Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 2
Hinn nýi utanríkisráðherra ísraels í ríkisstjórn þeirri, sem Leví Eshkol myndaði eftir sein- ustu kosningar, er Abba Eban. Ekki er búizt við neinum stórvægilegum breytingum á utanríkisstefnu lands- ins við þessa skipun, en þó vænta menn þess fastlega, að ísraelsmenn verði sveigjanlegri gagnvart Araba- ríkjunum og fúsari til samninga. Að vísu hefur aðallega staðið á Aröb- um til þessa, en líklegt er talið, að ísraelsstjórn muni reyna nýjar leið- ir, til þess að draga að einhverju leyti úr spennunni, sem nú ríkir í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Abba Solomon Eban, sem nú er 51 árs, er fæddur í Suður-Afríku árið 1915. Árið 1923 fluttist hann til Bretlands með móður sinni, eftir að hún hafði gifzt kunnum vísindamanni, Isaak Eban. Abba Eban lagði stund á Austur- landamál við háskólann í Cam- bridge og varð þar siðan lektor í hebresku, sýrlenzku (arame- ísku), arabísku og persnesku, aðeins 23ja ára að aldri. Hann fór snemma sð hafa afskipti af stjórnmálastarfsemi zíonista, sem þá voru margir í Lundún- um og vildu stofna gyðingaríki í Palestínu. Þá hét hann A.ubrey Eban, en að beiðni Bens Gúríons breytti hann fornafni sínu í hebreskt nafn og tók sér nafnið Abba. Fyrsti utanríkisráð- herra ísraels, Sharett, hét upphaflega Shertog, og næsti utanríkisráðherrann, frú Golda Meir, sem Abba Eban hefur nú tekið við af, hét Meyerson. Slíkar nafnbreytingar eru mjög algengar meðal forystumanna í ísrael, og eins hafa marg- ir innflytjendur á síðari árum tekið sér hebresk r.'öfn ístað hinna sgildu gyðinganafna. B en Gúríon fékk snemma mikið álit á þessum gáfaða fræðimanni, og á heimsstyrjaldarárunum síðari var Abba Eban tengiliður milli svokallaðs Palestínukontórs heimssambands Júða og yfirherstjórnar bandamanna. Fékk hann majórstitil í því starfi. Árið 1947 var hann aðalfulltrúi zíonistahreyfingar- innar á ráðstefnunni, sem haldin var um Palestínuvandamálið og ieiddi til þess, að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu ísraelsríki. Á þessum árum starfaði hann í hinni leynilegu Haganah-hreyfingu. Síðan var hann samfleytt í.tíu ár fasta- fulltrúi og sendiherra ísraels hjá Sam- einuðu þjóðunum, og jafnframt var hann frá 1950 til 1959 ambassador ísraels í Bandaríkjunum. í báðum þessum stöð- um ávann hann sér virðingu á alþjóða- vettvangi fyrir skörulega framgöngu og eignaðist fjölda vina meðal sendifulltrúa hvaðanæva úr heiminum. Eftir kosn- ingarnar í ísrael árið 1959 varð hann ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar í stjórn undir forsæti Bens Gúríons, en Eban var þá álitinn einn hinna „ungu n:anna“, sem studdu Ben Gúríon. Árið 1960 varð hann mennta- og menningar- málaráðherra í ríkisstjóm Levís Eshkols, sem nú hefur aftur tekizt að Abba koma saman samsteypustjórn, — að vísu með ærnum erfiðismunum. Frá 1963 —1965 var hann varaforsætisráðherra. S kipun Abba Ebans í embætti utanríkisráðherra táknar kynslóðaskipti í ísrael. Hann hefur í fyrstu ræðum sínum lýst yfir fylgi sínu við þá stefnu í utanríkismálum, sem ríkisstjórnir Israels og hinir tveir fyrrverandi utan- ríkisráðherrar, Sharett og Golda Meir, hafa fylgt. Stefnan verður hin sama, en sennilegt er, að breytt verði að nokkru um baráttuaðferðir. Frú Golda Meir var fulltrúi hinna þrautseigu, óttalausu og vígreifu landnema zíonista í Gyðinga- landi, sem börðust fyrir stofnun ísraels- ríkis af ástríðu og trúboðsáhuga. Abba Eban er hins vegar dæmigerður raun- sæismaður í stjórnmálum — „real- pólitíkus", sem sér fleiri en eina leið af markinu. Meðan stjórnmálamennirn- ir heima í Israel börðust örvæntingar- fullri baráttu fyrir lífi lýðveldisins og áttu við gífurlega erfiðleika að stríða innanlands, sat Abba Eban í húsi Sam- einuðu þjóðanna í New York og lærði mannganginn í hinu fágaða en kaldrifj- aða tafli alþjóðastjórnmála. Hann er þrautþjálfaður diplómat og heimsmaður, snjall og snarráður í samningum, óvenju vel gefinn andlega, vestrænn vísindamað ur í austurlenzkum fræðum. Hann er því mörgum kostum búinn, og verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvað honum verður úr þeim í hinu nýja starfi. Eban var um tíma yfirkennari við Araba- og Austurlandastofnunina í Jerúsalem, og frá árinu 1958 hefur hann verið forseti Weizmann-vísindastofnunar innar, sem kennd er við Chaím Weiz- mann, fyrsta forseta ísraels, en hann var fyrr á árum æðsti yfirmaður rann- Eban sóknastofnana brezka flotans og þekkt- u: vísindamaður. Abba Eban er heiðurs- doktor í iögum og bókmenntum við marga bandaríska háskóla, svo sem há- sltólana í Boston, Maryland, New York og Cincinnati, og félagi í Heimsaka- demíu lista og visinda. Meðal bóka eftir hann skulu nefndar „Hin nýja bókmenntastefna í Egypta- landi“ („The Modern Literary Move- ment in Egypt“, 1944), „Völundarhús réttlætisins“ („Maze of Justioe“, 1946), „Rödd ísraels“ („Voice of Israel“, 1957) og „Flóðbylgja þjóðernishyggjunnar" („Tide uf Nationalism“, 1959). Abba Eban kvæntist árið 1945, og heitir kona hans Susan, fædd Ambache. Þau eiga einn son, sem Elí heitir, og dóttur, er heitir Gíla. Fyrsta viðtal, sem hann átti við blaðamenn, eftir að hann tók við emb- ætti, var við Francis Ofner, frétta- mann „Observers“. í því sagði hann m.a., að hann mundi reyna að koma á fjórveldasamningi milli Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands, sem ætti að vera undirstaða tilrauna til að bæta sambúð ísraels og Arabaríkj- anna. „Ég mun reyna að efna til beinna viðræðna við helztu fulltrúa arabískrar þjóðernishyggju og reyna að sannfæra þá um, að hagsmunir þeirra ekki síður en okkar krefjist þess, að friður sé hald- inn okkar í milli. Ég mun hvetja til breytingar á hugsunarhætti meðal okk- ar í ísrael gagnvart Arabaríkjunum, því að hingað ti! höfum við fyllzt örvænt- ingu og afkrifað Araba sem samnings- aðilja, þegar Arabavandamálið ber á góma. Ég mun einnig reyna að koma Israel á sinn stað í heimsmálunum, þ.e. gera það að fullgildu áhrifasvæði í mál- efnum Miðausturlanda í stað þass að halda því utangátta“. — Hann er þeirr- ar skoðunar, að þrátt fyrir hörmungar nýliðinnar sögu „og sorglegan, sameigin- legan arf“, muni ríkisstjórnunum í Bonn og Jerúsalem takast að gefa fagurt for- dæmi góðrar samvinnu á grundvelli árangursríkra og heiðarlegra samninga. Sambúð Vestur-Þýzkalands og Israels hefur verið ágæt frá upphafi. Á austur- þýzku leppstjórnina á sovézka hernáms- svæðinu í Þýzkalandi minntist hann ekki einu orði. Hann ræddi síðan um nauðsyn þesg að athuga rækilega, hvort ekki sé hægt að gera samning milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna, sem tryggi landamæri og sjálfstæði ríkja í Miðausturlöndum. „Ef leiðtogar Arabaríkjanna ættu að mæta sameiginlegri tryggingu fyrr- nefndra fjórvelda á óbreyttum landamær um, munu horfur á friðsamlegri sam- búð Arabaríkjanna og ísraels vænkast stórlega“. Eban bætti því við, að á þessu stigi málsins væri þess tæplega að vænta, að gerður væri mjög form- legur samningur um þetta, heldur ein- ungis gefin út sameiginleg yfirlýsing um ábyrgð á núverandi landamærum og sjálfstæði allra Arabaríkjanna og Israels. „Ein,s og stendur, er of mikið um stórveldasamkeppni og of lítið um stórveldasamvinnu í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs". Ofner spurði Eban, hvort líklegt væri, að Sovétstjórnin hefði áhuga á að ábyrgjast óbreytt ástand í Austurlönd- um nær, ásamt Vesturveldunum, en sam búð ísraels og Sovétríkjanna hefur oft- ast verið fremur kuldaleg, og stundum hefur afstaða Kreml-stjórnarinnar bein- línis verið ísraelum fjandsamleg. Eban kvaðst ekk: geta svarað því, en ekki sc.kaði að þreifa fyrir sér í þessa átt. „Miklar breytingar eru nú að verða á aiþjóðlegum samskiptum. Fyrir stuttu hefði fáa grunað, að Sovétstjórnin mundi hafa meðalgöngu um að halaa óbreyttu ástandi í viðskiptum Indlands og Pakistan, eða að forseti í Arabariki fordæmdi opinskátt sjálfsblekkingar Arabaleiðtoganna varðandi hugsan- lega styrjöld Arabaríkjamna við Israel". — Hér á Eban við Kasmír-fundinn í Tasjkent og afstöðu Bourgiba, forseta í Túnis sem, leggst eindregið gegn stríðsæsingum Nassers Egyptalandsforseta. „Deilur okkar og Araba eru nú í sjálfheldu, en sjálfhelda er betri en styrjöld. Við verð- um að gera Aröbum það fyllilega ljóst, að þeir hafa ekkert að gera í hendurn- ar á okkur í styrjöld, en jafnframt verð- um við að reyna að efna til einhvers konar viðræðna. Viðleitni til samninga- íunda hefur engan árangur borið, en nú eru svo miklar breytingar að gerast á stefnu einstakra Arabaríkja, að það rétt lætir þann áhuga, sem ég hef á beinum viðræðum". Hér á hann við vaxandi óþolinmæði Arabaleiðtoga með Nasser, stefnu Bourgiba, efnahagsörðugleika Egypta, ólík sjónarmið Sýrlendinga og Jórdaníumanna, áhugaleysi íraksbúa á því að gera út herleiðangur vestur yfir eyðimörkina til þess að „ýta Gyðingum út í sjóinn“, meðan þeir eiga fullt x fangi með að bæla uppreisn Kúrda nið- ur, efnahagslega velmegun Líbanon- manna, sem litlu vilja fórna vegna Framhald á bls. 10 Framkv.siJ.: Siglns Jónsson. Rltstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vleur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Simi 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur. ReykjavRc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.