Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 4
íslendingar á leið til Þýzkalands voru ekki í neinum vandræðum með að komast leiðar siixnar frá Kaup- mannahöfn samdægurs og miðuðu ut anferðir sinar því ekki jafnmikíð við þá daga, sem vélar félagsins flugu alla leið til Hamborgar. — En Frank furt am Main veitir aðra og meiri möguleika. Þessi borg er langtum sunnar í Þýzkalandi, þar er nú ein helzta flugmiðstöð meginlandsins. Þaðan er ekki aðeins auðvelt a'ð kom ast til hinna ýmsu staða í Þýzkalandi, heldur liggja frá Frankfurt leiðir suð- ur um álla Evrópu. y í vor opnaði Flugfélagið skrifstofu í Frankfurt og réð til starfa þar ung- an mann, þýzkan, Dieter H. Wendler, sem dvalizt hafði í nokkur ár á ís- landi. Hann var á ferð hér í síðustu viku átti Lesbók Mbl. stutt samtal við hann. kveinka sér ekki við erfiðum ferðalög um og hafa yndi af að kanna nýjar slóðir. Þýzkir ferðamenn vilja láta stjana við sig þar, sem þáð á við. En þeir eru ekkert feimnir við að draga af sér silkihanzkana og kanna óbyggðir íslands. — Við opnuðum skrifstofu á þriðju hæð í byggingu þeirri, sem Lufthansa hefur áðsetur í, gegnt að- alj árnbrautarstöðinni í Frankfurt. Þar verður starfið æ umfangsmeira. Hingað til höfum við aðeins verið tvö á skrifstofunni, en þegar er ljóst, að við verðum að fjölga — jafnframt því sem við flytjum í nýtt húsnæði, á götuhæð, geri ég ráð fyrir. — Við fáum mikinn fjölda af fyrir-' spurnum um íslandsferðir, því að ferðaskrifstofurnar sýna okkur meiri áhuga eftir að við opnuðum skrifstofu í hjarta Þýzkalands og byrjuðum að reyna að efla tengsl okkar við þær. Ungt fólk, mest menntamenn, hef- ur áhuga á íslandsferðum, einkum á óbyggðunum og náttúru landsins. Svo eru hinir, sem þreyttir eru orðnir á troðnum slóðum og hafa áhuga á öllu, sem er nýtt. Fólk, sem finnst það hafa séð allan heiminn, en uppgötv- ar skyndilega, að ísland hefur orðið útundan. — Þótt áhuginn sé mikill og mark- aðurinn þar af leiðandi vænlegur, er ekki þar með.sagt að ailir erfiðleikar séu yfirstignir. Verðlagið hér á fs- landi er nefnilega Þrándur í Götu. Þjóðverjum er boðið upp á þotuflug til Egyptalands og tveggja vikna dvöl þar fyrir u. þ. b. 700 þýzk mörk. ís- landsferð, sem tekur jafnvel skemmri tíma, kostar um 1.200 mörk. Þess vegna þarf áhuginn að vera töluvert mikill, eða efnin allgóð til þess að ráðagerðir um íslandsfer'ð fari ekki út um þúfur um leið og upplýsingar eru fengnar um kostnaðarhliðina. — En við erum samt vongóðir. Ekki sízt vegna þess, að bein flug- fer'ð milli Frankfurt og Reykjavíkur Framhald á bls. 6 — Síðan ég byrjaði starf mitt og opnaði skrifstofuna, þann 1. apríl, hef ég varið mestum tíma til ferðalaga. Ferðazt um Þýzkaland þvert og endi- langt, heimsótt nær tvö hundruð ferðaskrifstofur víðs vegar um landið til þess að þreifa fyrir mér og stofna til persónulegra sambanda, sem ég Þotur margra flugfélaga á flugvellinum í Frankfurt. Flugfélag íslands hyggst sem kunnugt er hefja áætlunarferðir til Þýzkalands á ný — að vori. Um margra ára skeið héldu bæði íslenzku félögin uppi reglubundnum ferðum til Hamborgar — um Kaupmanna- höfn, en þessar ferðir voru lagðar niður fyrir nokkrum árum. Fyrir Flugfélagið voru Hamborgarferð- irnar ekki hagkvæmar vegna þess hve flugsamgöngur milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar voru orðnar tíðar. verð að treysta mikið á í framtíðinni, sagði Wendler. — Þýzki markaðurinn fer stöðugt stækkandi og ég held að við eigum mikla möguleika á þessum slóðum. Þjóðverjar eru orðnir fremur efnað- ir. þegar litið er á heildina, áhugi á utanlandsferðum er mikill — og þyk- ir í rauninni orðið sjálfsagt fyrir hvern og einn að lyfta sér upp einu sinni á ári með því áð skreppa út fyr- ir landamærin. Og það, sem e. t. v. skiptir mestu máli, er, að ég held, að Þjóðverjar viti yfirleitt meira um ísland en flestar, eða allar þjóðir í Evrópu. Þjóðverjar eru harðgerðir, FLUGFÉLAGIÐ í FRANKFURT 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.