Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 11
 Jóhann Hannesson: \ld ÞANKARÚNIR PRESTUR einn las nýlega upp úr Fjallræðu Jesús og hlaut ámæli fyrir að flytja hugleiðingar um hórdóm. Vissulega ber leikmönnum að vanda um við presta ef þeir flytja falskan boð- skap eða lifa illa, því öllu fólki ber að vaka yfir hreinni kenn- ingu og grandvöru líferni og er þa'ð nauðsynleg þjónusta heil- agri kirkju. Sízt allra mega prestar „halda framhjó með fram- andi guðum“ — eða lygaöndum — eða annarra manna konum. En þótt prestur hefði flutt hugleiðingar um hórdóm, var ekki við hann að sakast, því tvennt gefur málefnalegt tilefni tii að gefa því máli gaum; annað er Guðs orð í Ritningunni, hitt andi þeirrar aldar, sem vér lifum á. Og var ekki um neitt við þenn- an prest að sakast — miklu fremur gætu aðrir prestar hér gefið tilefni. Hér kemur oss til hugar viðtal, sem erlendur blaðamaður átti við góðkunnan höfund „Klakahallarinnar", eitt fremsta skáld Norðmanna. „Yfir veröldina gengur nú pornógrafisk bylgja“, sagði skáldið, „en hún mun hjaðna, eins og aðrar bylgj- Ur“. Pernografí er alþjóðaorð, samsett úr tveim grískum, pornee, skækja og graphee, það er skrifað rit, lýsing eða frá- sögn. Pornografí er því lýsing á ólifnaði hórkvenna og hórkarla, það er klám á voru máli. Porneia er hórdómur, og kemur orðið ailoft fyrir í Nýja testamentinu. Athugun leiðir í Ijós áð hór- karlar fá þyngri dóm en skæjur. Þegar höfundur Hebreabréfs- ins rifjar upp nokkur nöfn á fornum trúanhetjum, telur hann meðal þeirra eina skæju, en i prédikun sinni segir Jesús að tollheimtumenn og skækjur muni ganga inn í Guðs ríki á und- an ýmsum háttsettum mönnum. f>etta þýðir ekki að Jesús lýsi blessun yfir lauslæti og hórdómi. Við seku konuna (Jóh. 8) segir hann: Far þú og syndga ekki framar. Tilgangur Jesú með mildi hans er að boða að Guðs ríki standi opið öllum, sem gera iðrun og yfirfbót, en í mörgum hörðum orðum — sem margir íslendingar svíkja undan þegar þeir vitna til Bi'blíunnar! __er hann að láta menn vita hvað við liggur „ef þú i gjörðum glæp girnist að liggja“. Alvarlegustu svikin í kirkju vorri felast í að sniðganga lögmál Guðs og gera fagnaðarboðskapinn þar með að marklausu hjali. Kjarninn í kristnum boðskap um porneia er þessi: Forðisl hórdóminn, flýið félagsskap ólifnaðarins — því hórkarlar munu ekki Guðs ríki erfa. — Frá beztu mönnum heiðninnar má einnig heyra boðskap: Hórdómurinn nagar lífsrætur mann- félaga, þjóða og fjölskyldna. Ritningin talar einnig um hórdóm í ö'ðrum skilningi, oft með táknrænu orðalagi: Framhjáhald með framandi guðum, að elta framandi Guði. Ekki skilja menn þetta nema með nokk- urri fyrirhöfn. Spádómsrit Hósea skýrir hins vegar málið. Ná- lega fremst standa þar þessi furðulegu og einstæðu orð: Drott- inn sagði við Hósea: Far og tak þér hórkonu og eignast hór- börn, því að landið drýgir hór og hefir snúizt frá Drottni. — Hver var nú hórkonan? Engin önnur en eiginkonan, en hún hafði áður verið rekin að heiman, og börnin voru eigin börn þeirra hjóna. Hósea var óvenjulegur maður, tók konu sína til sín aftur og fyrirgaf henni. Þetta átti hann að gera til að sýna og boða hvernig Guð kemur fram við synduga menn, sem hann fyrirgefur, enda nefnist hann „spámaður kærleikans". Um leið og hann boðar þetta, horfir hann yfir árangurinn af gæzku Guðs við mennina. Og hvað sér hann — og hvað sér Guð? Áframhaldandi svívirðingar, svik, morð, blóðsúthellingar og hórdóm. Hjálp hans til endurreisnar er ekki þegin, nema af ',r- fáum mönnum, „leifum“, sem hverfa til Guðs. Hinir drukkna í hórdómsbylgjunni — fávís lýðurinn steypir sér í glötun. f>eir skulu hórast, en engan unað af því hafa segir Hósea. Og það fór svo. Árfð 722 var rikið eyðilagt og reis aldrei upp aftur. Hér er nóg að hugsa fyrir guðfræðinga og leikmenn, sem vilja skilja fagnaðarboðskapinn fremur en þræta um dauðar og fá- nýtar guðshugmyndir, eigin og annarra. En hvað þá um þá miklu klámbylgju, sem nú gengur yfir? Undan henni kemst enginn, allt er tekið í þjónustu þess mikia viðbjóðs. List, kvikmyndir, skemmtanir, fjölmiðlun og skríl- menning nota hórdómsbylgjuna líkt og hráefni. Það er unnið úr henni, líkt og verksmiðjur vinna úr síld, hún er daglegt brauð margra manna. Og vörurnar seljast, blöðin auglýsa þær og mæla með þeim. „Leifar" eru að vísu eftir, og alls ekki litlar, af hreinlyndu og heilbrigðu fólki, sem getur trúað og elskað, tilbeðið Guð og þjónað mönnum — og þarf ekki á hór- dómi að halda og stendur bylgjuna af sér. En marga sogar bylgjan með sér. Líkt og kynslóð Hósea gat kysst sína trékálfa — skurðgoðin — (Hós. 13), geta menn trúað á „vinsæla“ leið- toga skrílmennskunnar, menn geta trúað svikamiðlum og aum- asta þvættingi anda, sem sagt er að tali gegnum mi'ðlana! En þeim er ómögulegt að tilbiðja kærleikans Guð og horfast í augu við sannleikann um sjálfa sig, í vísindum og lífsvizku kynslóð- anna. Foreldrar hætta að geta elskað börnin sín, heldur slíta þau á milli sín unz börnin verða að aumum vesalingum. Hór- dómurinn verður að allsherjar ótrúmennsku gagnvart öllum verðgildum, nema peningum (sex and money). Lauslætið og framhjáhaldið eru aðeins greinar á miklu stærra meiði, alls- herjar ótrúmennsku andspænis verðgildum lífsins og er, svo sem bæði ritningin og Freud segja, „bandalag vi'ð dauðann". A erlendum bókamarkaði Alfræði: Pears Cyclopaedia. 74th Edition. 1965-66. Pelhm Books 1965. Verð: 21/-. í þessari bók má finna hitt og annað, sem ekki er auðvelt að ganga að í venjulegum alfræði- orðabókum. Bókinni er skipt f þrjá höfuðkafla, sá fyrsti hefst með annál, sem hefst á tilorðn- ingu jarðarinnar og nær fram á þennan dag, síðan kemur skrá um sögufrægt fólk frá öllum löndum og tímum, þarnæst er skrá um helztu atburði frá stríðs- lokum, svo eru greinar varðandi England og loks kaflar um vís- indi og efnahagsmál. Annar höf- uðkaflinn er um trúarbrögð, hug- myndir manna um alheiminn, griska leiklist og þar er að finna landfræðiheiti og úrdrátt úr bók- menntasögu. Þriðji kaflinn er um heimilið og þjóðfélagið, læknisfræði, sálfræði, garðrækt og leiki og skemmtanir. Auk þessa fylgja 32 blaðsíður, landa- kort og margvíslegar skrár. Registur fylgir og þar má fljót- lega finna það, sem leitað er að. Þetta er mjög fjölskrúðug bók, það má nota hana sem uppslátt- arrit, fræðirit um vissar greinar og svo geta menn lesið í henni sér til ánægju. Þetta er ódýrasta bók sinnar tegundar, sem fáanleg er. Saga: Die Perser. Von den Anfánge* bis sur Gegenwart. Alessandro Bausant: W. Kohlhammer Verlag Stuttgart 1965. Verð: DM 4,80. Bókin er þýdd úr ítölsku af Barbara von Palombini. Höfund- urinn er prófessor í persnesku og persneskum bókmenntum við háskólann í Neapel. Saga Persa sem stórveldis hefst með Kýrosi og Persar ná áhrifum og völdum í Litlu Asíu, Egyptalandi og allt til Indlands. Síðan hefjast átökin milli Hellena og Persa, og loks kemur hinn mikli sigurvegari, Alexander Fillippusson, sem legg ur undir sig þetta víðlenda ríki og ryður hellenskri menningu braut um þessi svæði, af því ríki rísa síðan hellenísku ríkin. Þar næst koma Sassanítar, sem grundvalla persneskt stórveldi, sem stenst allar árásir Rómverja og Araba allt fram á sjöundu öld. Nú hófust Arabar til valda í Persíu og ríkið skiptist síðan upp í smærri furstadæmi. Safa- vidar stofna þarna Nýpersneska ríkið og síðar koma til áhrif margvíslegra þjóða næstu aldirn- ar. Persía liggui vel við þjóð- flutningum og þjóð kemur eftir þjóð, menningin verður fyrir áhrifum sundurleitustu menn- ingarsviða. Höfundi tekst að rekja sögu þessa landsvæðis og fólks þess, sem það byggir á greinagóðan og skýran máta. Bókin er 191 blaðsíða og fylgir bókaskrá og registur. Urban bækurnar eru vel valdar að höf- undum og mjög ódýrar. Þessi bók er nr. 87 i þeim bókaflokk. Royal Escape. Georgette Heyer. Pan Books Ltd: London 1965. Verð: 5/-. Heyer kann að segja sögu. Þetta er saga Karls II í átökun- um milli konungssinna og Crom- wells. Sagan lýsir ósigri konungs við Worcester og flóttanum um England allt til Ermarsunds, þar sem konungi tekst að komast á skip og flýja yfir sundið á náðir Frakkakonungs. Sagan er mjög spennandi og vel saman sett. Höfundur gefur góða samtíðar- lýsingu á Englandi þesara txma, hugsunarhætti og lífernismáta. konungssinnar bíða þennan ósig- ur 1651 og konungur lifði eftir það á náðarbrauði Frakkakon- ungs oft heldur knöppu allt til 1660 að hann nær aftur völdun- um á Englandi og ríkir til 1685. Dvölin í Frakklandi var honum oft dapurleg, en hann reyndi að vinna það upp eftir heimkomuna og valdatökuna. Þessi saga lýsir Karli II sem unglingi og ævintýr- um hans og flótta og er eins og áður segir hin skemmtilegasta aflestrar. Xr 28. ágúst 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JJ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.