Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 8
* eir þaöttir, sem móta framþróom manns- ins, eru þ.rír, veðrátta, framieiðisla matvsela og mannfjöldi. Þessir þrír þættir móta alla sögu mannanna frá upphafi, og svo það einkenini manna, að þeir eru félagsverur, geta ekki lifað algjörlega einir. Þeir eru tengdir hver öðrum af eðhslægri nauðsyn. Jörðin er ein minnsta reikistjarnan og næst sólu. Það yrði mjög erfitt að greina lífið, sem bserist á jörð- inni, frá öðrum stjörnum; magn þess og þungi miðað við stærð og þunga jarðar er örsmár, ef til vill einn billjónasti af þunga jarðarinnar. Þetta líf er mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum, svo að smávegis geimslys myndi þurrka það út á andar- taki. Lífið er eitt einkenni þessarar jarðar; hér hefur verið einhver lífsmynd lengst af sögu jarðar- innar. Maðurinn er einn hluti þessa lífs. Það er talið að líf hafi átt sér stað hér á jörðu fyrir um það bil 450 milljónum ára, beinlausir fiskar syntu um höfin fyrir 400 milljónum ára, flugur sveimuðu um fyrir 225 milljónum ára, engisprettur fyrir 215 milljónum, fuglar fyrir 140 milljónum, og maðurinn hefur lík- lega að baki sér fimmhundruð þúsund ára sögu. Hann kemur fram, þegar margar aðrar tegundir voru út- dauðar og þegar allar þær tegundir dýra, sem nú eru við lýði, höfðu byggt jörðina í óratíma. í árþúsundir lifði maðurinn á svipaðan hátt og dýrin. iHann reyndi að halda við lífinu með því að veiða, fiska, tína ávexti og rætur og éta aðra menn. í gömlu súmersku handriti stendur: „Þegar mannkynið birtist á jörðinni, þekkti það hvorki brauð né klæði. Maðurinn skreið um á fjórum fótum, át gras og drakk vatnið úr lækjum og vötnum“. Með árþúsundunum tekur þetta ástand mannsins nokkr- um breytingum, 'hann tekur að nota steina og móta þá sér til hægðarauka, til þess að geta betur stundað það starf, sem hann lifði af, veiðiskapinn; hann tekur einnig að notast við frumstæð samgöngutæki á vatni, trjábúta, sem eru smávegis aðlagaðir notkun mannsins á þeim. Smátt og smátt verða þessi fá- breyttu tæki ofurlítið þægilegri í meðförum, en hann lifði eftir sem áður á veiðum og söfnun jurta og skel- aýra. Sé markaður sá tími, sem maðurinn hefur lifað á öðru en veiðum, er það ekki nema einn af hundraði þess tíma, sem hann hefur lifað. Það er örstutt síðan, sé borið saman við allan þann langa tíma sem maðurinn hefur búið á jörðinni, að mannkynið tók að stunda jarðrækt og skepnuhald eða landbúnað. Þá verður bylting í sögu mannkyns- ins. Hvar þetta hefur gerzt, vita menn ekki nákvæm- lega, og um nákvæma tímasetningu er ekki heldur að ræða. Siglaugur Brynleifsson tók saman — Fyrri grein I Palestinu hafa verið grafnar upp rústir hjá Jeríkó, leifar þorps þar sem menn hafa stundað land- búnað fyrir um það bil níu þúsund árum, eða um 7000 fyrir Krists burð. Þarna hafa einnig fundizt leifar frá steinöld, sem hafa mælzt um &00 árum eldri. Af þessu má draga þá ályktun að um 8000 fyrir Krist hafi menn tekið að stunda landbúnað á þessum slóðum. Einnig hafa fundizt svipaðar mannvistar- • leifar í Kúrdistan, íran og frak. Sumt bendir til þess að leifarnar þar séu jafnvel eldri en þær hjá Jeríkó. Belt-hellirinn liggur við strendur Kaspíahafs- ins í fran; í þessum helli hafa fundizt minjar, sem benda til þess að þar hafi hafzt við veiðiþjóð um 6600 f. Kr., en um 5800 f. Kr. byggði fólk þennan helli, sem hélt bæði geitur og sauðfé. Um 5300 voru íbúar hellisins teknir að gera leirker, rækta korn, halda svín og skömmu síðar nautpening. Flest bendir til þess, að búnaðarbyltingin hafi orðið á þessu svæði frá Palestínu og að Kaspíahafi á átt- unda til sjötta árþúsundi fyrir Krist. í Ameríku hafa fundizt leifar, sem benda til þess- arar atvinnubyltingar frá fjórða til þriðja árþúsunds. í Perú, Mexíkó og víðar hafa fundizt leifar, sem voita þetta. Hvort íbúar þessa svæðis hafa staðið einir að þessari uppgötvun, þ. e. ræktun nytjajurta og dýra- tamningu, eða hér hafi komið til innflutt þjóð, um það er engin vitneskja ennþá fyrir hendi. Það er talið vitað, að atvinnubyltingin breiddist austur á bóginn frá svæðinu Palestína—fran. Slóð- ina má rekja. í Kína verður þessi bylting um 5000 f. Kr. Hafði hin nýja þekking borizt þangað, eða var hún þar uppkomin? Um þetta vita menn ekkert. í Suðaustpr-Asíu gegnir sama máli. Uppkoma landbúnaðar, sem fylgir föst búseta og menning, er nú talin hefjast í Litlu-Asíu; þó er þetta ekki fyllilega sannað. En það er vitað, að nokkrir þjóðflokkar í Litlu-Asíu stunduðu jarðrækt og héldu húsdýr um 7000 f. Kr. Það getur verið að þetta fyrirkomulag búskapar hafi verið fyrir hendi annars staðar. En um þetta leyti býr meginhluti mannkyns- ins við veiðimennsku, er á veiði- og safnarastiginu. Frá Litlu-Asíu má rekja útbreiðslu þessara búskapar- hátta eða atvinnubyltingar til Evrópu og Afríku. Á Egyptalandi hafa fundizt korngeymslur við Fay- um-vatnið frá því um 4500 f. Kr. Þaðan breiðist þekk- ingin á kornrækt upp Nílardalinn til Súdan um 3500 f. Kr. og til Kenýa um 3000 f. Kr. A. tvinnubyltingin breiðist til Evrópu meðfram Miðjarðarhafi að norðan og upp með Dóná. Milli a 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2. júlí 1067

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.