Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 3
MQSJE OAJAN Það er álit manna, að sigur ísra- elsmanna í nýlokinni styrjöld þeirra við Arabaríkin fyrir botni Miðjarð- arhafs sé kannski fyrst og fremst að þakka frábærri herstjórn og her- kænsku Mosje Dajans, varnar- málaráðherra. Eftir styrjöldina við Araba árið 1956 skrifaði Dajan bók, sem nefnist „Dagbók um Sinaí- styrjöldina“. í þeirri bók greinir hann frá hernaðaraðferðum ísraels- manna árið 1956, þar sem aðal- áherzlan er lögð á skyndiárásir og linnulausa sókn. „Það á ekki að gefa óvinunum tíma til að endur- skipuleggja varnir sínar eftir hverja árás, og það á ekki að gera hlé á bardögum“, skrifar hann. Dajan stjórnaði sókn ísraelsmanna á Si- naíeyðimörkinni á alveg sömu for- sendum í þetta sinn, en menn velta nú fyrir sér, hvort Nasser hafi látið undir höfuð leggjast að lesa bókina; að minnsta kosti féll hann nú á sama bragði og fyrir ellefu árum, þrátt fyrir aukinn liðsstyrk og bættan vopnabúnað. F oreldrar Dajans fluttust frá Rússlandi og settust að á fyrsta sam- yrkjubúi Gyðinga, sem stofnað var í Palestínu. Þar fæddist Mosje Dajan þann 20. maí árið 1915. Þegar hann var sjö ára að aldni fluttist fjölskyld- an í annað samyrkjubú, sem var frá- brugðið því fyrra að því leyti, að bændurnir áttu landið sjálfir. Þeir sem fyrstir stofnuðu samyrkjubúin, höfðu keypt landið af Tyrkjum; hins vegar hafði Þjóðabandalagið falið Bretum að ráðstafa Palestínu; á loforð þeirra var hins vegar valt að treysta; þeir gerðu ýmist að ráðstafa landinu til Araba eða Gyðinga. Það var ekki fyrr en árið 1947, að landinu var endanlega skipt milli þessara tveggja þjóðflokka og þá fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, Rættist þá aldagamall draumur Gyð- inga og var ísraelsríki formlega stofn- að 14. maí árið 1948. Aðdragandinn var því nokkuð langur orðinn og beindist barátta Gyðinga á þessum árum bæði gegn Bretum og Aröbum. Neðanjarðar- hreyfingin, Hagana.h, beindist aðallega gegn Bretum, og í þeirri baráttu tók Dajan þátt. Árið 1939 var hann tek- inn til fanga af Bretum og dæmdur í fangelsi. Tveim árum síðar leystu Bretar hann úr haldi til þess að hann gæti gengið í herdeild Gyðinga, sem barðist í heimsstyrjöldinni síðari með Ástralíumönnum í Sýrlandi, þar sem Vichystjórnin franska réð að nafninu til. í þeir-ri styrjöld særðist Dajan á vinstra auga og hefur síðan gengið með svarta hlíf fyrir auganu. Ekki lét Dajan skerðingu sjónar aftra sér frá áfram- haldandi þátttöku í hernaði; að heims- styrjöldinni lokinni hóf hann á ný að berjast með Haganah-hreyfingunni og var orðinn leiðtogi hennar árið 1948. I fyrstu styrjöld ísra-elsmanna við Araba árið 1949 stjórnaði hann herdeildum Gyðinga við Jerúsalemborg; árið 1953 var hann gerður að yfirhershöfðingja og var yfirmaður alls hers fsraelsmanna, er þeir sigruðu Araba árið 1956. A.ri síðar eða árið 1957 hætti hann ðllum afskiptum af hernaði og tók að gefa sig að stjórnmálum. Hann va-rð landbúnaðarráðherra í stjórn Ben-Gurí- ons og sýndi sams konar hörku í ráð- herraembættinu og hann hafði áður sýnt í hernaði. Þrátt fy-rir mikla and- stöðu tókst honum að koma því til leið- ar, að hin gríðarstóru mjólkursamlög voru lögð niður, þar eð hann taldi þau of þungan fjárhagslegan bagga á rík- inu. Margt benti til, að Ben-Guríon hefði augastað á honum sem eftirmanni sínum í forsætisráðherrastóli, en þegar Ben-Guríon sagði sig úr stjórnarflokkn- um, Mapaiflokknum, og sagði þá jafn- framt af sér forsætisráðherraembætti, fylgdi Dajan honum að máli, sagði af sér embætti landbúnaðarráðherra og sat eftir það á þingi fyrir hinn ný- stofnaða flokk Ben-Guríons, Rafiflokk- inn. I sraelsþjóðin gleymdi ekki af- rekum Dajans í styrjöldinni 1956, og þegar Arabar tóku áð vígbúast og sýnt þótti, að til hildarleiks drægi á ný nú fyrir skömmu, lét Esjkol, forsætis- ráðherra, undan þjóðarvilja og skipaði Dajan landvarnarmálaráðher-ra. Dajan dregur enga dul á það, að Esjkol hafi veitt sér embættið nauðugur. í blaða- viðtali segir hann, að stjórnin hafi fyrst boðið sér varaforsætisráðherraembætti og að auki stöðu hernaðarráðunauts stjórnarinnar. Þessu hafnaði Dajan; fengi hann ekki embætti varnarmála- ráðherra, kysi hann heldur, að stjórn- in fengi sér í hendur yfirstjórn her- sveitanna í Negev, sem berjast mundu við Egypta, ef til styrjaldar kæmi, því að „ég þekki Egypta og veit hvernig á að berjast við þá“, sagði hann. Á þetta ætlaði Esjkol að fallast og fór þess á leit, að Jígal Allon, atvinnumálaráð- herra, yrði gerð.ur að varnarmálaráð- herra. Plokksráð hans hafnaði þessum tilmælum og krafðist þess, að Dajan yrðu fengin varnarmálin í hendur, og varð þá Esjkol að lúta í lægra haldi. Dajan tók þá til óspiltra mála; í tvær vikur ferðaðist hann um landið og kynnti sér herstyrk ísraelsmanna, talaði við herforingja og íbúa samy.rkjubúa á landamærunum, til þess að kynna sér hvers þeir væru megnugir, ef til átaka kæmi. Að þessum tveim vikum liðnum sagðist Dajan hafa getað gert sér þess fulla grein, hvernig yfirvof- andi styrjöld skyldi háð. Sagt er, að Dajan hafi skjátlazt aðeins í einu at- riði: fsraelsmenn hafi tekið Sjarm el Sjeikh fyrr en jafnvel hann sjálfur bjóst við. Dajan lagði svo mikið kapp á vígbúnaðinn, að hann hafði ekki gefið sér tíma til að sverja embættiseið sinn sem ráðherra, þegar styrjöldin hófst. Nokkuð var liðið á fyrsta dag styrjald- arinnar, þegar hann ók til þinghúss ísraelsmanna í Jerúsalem. Þá hafði ver- ið gef-ið loftvarnarmerki, því að bar- daginn um arabíska borgarhluta Jerú- salems var þá hafinn; þingmenn voru allir í loftvarnarbyrgi þinghússins, þeg- a-r Dajan bar að, og sungu þar ísraelska þjóðsönginn. Sagt er, að jafnvel póli- tískir andstæðingar Dajans ha-fi fagn- að honum með tá-rin í augunum. Og þeg- ar öll Jerúsalemsborg var komin í hendur ísraelsmanna, fór Dajan að Grátmúrnum eins og allir Gyðingar, er vettlingi gátu valdið. Þar skrifaði hann bæn sína á pappírsmiða, sem hann lét milli steina í múrnum. Bænin hljóð- aði svo: Megd friður ríkja í öllu landi ísraels. Almennt er álitið, að embætti land- varnarmálaráðherra, sem Dajan féll í skaut með svo skjótum og óvæntum hætti, sé upphaf að nýjum stjórnmála- ferli. Því er samt spáð, að fljótlega muni koma til árekstra milli hans og Esjkols' á stjórnmálasviðinu; eitt fyrsta verkefni stjórnarinnar er að ákvarða, hvað gera skuli við landvinningana úr nýlokinni styrjöld. Eitt er víst, að sá, sem býður Dajan byrgin, er ekki öfundsverður um þessar mundir, því að maðurinn með svörtu augnhlífina, sá sem leiddi þjóð sína til sigurs í styrj- öld sem átti að gereyða henni, er nú hetja þjóðar sinnar og nýtur auk þess virðingar og aðdáunar víða um heim. Hernaðarsérfræðingar vestrænu stór- veldanna keppast um að lofa herkænsku hans og herstjórn. Amerískir Gyðingar komu þeirri gamansögu á kreik fyrir skömmu, að Johnson, Bandaríkjaforseti, hafi sent Westmoreland, hershöfðingja í Vietnam, svarta augnhlíf. Sjálfur vill Dajan engu spá um fram- tíðina. „Höfuðmarkmið okkar núna er að semja frið við Araba“, segir hann, „þangað til því marki er náð, er allt annað aukaatriði". íslendingar áttu þess kost fyrir skömmu að sjá Dajan í fréttatíma sjónvarpsins. Þar fór hann ekki dult með þá kröfu sína, að Arabar settust að samningsborði og ræddu mál- efnin eins og menn. Þegar hann kom í þingið til að sverja eiðinn og taka tormlega við embœtti varnarmálaráðherra Ísraelsríkis, táruðust jafnvel gamlir andstœðingar. Ettir frœki- legan sigur er Mosje Dajan þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. fi 25. júni 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.