Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 3
Georges Simetum Georges Simenon hjá styttu Maigrets i garði sínum. S em rithöfundur er Georges Simenon kannski þekktastur fyrir tvennt: ótrúleg afköst og fljótvirkni í starfi og skálds'agnapersónuna Maigret, leynilögreglumanninn, sem ótal margir lesendur leynilögreglu- sagna telja fremstan slíkra manna. Simenon er núna 64 ára að aldri og skáldsögur hans eru orðnar 191 talsins. í rauninni eru þær þó fleiri, því að fjölmargar skrifaði hann undir mistmunandi dulnefni, þegar hann var komungur maður. Sime- non er sjö daga að semja skáldsögu af meðalstærð; aðra fimm daga er hann að hreinskrifa og lagfæra. Hreinskrift er aðallega fólgin í því að strika út öll óþörf orð og þá einkum lýsingarorð. Að þessum tólf dögum liðnum er skáldsagan tilbú- in til prentunar. Simenon segist missa öll tök á skáldsagnapersónun- um, sé hann lengur með verkið en þessa tólf daga. En persónurnar eru kveikja verksins; sjálfur segist hann aldrei búa til söguþráð. Hann skapar persónurnar og síðan hrinda þær atburðunum af stað með orð- um sínum og gerðum. G eorges Simenon fæddist árið 1903 í Liége í Belgíu. Frá því hann man eftir sér var hann ákveðinn í að verða rithöfundur. Þegar hann var unglingur hvarflaði að honum að læra guðfræði, þar eð hann áleit, að í prestsembætti gæfist honum jafnframt tóm til að sinna ritstörfum. Móðir hans hafði hins veg- ar áhuga á að gera hann að bakara. Reyndin varð samt sú, að Simenon gerðist blaðamaður í Liége aðeins 16 ára gamall, — og sama ár kom fyrsta skáldsaga hans út. Sem fréttamaður var hann oft viðstaddur réttarhöld í af- brotamálum og hafði góða aðstöðu til að kynna sér meðferð slíkra mála; síðar þegar hann fluttist til Farísar kynnti hann sér innri málefni löggæzlunnar. Þannig aflaði hann sér staðgóðrar þekk- ingar á meðferð glæpamála áður en hann tók sjálfur að skrifa leynilög- reglusögur. egar Simenon fluttist til París- ar, var hann um tvítugt, og þar komst hann í kynni við útgefanda, sem gaf út skemmtirit. Fyrir þennan útgefanda skrifaði Simenon reyfara undir dul- nefninu Georges Sim; þessi starfsemi gaf mikið fé í aðra hönd og Simenon reiknaði út, að með því að ljúka einum slíkum reyfara á þrem dögum, gæti hann eignazt bæði skemmtisnekkju og bíl fyrir 28. afmælisdaginn sinn. Sú áætlun stóðst að vísu, en þá var Mai- gret kominn til sögunnar og Simenon orðinn þekktur leynilögreglusagnahöf- undur. Maigret varð á svipstundu svo vinsæll, að margir töld-u, að hann gæfi sjálfum Sherlock Holmes ekki eftir -að skarpskyggni og snilld í lausn morð- gáta. Simenon segist fremur líta á sjálfan sig sem iðnaðarmann en listamann og segist hafa lært „iðnina“ að skrifa með því að semja reyfarana; hins vegar séu menn í rauninni aldrei útlærðir í þess- ari iðngrein; þegar menn telji sig hafa náð fullkomnu valdi yfir henni þannig að frekari þroski komi ekki til greina, taki ekkert við nema dauðinn. Sime- non skrifar hlutbundinn stíl og leggur aldrei dóm á menn eða málefni í verk- um sínum; atburðir allir og persónur tala sínu eigin máli. Frásagnarháttur- inn er skýr og raunsær, umhverfislýs- ingar trúverðugar og nákvæmar. Sögur hans bera umtalsverðri mannþekkingu höfundar vitni, einkum þykja lýsingar hans á glæpamönnum og sálrænum við- brögðum þeirra næmar og skilnings- ríkar. Á fjórða tug aldarinnar lagði Simenon leynilögreglusögurnar að mestu á hilluna og tók að gefa sig að almennari viðfangsefnum í skáldsagna- gerð sinni. Hann hefur náð slíkum ár- angri í list sinni, að ýmsir aðrir rit- höfundar, þ.á.m. André Gide, hafa talið hann fremstan í hópi samtímarithöf- unda, sem skrifa á franska tungu. Með- al síðari skáldsagna Simenons má nefna Ættartölu, en hún er að miklu leyti sjálfsævisaga; þóttust ýmsir þar þekkja sjálfa sig og voru ekki allir jafnánægð- ir; höfðuðu sumir, er þar komu við sögu, meiðyrðamál á hendur höfundi. Af öðrum skáldsögum Simenons má nefna Litla dýrlinginn, en þar er fjall- að um bernsku og æskuár listmálara. Um þá sögu segir Simenon, að hún sé viðleitni til að finna vissri bjartsýni, sem í sér búi, áþreifanlegt form. Eigi sú bjartsýni rætur í eðlilegri og öfga- lausri samkennd sinni með öllu sem í kringum hann sé; innra sálarjafnvægi sé hins vegar forsenda þess að höfundi takist að koma slíkri skynjun á fram- færi. ar ótt menn séu yfirleitt sammála um ágæti þessarar bókar, eru menn ekki jafnvissir um að innra sálarjafn- vægi sé aðal Simenons. Hann er alltaf á faraldsfæti og hann viðurkennir sjálf- ur, að hann sé haldinn innilokunar- kennd, sem hann sé sífellt að berjast gegn. En hann beitir sjálfan sig aga, hann skipuleggur hvern dag út í æsar, fer t. d. á fætur á sama tíma á hverjum morgni og byrjar daginn með því að stinga sér til sunds í útisundlaug sinni og hann krefst fullkominnar reglusemi r í heimilisháttum. Sjálfur segir hann, að þessi krafa sín um reglusemi í daglegu lífi eigi sér jafnframt afareinfaldar og raunhæfar orsakir: hirðusemi í háttum og góð heimilisstjórn sé trygging fyrir nauðsynlegu næði til ritstarfa. Og ef rithöfundi er um megn að stjórna eigin lífi sínu, hvernig á hann þá að ná valdi á öllu því tilviljunarkennda lífi sem hrærist allt í kringum hann og skipa því í viðunandi heild í sögum sínum? U m þessar mundir býr Simenon með konu sinni og þremur yngstu börn- um sínum í stóru og ríkmannlegu húsi skammt frá Lausanne í Sviss. Úr glugg- um blasir við fegursta útsýni; þar sér yfir Genfarvatn og snæviþaktir fjalls- tindar gnæfa til himins í fjarska. Ein mesta ánægja Simenons er í því fólgin ' að ganga milli glugganna um sólarupp- rás, draga tjöldin frá og virða fyrir sér útsýnið. Hér eru fjöllin í hæfilegri fjarlægð, séu þau nær honum finnst honum þau þjarma að sér og honum verður svipað innanbrjósts og í drykkjuveizlum, þegar ekki verður séð yfir mannfjöldann. í þessari höll Sime- nons eru veggir vel hljóðeinangraðir, til þess að fjölskyldumeðlimir trufli ekki hver annan. Simenon segir, að slíkt komi sér vel, því að börn sín séu mjög gefin fýrir tónlist og séu alltaf með plötuspilara eða útvarpstæki í gangi. Heimilið er sjálfu sér nægilegt í mörgu tilliti, þar er m.a. fullkomin slysastofa með nauðsynlegustu lækningatækjum, nuddstofa og útlærð hjúkrunarkona á launum. Þjónustufólk er annars níu' talsins og eru þar á meðal einkaritari Simenons og bílstjóri. Stór garður er umhverfis húsið. Þar stendur m.a. gríð- arstór stytta af Maigret. Golf og sund eru einu íþróttirnar, sem Simenon stundar. Hann hefur lagt á hilluna ýms- ar íþróttagreinar sem hann hafði dá- læti á, þegar hann var yngri svo sem veiðimennsku, fótbolta og reiðmennsku að ógleymdum siglingum. Siglingar voru Simenon raunar annað og meira Framhald á bls. 13. 2. júlí 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.