Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 14
RÓBERT ARNFINNSSON Framhald af bls. 11 mikið og ógnin og óhugnaðurinn, sem þetta fólk er fulltrúar fyrir, misstu marks einmitt þess vegna. Þetta hlaut að verða meiri og minni graut- ur. >að erfiðasta við þetta hlutverk var kannski það að hafa aldrei næði til að koma boðskap höfundar til skila, að þurfa sífellt að brjótast gegnum múr af truflunum. — Það var haft eftir nokkrum er- lendu þátttakendanna á nýloknu leikstjóranámskeiði, að þeim þætti meiri leikhúsandi ríkjandi í Iðnó en Þjóðleikhúsinu. Hvert er álit þitt á þessum ummælum? I þessu sambandi vil ég að- eins taka fram, að milli leikara þess- ara stofnana innbyrðis hefur alltaf ríkt gagnkvæmur skilningur. En því miður ber nokkuð á því, að fóik al- mennt taki afstöðu með eða móti annarri hvorri stofnuninni, leggi ákveðið listrænt mat á hvort leik- húsið fyrir sig og gagnrýnendur hafa að vissu leyti kynt undir þessa þróun. Bæði leikhúsin vinna að því sama — að kynna fólki þær leikbók- menntír sem hvor aðili fyrir sig tel- ur þess virði, að fólk fái notið. Það er óheilbrigt, að togstreita sé milli þeirra, enda eins og ég sagði, varla til meðal leikaranna sjálfra. Slíkt væri líka mjög óskynsamlegt. sv.j. SMÁSACAN Framhald af bls. 4 meðan ég get staðið á fótunum. Við hljótum bros og þakklæti að launum og það er góð borgun“. En nú var Sölvi gamli staðinn á fætur. Hann gaut hornauga út undan sér. Þessi náungi hélt sig víst vera eitthvert ungmenni, sem sló stelpum gullhamra. Hann kunni ekki við svona lagað. Þetta var tæplega kurteisi, fannst honum, og honum var nóg boðið. Ojæja, það er líklega eitthvað fleira en bláa vestið og gullfestin, sem er eft- irtektarvert, hugsaði hann. Hann leit með fjarrænum svip yfir grænt lauf trjánna eins og það mundi staðfesta grun hans að einhverju leyti, en svo tók hann stafprikið sitt, sem hékk á enda bekkjarins, og haltraði í burtu. „Halló, Sölvi“, kallaði unga stúlkan. „Svei mér, ef þú ert ekki alveg hættur að líta á mann“. Hún var brosandi og létt í rómnum. „Það verður gaman fyrir þig að koma inn. Ég lét bréf upp á herbergið þitt. Það var að koma núna.“ „Þú veittir honum fögnuð", mælti Tómas lágt. „Tókstu eftir því, hvað hann varð glaður og hvernig svipur hans breyttist. Hann hefur setið hér heillengi og ekkert sagt, og ég held að honum líði illa.“ „Já, hann er ætíð svona, ég held að hann- sé þunglyndur. Hann tekur svo lítinn þátt í lífinu í kringum sig. Við vitum það öll, sem erum hér“, mælti Heiða. „Það var einmitt það, sem ég þóttist sjá. En það getur enginn hætt að taka þátt í lífinu, ekki á meðan við lifum því. Ég þakka hvert augnablik, sem veitir mér gleði, hvort sem ég er tal- inn fær um að taka á móti henni eða ekki. Fyrir mig er hún hvíld og gleymska, því að sólfagra ævintýrið um lífið heldur áfram að vera til og verður að lokum draumur gamals manns.“ Eftirfarandi spil vakti mikla athygli í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni. Spilið er frá leik milli Venezuela og N.-Ameríku. Norður A K-10-9 y 9-8-3-2 ♦ 10-3 * D-10-8-4 Austur A Á-G V Á-K-5-4 ♦ K-D-4 * Á-K-G-2 Suður A D-5-4-3-2 y G-10-6 ♦ 8-6-2 •*. 7 3 Við annað borðið sátu spilararnir frá Venezuela A—V og sögðu 6 grönd og unnu. Við hitt borðið, þar sem spilar- arnir frá N.-Ameríku sátu A—V, gengu sagnir þannig: Vestur A 8-7-6 y D-7 ♦ Á-G-9-7-5 4* 9-6-5 Suður Vestur Norður Austur pass pass pass 2 lauf pass 2 tiglar pass 2 grönd pass 3 tiglar pass 4 grönd pass 5 tiglar pass 5 grönd pass 6 lauf pass 7 tiglar 7 spaðar dobl. Allir pass Fjögur grönd hjá austri er ásaspurn- ing en 5 grönd eru ekki spurning um kónga eins og venjulega er notað. Þessi sögn þýðir, að félagi á að segja frá einhverju háspili eða háspilum, sem hann hefur ekki þegar sagt frá. Sam- kvæmt þessu átti vestur að segja 6 hjörtu, en ekki 6 lauf. Vera má að hann hafi gleymt þessari spurningar- sögn, en austur áleit með þessu að lauf- ið væri gott og því væri óhættT að segja alslemmu. Hægt er að vinna alslemm- una en á það reyndi ekki, því suður sagði 7 spaða, sem er ágæt fórnarsögn, ef reiknað er með að alslemman vinn- ist. A—V fengu 1700 á þessu borði og þar sem aðeins var spiluð hálfslemma á hinu borðinu græddi N.-Ameríkusveitin 6 stig á spilinu . Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráO Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.