Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 15
SÍðan þeir komu fyrst út 1666, og einn ai sálmum hans hefir verið sunginn við nálega hverja útför í landinu í meir en tvær aldir. IVIeð endurvakningu íslenzks skáldskapar í byrjun nítjándu aldar, vei ður klofning skáldanna í sérstaka fiokka á ný greinilegri. Flest hinna kunnustu heyra til menntuðu stéttinni, en þó eru líka alveg eins athyglisverð nöfn á meðal hinna, sem voru skáld að eðlisfari og ortu ævilangt í nánari tengslum við líf almennings, menn eins og Hjálmar Jónsson, Sigurður Breið- fjörð og Páll Ólafsson, er hver um sig táknar sérstaka grein og hver um sig sér skáldskapinn og lífið af sínum eigin sjónarhóL Verk hvers þeirra er með ágætum, stundum án nokkurra lýta, þegar miðað er við þeirra eigin svið, en verk Sigurðar Breiðfjörðs krefjast þess, að þeirra sé sérstaklega getið, sök- um stöðu hans milli hins gamla og hins nýja. Hann er fæddur 17&8 og alinn upp við fátækt og litla uppfræðslu. Hann hafði þegar kveðið ekki færri en seytján rímnaflokka er hann fór til Grænlands 1831, til þess að starfa þar sem beykir við konungsverzlunina. Hann var þar, og þoldi margskonar erf- iðleika og mannraunir, þegar hann orti tvítugan rímnaflokk út af danskri þýðingu skáldsögunnar Numa Pompil- ius eftir Florian, en þær rímur, Núma- rimur, eru af öllum viðurkenndar sem kóróna þessarar skáldskapargreinar. — Yfirburðir þeirra liggja ekki aðeins í rímunum sjálfum, heldur jafnvél ennþá fremur í mansöngvunum, og í sumum þeirra er það að finna, sem er á meðal hins bezta í ljóðum þessa skálds. í>ó að Sigurður svaraði einarðlega árás þeirri, er Jónas Hallgrimsson gerði á rímurnar og hann sjálfan sem fulltrúa þeirra, var hann betra skáld en sVö, að honum dyldust ágallar þeirrar skáld- skapargreinar eins og hún hafði verið tíðkuð. Hann telur að talsvert þurfi til þess að mega að réttu lagi nefnast skáld. Hann kemst þannig að orði: Nafnið það menn naumast vinna kunna fyrir það að ríma rétt sem regla verður fyrir sett. Hinn er skáld, sem skapar, fæðir, málar myndir þær í þanka sér sem þekktum aldrei forðum vér, bann sem sér með hvössu sjónar báli hulda gegnum hugi manns og háa fræði skaparans. Hann á allan heiminn til forráða, býr á himni, hauðri og sjó, en hæli ekkert festir þó. Nokkru síðar í sama mansöng segir liann ennfremur: Enginn má ske er né verið hefir móðurjörðu okkar á aðalskáld sem nefna má. Fel eg mig í flokki rímaranna, því ætíð get eg eins og þeir arnar saman hnoðað leir. ví fór fjarri að erindi þessi, ort 1833, yrðu líksöngur rímnanna. Það var ekki bara að þær héldu áfram að blómgast samhliða hinum nýju ljóðum, heldur kom nálega þrjátíu árum síðar annað snilldarverkið, eftir nítján ára ungling. Þetta var ríma af Hjálmari og Ingibjörgu (eða Hjálmarskviða, eins og fólkið nefndi hana) eftir Sigurð B]arnason, norðlenzkt skáld, er drukkn- aði fimm árum síðar (1865), er hann hafði fjóra um tvítugt. Ríma þessi er 232 erindi undir hringhendum hætti, og um hana segir sá maður (f. 1887), er síðastur hefir gefið hana út: „Ég veit ekki til að þjóðin hafi nokkru sinni fengið slíkar mætur á nokkurri einstakri rímu .... A síðasta þriðjungi nítjándu aldar var áreiðan- lega ekkert jafnoft og jafnalmennt kveðið sem þessi ríma, og margt hefði ég heldur viljað láta skipa mér á upp- vaxtarárum mínum en að finna þann man \, til vits og ára kominn, sem ekki kunni meira eða minna úr Hjálmars- kviðu, og fjöldamargir kunnu rímuna fré upphafi til enda“. Annar rímnaflokkur sama skálds (Áns rímur bogsveigis), ortur tveim ár- um síðar (1862), átti það fyrir sér að eignast merkilega sögu. Ekki er vitað að neitt handrit af þeim rímum hafi geymzt, en yngri bróðir höfundárins lærði þær utanbókar þegar hann var fimmtán ára gamall, og skrifaði þá upp fyrst línu hvers erindis. Fimmtíu-og- fimm árum síðar, er hann hafði lengst af átt heima í Kanada, þuldi hann fyrir skrifara allan flokkinn, fjögur þúsund braglínur, og hafði þá ekki í þrjátíu ár rifjað upp fyrir sér rímurnar. Eftir þessari uppskrift voru þær svo prent- aðar í Winnipeg 1919. Er þetta merki- legt dæmi, ekki aðeins í sögu íslenzks skáldskapar, heldur og að því er varðar aðrar greinar bókmennta, því það hefir mjög verið dregið í efa af sumum fræðimönnum nú á dögum að slíkt feiknaminni væri mögulegt. Að því er varðar sögu íslenzks skáldskapar í heild sinni, má vekja á því athygli, að svið hans ér í þrennum skilningi harla markvert. í fyrsta lagi sökum formsins, sem nær allt frá hin- um fábrotnustu háttum stuðlaðra ljóða upp í dýrustu hætti fornskáldanna og síðar rímnaskáldanna, en til viðbótar hafa svo komið ógrynni nýrra hátta nú um aldar skeið. í öðru lagi sökum timalengdar, því hann hefir haldizt órofinn, með litlum breytingum á mál- fari, allt frá tíundu öld til þessa dags. í þriðja lagi sökum víðáttu í rúminu; því á elleftu öld voru íslenzk skáld að yrkja ljóð sín, ekki aðeins á íslandi og í Noregi, eða annars staðar á Norður- lör.dum, heldur og í mörgum stöðum þar að auki, allt frá heimskautsbaugi að norðan til Miðjarðarhafs að sunnan, frá Grænlandi að vestan til Gyðinga- lands að austan. Og að mikið af þess- um skáldskap var flutt heim til ís- lands og fært þar í letur af sagnaritur- unum, er ein hinna mest sláandi sann- an fyrir því, hve innilega hugstætt þetta var þjóðinni. Og, svo að sagan só rakin á enda, þá hefir sumt af hinum bezta skáldskap íslenzkum á síðastliðn- um fimmtíu árum orðið til í ennþá nýju heimkynni vestrænu, þar sem emn landneminn orti í afskekktu hér- aði í Kanada. Sn. J. þýddi. SVIPMYND Framhald á bls. 2 E ngu að síður er Hússein fyrst og fremst stjórnmálamaður og hermaður, sem helgar sig rikismáiefnum og hefur vakandi auga með öllu, er gerist í ríki hans. Sagt er, að hann lesi gaumgæfi- lega skýrslur á morgnana, en eftir há- degi aki hann sjáifur eða fljúgi út um landið og kynni sér af eigin raun allt það, sem fjallað er um í skýrsluni embættismannanna. Hann verður ávallt að fylgjast nákvæmlega með öllu því, sem gerist í nágrannalöndunum, því að enn er sambúðin við þau mjög erfið og viðkvæm. Hann á fáa vini meðal þjóð- höfðingja í Arabalöndunum, nema þá e. t. v. Bourgiba, forseta í Túriis. Gyð- ingar hafa jafnan óvígan her á landa- rnærunum, enda virðast viðhorf ísraelsf og Jórdaníu ósættanlag, eins og sakir standa. Ekki bætir það úr skák, að upp á síðkastið hafa Rússar farið að sýna Jórdaníu og grannríkjum hennar mikinn áhuga. 28. ágúst 1986 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.