Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 1
Viðtal við Ragnhildi í Tjarnargöfunni, sem þekkt er um allt land og raunar víðar fyrir miðilsstarf í þágu hinna sjúku og sorgmœddu. — Eftir Gísla Sigurðsson Ragnhildur vísaði mér inn I sólstofuna, sem hún kallar svo; það er lítið herbergi móti suðri, bjart og búið mörgum styttum og myndum af Kristi og heilagri guðsmóður. Þetta er líkast kirkju eða helgi- dómi; einkennileg rósemi hvílir þarna yfir hlutunum. Ég settist í sófann þar sem sjúklingarnir eru vanir að sitja, þegar fundir fara fram, en sjálf settist Ragnhildur í stólinn sinn, beint á móti í stofunni fyrir innan hringdi síminn látlaiust. Ragnhildur kveikti sér í sígarettu og ég sagði: — Ég veit að þú heldur þessa fundi hér, og þú ert ekki aðeins þekkt fyrir þá um allt land, heldur líka að einhverju leyti utan landssteinanna. Viltu segja mér, hvernig þessir fundir fara fram? — Fólkið kemur hingað á ákveðnum tíma eftir að hafa pantað hann fyrirfram. Ég vísa því hingað inn og það sezt þarna í sófann. Ég sezt hér í stólinn, þar sem ég sit núna, og bið á þessa leið: „Við biðjum öll í samstillingu almáttugan drottin að blessa þenn- an fund, veita okkur sinn kraft, sinn kærleika lækn- ingar og sannleika. í Jesú Krists nafni, amen.“ Síðan bíðum við smástund og þá kemur stjórn- andinn inn. Það vill svo til að hann er bróðir minn; hann drukknaði í sjó 25 ára að aldri, en stýrir nú alltaf þessum fundum og kemur inn á undan læknin- um. Ég lýsi þessu alltaf fyrir fólkinu, sem situr hérna í sófanum; ég segi: „Nú gengur læknirinn inn, hann er enskur yfirlæknir, glæsilegur í útliti og gæti eftir því að dæma verið miðaldra maður, Hann er svipfallegur með há kollvik, klæddur hvít- um slopp, alveg eins og læknamir hérna á jörðinni. Með honum eru tveir aðrir læknar, gegnumlýsinga- sérfræðingur og taugasérfræðingur. — Eru þeir alltaf með honum? — Já, þeir eru oftast þrir saman. — Lýsir sjúklingurinn þá meinsemd sinni, þegar hér er komið sögunni? — Sumir sjúklingar telja upp hvað amar að þeiiji, en það er óþarfi. Við segjum þeim að það sé óþarft. Læknarnir hefja strax störf sín. Þeir gegnumlýsa sjúklinginn og eru fljótir að því. Á meðan verð ég að horfa á sjúklinginn; ekki veit ég vegna hvers, en það virðist vera nauðsynlegt, einhvers konar sam- bandsatriði. Á eftir setja þeir mælitæki á sjúkling- inn; mæla orkuna, tilfinningaorkuna, sem liggur í taugunum og á miðstöð sína í hjarta og heila. — Verða sjúklingarnir sjálfir varir við þetta? — Það er mjög mismunandi. En þó kemur það jafnvel fyrir að fólk, sem hefur ekki áður séð íramliðna, sér læknana. — Ber að skilja það svo, að þessir læknar séu framliðnÍT menn, sem í fyrra lifi sínu hafi starfað hér? — Já, þeir hafa allir starfað hér á jörðinni áður. — En hvað gera þeir, þegar þeir sjá eitthvað að? —■ Verði þeir varir við meinsemd, þá biðja þeir um leyfi til Guðs almáttugs, að þessi meinsemd verði læknuð. Það er hinsvegar afar mismunandi, hvað þarf að bíða. Svo er að sjá, að lækningin geti átt sér stað á stundinni. Það hefur komið fyrir. Ég man sérstaklega eftir öldruðum manni, sem dróst hingað inn, viðþolslaus af kvölum í fæti. Hann hafði ischias og var búinn að þjást lengi. Þegar hann gekk hér út úr stofunni alheill, virtist hann eiga erfitt með að trúa því, að hann gæti stigið í fótinn. Kvölin var með öllu horfin og hefur ekki komið aftur. Stundum ber það hins vegar við, að nokkrir dagar líða eða jafnvel nokkrar vikur án þess að neitt gerist að því er virðist, en þá uppgötva sumir nálarför, likt og þeir hafi verið sprautaðir í svefni. Og batinn fylgir þar á eftir. — Ég hef heyrt, að stundum hafi fólk jafnvel fundið stóreflis ör eftir holskurði og að förin eftir saumana hafi sézt mjög vel. Er þetta rétt? — Já, ég get staðfest að þetta hefur oft komið fyrir. — Eru læknarnir hér á móti þér? — Ekki svo ég viti. Enda er það regla að við biðjum sjúklingana að leita til heimilislæknis, hafi þeir ekki gert það áður. Við hvetjum lika sjúklingana til að halda áfram með þau meðöl, sem ráðlögð hafa verið. — Og þú heimsækir oft veikt fólk á spítölunum? — Já, ég fer mjög oft á spítala eftir beiðni þeirra sjálfra og tek í hendur á sjúklingum og bið Guð að Ragnhildur Gottskáldsdóttir. Málverk eftir Asgeir Bjamþórsson. gefa þeim styrk. En samskonar læknafundi og hér fara fram held ég ekki þar. Ekki svo að skilja að ég sé ein þegar ég heimsæki sjúklinga; enski yfir- læknirinn, sem kemur hér á fundina, fer alltaf með #iér á spítalana, eða þegar ég fer í heimahús til sjúklinga. — Virðist þér að læknirinn líti eingöngu á þá sjúklinga á spítölunum, sem þú hefur verið beðin um að koma til? — Nei, ef það eru sjúklingar sem þjást mikið, þá finn ég að læknirinn gefur mér merki og þá förum við einnig til þeirra. —• Handtak þitt virðist gefa kraft. — Já, það er merkilegt. Ég veit ekkert í hverju það er fólgið en þar er læknandi máttur að verki, sem leiðist í gegn. Þessi kraftux er ekki frá mér; ég er bara mannleg vera, venjuleg manneskja, en ég virðist geta orðið einhverskonar leiðari fyrir þennan kraft. — Eru það bæði sjúklingar með andlega og líkam- lega sjúkdóma sem 'hingað koma? — Já, það er hvorttveggja. Öttinn við það óþekkta angrar margan manninn og veldur sálarangist. Það koma hingað mjög margir, sem haldnir eru ótta, annað hvort við ákveðinn sjúkdóm, eða jafnvel eitt- hvað sem þeir vita ekki hvað er. Það leggst á þá eins og farg og lýsir sér oft sem ónotatilfinning fyrir brjóstinu. Þessi óttatilfinning er mjög slæm og eyðir lífskraftinum. — Ef ég kem hér og bið þig um fund með lækn- inum þínum til þess að lækna einhverja meinsemd í mér sjálfum, skiptir það þá máli, hvort ég hef trú á þessu eða ekki? — Ef þú kemur hingað án þess að hafa á því trú, þá hygg ég að þú verðir ekki búinn að vera svo mjög lengi hér inni, þegar sú trú fer að gera vart við sig. Það er ekki hægt að komast hjá því að finna það undir eins, hvaða afstöðu fólk hefur í þessu efni. Það vöru rétt áðan að fara frá mér hjón, sunnan með sjó. Þegar þau voru setzt inn, sagði kon- an: „Loksins hafði ég það af að koma manninum með mér hingað. Hann hefur aldrei viljað fara.“ En þegar þau kvöddu, þá sagði maðurinn við mig eins- lega: „Þetta var einhver áhrifamesta stund, sem ég hef lifað. Má ég ekki koma og tala við þig aftur síðar?" —• Sem sagt: þótt þú værir beðin að hjálpa manni, sem harðneitaði tilvist andalækna, þá mundi afstaða hans ekki koma í veg fyrir lækningu? — Nei, ekki virðist það vera. Afstaða hans skiptir ekki máli. Það er nákvæmlega sama og hann segði: „Ég vil ekki sjá neinn lækni“, en þú færir samt og sæktir til hans lækni, sem gerði eitthvað það fyrir hann, sem orsakaði bata. —• Ertu oft beðin að hjálpa sjúklingum, án þess að þeir hafi verið látnir vita um það sjálfir? —• Já, mjög oft. Það virðist heldur ekki skipta neinu máli, þó þeir hafi ekki vitað um það. — Varstu ung þegar tók að bera á dulrænum hæfi- leikum þínum? — Já, líklega. Ég vissi snemma margt og dreymdi einkennilega drauma. Ég var ekki nema fjögurra ára, þegar móðir mín dó og föðursystir min tók mig að sór.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.