Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 10
KRISTNI HNIGNAR Framhald af bls. 1. skylda) til þess að stofna leynifélög, fara með töfur o.g galdra og spá fram í tím- ann gerir þá að sjálfsögðum skotspæni kommúnista. Leynireglur þeirra hafa verið mjög sterkar og samheldni félags- manna ákaflega mikil. Þetta er ekki hægt að þola í alræðisríki kommún- ismans. Kommúnistar gera sér einnig ljósa hættuna af því, að hjátrúarfullur almenningur leggi meiri trúnað á spá- dóma taó-ista en framtíðarspár komm- unistastjórnarinnar. Konfúsíanismi hefur ekki or'ðið eins hart úti og taó-ismi. I>ó er eitt grundvall- aratriði hans þverbrotið, þ.e. að fyrsta skylda hvers manns sé við fjölskyldu hans. Kommúnistar vilja nota sér þessa skyldurækni eða trúnaðartilfinningu, en umbreyta henni, svo að fyrsta skylda hvers manns sé við ríki og flokk. Hefur kommúnistum orðið talsvert ágengt við að yfirfæra þessa skyldutilfinningu, iþótt um leið höggvi þeir á ein elztu bönd kínversks þjóðfélags: fjölskyldu- samheldni og forfeðradýrkun. Uin opinbera afstaða Peking- stjórnarinnar til kristindóms er „um- burðarlyndi". Þó er ýmsum þvingunum beitt, sem eiga áð hafa þrenns konar á- hrif: 1) Fæla menn frá því að taka þátt í kristilegri starfsemi. 2) Fá einstaklinga og söfnuði, sem vilja játa kristna trú, til þess að viðurkenna yfirráð ríkisvalds- ins í málefnum sínum. 3) Sameina kristna söfnuði, sennilega til þess að auð- velda eftirlit hins opinbera og gera því þægilegra um vik með að útrýma krist- inni trú algerlega, ef þess kynni að reyn- ast þörf, með því að hafa aðeins eitt höfuð á líkama kirkjunnar. Peking-stjórnin segist leyfa „kristinni kirkju“ að starfa í landinu, en kveðst telja alla „sértrúarsöfnuði" óþarfa. Til „sértrúarsafnaða" telur hún til dæmis rómversk-kaþólsku* og lúthersku kirkj- urnar. Skiljanlegt er, að kristnum mönn- um reynist erfitt að sameina hinar ólíku kirkjudeildir. Kommúnistar vilja sam- eina allar kirkjudeildir í stórborgunum, kalla þær „kommúnukirkjur" og fá að hafa hönd í bagga með starfsmanna- haldi og vinnutilhögun. Þeir ásaka prest- ana og kirkjulega starfsmenn um „að svíkjast um í hinni stórkostlegu upp- byggingu alkínversks þjóðfélags í anda kenninga Marx, Leníns og Maó-tse- tungs“. Þess vegna er kirkjunnar mönn- um gert skylt að starfa utan kirkjunnar og „taka þátt í uppbyggingu hins nýja þjóðfélags, sem standa mun jafnlengi heiminum" (Hitler talaði þó aðeins um „Þúsundáraríkið"). Starfsmönnum kirkj- udeildanna er fækkað og deildunum gert skylt að sameinast um afnot af einu eða tveimur húsum í hverri borg. iVefna má kirkjuna í Shanghai til dæmis Þar þjónar séra Li Ohu-wen söfnuði, sem telur fjögur hundruð sálir. Fjórar kirkjudeildir standa að söfnuðin- um, Methódistar, Presbyteríanar (skozka öldungakirkjan), Anglikanar (enska biskupakirkjan) og Congregat- ionalistar. Séra Li er dæmdur eftir verk- um sínum af hinum opinberu eftirlits- mönnum. Þeim finnst þáð of lítið starf að syngja ekki messu nema tvisvar sinn- um í viku, og þess vegna verður prest- urinn að gegna tveimur öðrum störfum. Hann er starfsmaður undirnefnda borg- arstjórnarinnar í Shanghai og situr í „friðarnefnd" borgarinnar, sem hefur gert að sérgrein sinni að senda áróðurs- bæklinga („prentaðar friðardúfur", eins og það er kallað) til Austur-Afríku, Madagaskar og Suður-Ameríku. Kirkju- þjónninn er látinn starfa við hjúkrunar- störf. Ef hann segir, að hjúkrunarstörfin valdi því, að hann verði áð vanrækja starf hans vlð klrkjuna, er þvf svarað ti!, að hjúkrunarstarfið sé í hákristilegum anda, svo að hann hafi undan engu að kvarta. Mánaðarkaup séra Lis samsvarar 2.040 ísl. krónum samkvæmt skráðu gengi, en kaupmátturinn er nokkru lægrL Þó segist hann ekki hafa yfir neinu að kvarta, enda mun honum vera séð fyrir fæði og húsnæði af safnaðarins hálfu. Hann kveðst vera stoltur af því, að kaup sitt sé greitt af kínverskum safn- aðarbörnum; hann fái engan eyri er- lendis frá. Þetta kann áð virðast ein- kennilegt í gjaldeyrishraki Peking- stjórnarinnar, en furðulega mikið virð- ist lagt upp úr því að þiggja ekki aðstoð frá útlöndum. Það er í lagi að kaupa kornmat frá Kanada og Ás-tralíu með greiðslufresti, til þess að forða lands- mönnum frá svelti, en stolt stjórnarinn- ai bannar að veita nokkru viðtöku, sem hægt væri að kalla styrk eða aðstoð. Þess vegna segir séra Li frá því, ánægð- ur á svipinn, að „hann og eftirlitsmenn- irnir“ hafi nýverið endursent 500 sterl- ingspund til kirkjusóknar einnar í Suður Englandi, sem safnaði þessu fé með frjálsum samskotum handa „kínversk- um trúbræðrum í Shanghai". „Ef fólk- ið hér í Shanghai vill hafa sína kirkju, þá heldur það henni sjálft uppi fjár- hagslega", segir þessi klerkur, sem geng- ið hefur á mála hjá andkristilegu ríkis- valdi og hlýtur að vita hið innra með sér, að fleiri en 400 mundu vera í söfn- uði hans í frjálsu þjóðfélagi. Séra Li Chu-wen skyldi þó ekki dæmdur af harkalega, þvi að hann er ef til vill einn þeirra, sem verður að taka hi'ð örð- uga val milli algers afnáms kristin- dóms og einhvers konar hálfvelgju- kristni undir alræði veraldlegra herra. Leiðtogar kristninnar í öllum ríkjum kommúnismans vita, að þetta er erfitt val. Þeim er fullljóst, að kommúnisminn stefnir að því að ganga af kristninni dauðri, sem og öllum öðrum hugmynda- kerfum en hugmyndakerfi kommúnism- ans. Þeir vita vel, að ef þeim er gefið tækifæri með ýmsum skilyrðum til þess að halda kristindómi uppi í löndum sín- um, þá er það vegna þess, að kommún- istahöfðingjarnir gera sér Ijósan styrk- leika kirkjunnar og áhrifavald hennar yfir hugum manna, og að betra er að nýta krafta þeirra, sem gjalda guði það, sem guðs er, með vörunum, en keisar- anum það, sem keisarans er, með verk- um sínum, heldur en að ráðast beint til atlögu gegn kirkjunni og leggja hana að velli með skyndisókn. Þeir vita, að kommúnistar vilja veikja kirkjuna smám saman innan frá, áður en til skar- ar verður skriðið. Sumir þessara kirkj- unnar manna vona, að þetta sé aðeins tímabundið ástand; kirkjan muni rísa upp öflug áð lokum; og því sé um að gera að missa ekki allt samband við alþýðu manna, — gangast undir ýmis skilyrði í þeirri von, að einhvern tíma létti farginu að ofan frá ríkisvaldinu, — taka þátt í alls kyns „friðarhreyf- ingurn" og alþjóðlegu kirkjusamstarfi, sem stjórnað er af kommúnistum, og bíða þess, að óveðrinu sloti. Aðrir kirkju- menn segja hins vegar, að allt sam- starf við Antikrist sé útilokað; hér sé einvörðungu um „annáð hvort — eða“ að ræða; enginn meðalvegur sé til. iblían fæst enn í Kína. Kaupend- ur verða þó að útfylla þrjú eyðublöð, áður en þeir fá að kaupa hana, eða svo er að minnsta kosti víðast hvar, þar sem þekkt er til. Margir gugna á því að fylla þessi eyðublöð út með persónuleg- um upplýsingum. Þar me'ð er tilgangin- um náð. Hægt er að segja (með eins konar sanni), að biblían fáist keypt, þeg- ar saklausir ferðamenn spyrja. Bannað er að starfrækja sunnudagaskóla og skíra börn undir átján ára aldri. Kirkju- leg kvennasamtök, sem voru sérstak- lega öflug í Kína áður, hafa nú verið sameinuð hinum svokölluðu „stræta- nefndum". Að öðrum kosti eru þau bönnuð. Strætanefndirnar eru að miklu leyti uppfinning Krústjoffstímabilsins í Sovétríkjunum, og því er skrítið, að þær skuli hafa verfð teknar upp í Kommún- ista-Kína. Meðlimir þeirra halda uppi „kommúnistísku siðgæði" á almanna- færi og eru á sinn lævisa og persónu- lega hátt óhugnanlegri en nokkur leyni- . lögregla. HIN ANDLEGA Framihald af bls. 9 þér og öðrum. Að þú skalt ekki stela — og að sérhvert brot gegn boðorðinu, litið eða stórt, brýtur niður samfélag manna og persónulegt manngildi. Og umfram allt: Þú skalt ekki aðra guði hafa, og að ef þú fyrirlítur Guð og gjör- ir sjálfan þig eða eitthvað annað að þungamiðju lífs þíns eða yfirvaldi yfir því, vantar þig bæði grundvöll og mark- mið lifsins. Hvert einasta boðorð á sitt sérstaka erindi til aldar vorrar, allt frá aga- leysinu til ofbeldisglæpanna, frá kyn- órahyggjunni til ofdrykkjunnar, frá guð ræknisleysi til skattsvikanna. Þegar brot, sem varða hið sjötta boð- orð, koma sérstaklega fram í sviðsljósið, kemur það aðeins heim við það, sean vér hittum fyrir (í sögunni) á öllum hrörnunartímum siðiferðisins. Ástandið á þessu sviði er og verður fyrsti mæli- kvarðinn á gjörvallt siðgæðisstig lýðsins, og æskunnar ekki sízt. Þess vegna þarf hér sérstakan skýrleik og myndugleik, í samræmi við hjónabandið svo sem skipan, sem er af Guði gefin, þar sem einkvæni og ævilangt samband milli karls og konu er hið eina heimila form kynlífsins. Um leið og þannig er nauðsynlegt að festa í minni Guðs óhagganlega lögmál, er ekki síður nauðsynlegt að gjöra það Ijóst að öll boðorð Guðs eru af kærleika gefin til þess að vernda og efla það líf, sem hann hefir gefið oss... Hér er að finna innsta hjartslátt alls sannarlegs kristindóms. Boðskapur hans er skýr skilaboð, og á þeim þarf bæði öld vor og æska að halda. Hann upp- reisir hugsjónir, sem geta vakið þrá og þrek, og þeirra er vissulega þörf and- spænis þeirri efnishyggju og nautna- óygg'ju, sem vill allt undir sig leggja. En fyrst og síðast er kristindómur boð- skapur um kærleika Guðs, sem skilur einnig rótlausa og ráðlausa menn þess- arar aldar, og sem ávallt getur veitt lífinu inni'hald og stefnumark. Að leyst sé úr þessum jákvæðu við- fangsefnum, er hið fyrsta og þýðingar- mesta. Vér viturn af samstöðu vorri með allri kirkjunni, með skólanum og öllu þjóðfélaginu varðandi ábyrgð á neyð aldar vorrar. Þess vegna snúum vér oss til allra þessara aðilja með hvöt uim sameiginlegt byggjandi starf til heilla fyrir alla, sem ungir eru, og til mikils hjólparstarfs fyrir þá, sem af- vegaleiðzt hafa. Það er ekki hægt að verja þann Skort, sem er á fjiárveiting- um nú um stundir til þess að hjálpa þeim. í orði Guðs höfum vér reglur um hversu vinna skuli þau verk og þar er einnig Hinn andlegi kraftur, og þetta mótar enn löggjöf vora og stofnanir. Beygjum oss því fyrir orði Guðs og fyllum stofnanirnar, bæði með skýrum skilaboðum, óskertum kröfum, mann- úðlegum skilningi og umlhyggju E n um leið og vér staðfestum með jái hið kristna markmið uppeldis ung- mennanna og hins þjóðlega lífs, verðum vér að segja jafn skýlaust nei við öllu, sem stefnir gegn þessu markmiði, og brýtur niður það, sem vér yfirleitt reyn- um að byggja upp. Þetta eru tvær hlið- ar hins sama máls. Og viljum vér ekki segja það, sem við á um hina hliðina, þá sýnir það eingöngu að vér aðhyll- umst ekki heldur heils hugar hina jó- kvæðu hlið. Uppeldi barnanna og þjóðarinnar ger- ist ekki aðeins á heimilum, í Skólum og kirkjum — á vorum tímum fer það minna fram þar en nokkru sinni áður. Látlaust fossa inn yfir börnin og full- orðna fólkið áhrif úr öllum áttum og af öllum gerðum: Um blöðin, tímaritin, bókmenntirnar, leikhúsin, k\'ikmyndirn- ar, útvarpið og sjónvarpið, auk áihrifa, sem þjóðlegt umihvenfi og múgurinn myndar. Mikinn hluta þessara áhrifa höfum vér litla möguleika til að stöðva eða hafa áhrif á. Innan takmarka velsæmis teljum vér að vera skuli hugsanafrelsi og málfrelsi fyrir alla fullorðna ein- staklinga. Og það heyrir til þroskunar persónuleikans að maður verði reyndur og stæltur í eldraunum áhrifa, góðra og lélegra, sem á dynja. En á tvo vegu ber að halda uppi og er enda auðið að halda uppi eftirliti, ef þjóðfélagið tekur alvarlega sín eigin lög og uppeldis- stefnuskrá sína. í fyrsta lagi: Vér höfum sérstakrar ábyrgðar að gæta gagnvart börnum og unglingum, sem ekki eru færir orðnir til þess að verja sjálfa sig og ala upp. Bregðumst vér í því að veita þeim þá vernd, sem veita ber, svikjum vér þá. Og þar næst: Þær stofnanir og þau félagslegu _ tæki, sem þjóðlfélagið sjálft hefir á sínu valdi og notar til upp- fræðslu, uppeldis og skemmtunar verða að vera samstillt í fræðslu- og uppeldis- starfi sínu. Það sem byggt er upp með einni þjóðfélagsstofnun á ekki ábyrgt þjóðfélag að láta einhverja aðra af stofn unum sínum rífa niður. Þó látum vér þetta iðulega við gang- ast. Hér er í þjóðfélagi voru orðið blótt áfram óverjandi ástand. Annars vegar höldum vér uppi, í samræmi við stjórn- arskrána, ríkiskirkju, sem nálega öll þjóðin óskar að vera í. Hins vegar • lót- um vér nota opinbera ræðustóla til þess að gera árásir á hinn sama kristindóm og smóna hann. Annars vegar kennir skólinn börnunum að bera virðingu fyr- ir hinum tíu boðum Guðs. Hins vegar rekur þjóðfélagið — þótt það hafi sjálft skilið að kvikmyndaaftirlit er nauðsyn- legt — kvikmyndastarfsemi sem oft ruglar hugtökum barna og fullorðins fólks (um rétt og rangt) — og fegrar ósæmilegt og syndsamlegt. Varla er það og vegsamar stundum framferði, sem samkvæmt kristnum siðaskoðunum er boð að finna eða þá hugsjón í kristn- inni, að hún hljóti ekki þessháttar með- ferð. Hvers konar samræmi er í þess- háttar uppeldi? Hvaða hugmyndir hljóta hinir ungu að fá um rétt og sið- gæði? Hvað hljóta foreldrar að finna — hvað hljóta þeir að óttast? Og hvers konar (óheiðarlega) tvöfeldni er verið að heimta áf kennurunum? ....... (Hér er fellt úr sérstakt mál varðandi nors'ka ríkisútvarpið, eins og á fyrri staðnum). Ábyrgar stofnanir „kristins" ríkis mega ekki og geta ekki staðið til um- ráða fyrir einkaskoðun, sem grefur und- an siðgæðisgrundvelli og hugsjónum ríkisins. Með því gerast menn samsekir um upplausnina hvort sem þeir vilja það eða ekki. í þessu máli hefir skólinn ekki getfið neitt tilefni til vantrausts á sér. Bæði kennarar og foreldrar hafa greinilega látið álit sitt í ljós. Og vonandi mun það, sem gerzt hefir, vera áminning til allra sem óbyrgð bera á stofnunum þjóð- félagsins í þjónustu fræðslu og skemmt- ana, áminning uim þau takmörk, sem þeir verða að gæta að í samræmi við sérleik þjóðfélags vors . og í samræmi við þá ábyrgð, er þeir hafa á sig tekið i og með leiðtogahlutverkum sínum. Framhald á bls. 14. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.