Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 5
or við háskólann í Bordeaux, Rob- ert Escarpit að nafni, hefur að til- hlutan Menningar- og vísindastofn- tmar Sameinuðu þjóðanna (UNE- SCO) samið rit um þá byltingu sem í vaendum er í bókaútgáfu heimsins. Gerir hann einkum að umtalsefni bækur í vasaútgáfum, sem nú eiga æ meira gengi að fagna um víða veröld. í Bandaríkjunum einum eru daglega ge£r>ih út millj- ón bækur í vasabroti, smi eiga ör- uggan markað- Samtímis eykst eft- irspurn eftir bókum mn heim all- an hröðum skrefum, ekki sízt í van- þróuðum löndum. Með ört vaxandi menntun íbúanna í hinum vanþróuðu löndum verður þörf. in fyrir bækur, allra helzt ódýrar bæk- ur, æ brýnni, og bersýnilegt er, að stór- kostleg bylting í bókaútgáfu er í aðsigi — bylting sem við getum aðeins gert okkur óljósa grein fyrir enn sem komið er. Escarpit ber kvíðboga fjrrir þróun- inni af góðum og gildum ástæðum. Vegna stóraukinnar tungumálakunn- áttu um heim allan er nú svo komið, að étta þjóðtungur geta fullnægt lestrar- þörf þriggja fjórðuhluta allra læsra jarðarbúa. Þessar tungur eru enska (18,1%), kínverska (16,9%, rússneska (15,9%), spænska (6,2%), þýzka (5%), japanska (5%), franska (3,8%) og ítalska (2,4%). Þessi átta tungumál full- nægja lestrarþörf þriggja fjórðuhluta ellra læsra manna í heiminum, en hins vegar talar þessi sami hundraðshluti jarðarbúa tólf tungur. v f asautgafurnar eiga öðrum þræði vaxandi gengi sitt að þakka hinni stór- auknu tungumálakunnáttu. Þetta felur vitaskuld í sér þá hættu, að eftirspum- inni eftir lestrarefni í vanþróuðum lönd- um verði einungis fullnægt af örfáum „stórveldum'‘, sem hafa hvort tveggja í senn, möguleika á mikilli fjöldafram- leiðslu og ,,alþjóðlegar“ tungur. Escarpit bendir réttilega á, að þessi þróun sé ískyggileg, af því hún sé ekki bumdin við fag- og kennslubækur. Þeg- ar „stórveldin" taka að drottna yfir bókamarkaði smærri þjóða og veita þeim mjög stóra skammta af sínum eigin bókum, leiðir það ekki aðeins til hættulegra einhliða áhrifa úr einni átt (eða í bezta falli úr fáum áttum), held- ur veldur það ískyggilegum samdrætti í innlendri bókaútgáfu, og við það kannast íslenzkir bókaútgefendur af eigin raun. Escarpit lætur í ljós þá skoðun, sem er að minni hyggju laukrétt, að inn- lendar miðlungsbókmenntir séu miklu heppilegri andlegu lífi hverrar þjóðar heldur en „góðar" erlendar bókmenntir, sem ekki fullnægi raunverulegum þörfum þeirra sem lesa þær. „Bókabyltingin" á eftir að leiða af sér margþætt vandamál, sem torvelt er að sjá fyrir enn sem komið er. Fjölda- framleiðsla „stórveldanna", þó góð sé, mun að sjálfsögðu draga mjög úr vand- aðri bókagerð. Verulega vandaðar bæk- ur verða í erfiðri samkeppnisaðstöðu og munu trúlega höfða til fámennra hópa — að minnsta kosti framan af. En viðsjárverðasti þáttur þróunarinn- ar er að sjálf sögðu hættan sem hún leið- ir yfir innlenda bókagerð smáþjóðanna. Það er sem sé hugsanlegur möguleiki, að með tíð og tíma eigi ófáar þjóðtung- ur beinlínis eftir að hverfa sem ritmál, og er ekki enfitt að gera sér í hugarlund hver eftirleikiurinn verður. Er þá enginn vegur að spoma gegn þessari þróun eða veita henni í heppi- legri farvegi? Vísast eru ýmsar leiðir til þess, ef bókaútgefendur almennt gerðu sér hætt- ima fullkomlega ljósa og legðust á eitt um að vemda hinn innlenda bókmennta- gróður. Það verður vafalaust gert í ein- hverjum mæli, þegar fram líða stundir, en segja má, að þar sé fyrst og fremst um neikvæðar aðgerðir að ræða, og víst eiga þær fullan rétt á sér, þó óneitanlega væri æskilegra að geta einnig gripið til jákvæðra ráða. Eru nokkur slík ráð tiltæk? Geta smá- þjóðirnar lagt eitthvað jákvætt til þró- unarinnar og beint henni inn á brautir sem þeim séu hagkvæmar? Um það er erfitt að spá að svo stöddu, en fyrir nokkrum vikum hitti ég sænsk- an bókaútgefanda, sem var hér á snöggri ferð, Evert Cagner frá Gautaborg, og hann vakti hjá mér vonir um, að hægt væri með dirfsku og hugkvæmni að gera hluit smáþjóðanna í þróuninni miklu stærri en hann er nú, og jafnframt að koma í veg fyrir að vasaútgáfurnar kæfi betri og varanlegri bókagerð. E ver.t Cagner rekur útgáfufyrirtæki í Gautaborg, sem sennilega er stórtæk- ast og sérkennilegast allra bókaforlaga á Norðurlöndum og þó víðar væri leit- Finnski húsameistarinn Alvar Aalto fœrðist undan að láta uppi álit sitt á íslenzkri byggingarlist, þegar hann var hér á ferð síðast, og var það hvort tveggja í senn, vottur um háttvísi hans og vitnis- burður um ásigkomulag húsagerð- ar hérlendis. Á sama tíma og fslend ingar vinna kappsamlega að þoi að rífa niður eða ofurselja eyði- leggingunni ýmis fallegustu hús sín frá fyrri tíð, er hrúgað hér upp sviplausum steinkössum af öllum stœrðum svo hundruðum skiptir, þannig að Reykjavík er á góðum vegi með að verða eins konar þver- skurður af hversdagslegustu borg- arhverfum erlendis, þó hún eig\ eitt sérkennilegasta og fegursta borgarstœði í víðri veröld. Jafnvel á kreppuárunum voru yfirleitt reist hér svip meiri og fall- egri hús, þó smá væru, en þau sem nú tíðkast, og sannast hér sem víðar að auraráðin eru ekki örugg trygging fyr- ir smekkvísi. Maður vonar í lengstu lög, að Reykvíkingar beri gœfu til að varð veita einhver af sínum gömlu svip- miklu húsum, svo sem Stjórnar- ráðshúsið, Menntaskólann, Alþing- ishúsið og Tukthúsið við Skóla- vörðustíg, þó þeir séu þegar búnir að kasta á glæ mörgum ómetan- legum dýrgripum. Það er búið að fara þannig með gömlu Reykja- vík, að höfuðstaðurinn mun aldrei geta státað af sögulegum borgar- kjarna eins og flestar þœr borgir erlendis sem skemmtilegast er að gista — en einstök hús ætti að mega varðveita. Skipulag Reykjavíkur er annað mál, ekki óskylt, sem hlýtur að hafa valdið mörgum borgarbúum ekki síður en aðkomumönnum tals verðum heilabrotum. Víðast hvar þar sem eitthvert skynsamlegt vit er í skipulagsmálum borga er lögð áherzla á að hafa íbúðarhverfin þar sem útsýni er mest og bezt, en verksmiðjur og verzlanir eru fremur staðsettar þar sem fátt er til að gleðja augað. 1 Reykjavík hefur þessu af einhverjum dular- fullum orsökum verið snúið við. Hér í borg er varla til sú kvos eða mýri, að ekki sé hrannað þar saman íbúðarhúsum, sbr. Norður- mýrina, Kringlumýrina, Sogamýr- ina, en hins vegar er verksmiðj- um og verzlunarhöllum tyllt upp á holt og hæðir þaðan sem dýrleg- ast er útsýnið. Átakanlegasta dœmi þessa er Suðurlandsbrautin frá .Ási inn fyrir Múla, sem er eitt til- komumesta húsastœði í borginni. Þar hefur verzlunarhöllunum bók- staflega verið hrúgað saman, en af einhverri vangá að því er virð- ist hefur þó þremur átta hœða fjöl- býlisliúsum verið komið upp milli Suðurlandsbrautar og Hátúns, og er ástœða til að samfagna íbúum þeirra. Töfrar Reykjavíkur eru framar öðru fólgnir í sundunum Framhald á bls. 6 38. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.