Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 7
Bók úr safni Groliers. A Frakklandi eru tvær konur með- e’. frægustu safnara á 16. öld. Diane de I’oitiers (1499-1566), vinkona Hinriks II. Frakklandskonungs, var bókasafnari, og eiginkona þessa sama konungs, Katrin af Medici, var það einnig. Medici-ættin ágættist meðal annars af góðum smekk á bækur. Katrín átti um 4-5 þúsund bindi bóka og handrita á flestum iþjóðtungum. Deilur urðu um skipti þessa safns að henni látinni, en því var bjargað af einum ágætasta safn- ara Frakka, Jacques Auguste Thou, barón (1553-1619). Hann var sagnfræð- ingur og stjórnmálamaður og sankaði að sér urmul bóka að þeirrar tíðar mæli- •kvarða, alls um 8 þúsund bindi. Einn írægasti franskra bókasafnara á 16. öld, var Jean Grolier de Servin (1479-1565). Hann var sendifulltrúi á Ítalíu og kynnt- ist þar hinum fræga prentara Aldusi Manutíusi. Hann mótaði mjög smekk Frakka fyrir fagurlega bundnar bækur. Grolier-bókband er í mjög háu verði, þá sjaldan slík bindi eru föl. Á Englandi myndast háskólasöfn við (hinn stórkostlegi), hertogi í Firenze. háskólana í Oxford á 14. öld og Cambridge á 15. öld. Humprey hertogi af Gloucester átti ágætt safn bóka. Hann var í tengslum við ítölsku húmanistana og gaf Oxfordsafninu bækur sínar og handrit á 15. öld. Sir Thomas Bodley (1545-1613) var diplómat og safnaði bók- um af miklum ákafa. Hann er frægastur fyrir safn það, er hann stofnaði til við Oxfordháskóla, og ber nafn hans; stofn- að 1598. Hann hafði umboðsmenn víða um Evrópu til bókakaupa og gaf safn- inu meðal annars 1300 handrit. Þetta safn var opnað til almenningsnota 1602. Meðal skozkra safna er Háskóiasafnið í Glasgow elzt, stofnað 1453. Bók, sem bundin var inn fyrir Diane de Poitiers og Hinrik H. Frakkakonung. ■ ■■ WmmMm Blað úr bænabók Maximilians keisa ra. Albrecht DUrer gerði teikning- arnar á spásssíunni 1515. Hagalagðar — Hagalagðar KOLEA HÉR Ásmundur hét maður og bjó á Auðbjargarstöðum. Þetta var á þeim árum er sauðir voru seldir á fæti og fluttir til Englands. — Stundum þótfi það við brenna, að með sauð- unum slæddiist ein og ein lambgota, eða jafnvel mylk ær ef hún var ung og feit. Algeldar ær munu hafa ver- ið teknar með sama verði og sauð- ir. Nú rekur Ásmundur sauði sína á markað á Húsavík oig átti að vigta þá þar. Þegar vigtarmaður og við- takandi sauðanna yfirlítur hópinn, verður honum starsýnt á kind eina kollótta, grípur hana og fer um hana höndum. Þá segir Ásmundur, fullur furðu: „Nei, Kolla hér og Kollur heima!“ Árbók Þingeylnga. tJtsvarsskránni stolið. Það vildi til um veturinn, er nið- urjöfnunarskráin hafði verið lögð fram á bæjarþingstofunni, að skránni var stolið af einhverjum þorpara. Var talsvert þref um það hver bæri ábyrgð á skránni, en bæj- arfulltrúar lýstu því yfir einum rómi að skráin væri algerlega úr þeirra ábyrgð frá því þeir hefðu sent hana yfirvaldinu á löglegan hátt. (Arbækur Reykjavíkur 1864) Hvar er sálin? Hallur lögréttumaður Bjarnason er sagður hafa verið harðlyndur maður og lítt þokkaður. Því var hann kall- aður Hallur harði. Við útför hans er sagt, að Magnús lögmaður Björnsson væri ölvaður. Þá kvað hann vísu þessa til ekkjunnar: Kroppurinn leggst í kistu af tré. Kann ei lengur bramla. En hvar ætlarðu að sálin sé, seima þöllin gamla? (Sýslumannaæ vir). Illt er aS biðja . . . Eftirfarandi stöku orti Daði fróði eitt sinn er illa lá á honum. Illt er að biðja opt um lán, illt er að vera hrakinn, illt er að þola eymd og smán, illt er að vera nakinn. Daði var allvel skáldmæltur, en mörg Ijóð hans eru bölsýn, enda átti hann við fátækt og skort að berjast alla æfi, og saknaði þess sárt, að hann var ekki til mennta settur, en hæfi- leikarnir ágætir og samsvöruðu ekki lífskjörum hans. Æfiferill hans er raunasaga gáfaðs alþýðumanns, er lifið lék hart, en varð þó þjóðkunnur fræðimaður. Hann varð úti 1856, 47 ára gamall. (H. Þ.) (Blanda) HETJAN GUÐRtN. Þá sögu man éa eftir Steingrimi (Thorsteinsson), að mannskaoa a sjó hafði að borið á Alftanesi, og fór sr. Arni (Heigason) að segja exkjunni. Henni varð þá að orði: „Kn að fjand- inn skyldi kenna honum að fara í nýja skinnstakkinn í rnorgun" Síra Árni kyrpti saman augunum (Stein- grimur lék það) og sagði fastmælt- ur: „Mikil hetja ert þú, Guðrún.“ (N. Kbl.) 21. ágúst 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.