sem heitir Om benyttelsen af de norrþne kilder, tekur höfundur til sérstakrar meðferðar ritaðar heimildir á norrænu máli, ís- lendingasögur og fleiri heimildir. Heldur hann mjög fram haldleysi þessara rita sem sagnfræðilegra heimilda og gagn- rýnir, að enn skuli byggt jafn mikið á þeim í íslenzkri sagnaritun og gert er. Nefnir hann í þessu sambandi sérstak- lega Islandssögur þeirra Jóns Jóhann- essonar og Björns Þorsteinssonar. Einn- ig telur hann, að trúarbragðafræðingar noti frásagnir íslendingasagna í of rík- um mæli án þess að taka nauðsynlegt tillit til þeirra vafaatriða, sem heim- ildagagnrýnin leiði í ljós. Hljóta flestir helztu trúarbragðafræðingar, er um norræn efni hafa fjallað, gagnrýni Ol- sen, m.a. Nils Lid, Jan de Vries og G. Turville-Petre. Hins vegar fylgir Olsen fram þeirri skoðun, er Dag Strömback setti fram á sínum tíma, að trúarbragða- fræðingar geti örugglegast kynnzt norrænni heiðni í leifum ýmissar hjá- trúar, er hafi verið lifandi og við lýði um þær mundr er sögurnar voru ritað- ar. íslendingasögur fá ekki góðan dóm þarna sem sagnfræði, en nokkuð öðru máli gegnir, að mati Olsens, þær ís- lenzkar frásagnir, er rekja má til fróðra manna 'hér á landi á elleftu öld og í upp- hafi tólftu aldar. En hér er sá galli á gjöf Njarðar, að aðeins eitt rit, ís- lendingabók, er varðveitt óbreytt frá þessum fyrstu dögum sagnaritunarinn- ar, og í henni er ekki mikinn fróðleik að finna að 'heiðna guðsdýrkun. Þá víkur höfundur að Landnámahók cg þeim atriðum, er taka verður til greina í sambandi við samsetningu hennar og varðveizlu. Er niðurstaða hans í meginatriðum á þá leið, að bæði íslendingasögur og Landnáma-bók valdi vonbrigðum þeim, er leiti þar traustra upplýsinga um heiðna guðsdýrkun. Úlfljóts lög tekur höfundur til sérstakr- ar meðferðar og kemst að svofelldri nið- urstöðu: „ „Úlfljóts lög“ eru vissulega ekki heiðin, og ekkert bendir til, að þau e:gi rætur að rekja til rita fróðra manna. Ég lít á þau sem lærða tilraun tii að endurskapa heiðna löggjöf, sem gerð er um tólfhundruð á grundvelli bliknaðra arfsagna og með hliðsjón af gildandi ákvæðum. Þessi kafli er gagns- laus sem heimild til að varpa ljósi á ástand á íslandi í heiðni“. Þegar tekur til Eddukvæða og ein- stakra kvæða og lausavísna frá því fyr- ir og um 1000 verður viðhorf Olsens nokkuð annað. Hann telur, að þar geti verið um að ræða samtímaheimildir, er kunni að varpa ljósi á heiðin viðhorf. Heildarniðurstaða hans gagnvart rituð- um heimildum verður því á þá leið, að I.andnámabók og íslendingasögum verði að hafna algerlega sem sagnfræðilegum heimildum um þessi efni. í engu tU- viki sé hægt að rekja frásagnir þeirra um heiðinn sið með fullri vissu svo langt aftur í tímann, að hægt sé að líta á þær sem áreiðanlegar sögulegar heim- iidir. Því beri að beina athyglinni að samtímaheimUdum og fornleifarann- sóknum. Samtímaheimildirnar, sem Olsen á við hér, eru nokkur Eddukvæði cg skáldakvæði ásamt lausavísum frá síðustu dögum heiðni og fyrstu dögum kristninnar. Næst fjallar Olsen um hvað heimildir hafi að segja um hof og önnur guðs- dýrkunarhús í heiðni: Kulturbygningen i de historiske kilder. Víkur 'hann fyrst að því að sérstök prestastétt hafi ekki verið í Norður-Evrópu í heiðni, en tel- ur, að hefð og venjur hafi átt ríkastan þátt í að safna fólki saman til guðsdýrk- unar á ákveðnum tímum. Ekki telur hann ásteeðu til að ætla, að guðsdýrk- un hafi farið eins fram um öll Norður- lönd og því sé t.d. ekki hægt að mynda sér neina skoðun á guðsdýrkun í Dan- Gömul norsk stafkirkja 1 Urnes i Sogns firði, talin fra þvi um lloO. Hun er reist á grunni annarrar eldri kirkju, sem m un hafa verið frá árunum 1050 til 1100. HORGUB HOF OG KIRKJA B/aðað í doktorsritgerð eftir danska fornleifa- frœðingin Olaf Olsen Olaus Magnus hugsaði sér heiðna hofið í Uppsölum þannig, en hann gerði teikningu af hofinu náiægt miðri sex tándu öld. Keðjan, sem Adam af Bremen talar um, er hér um hofið og til hliðar sést heiga tréð og fórnarbrunnurinn. mörku út frá því, sem þekkt sé í Sví- þjóð eða á íslandi. Um innihald heiðnu trúarhátíðarinnar sjálfrar auk blótsins segir Olsen m.a.: „Hámark helgihaldsins virðist hafa verið fólgið í slátrun fórn- ardýranna, sameiginlegri blótveizlu og oft einnig í forspám, sem opnuðu dyrn- ar að framtíðinni í hálfa gátt og gátu því haft úrslitaáhrif á viðhorf og ráða- gerðir þátttakenda". Ekki telur Olsen útilokað að einnig hafi verið dansað við þessar trúarhátíðir, og vitnar í því sambandi til orða Adams af Bremen um óviðurkvæmilega söngva við blótin í Uppsölum og frásögn Saxa af lýsingu Starkaðar á 'hneykslanlegu atferli manna á sama stað. Ekki telur Olsen neinar sannanir liggja fyrir um það, að guðsdýrkunar- hús hafi verið í Englandi í heiðni og telur, að þar verði fornleifafræðin að gefa endanlegt svar. Þó virðist koma fram af heimildum að guðsdýrkun f Englandi í heiðni .hafi verið bundin við ákveðna staði. Þá fjallar höfundur um hof og guðsdýrkunarstaði Suður- Ger- mana m. a. hörginn, en samkvæmt þýzk- um heimildum virðist það orð notað sem þýðing á flestum latneskum 'heitum á guðsdýrkunarstöðum. í Þýzkalandi hefur hörgurinn þó haft einkenni guðs- dýrkunarstaðar úti í náttúrunni. Hér kemur höfundur einnig inn á kenning- una um sjálfseignarhof og segir í því sambandi m.a., að sjálfseignarkirkjur séu útbreiddastar meðal Germana, og geti ein af orsökum þess verið sú, að frá gamalli tíð hafi hvílt sérstakar skyldur á höfðingjanum í sambandi við guðsdýrkunina. En þaðan sé óneitanlegai langur vegur tU fullyrðingarinnar um sjálfseignarhof. Næst ræðir höfundur um hof, hörg og vé á Norðurlöndum og rekur tíðni þessara heita í örnefnum. Hörgnr á Týsnesi á Hörðalandi, sem v ai' grafinn upp árið 1915. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. júlí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.