Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 8
Og svo byrjaði ég að afhenda vör- wt í búðinni hjá föðurbróður mínum Pétri Hanssyni, Hverfisgötu 71. Verzl- lunina kallaði hann „Ásibyrgi“, það er stórt orð en búðin var lítil, með smá- bompu á bak við, en vörugeymsla var í kjallara undir aðalhúsinu. Kaup mitt var 30 krónur í peningum á mánuði, og -svo fékk ég frítt fæði og húsnæði. IÞetta þótti þá giott, Thomsen borgaði engum búðarmanni meira en 25 krónur á mánuði, sagði að það þýddi ekki að borga þeim meira, þeir stselu samt. Fátæktin í Reykjavík var þá mlkil, ekki sízt í Skuggahverfinu. Dugmestu verkamennirnir, sem mesta vinnu höfðu, fengu 15 krónur á viku fyrir 60 tima vinnu. En þeir, sem höfðu óstöðuga hlaupavinnu, sultu. Nauðsynjavara var þá tiltölulega dýr miðað við kaupið, nema helzt fiskur, kjöt og smjör. Mjólk sást varla, enda of dýr fyrir fátækl- inga. iHúsaleiga var 10 krónur á mánuði fyrir tvö herbergi og eldhús. Kaaber, síðar bankastjóri, borgaði þá 25 krónur á mánuði fyrir stóra hæð, 4 eða 5 her- ibergi og eldhús. Hann var einn af höfðingjunum, grósseri í augum verka- manna. Einn vinur minn að norðan leigði þá uppi á loftinu hjá Ámunda Arnasyni fyrir 7 krónur. Hann vann hjá Frederiksen, timbur- og kolakaup- manni, við kolakeyrslu. Vinnutíminn var frá 6 á morgnana og svo lengi sem þurfti á kvöldin. Mánaðarkaupið var 55 krónur, sem honum þótti ágætt. mr að var því engin furða þó vöru- kaup fólksins væru smá, þetta frá 5 aurum til krónu, stórkaup 10 krónur. Ég var á ferli allgn daginn frá 8 á morgnana og til 10—12 á kvöldin, svo lengi sem von var um einn fimmeyring. Vörulán voru miikil, það var ekki hægt að neita hungruðum, allslausum manni, sem grátandi bað um hjálp handa hungraðri konu og börnum. Ef eitthvað bar út af, veikindi eða at- vinnuleysi, var það tapað, menn vildu borga en gátu ekki. Og álagning mat- vörukaupmanna þá var lítil, og hefir oftast verið. Álagning á 10 punda sykur- topp var 25 aurar ef hann seldist heill, en ekkert ef þurfti að brytja hann nið- ur, nema svíkja viktina. Mér fannst það því ofrausn hjá föður- bróður, þegar Einar Gunnarsson, rit- stjóri Vísis, fékk hjá honum stóra aug- lýsingu, sem kostaði 5 krónur. Einar kom sjálfur og skrifaði auglýsinguna, og teiknaði forlátamynd af sykurtoppi. Það jók söluna, en það þurfti ágóðann af 20 sykurtoppum til að borga auglýsing- iuna. Strákarnir í Skuggahverfinu ætluðu að gera aðsúg að mér í byrjun, héldu að ég væri einhver sveitamaður. En ég sneri á þá, og eftir það voru þeir alda- vinir mínir og trúnaðarmenn. Þeir voru betri en nokkurt fréttablað, og eigin- lega voru þeir það, sem nú er kallað spæjarar, jafnvel velmetnir njósnarar. Þeir voru margir ágæt efni í kvik- myndahetjur. Stebbi í Kaupangi var herforinginn, hann var ærslagjarn, á- ræðinn og félagslyndur, gaf peninga og sælgæti sínum ágætu stríðsmönnum, ef hann-átti nokkuð. Sannur jafnaðarmað- ur, þó hann yrði sjálfstæðishetja eins og undirritaður. ar á var mikill hávaði í pólitíkinni, og verkamennirnir höfðu sinar skoðan- ir, töldu sinn flokk beztan. Fáir höfðu þ>ó þor og uppburði til að prédika; þó var einn, sem aldrei var myrkur í máli. Það var Guðjón Sigurðsson, borinm til að vera höfðingi og stjórna, en rétt komst af, þrátt fyrir dug og þrek. Hann gaf ef hann hafði nokkuð, þoldi ekki að sjá eymd, átaldi harðrétti og ódreng- skap. Aldrei fór hann í Dagsbrún, þó var hann einlægur verkalýðssinni. Og engan hefi ég heyrt tafca svari Dags- brúnar betur, er samtökin voru baktöl- AF CÖMLUM BLÖÐUM - EFTIR HANNES JÓNSSON Svolítil tóbakslykt af kaffinu uð og á Dagsbrún hallað. Guðjón var gáfumaður, sem las mikið og skildi vel lesturinn, en hann varð oft að neita sér um bókakaup vegna féleysis. Hann sagði mér það, en kvartaði aldrei. Ásbjörn gamli vann hjá Kolaverzlun Björns Guðmundssonar. Vanalega fór lítið fyrir honum, sást varla nema kol- ugur upp fyrir höfuð. Nema á föstudög- um, er fundur var í félaginu hans, þá var Ásbjörn hreinn. Hann sat á löngum, hörðum fundum, hlustaði á umræðurn- ar og sagði ekki orð, alltaf jafn spennt- ur. En ef enginn var í búðinni á heim- leið kom hann oft inn til mín og hélt yfir mér ræður, sem hver skörungur og spekingur hefði verið fullsæmdur af. Það var einhver minniimáttarkennd í Ás birni. Hann lagði allt sitt þrek, metnað og stolt í að mennta Jón son sinn. Það bar ríkulegan ávöxt. Magnús Guðnason bjó í húsinu á móti búðinni. Hann var einn þeirra, sem sóttu vel fundi, en talaði þar aldrei. En hann hélt mergjaðar ræður yfir mér, og eitt sinn datt mér í hug að hleypa honura upp, fór að andmæla félagi hans og pólitískum skoðunum. „Þú ert sálar- laust kvikindi, Hannes", sagði Magnús bálvondur, og steytti hnefann að mér. Svo urðum við aldavinir aftur. Magnús var istoltur af börnum sdnum, og mátti vera það. Steini Bollagarða var alltaf í góðu skapi, hann skopaðist að öUu og var einstaklega orðheppinn. Og svo var það frændi minn, Sigurður á Byggðarenda. Þau voru systkinabörn, mamma og hann, og Sigurður ólst upp hjá afa mínum. Hann varð rúmlega níræður, alltaf sama góðmennið og bjartsýnismaður- inn, allt var mest hjá honum og heim- urinn góður og guðdómlegur. Sií-kir menn eru á góðri leið, sem gleðjast og gleðja aðra, þó heimurinn álíti þá hálf- gerð börn og skýjaglópa. Það var ömurlegt að sjá fullorðna karlmenn hníga niður örmagna af hungri og þreytu, með 160 punda salt- eða kolapoka á bakinu. En að sjá konur ekfcert betur á sig komnar, var grát- legt. Hvorttveggja sá ég. >ó byrði kvenn anna væri helmingi léttari, var kaup þeirra helmingi minna. Og svo sá ég konur og menn, gömul og útslitin, sem bjuggu í kjallarahTeysum, blædd aum- um ræflium og tötrum. í sporunum sásb íblóðið, sem þau spýttu. Ungt fólk, sem missti heilsuna, var ekkert betur farið, enga hjálp að fá. Þjóðin hefir verið fljót að gleyma, nú lifa flestir eins og flottræflar, rétt eins og eymdin geti efcki komið aftur. „Kónigsþrælar íslenzfcir aldr-eigi Vorum, enn síður skrílþrælar lyndi með tvenn.“ essar ljóðlínur viðhafði Klem- enz Jónsson í ræðu, sem hann flutti við afhjúpun minnisvarða Kristjáns IX. Klemenz var víst stirðlyndur, og ekfci við allþýðuskap. En hann var mann- þekkjari, sem skildi eðli og upplag ætt- B'tofnsi-n-s, vissi að valdboð og ofstjórn á ekki við íslendinga, en með góðu er íhægt að fá þá til að gera aLLt sem sæmilegt er. Sem þjóð erum við góð og göfug, enginn fslendingur er til, sem ekki er að einhverju góður. Og við er- um fljót að læra meðferð vél-a og tæ-kja, fljót að skilja framfarir og nýjungar. En í fjármálum eru fiestir ógnarleg börn. „Jæja, nú erum við búnir að gera skræk“, sagði Guðmundur gamli Jóns- son, er hann kom inn í búðina, beint af Dagsbrúnarfundinum, sem samþykkti fyrsta alvöru-verkfallið. Og verkf-allið vannst eins og skot, kaupið hækkað í 35 aura og eftirvinna viðurkennd. Kaup- ið var nú sæmilegt, ef vinna hefði verið nóg. Guðmundur var bjargálna, átti húsið skuldlaust og einhverja auraj. Hann hafði taugariðu, hristist og skalf, góðiur vinur minn. Áður voru viður- nefni hans ýmist „Ólsen“ eða „krúkk“. V ið seldum mikið af tóbaki í búð- inni, aðallega neftóba-k, sem vair mælt í málum, 10 og 25 aura. Það kom varla fyrir, að heill rjólbiti væri keyptur, en Framhald á bls. 13 „I»að var ömurlegt að sjá fullorðna karlmenn liníga niður ör- magna af hungri og þreytu með 160 punda salt- eða kolapoka á bakinu.“ 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.