Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 9
ur sauSkindurnar einar eltir. Hvaða erindi eigið þið hingað nú? Viljið þið ekki bara gera svo vel að láta okkur í friði. Við finnurn það, að þessi kind hefur mikið til síns máls, svo að við treystum okkur ekki til að taka upp neinar rök- ræður við hana um rétt okkar til þessa Staðar, sem mennirnir hafa yfirgefið — gengið frá eftir 1000 ára búskap. Aðrar skepnur en ærnar og lömbin fvrirfinnast hér ekki. Jú annars. Ekki er vert að fullyrða of mikið strax. Nú koma í ljós fram undan kirkjugarðinum tvö följörp hross og veifa svörtum tögl- um sínum til að verjast flugum loftsins í sólarhitanum. Einhver spyr: Hver á jþessi hross? En það veit enginn hver á þau. Hér vekja hestar ekki neina interessu. Þeir eru víst bara til af göml- um vana, því að útreiðar-manían hefur ekki enn haldið innreið sína í Grinda- vík. Fiskur og fé eru þaer lífverur, sem fólkið sinnir, enda eru það þær, sem ásamt fáum kúm hafa haldið lífinu í því frá upphafi byggðar hér. Já. Fiskurinn og sjórinn — sjórinn og Suðurnes — það eru eins og tvær hliðar á sama hlutnum — líka hér í Staðar- hverfinu. Og það var eins og við mann- inn mælt; þegar hætt var að stunda sjóinn héðan var byggðin vitanlega bú- in að vera. F rammi á kampinum sjáum við leifar af fornri frægð í útgerð þessa piáss — varirnar, sem eru hálforpnar grjóti, því að nú eru margir áratugir síðan skipi var ráðið þar til hlunns. Hér hefur fyrir eina tíð verið byggð bryggja með skjólgarði sjávar megin auðsjáan- lega allgjörvulegt mannvirki á sínum tima. En ekki þætti þetta beysið bólverk nú fyrir hinn glæsilega fiskiflota Grind- vikinga. Upp að þessari bryggju leggst heldur aldrei nein fleyta, því að héðan er aldrei róið á sjó. Fyrir ofan kampinn hvolfa bátarnir, sem eitt sinn sigldu stoltir á miðin í Grindavíkursjó og færðu hina miklu lífs- björg í bú fólksins í Staðarhverfi, Undir aflabrögðunum var öll afkoma þess komin. Hér hvolfa þessi gömlu skip og bíða þess eins að fúna niður og forganga. — O — Svo var úttekt lokið eins og lög gera ráð fyrir. Framhald á bls. 14. Gamla bryggjan. Klukkuturninn í Staðarkirkjugarði. fætur á harðviðarströndinni og syng- ur við raust: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“, en innan úr bak- herbergjunum bak við harðviðarvegg ina berast þýðar baritónraddir sem syngja til dæmis: „Aldrei skal ég eiga flösku“. Með sínu lagi. a E nginn maður með snefil af viti í kollinum ímyndar sér að íslending- ar geti lifað á skrifstofumennsku, og þó hafa skrifstofuhallirnar þotið upp eins og gorkúlur í Reykjavík á undan förnum þremur til fjórum árum, fín- pússaðar ytra og spónlagðar innra og með eitt hundrað þúsund króna gólf- teppi undir forstjóranum. Ég kom í eina þvílíka um daginn hjá fyrir- tæki sem hafði þangað til komist af í skikkanlegu leiguhúsnæði á skikkan legum stað í miðbænum, og það lá við ég fengi ofbirtu í augun. Það fyrsta sem mætti mér var anddyri á borð við speglasalinn í Versölum, nema kannski ofboðlítið fínna, en síðan tók við strandlengja af harðviðar- stúkum, þar sem hugrekki viðskipta- vinarins brotnaði á uppstroknum stúlkum sem sátu á upphækkuðum stólum og spurðu náðarsamlegast hvað manninum væri á höndum. Síðan hófst skrifstofuleikurinn gamal kunni þar sem hver maður vísar við- skiptavinmum frá sér og til næsta manns, en sá tapar leiknum sem sit- ur uppi með viðskiptavininn af því hann er annaðhvort orðinn galinn af sorg óg andstreymi eða búinn að missa málið af gremju og mæði. Fyrir aftan harðviðarstúkurnar voru harðviðarveggir með harðviðar- hillum undir ekki neitt, og í virðu- legum skotum í harðviðarveggjunum voru virðulegar hurðir með nöfnum mannanna sem leyndust á bak við þær við harðviðarskrifborð. Maður á víst að halda andspænis svona dýrindis hurðum að mennirnir fyrir innan þær séu í milljónabissnes upp fyrir haus, en ég held nú bara stund- um að þeir séu að lesa reyfara hálf- vitlausir úr leiðindum, ef þeir eru þá ekki að lesa sig upp gluggatjöldin, komnir yfir strikið. Þeir gætu náttúr- lega líka verið að hvísla að síma- stúlkunum að segja að þeir séu ekki við. Menn eru til viðtals á íslandi núorðið í öfugu hlutfalli við síma- tólin sem þeir ráða yfir. Einsíma mað- ur svarar oftast og tvísíma mað- ur stundum, en jafnskjótt og maður er búinn að safna þremur símatólum á skrifborðið sitt, þá bregður svo við að það er gjörsamlega útilokað að ná í hann í sima. Hann gæti eins verið mállaus og símalaus og úti í Grimsey, og er þetta eitt með mörgum dular- fullum fyrirbærum sem nú gerast á íslandi. En svona er lífið. Það liggur (liggur mér við að segja) í hlutarins eðli að þegar menn eru búnir að koma sér upp harðviðar- strandlengju og byggja hana harð- viðarfólki, þá þarf einhver að borga brúsann. Ég er ansi hræddur um að brúsamaðurinn sé í þessu tilviki sjálf- ur viðskiptavinurinn. Kostnaðinum af fínheitunum er velt yfir á hann. Mað- ur á kannski ekki að vera að telja eftir svona smágreiða sem maður gerir mönnum nánast án þess að vita af því, en þegar maður hefur í þokka- bót hálfgert ógeð á glansmyndum, þá vandast málið. Sumum kann líka að finnast sem við séum að þessu meira af fordild heldur en nauðsyn. Ég las í sumar um það hvernig við búum að geðsjúklingum hér í gullregninu, og það er ekki til að vera hreykinn af. Ástandið er í stuttu máli þannig að við vanrækjum þetta fólk eins ræki- lega og við getum og gerum ekkert fyrir aðstandendur þess heldur. Við spilum bara greifann. Það vantar ef ég man rétt fimm hundruð sjúkrarúm handa geðveiku fólki á íslandi — strax. Ég hélt jafnvel þegar ég las þessa frétt að blöðin mundu rjúka upp til handa og fóta og heimta húsa- skjól fyrir sjúklingana eins og þegar þau eru til dæmis að heimta stærri og betri síldarverksmiðjur þegar síld- veiðin gengur vel, en það er satt að segja engu líkara en að menn taki það ekki eins nærri sér þó að fimm hundruð hraktar sálir standi úti í egar maður er búinn að tala stanslaust í tuttugu og fimm klukku- tíma, þá er manni hollast að staldra við og spyrja sjálfan sig hvort maður sé nú kannski ekki búinn að tala út. Þessir þættir eru orðnir fleiri en ég ætlaðist til í byrjun, því að það tek- ur tímann sinn að berja þá saman. Þeir eru orðnir tuttugu og fimm í ár, og það er meira en nóg. Ég segi eins og kallarnir í útvarpinu: Ég þakka þeim sem hlýddu. Ég vona að mér hafi tekist að gera einhverja ánægða stuntí <11 og svo einhverja aldeilis hoppandi stundum. Það er ekki fyrir öllu að menn séu ævinlega á sama HERÓDES næsto oyR % kuldanum eins og ef fimm hundruð síldarmál lenda í hrakningi. Erindið sem ég átti þarna á harð- viðarströndina var nú ekki merki- legra en það að ég ætlaði bara að borga fremur ómerkilegan reikning, en mér fannst eiginlega eins og nýja vélin væri ekkert fljótvirkari en sú gamla. Ég fór ekki burtu sannfærður um að ég hefði verið að upplifa eitt- hvað merkilegt og stórkostlegt, sem ég ætti að vera hreykinn af sem þjóð- hollur íslendingur. Ég var látinn bíða í spánýjum leðurklæddum hægindastól á meðan þeir gerðu dauðaleit að reikningsgreyinu, og á meðan ég beið fannst mér eins og stúlkurnar í stúkunum væru bara að bíða eftir því ég hypjaði mig út, eins og ég hefði skemmt fyrir þeim dag- inn. Kannski höfðu þær verið að fá sér snúning þegar ég kom rambandi gegnum speglasalinn, kannski voru þær vanar að fara í síðastaleik um þetta leyti kringum gjaldkerann, kannski ætluðu þær að taka lagið jafnskjótt og þær yrðu lausar við mig. Mér finnst það ekki fráleitt. Þegar allt er orðið fínpússað ytra og spón- lagt innra, þá verður að finna upp á einhverju nýju. Þeir eru búnir að vera með syngjandi símsendla vestur í Bandaríkjunum árum saman. Það er kannski þessvegna sem sumum finnst að Bandaríkjamenn ættu að láta skoða á sér hausinn. Símamaður- inn stendur allt í einu í dyrunum og kyrjar heillaóskaskeytið beint framan í mann. Af hverju ekki að slá nú Kananum einu sinni, við og verða fyrstur með syngjandi skrifstofur? Eg er hérumbil viss um að einhvern- tíma þegar ég kem á skrifstofuna sem ég var að lýsa, til þess að borga reikningsgrey, þá rís öll hersingin á máli og síðasti ræðumaður. Alls ekki. Það er aðalatriðið að fólk þori að hafa skoðun, og það er þarft fólk að mínu viti. óþarfa fólkið á Islandi er fólkið sem þorir ekki fyrir sitt litla líf að hafa sjálfstæða skoðun, að ég nú ekki tali um garmana sem gera sér það bókstaflega að atvinnu að hafa aldrei sjálfstæða skoðun. Það átti fyrir mér að liggja einu sinni að þurfa að umgangast svona atvinnuskoðanaleysingja í nærri því tvö ár, og mér slær ennþá fyrir brjóst þegar ég hugsa til þeirra. Það má segja að þetta hafi átt að heita eins- konar fundir, og tveir af þessum þremur mönnum sem ég þurfti að skipta við töldu sér sýnilega hollast að hafa alltaf og undantekningar- laust sömu skoðun og þriðji maður- inn. Þarf ég að taka fram að það var valdamikill maður? Þeir sögðu já þegar hann sagði já og nei þegar hann sagði nei, og ef hann þurfti að hugsa sig um, þó tuldruðu þeir og muldruðu eitthvað ofan í brjóstið á sér þangað til hann leit upp með þessu einkennilega augnaráði og sagði amen. Það var ljóti skrípa- leikurinn. Ég vona að það sé ekki rétt sem sumir segja að besta ráðið til þess að komast áfram á íslandi, það sé að grípa dauðahaldi í lafið á einhverj- um framámanni og gerast bergmál hans. Slíkir páfagaukar eru sjaldnast neitt nema fjaðrirnar, og af því þeir H eru þar að auki hérumbil alltaf fram I úr hófi gráðugir og heimtufrekir, þá sé ég ekki hvað við höfum að gera 1 við þesskonar fugla hér úti í Atlants- I hafi. MHMnMMMBmawHna 33. tbl. Iþ85 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.