Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 3
Skýjuborgir Eftir Jóhannes S. Kjarval V onin bjó á veldisstóli og vann fyrir göfugri hugsjón, sem einhver góð- ur vinur hafði trúað henni fyrir, Og vonin var svo viss um, að hugsjón þessi rættist, að hún var þegar búin að byggja margar b'orgir, sem hugsjónin átti að þroskást í og verða að veruleika. Og alltaf vann vonin að borgargerð- inni og alltaf var hún með hugsjónina með sér. Hún hrakti hana úr einni borg- inni í aðra. Tillitslaust og fyrirvaralaust dró hún hana með sér, og vesalings hug- sjónin var orðin svo þreytt, að hún hneig niður í einni borginni og varð þar eftir. En vonin hélt áfram viðstöðulaust. Hún var óþreytandi. Og vinur hennar, sem ætlaði að finna hana, var orðinn upp- gefinn, þegar hann loksins kom að borginni, þar sem hugsjónin hans var örmagna og vinalaus. Hann varð afskap- lega hryggur, þegar hann sá þessi afdrif hugsjónar sinnar, hann reyndi að lífga hana og það birti í huga hans, er hann fann lífsmark með henni. En það var aðeins síðasta andartakið. Það var kveðja fx’á voninni. Og kveðjan var vonbi'igði. Og hatrið flykktist að, og læddist um borgina, og endurtók með deyjandi hug- sjóninni vonbrigði, vonbrigði. Og borgirnar hrundu af bergmálinu. Og ómurinn dó út í geiminn. 0 rvæntingin reis á rústum hinna föllnu borga, ráðlaus og hrædd við allt, sem í kringum hana var. Hún flýði til skynseminnar ög bað hana hjálpar, en skynsemin var heldur ekki örugg, því að hún óttaðist skugga heimskunnar, sem alls staðar voru á reiki. En með hjálp hugans fann skynsemin, að skugg- ar þeir voru hættulausir, ef hún fengi dómgreindina í lið með sér. Og dómgreindin fann það, að það var ekki voninni að kenna, að borgirnar hrundu, og ekki hugsjóninni, sem von- in yfirgaf, heldur vini vonarinnar. Það var honum að kenna, af því hann leitaði ekki ráða til skynseminnar, sem átti að gæta hugsjónarinnar og fullkomna hana. Og skynsemin fékk viljann til þess að reka örvæntinguna á flótta, og hún flýði og hvarf inn í minnisþokuna. (Skrifað 1907). nrvöllnr BROT Eftir Jóhannes S. Kjarval — ar gengur stúlkan, sem ég elska. Hún stanzaði við hugskeyti einhvers staðar að og hallar sér upp að járngrind- inni. Hún er svo fögur og tíguleg, að ékki er hægt að segja frá því. Hún þekkir mig af afspurn og í sjón, en ef ég nálgast hana og segi henni, að hún sé stúlkan min, þá býður hún mér heim, og afhendir mig pabba sínum og n’iimmu. Pabba og mömmu lízt ekki á þig, segir hún, en þau eiga bæinn og Eeykjavík og Austurvöll með hinu ftikinu. Það eru stói-kallarnir í Reykja- vök, sem eiga húsin þar í kring og hinar d.'ru lóðir, en þú ert öreigi og flakkari og listamannssál, sem átt að borga skatt fyrir að fá að vera í bænum. Ekki býst ég við, að þú fáir mig. Bærinn er að mörgu leyti yndislegur við nýtízku höfn, sem byggð er að verk- legri fyrirhyggju, eins og bezt annars staðar. — Búin til úr margskonar efnum frá mörgum löndum, samansafnað vit margra alda reynslu ágætis uppfinninga- manna, sem tekið hefir á sig praktiska mynd nýjustu þarfa í húsum og gatna- gerð. — Spegilslétt asfalt undir vagna og umferð — undir nýja skó sunnan úr heimi, handa nýjustu kynslóð til að spreyta sig á, að verða fallegri, meiri og betri, ef hún er fær um, en forfeð- urnir uppaldir á verptum smáskóm við smalamennsku norðlægrar breiddar. „Gjörið svo vel,“ segir nýi tíminn — „hér eru fínu göturnar handa ykkur eins og í Róm“ — en þessu trúa nú margir ekki, eða öllu heldur hugsa ekki út í það — nema þeir hafi siglt og verið í öðrum löndum, þá sjá þeir, að það er satt. — Jú, við eigum góða menn, sem hafa staðið vel í stöðu sinni — þrátt fyi-ir daglegt grín í daglegri götuumferð, — menn, sem allir þekkja, og mikla ábyrgð hafa á sig tekið og stórmannlega, enda kemur ekki hið svo- kallaða grín frá þeim — — heldur fá þeir það gi'atis frá öðrum — þeim sem nota asfaltið í tíma og ótíma. En tím- ai-nir eru með grínblöð, eins og allir vita, það er líka tízka, sem fylgir þéttskipuð- um borgum, að hafa grínara í allskonar málefni, og eru þeir þá misjafnlega fyr- ÆÐSTA SKEPNA JARÐARINNAR Eftir Jóhannes S. Kjarval Það ert þú! fagri fugl — sem ég trúði á eitt augnablik — heilan dag, eða hálfa stund. Þú varst merki mitt fyrir öðru sem hjarta mitt þráði. Þú varst lífgjafi stórra vona. Þú lýstir ást minni er þú þauzt um götuslóða. Á móum risu blóm með litum lífsins — þau voru æðst alls sem ég þekkti — því ég snerti ekki eitt einasta vegna þín. Þú ert æðst alls sem er — allt annað er æðst vegna þín. (Birt í maiuia' Víxlleikur. „Árdegisblaði lista- 13. jan. 1925). irkallaðir, að virða og meta dygga þjón- ustu annarra en sjálfra sín. Og tíma- spursmál að venja sig við það eins og meinlaust skemmtispil þéttbýlisins. Og mesta giúnið, sem athafnaleysið skapar yfirleitt, kemst ekki nærri allt í hin frægu grínblöð og gengur því augna- bliks sali milli fólksins í staðinn fyrir leikknetti. E g borga ekki skatt öðrum en þér, það er hjarta mitt, en ég er ríkasti mað- ur á jörðinni, iþó ég sé öreigi án þín. Ég vinn fyiúr lögmál hinna ósannan- legu eiða, allir sannir borgarar viður- kenna það. Þegar þú gerir mig ríkari en ég er, þá fá hinir sitt, hver og einn. Þangað til verða þeir að bíða. Enda þótt sú bið þyki löng, því öreiga gull er ekki alltaf í verði, og einn flakkari með listamannssál getur ekki átt nógu erfitt með að ávaxta sitt pund. Því listamannssál heyrir engum ein- um til, hún er samsafn og hug- myndir úr ótal hausum og er á hringsóli út um alla geima, þar sem hið gamla merkilega máltæki er lífsvísdóm- ur þess, sem fær er um að segja — komi þeir, sem koma vilja, og fari þeir, sem fara vilja, því einn listamaður er musterið, sem talað er um í helgum sög- um, sem hugskeyti andanna hafa fyrir hótel — aleiga hans er ekki til nema hjá öðrum, nema þegar hann er útlagi, þegar hann hefir skilað af sér öllum kenndum, sem hann hefir að láni frá sínum samborgurum, þá á hann bara þennan sama, litla neista, eða hvað nú Framhald á bls. 12. 33. tfbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.