Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 7
 \ið Lomagnúp. Magnús Jónsson, skólastjóri, lientlir nemcudum sinum á það', sem fyrir augu ber. (Ljósm. Mbl.) Heð gagnfræöingum Þessa dags hafði verið beð- ið með mikilli eftirvæntingu og hdfðu komið fram ýmsar til- lögur, hvert halda skyldi. í skólablaðinu, Völundi, kom ungfrú ein þeirri athyglisverðu hugmynd á framfæri að halda út í Surtsey, tjalda þar og gista nokkrar nætur. Þessi til- laga fékk þó ekki almennan hljómgrunn, en meðal annarra staða, sem komu til greina, voru t.d.. Bjarkarlundur, Snæ- fellsnes og Norðurland. Um síð ir urðu þó allir á eitt sáttir um það, að Kirkjubæjarklaustur væri hinn útvaldi staður, og var þá góð reynsla af ferðum þangað undanfarin ár höfð í huga. Allt var fyrirfram skipulagt og undirbúið. Það er líka mjög mikilsvert, að svo sé. Kom þarna tvennt til: góður skiln- ingur skólayfirvalda og skipu- lagshæfileikar formanns skóla- félagsins, Erlends Kristjánsson- ar. í rauninni er hann aldrei kallaður annað en „formaður- inn“ Eða þá einfaldlega Eddi. /V uðvitað var sungið í bíl- unum á leiðinni, eins og alltaf, þegar kátur og skemmtilegur hópur er á ferð.- Mestra vin- sælda naut söngurinn um Bjarnastaðabeljurnar, og mætti ætla, að þetta lag ætti eftir að verða vinsælasta lag á íslandi. Líkt og ísbjarnasöng urinn (hann var nr. 2 á vin- sældaiistanum). Þeim, sem ekki þekkja söng- inn um jBjarnastaðabeljurnar, skal bent á, að hann er eitt- hvað á þessa leið: „Bjarnastaðabeljurnar, þær baula mikið núna. Þær eru að verða vitlausar, það vantar eina kúna. Það gerir ekkert til, það gerir ekkert til. Hún kemur um miðaftansbil“ VJf ert var ráð fyrir að renna í hlað að Klaustri um Þær sátu í tröppum verzlunarinnar að Klaustri, nýbúnar að ganga á Systrastapa. kvöldmatarleytið, og stóð sú áætlun heima. Á leiðinni var áð á ýmsum stöðum. 1) Kambabrún (Ofanskráður söngur var kominn i algleym- ing, og má mikið vera, ef hann hefur ekki borizt í kyrrðinni alla leið til Vestmannaeyja. Við og við kvakaði lóa í annarri tóntegund. í fjarska grillti í Surt). 2) Selfossi (Skotizt í Kaup- félagið til að kaupa filmur. Kók- og prinspóló birgðir end- urnýjaðar, meðan kennarar sátu að snæðingi).. 3) Hvolsvelli (Samkomuhús- ið skoðað). 4) Skógum (Byggðasafnið á staðnum skpðað. Horft á fót- knattleik nemenda á staðnum. Myndavélar hvarvetna á lofti.) 5) Vík í Mýrdal (Kaupfélag- ið skoðað). Þar á ofan var numið staðar við ónefnda brú, þar eð einn langferðavagna var af yfir- stærð o.g því ekki hægt um vik að komast yfir. Það tókst þó að lokum með góðri aðstoð Jóns Ásbjörnssonar, leikfimi- kennara, en hann stóð á þaki biisins meðan farið var yfir brúna og gætti þess, að bíll- inn ræki sig hvergi á þverbita. Þótti viðstöddum mikið um áræði Jóns, en þó var flestum lokið, er hann gekk á höndun- um eftir þakinu. Framhald á bls. 10 Þessi ungfrú (hún heitir Þo björg) var að huga að mynd; vélinni sinni, áður en stærs Iangferöavagninn fór yfir eii brúna. ö Klaustri *|T ér segir frá skóla- ferðalagi gagnfræð- inga Gagnfræðingaskóla veriaiáms- Lagt var af stað einn sólbjartan dag í önd- verðum þessum mánuðL Fjórir langferðabílar tóku stefnuna í austurátt. Ferð- inni var heitið að Kirkju- bæjarklaustri. Myndavélar voru hvarvelna á lofti! 20. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.