Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 11
KJARVAL Framh. af bls. 1 dundi sem sterkast. Var þá eins og klett- urinn ætti innra ljós sem mundi slokkna ef ekki fjaraði áhrifunum. Þannig var um mig er ég byrjaði að frama mig í listum. Því hvað er unglingur utan af íslandi er hann stendur frammi fyrir listaverkum er stórþjóðirnar hafa safn- að af því bezta af anda einstaklinga sinna um marga mannsaldra, og sýna það í höllum er beztu byggingarsmiðir hafa reist. Það getur farið svo með ungling- inn er þetta sér að hann haldi að þetta sé himnariki sjálft og létt muni að kom- ast þar inn því svo er að sjá að öllum sé leyft að skoða. En ef hann ber á dyr, þá er ekki lokið upp, því hann ber ekki réttilega, af því að hann er ókunnugur, af því hann kemur frá afskekktu landi, sem lenti í óskilum þegar menningin óx og þroskaðist í samkeppni og metnaði hjá nágrannaþjóðunum. Svo er ég og hver einn unglingur staddur er hann kemur út í fyrsta sinn í Evrópulöndin. Við höfum ekki minni lífsþrótt en hver annar í öðrum lönd- um því ég hygg að guð láti kraftana streyma nokkurn veginn jafnt yfir okk- ur og þá sem búa betur en við. En það eru móttökuskilyrðin sem eins miklu varða og umsetning efnanna. Okkur hef- ur vantað svo margt, einnig það sem við höldum að til frama sé, og gagns og fegurðarauka fyrir líf okkar — og það eru listir svokallaðar. Síðan talar hann um að við eigum skáldmennt en myndlistin sé ný og braut ryðjendur hennar séu enn á bezta aldri og ýmsir að koma fram: meira og minna menntaða af gáfum og vinnu- semi, segir hann og heldur áfram: Sjálfum hefir mér verið borið á brýn að ég væri sjaldan sjálfum mér líkur og sundurleitur í verkum mínum og er þetta ekki að ósekju, því svo er fljótt að líta fyrir þann sem heimsækir mig og sér það sem ég hefi gert að ég muni ekki við eina fjölina felldur. Ég er þess fullvitandi og reyni ekki að skýla þessu því þá færu landar mínir þess á mis að sjá hvernig unglingurinn hefur unnið meðan hann var að skoða heiminn sem var honum ókunnugur nema í munn- mælum og kynjasögum. Síðan víkur hann að skólunum og segir: Mér var brátt ljóst að gömlu skólarnir — okademíin — voru ekki eins og ég bjóst við. Þáð var kominn doði í listar- andann sem átti að ríkja þar og ágætis listmenjar sem skólarnir áttu nóg af stóðu og biðu eftir kennurum sem áttu að opna augu lærisveinanna fyrir því gcoa sem er gert — undirstöðuna und- ir þáð sem þú og ég eigum að byggja C». Eg kynntist listamönnum af öllu tagi, góðum og vondum; ég mætti nýjum stéfnum sem fóru hliðargötur við hina aeðri skóla. Það var hugsað í litum hjá þessu fólki, litum og línum og tónum, sterkt og ríkt eftir manngæðum og frum- leika hvers og eins. Stefnurnar komu að sunnan og komust strax á almanna- íæri. Höfuðsmennirnir voru óhræddir við dóma því þeir vissu að æðsti dóm- ur er seinastur sem mannveran ræður ekki við. Þeir höfðu dauðann fyrir bak- tjald en horfðu inn í ljósið sem var fullt af undarlegum formum og sundurleitum litum. Og þeir mótuðu myndir og hlut: sem þeir halda að heyri framtíðinni til. Margir fórust í ofbirtunni og aðrir slös- uðust því þetta voru vísindi sem þeir offruðu sér fyrir. Kaup þeirra var fullt hjarta af gleði sem fullnægði þeim um stund á þessum nýju vegum. E:nn af þessum nýju mönnum var ég. Það bjargaði uppruna minum að ég fyllt.i flokk þessara manna — en ég var kominn utan til að læra og sjá, og ég ákvað áð ganga í gegnum þann gamla skóla til þess að finna það sem átti að vera þar. Og oft vann ég sem hver ann- ar erfiðismaður ellefu stundir á dag við XÚSS (að ofan) MÁLABATÚR (að riieðan). : ■■ að teikna og mála. Og ég fann smám saman það sem ég hálfvitandi leitaði að — að læra og kunna — ég lærði að velja og hafna. Þá varð mér smám sam- an Ijóst áð ég þurfti að skilja samtið mína til þess að geta dæmt um nýtt, og gamalt í listum. Ég vissi að ísland átti enga fortíð I málaralist og ábyrgðartil- íinningin vaknaði, er fylgir einstaklingi hverjum. Ég vildi vita deili á því sem var og er og sökkti mér niður í allar stefnur og byggði yfir hugmyndir min- ar og fann nýjar stefnur. Ég lærði að hugsa sjálfstætt í listheimi mínum; væri ég viðvaningslegur stundum var það bara þjóðerni mitt. Ég viðurkenndi ætt mína fyrir sjálf- um mér og gleymdi ekki að styrkur minn var takmarkaður í upphafi, frá minni eigin þjóð. Þess vegna fór ég heim til að sjá stefnuna sem bar mig 33. tfbl, 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.