Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 13
• Vk m mm wruuwnar « HAHUf>&<R<gSSOn- brú, mætti koma íbúðunum fyrir á sama bátt og steinum í steinboga. Yfirleitt mætti nota fjöldann allan af samsetn- ingaraðferðum. Spáin er þá sú, að þessar íbúðir eða loftíbúðir gætu vegið upp kostnaðinn við að reisa turn, sem er hálf míla á hæð. íbúðirnar mundu standa undir þeim kostnaði af því að þær eru fjölfram- ieiddar. Ef einhver fer að segja, að fjölframleiðsla hafi aldrei gefizt vel í byggingariðnaðinum, þá er því til að svara, að fjölframleiðslan hefur aldrei fengið nægilega stór verkefni til þess að skapa eftirspurn eftir svona samsett- um íbúðum. Mikill hluti hinnar raunverulegu vinnu hefur verið látinn fara fram á staðnum — þar lendir hinum ýmsu iðnfélögum saman í árekstrum, og tafir verða út af andstæðum áætlunum pípulagningai- manna, rafvirkja og múrara. Verk, sem vinna mætti af nákvæmni og með mikl- um hraða í vélum í verksmiðju, er unnið með litlum véltækjum og véru- iegu tímatapi, sem alltaf verður, ef unnið er á staðnum. Það má minn- ast þess frá byrjun aldarinnar, þegar bíll, sem settur var saman með handa- vinnu, kostaði 20 þúsund dali, en eftir tæp tíu ár var Model A verðlagður á 700 dali. Ef eftirspurn eftir verksmiðju- tmíðuðum húsum hefur hingað til verið dreifð og í of litlum mæli, hefur ber- •vnilega ekki verið til fjármagn til að hyggja nýja Detroitborg, sem gæti dreg- ið úr smíðakostnaðinum. Enef hægt væri að framleiða 50 Jmsund einingar á færibandi, eins og 60 þúsund bíla, hversvegna ættu þær þá þurifa að kosta meira en einn Cadillac eða Lincoln Continental? Jafnvel þótt svona íbúðir yrðu tuttugu sinnum stærri en lúxusbill og í þeim eldhús með áhöld- um, leiðslur, hurðir, gluggar, veggir með beztu timburklæðningu, vatns- og skolp- leiðslur, tengingar fyrir leiðslur og þar að auki útveggir, þá yrði svona íbúð einfaldari í samsetningu en bíll, með öllum sínum þúsundum stykkja og milljónum smáatriða, meira eða minna ósýnilegra. Vitanlega er ibúðin 50 feta löng og 25 feta breið. Til þess að flytja slíkt bákn hundrað þúsund mílna veg og kannski yfir hálfan hnöttinn, verður hún að vera í stykkjum, sem svo er hægt að setja saman á staðnum. Hver íbúð verður því að vera í stykkjum, sem geti vel komizt fyrir 1 járnbrautarvagni eða vörubil. Þegar svo er komið á staðinn, verður hún sett saman í einhverjum samsetningarskúr við turninn. Getum við búizt við — og óhugsandi ætti það ekki að vera — að íbúðin hafi verið svo siynglega teiknuð, að hægt sé að setja hana saman á einni klukku- stund eða ekki það? Þá verður henni — titbúinni að undanteknum lítilsháttar frágangi á samskeytum — lyft á loft sama sem tilbúinni til afnota, af ein- hverri risalyftu, og risakrani á hlið turnsins tekur við henni og sveiflar henni á sinn fyrirfram ákveðna stað. Eftir 10 mínútur, klukkustund eða tvær klukkustundir, allt eftir stað íbúðarinn- ar, er hún komin á sinn stað í bygg- ingunni. Það eina, sem nú er eftir að gera, er að tengja leiðslurnar við aðalleiðsl- urnar, sem þegar eru fyrir í tuminum (því að turninn er, samkvæmt gerð sinni, ekki einasta mænan heldur. og aðalæðin). Þá er loks ekki annað eftir en lyfturnar, útitröppurnar, svalir og grindverk. Með venjulegum byggingar- aðferðum mætti koma turnunum upp á einu ári. En svo tæki ekki nema þrjá mánuði að koma hinu upp, og borg með 30 eða 50 þúsund íbúðum stæði tilbúin að taka við íbúum sínum. Vitanlega getur vel hugsazt, að svona fyrirtæki reyndist óframkvæman- legt, og gætu þar komið til lagalegar, skipulagslegar, byggingafræðilegar, sál- rænar, andlegar eða efnahagslegar á- stæður. Ef til vill gæti enginn — heldur ekki höfundurinn — lifað í svona glæsi- legu mannvirki. En það veit enginn fyrr en hann reynir. Hitt er víst, að án ein- hverrar aðferðar, sem losar byggingar- listina við hagsmuni byggingariðnaðar- ins, verður arkítektinn þræll einhvers pappakassa og dæmdur til að aka gegn- um ameríkt landslag leigukassa, hrað- brauta, sex hæða mótela, útborgaflæma og lítils annars. En raunverulega spurningin hefur enn ekki verið sett fram, og hún er sú, hvort verulegur hluti þjóðarinnar mundi fella sig við að eiga heima 200 húshæðum ofar jörðu. Þar kemur lofthræðslan til sögunnar. Væri það ofviða leigjanda að stara á hverjum morgni niður úr 2 þús- und feta hæð? Eða yrði það kannski léttir fyrir suma? Þessi spurning beinir okkur að fram- tíðarmynd tuttugustu-aldar-mannsins. —• Ósk okkar eftir að halda okkur við jörð- ina og þráin eftir að kanna stjörnurnar togast á um okkur, og það er ekki óhugs- andi, að nýtt líf, sem lifað væri hálfa málu uppi í loftinu með strætin skýjum hulin og undirdjúp handan við hvert grindverk (og líf sem yrði ennþá meir innilokað í þröngum hraðskreiðum lyft- um), gæti orðið ennþá heimilislegra en núverandi þrengsli í leiguhúsum í borg. Sá framtíðarmaður gæti endurheimt ein- hvern persónuleika fyrir atbeina íbúðar sinnar. íbúðin hans yrði ekki svo sérlega ólík íbúð nágrannans í innri smáatrið- um, fremur en hvert herbergi yrði mjög ólikt samskonar herbergi í Washington Square Viliage. En staðsetning hans yrði orðin gjörólík öllum öðrum. Gegnum gluggana sína sæi hann nú yfir heilan skóg af turnum og loftbrúm, miklum undirdjúpum og fíngerðum flækjum. Margbreytileiki menningar okkar mundi aftur vekja eftirtekt arkítektsins og ímyndunarafl hans — byggingarnar okk- ar gætu ef til vill hætt að líkjast svo mjög brynvörðum skriðdrekum en orðið áþekkari skonnortum. Mundum við þá fmna til virðuleika sjómanns á fjórsigldu skipi? Þegar við lifum hátt uppi og tcygjum okkur út í geiminn, mundum við þá finna til þessa samblands ótta og upplyftingar, virðuleika og sjálfsvirðing- ar, þessa spennings, sem maðurinn hefur hiotið að finna til, þegar hann var að klifra út eftir rá í hvassviðri á sjónum. Mundi hið skaðvænlega tilbreytingar- leysi fjöldamenningarinnar leysast ofur- litið upp fyrir rólegu ruggi stórrar borg- ar? 38. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.