Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 12
sem barn, fjallið með musterislínunum og jafnvægið sem enginn sér nema hann hafi vegið brotasilfur árum saman. Ég lærði grandgæfilega þessar stefn- ur og gat byggt upp mynd í hvaða stefnu sem var. Og ég tók próf við lista- skólann á meðan. Síðan byrjaði ég að halda sýningar og hélt áfram að læra eins og allir menn verða að gera. . . . . - Ég býst við a'ð íslenzk náttúra reynist mér fullnaðarskóli eins og ann- arra þjóða listamönnum þeirra jörð. — Sögnin um heimsfrægðina eru barna- brek hjá þjóð sem er að byrja að sá í illa yrktan akur. — Meiru varðar að hlýindi sumars gefi góða uppskeru, þá mun þjóðin verða sterk eins og landfð og fóstra falleg blóm sem margir vilja dást að og skoða. En þó Kjarval geri kúbískar og fútú- rískar tilraunir er skyldutilfinningin við ísland óvíkjandi sterk, land hans sem hafði lent í óskilum þegar menningin hafði haldfð áfram að vaxa þar sem sambandið var og keppni milli ná- grannalanda og viðskiftin. Og þessar tiiraunir allar miða að því að efla og fjölþróa gáfur hans og hæfileika til köilunarhlutverksins fyrir þjóð hans og land, að opna fsland og fegurð þess fyrir íbúum landsins, um leið og hann lyfti því 2f myndlausum refilstigum til að deila hlut í heimsmenningu, vekja næm- leikann í þjóðinni fyrir sínum sérstaka úthlutaða parti af heimsmyndinni. Ifann segist vera einn af nýju mönn- unum. Það er hann vissulega. En hann stendur líka föstum fótum í fráfæru- tímabili, hann geymir hið bezta þess tíma og tryggð hans bregzt aldrei. Og hann geymir bókmenntalegan arf sem hann ávaxtar í list sinni og upphefur samkvæmt lögmálum þeirrar listgrein- ar; í mörgum snjöllum málverkum Kjar- vals liggja bókmenntalegar hugmyndir, sýnir skálds bundnar í dýrt myndform. Hann málar ekki peinture pure, hi’ð hreina málverk numið úr tengslum við hin nefnanlegu fyrirbæri náttúrunnar; þó Kjarval hafi snemma málað myndir ser.i mætti kalla afstrakt þá fullnægir það honum ekki. Skáldgáfa hans er órjúfanlega bundin því sem augað nem- ur á himni og jörð: haf fjöll skip, skafl- ar í hömrum, glampi á vatni, skuggi af skýi, mosi, hraun; blik í auga, ótti í mu.nnsvip; yfir brá líður blær af þótta; gamall sálmavers skrifáð í öldnu and- liti. AUSTURVÖLLUR Framhald af bls. 3. á að kalla það, þessa sýnilegu sannan- legu einstaklingsmynd, eins og aðrir borgarar með séreðli. Mr að er erfitt að velja séreðli handa öðrum, og erfitt sumum sjálfum sér. Þeir sem bera fyrirmyndina í hjartanu af óákveðnu átrúnaðargoði ástalífsins, eru alltaf í vörn. Þeir vilja ekki bind- ast öðrum en sjálfum sér fyrr en sú útvalda kallar, þangað til eru þeir að leita, nálgast, hafna, bindast og rjúfa eiða, sem þeir héldu að ættu að vera heilagir. H elgir eiðar blunda í vitund lista- mannsins, frammi fyrir allri fegurð, öllu lífi — hann sér listamann í hverri mann- veru, listakonu í hverri kvenveru, en sumar verurnar eru honum óskyldari en aðrar. Einstöku hrífa hann nær. En eið- arnir frá hinum ósannanlegu lögmálum stjórna gjörðum hans, þangað til veran sú kemur, sem brýtur innsiglin, og hróp- ar inn í hugskotið: „Ég er boðberinn með almættið handa þér. Ég er veran, sem þú áttir að mæta í ást. Vilt þú verða ham’ ingjusamur? Vilt þú verða lukkulegur? Þú ert frjáls fyrir því og óháður mér. Með brotin innsigli helgustu eiða kalla i tm * J . r X íit 1 Ílífi fli SYNGJANDI VOR (af ofan) MÖMMUMYND (aff neffan) ég þig ekki til þess að bindast, þvi ég «r veran, sem ann þér, sem vill að þú sért frjáls. Ég gef þér eilífðina og heiminn. Ég gef þér borgina, sem er full af heilög- um anda. Þú mátt eiga það allt, og stækka borgina og prýða, eins og þér finnst réttast og bezt, fyrir sjálfan þig og aðra. Þegar ég er búinn að þessu, heimta ég ekkert af þér, því að ég býst við að þú sért þá svo breyttur, að þú þekkir mig ekki.“ Svona finnst þér hún birtast í hugskoti þínu veran, sem braut upp innsiglin þín, traustu hallirnar og sterku böndin. Það er þreytta sálin, eftir vandasama verkið, við að opna það, sem var innibyrgt í vit- undinni, safnhúsið þitt, safnhús almætt- isins. B orgin er stór og skrautleg, og svo full af sundurleitum anda, að erfitt er að komast áfram. En hugmyndir lista- mannsins, úr ótal hausum, hjálpa hon- um. — Og léttlyndið vippar honum upp á glampandi þök í sólskininu. Þreytta sálin, sem vann vandasama verkið, sést hvergi, stúlkan tígulega við Austurvöll. Hvar ert þú? Hefur þú villzt á sundur- leitum anda og listamannssál? Komdu fljótt, svo ég ekki týnist út um alla geima, komdu inn í brjóst mitt með al- mættið, sem þú bauðst mér, gakktu um borgina í brjósti mér, áður en himinn- inn hrapar af húsþökunum. Haltu áfram að vinna vandasama verkið, þreytta sál. Ég býð þér inn, til þess að hvílast og endurnýjast. Allt er autt og tómt, þegar heilag- ur andi er forsmáður í lítilli borg. Þá fer ástin í felur og þorir hvergi nærri að koma. Þá veslast tilfinningar upp í kæruleysi og tiktúrum og týnast í skúmaskotum. En kyrrstaða burtrekinna drauma hylur endingarlítið og dagfars- kalt líf. Þá deyfa hugsjónamenn næmar tilfinn- :ingar sínar með fínu reyktóbaki og taka listigöngur suður með Tjörn, til að stúd- era loftslag og sunnanvind, en hið óstöð- uga séreðli þeirra fullnægir nú bara viðurkenndum áburðarkröfum á þeim útvalda stað, svo hinn sívinnandi andi og listaeðli tekur „svingom" á sínum listitúr fram hjá heimboðum og kaffi- lykt nágrannanna, fram hjá lofsöngvum hljómskálafólksins, yfir uppfinning and- rúmsloftanna, þar sem framtakssemi breyttra viðhorfa reynir að fullnægja borgaralegum skyldum, með þakklátum lofsöngvum fyrir úthlutað grunnstæði. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 33. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.