Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 6
að. í>efcta fyrirtæ'ki, sem nefnist Tre Tryckare, er ekki nema nokkurra ára eamalt, en hefur þegar gefið út álitleg.t magn glæsilegra bóka, þó fyrirhugaðar útgáfur næstu ára séu að vísu enn stór- fenglegri. Hér er ekki um að ræða venjulegar bækur eins og þær gerast beztar hjá öðrum forlögum heldur geysi- miklar og ótrúlega vandaðar fræðibæk- •ur fyrir almenning um öll hugsanleg efni, þar sem lögð er jafnmikil áherzla á pappír, prentun, listrænar myndir og nákvæman texta. Ég átti þess kost að handfjalla nokkrar af bókum forlags- ins og var í sannleika sagt furðu lost- inn yfir glæsibrag þeirra og listrænum búningi. Þykist ég ekki fyrr hafa séð aðra eins bókagerð úr nútímanum, enda hafa margar af þessum bókum fengið verðlaun á alþjóðlegum bóka- sýningum. Ein fyrsta bókin, sem Tre Tryckare gaf út, fjallar um Lappana. „De átta árstidernars folk“ eftir Ernst Manker. Hún kom út árið 1963 og er ein þeirra bóka sem maður blaðar í með samblandi af öfund, furðu og vantrú: Getur borgað sig fyrir lítið forlag í sænskri hafnar- borg að gefa út slík verk? r vu agner kvaðst ekki hafa búizt við mikilli sölu á Lappa-bókinni, en hún hefði þó selzt framar öllum vonum í Sví- þjóð eða í 6000 eintökum, og það sem RABB Framhald af bls. 5. og fjallasýninni til norðurs og norð- vesturs, en um það virðast skipu- leggjendur Reykjavíkur kœra sig kollótta. Ég éfa t.d. að víða í Norð- ur-Evrópu geti strandgötu sem jafnist á við Skúlagötuna og fram- hald hennar inn með Kirkjusandi um stórfenglegt útsýni, en við þessa götu og allt inn undir Laug- arnes hefur verið hrófað upp eymd arlegum fabrikkum og öðru ámóta dóti. Erlendis hefði Skúlagatan orðið dýrasta íbúðarhverfið, þrátt fyrir allan norðangarrá, sem er sízt verri við þá götu en á Klepps- holtinu. Það er einhver furðuleg frímúraralágkúra yfir skipulags- málum Reykjavíkur, og maður hugsar til þess með kvíða, hvernig hér verði umhorfs eftir aldarfjórð- ung. Þá verður vísast búið að keyra íbúðarhverfin niður í allar finnanlegar kvosir á borgarsvœð- inu, en verksmiðjur og kaupmang- arahallir umkringja þau á helztu hœðum eins og strangir fangaverð- ir. Mig undrar að samtök íslenzkra húsameistara skuli ekki hafa mót- mælt slíkri þróun. Hingað hefur verið fenginn danskur skipulagssérfrœðingur til að hafa yfirumsjón með skipulagi höfuðstaðarins, en heppilegra hefði verið að fá til þess verulega snjall- an mann af alþjóðavettvangi, því ég hef það eftir dönskum húsa- meistara, að Danir hafi að vísu prófessorsembœtti í skipulagsmál- um borga, en eigi engan frambœri- legan sérfrœðing á þeim vettvangi. Þetta kann að vera kollegarígur, en hitt fer ekki milli mála, að margt er harla skrýtið í fyrirhug- uðu skipulagi Reykjavíkur — frá sjónarmiði hins almenna borgar- búa sem hyggst njóta lífsins og þeirra gæða sem höfuðborgin ó- neitanlega hefur upp á að bjóða. s-a-m. Þ— — - - —| .<■ — - - ■ ■ Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' meira væri: hún sýndi mönnum svart á hvitu hvað unnt væri að gera í bóka- útgáfu með því að slá hvergi af ströng- ustu kröfum. Útgefandinn hefur hvergi sparað til að gera bókina eins vandaða, listræna og skemmtilega og framast var unnt. Hann kvaddi til sérstaka teiknara og sérifræðinga á ýmsum sviðum bóka- gerðar, enda ber hún þess merki í hví- vetna. Þessi glæsilega bók hefur einnig komið út á þýzku og ensku (hjá Viking Press í Ameríku) og hefur alls selzt í 20.000 eintökum. Þessi bók varð í rauninni upphafið að alþjóðlegri bókaútgáfu Cagners, sem verður æ umfangsmeiri og stórbrotnari með hverju ári. Leyndardómurinn við velgengni hans felst framar öðru í hug- kvæmni hans og vandvirkni. Honum hefur heppnazt að selja seinni bækur sinar ýrnsum beztu útgáfufyrirtækjum austan hafs og vestan, og með þessu sam- stillta átaki um víða veröld stefnir hann að því að gera þessar glæsilegu viðhafn- arútgáifur svo ódýrar, þegar stundir líða, að þær verði tilgengilegar öllum bóka- mönnum og verði þannig til að vega upp á móti útbreiðslu og áhrifum vasa- bókanna. Hér er sem sagt eftirminnilegt dæmi um, hvað smáþjóð getur gert til að beina þróuninni inn á æskilegri braut- ir. Hinu má sarnt ekki gleyma að bækur Cagners fjalla yfirleitt um alþjóðleg efni og hafa þannig gildi fyrir alla jafnt. Lappa-bókin er i rauninni eina undan- tekningin frá þeirri reglu. B ókin sem Cagner bindur stærstar vonir við og ber mest fyrir brjósti er nú í undirbúningi og fjallar um víkingana. Hún kemur samtímis á einum sex tung- um, sænsku, dönsku, ensku, frö.nskiu, þýzku og hollenzku, en vonir standa til að hún seljist um heim allan á miklu fleiri þjóðtungum. Cagner hefur ráðið sérfræðinga frá mörgum löndum til að semja og myndskreyta þetta mikla rit. Aðalritstjórinn er sænskur, en af hálfu Íslendinga leggur Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður til efni. Bókin kemiur væntanlega á markaðinn næsta vor eða sumar. í Ameríku verður hún gefin út hjá Time-Life Book Club, en í Englandi hjá Pitman House (C.A. Watts).Al- menna bókafélagið hefur tryggt sér út- gáfuréttinn á íslandi. Af öðrum bókum, sem ýmist eru þegar komnar út eða í þann veginn að birtast, má nefna sögu gufuskipanna, sem á ensku nefnist „The Engine-powered Vessel“ (kemur út á 10 tungumálum), og sögu seglskipanna (á sænsku „Segel genom sekler“) á 9 tungumálum. Þá er í undirbúningi mikið og vandað uppslátt- arrit um skip, eins konar alifræðiorðabók í myndum, sem á ensku ber heitið „Lore of Ships“ og kemur út á 9 tungum. Enn- fremur er von á þriggja binda verki um sögu flugs og flugvéla. Fyrsta bindi tek- ur yfir tímabilið fram að fyrri heims- styrjöld, annað bindi fjallar um skeiðið milli heimssityrjaldanna og það þriðja um tímann frá seinni heimsstyrjöld. Allar myndir í þessu verki verða teikn- aðar af þjálfuðum dráttlistarmönnum. Cagner kvaðst hafa í þjónustu sinni áttatíu þjálfaða bókagerðarmenn sem vinna að ytra frágangi bóka hans, teikna allar myndir og eru sérhæfðir hver á sínu sviði. Kvaðst hann ekki vita til, að önnur útgáfufyrirtæki hefðu slíka sérfræðinga á föstum launum. A f öðrum meiriháttar mynd- skreyttum ritverkum sem Cagner hefur á prjónunum má nefna sögu vopna, sögu bíla og þriggja binda verk um fornleifar miðalda með sérstöku tilliti til tækni- þróunarinnar. Þar verður meðal ann- ars fjallað um byggingarlist, skipulagn- ingu borgá, vefnað og aðrar handiðnir miðalda. Til þessa verkefnis hafa verið kvaddir fornleifafræðingar frá mörgum löndum. Þá má og nefna mikið rit um alþjóðlegar sportfiskveiðar, þar sem jafnframt verður fjallað ýtarlega um einstakar fisktegundir. Ritstjórarnir eru allir brezkir og bandarískir. Bók um hvalveiðar er einnig í upp- siglingu. Þar verður fjallað um veiðar- færi hvalfangaranna, sögu hvalveiða, sálarjif hvala, hvalinn í þjóðtrú og æv- intýrum o.s.frv. Meðal ritstjóranna er japanskur vísindamaður, en japanskir teiknarar munu að mestu annast mynd- skreyting'una. Enn má nefna sögu her- skipa, sem samin verður af hópi sérfræð- inga úr mörgum löndum undir yfirstjórn brezks flotaforingja. C agner kvaðst hafa þá reglu, hvenær sem henni yrði við komið, að hafa að minnsta kosti einn sérfræðing frá hverju landi, þar sem hugsanlegt væri að koma bókunum á framfæri, því það gerði samvinnu við forlög í hlutaðeig- andi löndum auðveldari og umsvifa- minni. Hann kvaðst ala á þeim draumi, að hægt yrði að gefa út fyrsta flokks bækur við lágu verði eftir svo sem fimm ár. Til þess þyrfti einungis að mynda al- þjóðlega keðju forlaga, sem tryggt gæti nægilega stór upplög af ból. um þeim sem gefnar væru út. Það væri seljanlegt upplag hverrar bókar sem mestu réði um v-erðið. Eins og nú standa sakii er lág- marksupplag 15.000 eintök, en vil þess að hægt verði að koma verðinu niður í hæfilega upphæð er skilyrði að upplagið komist upp í 100.000 eintök. Því mtrk- miði taldi hann a'ð hægt væri að ná á næstu fimm árum, ef dæma mætti af þeirri reynslu sem hann hefði þegar fengið. Cagner kvað eitt meginvandamál út- gefenda um heim allan vera lélega dreifingu boka. Bókaverzlanir væru allt- of fáar og dreifðar. Menn gætu keypt sér sápu og tannbursta á hverju götu- horni, en oft væri bara ein bókaverzlun í meðalstórum sænskum bæ. í Noregi hefði verið tekinn upp sá háttur að senda sölumenn út af örkinni, og gæfist hann einkar vel þar. s-a-m Hagaiagíar Misjafnt hefur .... Sr. Þorvarður Bárðarson var prest-1 ur á Kvíabekk 1725—’54. Kona hans var ólöf Magnúsdóttir. Hún andaðist 1743. Þá var á vist með presti bónda- dóttir ein, er Guðlaug hét Steingríms- dóttir frá Auðnum í Ólafsfirði. Var hún lítillar ættar og blásnauð. En prestur giftist henr.i nokkru eftir lát Ólafar og mun það ekki hafa þótt jafnræði eins og sjá má af þessari vísu, er þá var ort: Misjafnt hefur gæfan gang girðir hún suma banni. Nú er hún Lauga lögzt í fang á lærðum kennimanni. (Grafið úr gleymsku). Síðustu Hólaskólamenn Síðustu stúdentarnir frá Hólaskóla voru útskrifaðir 20. maí 1602. Þeir voru þessir: Hallgrímur Scheving, kennari á Bessastöðum fl861, ólafur Þorleifsson prestur á Kvíabekk fl866, Hallgrímur Jónsson djákni Þingeyr- um fl836, Páll Erlendsson prestur á Brúarlandi fl852 og Baldvin Þor- steinsson prestur að Upsum jT859. Síðasti skólameistari á Hólum var Páll Hjálmarsson síðar prestur á Stað á Reykjanesi. Hann var tæpra 62 ára er hann tók prestsvígslu. u.tí. Wendler FLUGFÉLAGIÐ Framhald af bls. 4. verður ögn ódýrari en þegar kom- ið er við í Höfn. Flugleiðin er nefni- lega töluvert styttri — og munar litlu að koma við í Glasgow. Flugtíminn milli Glasgow og Frankfurt er svip- aður og frá Glasgow til Hafnar — svo að ferðalagi'ð frá íslandi tekur álíka tíma og þegar farið er til Hafn ar. — Frankfurt er mjög skemmtileg borg og efast ég ekki um að margir ís lendingar eigi eftir að leggja leið sína þangað. Fyrst og fremst er þetta mikil verzlunar- og samgöngumið- stöð, því a'ð borgin er vel í sveit selt og þaðan verður hægt að komast samdægurs, þegar flogið er héðan að morgni með Flugfélaginu, til flestra Evrópulanda. Þetta ei líka mikil vöru sýningaborg og þangað kemur fjöld- inn allur af kaupsýslumönnum á hverju ári. Vöruúrval er líka mikið í borginni og verðlag hagstætt, einnig á þjónustu við ferðafólk. — Frankfurt sjálf hefur ekki nema 640.000 íbúa, en í „Stór-Frankfurt“, sjálfri borginni og útborgum, er talin 1,5 milljón manna. — Nú reynum við sem sagt að nota veturinn vel, bæði til þess að efla og treysta sambönd okkar á markaðn um — og undirbúa komu Faxanna til Frankfurt, sagði Dieter Wendler að lokum. 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.