Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 3
Eigingjurni risinn EFTIR OSCAR WILDE Börnin voru vön ag leika sér í garði risans á hverjum degi, þegar þau komu úr skólanum. >að var stór og yndislegur garður með sléttum, grænum grasflötum. Hingað og þangað innan um grasið blikuðu fögur blóm, eins og stjörnur, og þar voru tólf ferskjutré, sem blómguðust fögrum biómum á hverju vori og báru ríkuiegan ávöxt að hausti. Fuglarnir sátu í grein- um trjánna og sungu svo yndislega, að börnin hættu oft leik sínum til að hlusta á þá. „En hvað við erum hamingjusöm", hrópuðu þau hvert til annars. Dag nokkurn sneri risinn aftur heim. Hann hafði verið í heimsókn hjá vini sínum, mannætunni, og dvalizt hjá hon- um í góðu yfirlæti í sjö ár. Þegar sjö ár voru liðin, var hann búinn að segja allt, sem hann hafði að segja, svo að hann ákvað að snúa heim í kastala sinn. f>eg- ar hann kom heim, sá hann, að börnin voru að leik í garðinum. „Hvað eruð þið að gera hér?“ hrópaði hann reiðilega, og 'börnin hlupu burt. „Minn garður er minn garður", sagði risinn, „allir geta Skilið það, og ég mun ekki leyfa neinum öðr- um að leika sér þar“. Síðan reisti hann háan vegg í kringum garðinn og setti upp spiald: HVERJUM ÞEIM, SEM FER INN, MUN VERÐA REFSAÐ. H ann var afskaplega eigin- gjarn risi. Vesalings börnin gátu hvergi leikið sér. Þau reyndu að leika sér á veg- inum, en hann var svo rykugur og grýtt- ur. Eftir að skólatímum lauk á daginn, ieikuðu þau oft í kringum háa vegginn og töluðu um hinn dásamlega garð fyrir iiman. „En hvað við vorum hamingjusöm þar“, sögðu þau hvert við annað. Síðan kom vorið, og um allt land voru lítil blóm og litlir fuglar. En í garði ris- ans var enniþá vetur. Fuglarnir höfðu enga löngun til að syngja þar, sem engin börn voru, og trén gleymdu að blómgast. Eitt sinn teygði fagurt blóm höfuð sitt upp úr moldinni, en þegar það sá spjald- ið, fékk það svo mikla samúð með börn- unum, að það hvarf aftur niður í mold- ina og hélt áfram að sofa. Einu verurn- ar, sem voru ánægðar, voru Snær og Frosti. „Vorið hefur gleymt þessum garði!“ hrópuðu þeir, svo að við getum búið hér allt árið um kring. Snjórinn huldi grasið, eins og stór, hvít ábreiða, og frostið hjúpaði trén silfri. Síðan buðu þeir Snær og Frosti Norðra að búa hjá sér, og hann þá boðið með þökkum. Hann var dúðaður loðfeldi og ýlfraði allan daginn í garðinum. „Þetta er un- aðslegur staður", sagði hann. „Við verð- um að bjóða haglinu í heimsókn. Og haglið kom. Á hverjum degi buldi það á hvelfingu kastalans, þangað til það hafði brotið flestar þakhellurnar. Það var gráklætt og andardráttur þess var kaldur eins og ís. „Ég skil ekki hvers vegna vorið kemur svona seint“, sagði eigingjarni risinn, þar sem harm sat við gluggann og horfði yfir kuldalegan, hvítan garðinn. „Ég vona, að veðrið fari að breytast". En vorið kom aldrei, né heldur sumarið. Haustið gaf af sér gullna ávexti alls staðar nema í garði risans. „Hann er of eigingjarn“, sagði það. Svo að þar var eilífur vetur, og norðri og haglið, frostið og snjórinn dönsuðu milli trjánna. ]VIorgun nokkurn, þegar risinn lá vakandi í rúmi sínu, heyrði hann yndis- lega tónlist. Hún hljómaði svo unaðslega, að hann hélt, að tónlistarmenn konungs- ins væru að ífara framhjá. í raun og veru var þetta aðeins lítil sólskríkja, sem söng fyrir utan gluggann hans, en það var svo langt síðan hann hafði heyrt fuglasöng, að hann lét í eyrum risans sem hin fegursta tónlist. Haglið hætti að dansa yfir höfði hans, norðri hætti að þjóta og unaðslegur ilmur barst að vitum hans inn um opinn gluggann. „Ég held, að vorið sé loks komið“, sagði risinn og hoppaði fram úr rúminu og leit út. Fyrir augu hans bar hin fegursta sýn. Börnin höfðu skriðið í gegnum litið op á veggnum og sátu nú í trjánum. Í hverju tré sat lítið barn, og trén voru svo glöð yfir, að börnin voru komin aftur, að þau blómguðust yndislegum blómum, og fuglarnir flugu um og sungu af hjartans lyst, og blómin gægðst bros- andi upp úr moldinni. Það var dásamleg sýn. En í einu horni garðsins var ennþá vetur. Það var yzta hornið í garðinum, og þar stóð lítill drengur; hann var svo lítill, að hann gat ekki náð upp í grein- arnar, og hann ráfaði í kringum tréð og grét beizklega. Vesalings tréð var enniþá þakið frosti og snjó, og norðri blés og grenjaði yfir því. „Klifraðu upp, litli vinur“, sagði tréð og beygði greinar sín- ar eins langt niður og það gat, en dreng- urinn var of lítill. Framhald á bls. 14. BISKUP I SKÁLHOLTI 14. ágúst /966 Sól í heiði landið lýsti, ljóma sló á Skáilholtsstað. Andi friðar einn þar gisti óðal sögu, kirkjuhlað. Brúará, sem bisikup hýsti, bugðast gljáfægð eins og svell. Sagan hérna rúnir risti. Rís við sléttu Vörðufell. Söfnuður á sunnudegi safnast enn á Skál’holtsstað. Nú eru ei lengur varin vígi né vopnagnýr um kirkjuhlað. Sem biskupskinkju byggðin hneigi, hún blasir við úr hverri átt, sem biskup lands í stólinn stígi, er stundin helguð frið og sátt. Enn sést biskup í öllum skrúða embætti ljúka á Skálholtsstað. Síðar fer þar fræðimaður í fararbroddi um kirkjuhlað. Á sögu hlýðir sveitin prúða, sem er tengd við þennan reit. Hvelfist yfir himin glaður, helgara guðshús enginn leit. Maður grannur, mikið hárið er meistari í dag á Skálholtsstað. í sök er hvorki sótt né varið, en saga berst um kirkjuhlað. Mjúkri röddu reiíar fárið, rán og dómsmorð fortíðar. í lýsing biskups liggur svarið: Lærdóm drag af því sem var. Meðan sólin hlær í heiði hljómar saga á Skálholtsstað----- Ribbaldarnix rauðu blóði rjóða ei lengur kirkjuhlað---- En — á voru æviskeiði er ofbeldinu ei þjónkun gjörð?---- Tálvon er að tap sé gróði. Treystum frið á vorri jörð. Blesastöðum á Skeiðum, 15.—16. ágúst 1966 Sveinn Bergsveinsson. 28. ágúst 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.