Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 6
eru ónæmir fyrir reiði eða þakklæti'*. Epikúr trúir á tilveru guðanna, en þeir hafa ekki skapað heiminn og þeir eru ekki heldur nein forsjón. Þeir lifa sínu eigin lífi og láta mennina eina um að ráða fram úr sínum eigin vandamálum. Það væri þó alrangt að segja að Epi- kúr hafnaði trúnni. Guðirnir geta að vísu ekki verið reiðir og þá þarf ekki að óttast, en þeir geta auðsýnt mönnum kærleika. Þótt þeir séu ekki forsjón manna, þá talar Epikúr samt um samband milli manna og guða. Epikúr talar um þá sem vini sína, þegar hann kallar guð- ina „vini hins vitra“. Sjálf nát jiran blæs mönnum í brjóst hugmyndinni um tilveru þeirra, segir Epikúr. Myndir guðanna geta stigið niður og vitrazt hinum trúuðu í draumi. Það er takmark Epikúrs að líkjast guðunum. í bréfi til Menoekevsar ráðleggur Epikúr honum að lyfta andanum upp tii guð- anna, því að „þá mun þig ekkert saka hvorki í vöku né svefni, en þú munt lifa eins og guð meðal manna. Því á engan hátt líkist sá maður dauðlegum mönnum, sem lifir meðal hinna ódauð- legu guða“. Þannig telur Epikúr trúna nauðsynlega þeim manni, sem leitar hins góða. Það er meira að segja að dómi Epikúrs hámark allrar mannlegrar hamingju að lifa í andlegu samfélagi við guðina. E finn er eitt af því, sem rænir manninn sálarfriði. Það er hlutverk heimspekinnar að útrýma ótta og hind- urvitnum með því að uppgötva hinar sönnu orsakir hlutanna. Sú heimspeki, sem auka á hamingju manna, verður einnig að veita manninum vissu. „Vitur maður efast ekki“ segir Epikúr. Þess vegna verður heimspekin að eiga svör við öllum hlutum og útrýma þannig ótta mannsins og efa. Þá er enn ótalin sú hætta, sem sálar- ró mannsins er tydn vegna árekstra við RABB Framhald af bls. 5. sé í landi, sem elur þau íhalds- og afturhaldsöfl, er rísa upp til handa og fóta um leið og örlar á framsýni og stórhug — og farið er að ráð- gera jafnsjálfsagða hluti og iðnað í stœrri stíl en hér hefur tíðkazt. Þorri íslendinga er nefnilega haldinn þeirri ónáttúru að dvelja stöðugt í fortíðinni — og það er þeim beinlínis framandi að reyna að hugleiða málefni morgundags- ins. Þetta kemur fram í mörgu, m.a. hungrinu í allt, satt og logið, um skrýtna karla og kerlingar löngu liðinna alda, sem rithöfund- ar þjóðarinnar sitja með sveittan skalla við að grafa upp ár eftir ár — í stað þess að reyna við og við að leiða lesendur sína mót fram- tíðinni og taka til meðferðar það fjölmarga, sem hið ókomna felur í sér: Taka þátt í sköpun framtíð- arinnar. Spakir menn hafa haldið því fram, að sú alhliða þróun, sem orð- ið hefur síðustu 50 árin, sé jafn- mikil og varð nœstu 5000 ár á und- an. Og hverju getum við reiknað með nœstu 50 árin? Margar hœttur verða óhjákvœmilega á vegi litill- ar þjóðar í umbrotum framtíðar- innar, en hcettulegast af öllu er þó sennilega að daga uppi, hœtta að fylgjast með tímanum, verða mosa- vaxin í íhaldssemi og bölsýni. Skorta víðsýni og dirfsku til. að takast á við lífið . Haraldur .J Hamar. aðra menn. öll þátttaka I opinberu lífi leiðir til ófarnaðar. Að sækjast eftir völdum er fánýti, að leita frægðar hé- gómi, að safna auði gerir engan mann sælli. Epikúr hvatti þannig fylgjendur sína til að snúa baki við öllu veraldar- vafstri og skipta sér sem minnst af málefnum samfélagsins. Bræðralag Epi- kúrs var lausnin á þessum vanda. Þar lifðu menn eingöngu meðal vina, enda ræktun vináttunnar ómetanleg fyrir hamingju manna. Fylgjendum Epikúrs var hins vegar skylt að hlýða lögum landsins og gegna öllurn opinberum kvöðum, því það eitt varðveitti andlegt jafnvægi. Með því móti getur maðurinn bezt varið sig gegn öðrum mfónnum. Epikúr hefur hina sömu pragmatísku afstöðu til réttlætisins. Menn eiga að vera réttlátir. Ekki vegna þess eins og Platón og Sókrates héldu, að eitthvað væri rétt eða rangt í sjálfu sér, heldur af hinu að ástundun réttlætis er bezta ráðið til að fá að lifa í friði. „Hinn réttláti maður er lausastur við vand- ræði, hinn rangláti skapar sér jafnan mestu vandræðin". Og til hvers eru menn að klifra upp virðingarstiga þjóð- félagsins? Þeir eru þvert á móti sælast- ir, sem láta sem minnst á sér bera og lifa óbrotnu lífi. E pikúr er fáorður um hreystina, sem hann telur aðra af hinum þremur þörfum mannsins næsta á eftir sálarfriði. Hjá sjúkdómum verð- ur ekki komizt. Menn verða að temja sér að vera hraustir og bera þá með þolgæði. Hann kennir að „sársauka sé létt að þola“ og bætir við: „Mikill sársauki stendur venjulega stutt“, og sé um langvarandi vanheilsu að ræða, þá er samt fyrir þann, sem varðveitir sálar- frið sinn, „hægt að láta þrautastundirn- ar verða færri en hinar“. — Sjálfur virðist Epikúr hafa lifað eftir þessari forskrift, Mynd hans er að vísu and- stæða hins glaða '/.£s, sem oftast hefur verið tengt nafni hans. Andlitið rist rúnum alvöru og þrauta. Hann var lengi þjáður af þungbærum sjúkdómi, sem hann bar af óvenjulegri karl- mennsku og með jafnaðargeði. Á banasæng sinni skrifar hann þessi orð til vinar síns: „Ég skrifa þetta til þín á þessum gæfurika degi í lífi mínu, nú þegar ég skal deyja. Kval- irnar í blöðrunni og maganum halda áfram og eru verri en nokkru sinni fyrr. En allt þetta hverfur vegna þeirr- ar gleði, sem ég finn í sál minni, þegar ég hugsa um viðræður mínar við þig“.„. Þannig var hreystin til að þola þjáningu ein hinna fjögiurra dyggða, sem Epikúr kx-efst af fylgjendum sínum, en þær eru hinar :pmu og hjá Platóni og Sókratesi. Fullnæging brýnustu nauðsynja er hið þriðja sem maðurinn þarfnast til að lifa góðu lífi. En þær eru fáar og þeirra er tiltölulega auðvelt að afla. Listin að lifa er í því fólgin að finna gleðina í þessum fáu og óbrotnu hlutum. Til þess þarf maðurinn að þroska með sér hæfi- leikann til að velja og hafna rétt, til að þekkja gildi hverrar athafnar og vita hvaða ánægju eða sársauka hún hefur í for með sér, — og breyta sam- kvæmt því. Sumar langanir, segir Epi- kúr, eru eðlilegar og nauðsynlegar, aðr- ar eru eðlilegar, en ekki nauðsynlegar, og þær þriðju hvorki eðlilegar né nauð- synlegar. Þær sem Epikúr nefnir fyrst, hinar brýnustu lífsnauðsynjar, eru harla fábrotnar: „að seðja hungur sitt, svala þorsta sínum og verjast kulda“. E pikúr kenndi, að skynsamlegt væri að gera sig óháðan öðrum löng- unum, ekki vegna þess að það sé í sjálfu sér rangt að fullnægja þeim, heldur vegna þess, að sá er hamingjusamari, sem gerir það ekki. Sá maður, sem venur sig á óbrotinn kost og einfalt lif, þarf ekki að óttast að glata hamingju sinni þótt forlögin svipti hann eignum sínum. Óbrotið fæði er einnig hollara og eflir meir hreysti líkamans. Það er einnig hollara andanum og eykur skýr- leika hugans. Og brauð og vatn er engu minni nautn svöngum og þyrstum manni en ríkulegar krásir þeim sem lifa í vellystingum. Óhóf í mat og drykk er skaðlegt. Hið rétta er að halda veizl- ur sjaldan og njóta þeirra þeim miun betur. — Epikúr telur engan veginn sjálfsagt að fullnægja öllum löngunum þótt þær séu eðlilegar. „Ástin“, segir Epikúr, „hefur aldrei gert neinn mann hamingjusamari og hann má teljast heppinn ef hún skaðar hann ekki“. Hin þriðja tegund af löngunum, þær, sem hvorki eru nauðsynlegar né eðlilegar, eru fordæmdar. Þær eru aðeins blekk- ing, sem maðurinn hefur skapað með venjum sínium. Epikúr hefur alveg frá fyrstu tíð verið sakaður um að hafa kennt, að maðurinn ætti að lifa nautna- lífi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hann raunverulega bannfærði allt, sem í daglegu tali nefnast nautnir. Ástæðan var ekki meinlætahneigð, heldur sú kenning hans, að svlölun áunninna og óeðlilegra langana eyðilegði þá lífs- nautn, sem maðurinn hefði af því að fullnægja hinum eðlilegu löngunum. Og oft verða menn að velja sársauka til að afstýra öðrum verri síðar. Eins verða hinir skynsömu oft að hafna gleðinni: „Við njótum ekki hvers sem er, þótt okkur standi það til boða, stundum höfnum við margskonar ánægju, vegna þeirra óþæginda, sem hún síðar hefur í för með sér.“ — Sú hamingja, sem Epikúr leitar, er í raun og veru ekki annað en að vera laus við líkamlegan sársauka og hafa sálarfrið. Að fara fram á meina er í eðli sínu óhóf, sem leiðir oftast til hins gagn- stæða. Sá, sem á sálarfrið, er hamingju- samur, þótt hann liggi á hálmi og lifi við óbrotinn kost. Hinn, sem á hann ekki, er vansæll, þótt hann liggi í gull- hvílu og eigi gnótt allra hluta. A.llir grískir heimspekingar hafa leitazt við að finna eitthvað, sem aldrei breytist að baki hins síbreytilega sýni- lega heims. Þetta „eitthvað" hlaut að vera ósýnilegt, annað hvort ósýnilegt efni, ósýnilegur andi, — eða hvort tveggja. Svar Epikúrs er að það sé ó- sýnilegt efni — atómin. Öll heimsmynd Epikúrs er að láni frá Demókritosi: Ver- öldin og allt, sem er, er myndað úr at- ómum, sem hristst hafa sáman af til- viljun. Að baki þessarar veraldar eru engir alheimslegir vitsmunir, sem hafa skapað hana eða stjórna henni. Heimur- inn hefur aldrei verið skapaður og líður aldrei undir lok. Hið eina frávik Epi- kúrs frá eðlisfræði Demókritosar er eins og fyrr segir það, að Epikúr sættir sig ekki við að maðurinn hafi ekki frjálsan vilja. En þar sem báðir kenna, að sálin sé atóm, og þess vegna efni eins og allt annað, þá verður frjáls vilji að byggjast á því, að „atómin geti far- ið út af braut sinni“, að hið óvænta og ófyrii’sjáanlega geti gerzt, og þannig rofið hina óhjákvæmilegu atburðakeðju nauðhyggjunnar. Flatón segir andann grundvöll þekk- ingarinnar, en Epikúr náttúruna. Öll skynjun, segir Epikúi', er áhrif efnis á efni. Hitt er rangt, að telja Epikúr í hópi empírikista, eins og margir gera. Það er rangt að hann hafi kennt, að skynjun skilningarvitanna og þær hug- myndir, sem á henni byggjast, sé hin eina örugga reynsla mannsins. Það sést bezt á kenningu Epikúrs um það, hvern- ig menn viti um tilveru guðanna. En þar er skýrt tekið fram að ekki sé um neinskonar sjón eða heyrn að ræða. — Kenning Epikúrs um „hugboðið" sýnir einnig að hann gerir ráð fyrir að mað- ui'inn eigi sér þekkingu, sem ekki kem- ur frá skilningarvitunum. Það sem Epi- kúr kallar „hugboð“ eru meðfæddar hugmyndir. Þær eru til í manninum á undan reynslu skilningarvitanna. Og þessar meðfæddu hugmyndir eru visirinn að þekkingu hins fullþroska manns á svip- aðan hátt og fóstur er vísir hins full- þroska líkama. Þekking byggist því ekki að dómi Epikúrs eingöngu á reynslu ekilningarvitanna, heldur einnig á „hug- boði“ og tilfinningum. Hugur korn- barnsins er ekki autt blað, sem skilning- arvitin fylla síðar letri sínu. Þar er þegar að finna vísi þeirrar þekkingar, sem það síðar öðlast. Sá misskilningur, að Epikúr væri empírikisti, hefur hins vegar orðið ör- lagaríkur. Vegna misskilnings síns á heimspeki Epikúrs varpaði Gassendi fram hinni frægu kennisetningu: „Það er ekkert í skilningi mannsins, sem hefur ekki fyrst verið í skilningarvitum hans“. Joihn Locke tileinkaði sér þessa setningu síðar og gerði hana að hyrn- ingarsteini í heimspeki sinni. Og þannig má rekja þessa grimdvallarkennisetn- ingu nútímaempírikista til misskiln- ings á kenningum Epikúrs. S kóli Epikúrs stóð í sjö aldir og bræðrafélög hans störfuðu ekki aðeins í Grikklandi, heldur einnig í nálægari Austurjöndum, Egyptalandi, Ítalíu og hinni rómönsku Afríku. Allan þann tíma sætti hann látlausum árásum flestra annarra heimspekiskóla og trú- arbragða, einkum fyrir að neita guðlegri forsjón og ódauðleika sálarinnar. Fyrst þegar þessum árásum linnti leið skólinn undir lok. Epikúr var göfugur maður og heiðar- legur hugsuður, þótt skoðanir hans eins og annarra orki tvímælis. Með nokkrum rétti hefur þó heimspeki hans verið gagnrýnd fyrir lífsflótta. Einstakl- ingnum er sagt að stefna fyrst og fremst að því að efla eigin hamingju og slíkt má auðveldlega túlka á þann veg, ,að honum komi ekki við vandamál annarra manna eða samfélagsins í heild. Hafa verður þó í huga hinar sérstöku þjóð- félagslegu aðstæðui', sem þessi kenning spi'ettur upp úr og miðast við. Hins vegar á sú skoðun sumra fylgjenda hans enga stoð í heimspeki Epikúrs, að allt sem veiti ánægju sé gott. Sumir þeirra hafa viljað halda því fram, að það skipti ekki máli hvort það sem veitir okkur ánægju sé andleg lífsfylling eða holdlegar nautnir — ljóð eða t.d. brjóstsykurmoli. Að það sé ekk- ert því til fyrirstöðu, að nautnaseggur- inn, sem telur sig aðeins finna hamingj- una í nautnum sínum og komast af án trúar, heimspeki og hinna æðri verð- mæta lífsins, breyti réttilega. Þetta er ekki kenning Epikúrs. „Sá maður sem ekki lifir dyggðugu líferni", segir Epi- kúr, „getur ekki undir neinum kringum- stæðum lifað góðu lífi“. Hann kennir að listin að lifa sé einmitt að kunna að hafna sýndarverðmætum til þess að finna hin sönnu verðmæti lífsins. Hún er fólgin í því að velja hið ein- falda líf, sem veitir mörmum heilbrigða og varanlega hamingju. Hagalagðar Veðrið fyrir 100 árum. 1 Framan af ári var hér syðra í 7 meira lagi frostasamt og heldur harð- • indabragur á veðráttu. En mestall- I an einmánuð og fram yfir sumarmál | mátti heita æskilegasta tíð. Aftur var i vorið eitt hið kaldasta og harðasta, sem menn mundu hér syðra, og hvert kuldakastið kom eftir annað (um 1 hvítasunnu gerði snjókyngi eins og um hávetur). (Ái'bækur Reykjvíkui’, 1866). 5 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1066

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.