Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 5
Jr að hefur verið stormasamt við Fíereyjar, bæði í desember og nú kring- um jafndægur á vori. Það hrikti í Bperrum og tré fuku um koll, sömu- leiðis stór rafmagnsmöstur uppi í hlíð- inni. Óveðursskýin geistust um himin- hvolfið og hreyttu úr sér regni, snjó og hagléljum til skiptis yfir þá, sem börðust áfram á móti veðrinu. Ég bauð óveðrinu byrgin og lagði af stað til húss skáldsins, sem stendur norðvestur og upp af bænum og hafinu fyrir neð- an. Það syngur í símalínunum meðfram veginum í rokinu, og söngurinn sá minnir mig á æskudagana í Himmer- landshéraði. Svo stend ég á hlaðinu hjá skáldinu og horfi yfir blýgrátt Atlanzhafið undir miklu skýjafari á himni. Það er stórkostlegt útsýni úr hinni stóru stofu yfir hrikalegan leik náttúruaflanna. Xítsýni við skálds haefi. — Það hefur varla verið af tilvilj- un, að þú byggðir þér hús hérna uppi, segi ég við William Heinesen, þegar hann stendur upp frá píanóinu, sem hann hefur setið við og leikið af fingr- um fram tilbrigði við stef eftir Mozart. — Nei, segir hann, ég held, að ég hafi alltaf þráð þetta viðsýni hérna uppi, að geta horft út yfir bæinn og hafið. Það er að verða nokkuð þétt byggð hérna nú orðið, en þegar byggingu hússins laúk 1933, voru ekki mörg hús hér í nágrenninu. Við Lise giftum okkur 1932, og árið eftir fluttum við sem sagt inn og höfum ekki hugsað okkur að flytja aftur. Ýmsu í húsinu hefur verið breytt í nútímalegra horf. ! — Útsýnið hæfir vel skáldi. — Hér í grennd búa a. m. k. ýmis skáld. M.a. Hedin Bru og Christian Matras prófessor. — Lóðir á svona skemmtilegum stað hljóta að vera dýrar? — Það verður ekki sagt, að þær séu beinlínis ódýrar núna, svarar skáld- ið. — Þegar ég leigði mér 30 000 m2 land hérna efra 1929, var leigan 4 kr. (sa 25 kr. ísl.) á ári, og fyrir grunn- inn, sem húsið stendur á, borgaði ég 42 kr. (sa 250 kr. ísl.). Yonast ekki eftir ... — Það hefur oft verið vakið máls á því í dönskum blöðum, að þú sért þess verðugur að hljóta Nóbelsverðlaunin. Veldur það þér vonbrigðum, að svo skuli ekki hafa orðið enn? — Nei, það get ég ekki sagt. Nóbels- verðlaunin eru ekki beinlínis eitt af því, sem maður vonast eftir eða býst við. Hins vegar er það mér sérslök ánægja að vera meðlimur Dönsku Aka- demíunnar, sem ég varð þegar á árinu 1961. Mér finnst það mjög vel til fund- ið, að stofnsett skuli hafa verið dönsk Akademía. Og gjöf Karenar Blixens hef- ur gert Akademíunni kleift að eignast fallegan og verðugan samastað á Rung- Etedlund með hinum fallega trjágarði. Sjálfur á ég heima í landi, þar sem ekki er mikið um trjágróður. En tré hafa eetíð verið mér mikils virði, einnig frá skáldlegu sjónarmiði. ME9 NOIIOIUOS 00 0000 111101 Fœreyska skáldið V/illiam Heinesen segir frá ýmsu um œsku ssna, skáldskap sinn, manneskjuna og tölvuna — Eftir Poul P. M. Pedersen Móðuramman. — í Þórshöfn vitnar allt um miklar breytingar. — Já, það er ekki einungis að bærinn vaxi, heldur hverfa gömlu húsin. Það má vera, að okkur skorti byggingaáætl- un og byggingalög. A. m. k. lítur helzt út fyrir það. Það ætti að varðveita eitthvað af því gamla, en bæjaryfir- völdin láta eyðileggja gömlu húsin, eins og þú sérð t. d. í sambandi við stækkun hafnargarðsins. Það hafa verið byggð hér hentug og falleg hús undan- farið, en það hafa lika verið byggð Ijót og léleg hús. Torf er fallegra en bárujárn. Ég finn enn til sterkra tengsla við gömlu Þórshöfn, eins og hún var upp úr aldamótum. Þar sem Hótel Hafnia stendur nú, var áður garðurinn hennar ömmu minnar. Hún kom til Fær- eyja frá Kaupmannahöfn, þegar hún var ung stúlka, og giftist hér móður- afa mínum, sem var Færeyingur. Hún missti mann sinn fyrir aldur fram og varð sjálf að sjá sér og börnum sínum farborða. Þá fór hún að taka að sér píanókennslu. Faðir hennar hafði átt stóra skóvinnustofu á Östergade í Kaup- mannahöfn. — Hvernig ætli amma þín hafi kunn- að við sig í Þórshöfn? — Hún undi sér ekki illa. Hún kvart- aði aldrei. Hún talaði oft um ýmis stórskáld rómantíska tímabilsins og endursagði stundum efnisþráðinn úr frægum óperum. Hún hafði myndir af skáldum fortíðarinnar á veggjum, og sömuleiðis af leiklistarfólki, eins og Phister og, Johanne Luise Heiberg. í æsku fór amma mín mjög oft í Kon- unglega leikhúsið. Hún talaði um þessar leikhúsferðir allt sitt líf. Og reyndar álít ég, að hún hafi borið ævilanga heimþrá í brjósti til Kaupmannahafn- ar. Kaupmannahöfn stóð henni ætíð fyr- ir hugskotssjónum sveipuð ævintýra- Ijóma. Hún sá hana ekki aftur fyrr en 30 árum eftir að hún fór þaðan og settist að hér í Þórshöfn. Sú ferð olli henni víst vonbrigðum. Þannig verður það næstum því alltaf. En stuttu eftir að hún var komin aftur hingað heim, va,r Kaupmannahöfn á ný orðin borg töfra og dásemda í hennar augum. Hún átti einnig mikið af bókum, meiri hlutann eftir danska og þýzka róman- tíska höfunda. Nokkrir ættingjar hennar höfðu starfað við óperuna. Móðir mín erfði hæfileika ömmu minnar til þess að segja sögur, sem ég naut m.a. góðs af. Úr móðurættinni rennur danskt, franskt og þýzkt blóð í æðum mínum. Sálmasöngur í baðinu. — En ert samt jafn góður Færey- ingur og hver annar. — Já, tvímælalaust. En ég álít það heillavænlegt, að þjóðirnar blandist. Einangruð ræktun kynstofns er varla æskileg. Föðuramma mín var sveita- kona frá Bæ á Vogey, hagsýn og raun- sæ manneskja. Faðir minn gerðist út- gerðarmaður og átti einnig eina stærstu verzlun Færeyja. Hann gat verið mesti galgopi, þegar því var að skipta, stund- um fannst mér ég vera eldri en hann. Á uppvaxtarárum mínum var aðeins eitt baðherbergi til hér í Færeyjum. Það var í berklahælinu í hinum fagra Hoy- dal. Þangað fór faðir minn, þegar hann langaði til að fara í bað. Hann tók mig þá með sér og bróður minn, sem nú er látinn. En við fórum nú reyndar aldrei í neitt baðið í þessum ferðum — við urðum yfirleitt að láta okkur nægja að þvo okkur í trékari fyrir utan húsið heima. Meðan faðir okkar fór í bað á hælinu, undum við okkur úti í grænni brekkunni. Þegar gufan gerðist þétt í baðinu, opnaði hann gluggann, og heyrðum við hann þá syngja hástöfum við niðinn í rennandi vatninu vers úr hinum þekkta sálmi Grundtvigs frá 1811: Som törstige hjort monne skrige alt efter det rindende væld sa monne og efter dig hige o Herre min törstige sjæl ... Já, vatnið endurnærði hann bæði á likama og sál, og hann lét það í ljós með söng. Það lá við, að vatnsniðurinn og söngurinn vekti öfund okkar bræðr- anna, vegna allra þessara dásemda, sem okkur var fyrirmunuð þátttaka í. Til að fyrirbyggja hugsanlegan mis- skilning ætla ég að taka það fram, að nú á tímum eru til mörg baðherbergi í Færeyjum. Við erum loksins að þokast út úr miðöldunum, þótt hægt hafi farið. Ég held, að ég hafi tekið ýmsa sterka þætti í arf, bæði úr móður- og föður- ætt minni. Skáldskapur og minningar. — Þætti, sem hafa einnig sett svip sinn á þig sem skáld? — Óhjákvæmilega. Ég hef einmitt ný- lokið við safn frásagnaþátta, sem er að miklum hluta endurminningar og lýs- ingar frá bernsku minni; m. a. á föður mínum. Það gegnir sama máli um þess- ar frásagnir og önnur skrif mín, sem byggð eru á viðburðum bernskuára minna, að þær eru blendingur af skáld- skap og. endurminningum. Skáldsögur mínar og smásögur gerast flestar hér í Þórshöfn, og sumir landar mínir hafa haldið því fram, að ég viti ekkert um fólkið, sem byggir Færeyjar, utan Þórs- hafnar. Mér finnst þetta ekki réttmætt. Faðir minn og fjölskylda hans eru, eins og ég sagði, frá Vogey. Ennþá standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hinar árlegu sumarferðir fjölskyldunn- ar, þegar farið var í heimsóknir til ættingjanna og ferðazt til Tindholmen, þar sem er gífurlegt fuglager. Lísa, kona mín, er úr lítilli sveit við Kollefjord, sem heitir Signebær og er á norðan- verðri Straumey. Fjarlægir staðir og horfnir timar. — En þegar fólk víðs vegar í heim- inum kannast eitthvað við nafnið Þórs- höfn, er það oftast skáldskap þínum að þakka. Þú hefðir átt að vera kjörinn heiðursborgari af bæjarstjórninni fyrir löngu, og vera skattfrjáls, segi ég. — Ekki hef ég mikla trú á því, að það eigi eftir að verða, segir skáldið rólega. — En hér á ég heima. Rótfesta Framhald á bls. 6 25. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.