Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 15
inga frá New York University lagði borgarhlutinn fram áætlun, sem nefndist „ Project Able“. Hlut- verk þess var að skapa börn- um, sem eru „culturally deprived" þann grundvöll, sem þau vantar, og undirbúa þau þannig undir það mál, þau viðhorf og viðfangsefni, sem biða þeitra í kennslustofunni. Börnin eru flokkuð í sérhópa þegar á smábarnastigi (5 ára) og fá sérstaka kennslu. Sögur eru lesnar fyrir þau, það er talað við þau, farið með þau í skemmtiferðir o.s.frv. til að auka þeim reynslu og or’ðaforða. Heimilin eru heimsótt — fremsti maður þeirrar starf- semi er félagsmálaráðgjafi, sem er svert- ingi — og reynt er að safna mæðrum og fóstrum eða eldri systkinum á kvöld- samkomur þar sem þeim er einfaldlega komið í beint samband við skólann. Þarna fær þetta fólk að vita, að af Bkólans hálfu er mönnum annt um bvernig börnin þeirra eru klædd. Því fer fjarri, að öllum finnist það sjálfsagt að skólinn léti sig einhverju varða bvernig barn kann við sig eða stundar nám sitt, ef barnið er fátækt og svart. ,.Hér áður fyrr“, sagði starfsbróðir minn, „var bara kallað á svarta foreldra þegar tími var kominn að tala um að Joe eetti að fara í fangelsi“. „Project Able“ heldur áfram frá fyrsta til sjötta bekkj- er, og árangurinn af þessari aukakennslu er sá, að námsárangurinn hefur stórum batnað. Vilji einhver fá sannanir fyrir því, að þessar ráðstafanir séu nauðsyn- legar, hefur hverfið tölfræðilegar nið- urstöður, sem gætu orðið öðrum hverf- um til uppörvunar vi'ð svipaðar áætl- anir. E n þetta eru ekki Suðurríkin, hér norður frá hafa svört og hvít börn geng- ið í sömu skóla árum saman. Hvað er þá eiginlega nýtt? Jú, svörtu börnin hafa áður fyrr gengið í skóla þeirra hvítu þegar þannig hefur viljað til, þ.e.a.s. þegar fjölskyldan hefur búið á marka- svæði. Þarna voru þau eins og þau ættu þar ekki heima, létu ekki að sér kveða í félagsstarfsemi skólans, og þau sáu heim sinn sjaldan eða aldrei kynntan í skólalífinu; hugsið ykkur bara kennslu- bækurnar með myndum, sem aldrei sýndu svart andlit. í Greenburgh nr. 8 hafa skólafélög og klúbbar — sem eru firna margir í amerískum skólum — virka meðlimi bæði af svörtum og hvít- um litarhætti, Ebony liggur við hliðina á Life og Look í lestrarsalnum og í hill- um bókasafnsins standa þær barna- og unglingabækur, sem fjalla um blámanna hetjur og svertingjalíf. Hér kynnir máð- ur sér ekki eingöngu líf dugmikilla hvítra Ameríkumanna, ekki bara sögu hvítra Ameríkumanna. En það er erf- itt að fá efni; rektor segir svo frá, að jafnvel þótt maður tíni saman allt not- hæft efni í landinu geti árangurinn orð- ið furðu lítill. Skólinn varð sjálfur að gera kvikmyndir úr amerísku hvers- dagslifi til að sýna yngstu bekkjunum í átthagafræði: Það sem til var fjallaði eingöngu um hvítar fjölskyldur. Á- nægjulegur árangur af þessu erfiði birt- ist í því, að negrabörnin í skólum hverf- isins teikna nú og mála svartar mann- eskjur, en það var óhugsandi í óskipu- lögðu samskólunum, þar sem óhugnan- leg háttvísin lézt ekki vita af því að börnin væru svört. Þar mála svörtu börnin sjálf sig og fjölskyldur sínar í vfðurkennda, bjarta litnum. Eða þá að þau skilja hendur og andlit eftir ómál- að. Skólahjúkrunarkonan okkar, sem kemur frá Vestur-Indíum, brosir alltaf í umræðum um „endalok kynlþáttaað- skilnaðar"; hún bíður þess dags, er marglofaðir „hörundslitir" plástrar komi einnig í súkkulaðibrúnum lit! N llu eru tíu ár síðan Greenbugh nr. 8 var komið á fót. Margar fjölskyldur fluttu burt af ótta við að skólarnir yrðu lélegri eða af hreinum kynþáttafordóm- um. Enn þann dag í dag er samskóla- fyrirkomulaginu víða kennt um öll mis- tök, sem verða. En þeir sem eiga börn sín í skólum hverfisins eru yfirleitt a- nægðir, já, stoltir af þeim. Þetta fólk tel- ur, að út af fyrir sig sé dagleg samvera með börnum úr óskyldu umhverfi þrosk- andi, að þáð sé eina leiðin til að bægja frá kynþáttahatri og öðrum hleypidóm- um, sem eiga rætur að rekja til fákunn- áttu manna um hverja aðra. Hvað snert- ir námsárangur, sem auðvitað er vel fylgzt með, er hann jafn því bezta í fylkinu. Skólastjórar okkar ferðast nú um landið og mæla með samskólum, og nefndir frá skólum og háskólum heim- sækja bekkina okkar. Það er mikið starf að vera kennari í Greenburgh nr. 8, og þess er vænzt að maður leggi sig allan fram. En hinsvegar hefur maður algerlega frjálsar hendur — og mað- ur fær áð taka virkan þátt í baráttunni gegn Lhaldssemi og hleypidómum. Hagalagðar Visa á stofubita. Á stúdentsárum sinum var sr. Magnús, síðar prestur á Tjöm, ritari hjá Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund í Eyjafirði. Sýslumaður hafði látið byggja stofu mikla á Grund. Þar komu gestir um haust. Sýslumaður bauð þeim til stofu, og sagði, að þeir yrðu að sjá hana að minnsta kosti. Magnús var við tal þeirra, gengur þegar til stofu, og skrifar vísu með krít á einn stofu- bitann, eða einhvers staðar, þar sem allir gátu séð hana, er inn komu, og sýslumaður líka. En vísan var svona: Ekki stæra þarftu þig, þitt er stolta geðið kaus, því almúginn hefur uppbyggt mig ekkjan og börnin föðurlaus. Þá er sýslumaður hafði lesið vís- una sagði hann; „Mangi hefur verið að núna.“ (Blanda) Talinn af. Kristján Jónsson, vinnumaður í Breiðuvík á Tjörnesi reri um haustið á byttu til fiskjar. Kom á hann veð- ur af landi og rak hann undan stefnu til Grímseyjar. En er hann var kom- inn í nánd við hana, missti hann aðra árina, en þó hitti byttan á hent- asta lendingarstað á eynni. Skreidd- ist Kristján þar upp mjög máttfarinn. Drengur frá Syðri-Grenivík sá til hans, hljóp upp á glugga, kallaði inn til húsbónda síns og kvað skrímsli komið í nánd við bæinn, enda var Kristján mjög hrikalegur á velli, stórskorinn og svartur á brún og brá. Hljóp þá Guðmundur Jónsson, er þar bjó, út með byssu hlaðna. Spurði þó hver þar væri og fékk það svar, að mann mundi mega telja, þótt illa væri á sig kominn. Lagði Guðmundur þá niður byssu sína, studdi Kristján heim og veitti honum beina. Hresstist hann brátt við og dvaldi í góðu yfir- læti með eyjarskeggjum, þar til 16. marz 1850, að þeir fluttu hann til áttlhaga hans. Var þá búið að skrifa upp bú hans og skipta. (Annáll 19. aldar 1849). j I ! i { i I ' i i , I I 21. ágúst 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.