Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 9
 ■■■■■■■■ ■■ •■•••■■•■■■''■ ■ •'•■•■■■.■ - ' ' ' \ • k ' ■ ■ ■ ■■■:' ^ V ' r [ . ■■.:■■: .. ■•• :•' ■ ■:■ - ■:■■; :.■-.■... •■■ ■ . ■ : ... ■ : . ■■v->^.-■■:■::- ■■ - f-V -.■•■■' ->■■.. ■ ■ ■ Sfemar Sigurjónsson: Kveðjustund í Ég vakna um tíuleytið, klæði mig og hita te. Dick hafði skilið eftir eina Baby (dverg- flösku, sem rúmar líklega jafn- mikið og meðal kaffibolli) af viskí. Héma hafðu þetta til hugg- unar í fyrramálið. sagði hann. Hve oft hafði Dick ekki stúngið á mig Baby að skilnaði yfir utan krár eftir lokunartíma; og hve oft hafði ég ekki brosað að morgni við að reka augun í þetta og hugsað um þennan ordinary mikla mann! Oft! Nú hef ég svo sem ekkert fyrir stafni fyrr en eftir hádegi þegar þau Lúlú og Dick koma til að hjálpa mér að pakka inn bókun- um, hugsaði ég í fyrstu. En síðan hugsaði ég: Nei annars, það er bezt ég pakki þeim inn áður en þau koma! Því lengur getum við talað saman! Við eigum svo margr? end- urminninga að minnast. Ég fer út .í búð og kaupi flösku af víni. Eða þá að við kveðjum húsfrúna og drífum bækumar á pósthúsið og verðum laus allra áhyggna sem fýrst og göngum inn á einhverja krána til að spjalla saman við drykkju? Auðvitað slæ ég um þetta umbúðúm strax! Við hittumst um hádegið eins ag ráð var fyrir gert og snæddum saman úti í borg áður en við fórum heim. Þau urðu auð- vitað fegin því að ég pakkaði inn bókun- um og það varð til þess að við snerum okkur því fyrr að hinni helgu stund. Dick var með tvær portvínsflöskur, sér- lega- gott vín sem eigendur Munich- ikránna létu framleiða. Honum fannst ráðlegast að við dveldum tímann í her- bergi mínu um stund oig kveddum það með endurminningum þar til við hefðum lokið úr flöskunum, og það varð að ráðj. Hann hafði fengið frí allan eftirmiðdag- inn og þurfti ekki að hugsa meir um vinnuna. En síðan póstlögðum við bæk- urnar. Og að því búnu gengum við inn á bar einn við 0‘Connelstræti. Þar tókum við að spjalla saman í döprum dúr, og þó var hvert orð lifandi og magnað. Ég bað um heitt vín í von um að losna við eitt- hvað af depurð minni, romm, en mér tókst ekki að drekka kökkinn úr hálsi mér né sviðann úr brjósti; öðru hverju lá við að ég færi að tárast, og ég sá að þau voru að sjúga upp í nasirnar og etynja. En þrátt fyrir það gaus fjörið upp ánn- eð veifið og flóði upp yfir brúnir glas- anna, jafn innfjálgt og sársaukinn niðri fyrir var nístandi dapur. E r ekki einhver lygikeimur af slík- um orðum, og ekki sízt þegar ég gef í skyn að beinlínis vegna þess að þetta fólk var gleðinnar fólk hafi sársaukinn crðið djúpur? Hvort hann var það ekki! Hvort mann- legur hugur var hér ekki þanmeiri til ellra ártta en á voru kuldaskeri og hvort ihann reigsaði ekki út í jaðrana! Ein setn ing var kannski vís með að bála, og allt stóð á svipstundu í ljósum logum! Og húsið eða borgin öll varð svo alelda í svip að vonlaust var um nokkra hjálp! En jafn skyndilega tókst samt að slökkva! Hve oft okkur Lúlú lenti saman! Hve oft höfðum við sagt hvort öðru að fara til fjandans ,og við höfðum meira að segja slegist! En svo furðulegt sem það kann þó að þykja — aldrei eitt styggðar yrði milli okkar Dicks. Líklega vegna þess að Dick var írskur? Líklega vegna þess að Lúlú var ekki írsk — heldur kona? Skál fyrir fylliríunum okkar í Dear dirty Dublin! Skál fyrir mistökunum og misskilningnum! Munið þið þegar ég sagði skáldinu Tom, að hann væri ekk- Dublin Til Brians Holts ert þegar allt kæmi til alls nema snobb- ið? O, skítt með móðganir. Þær eru svo algengar hvort sem er. Skál fyrir mikilli gramtíð þinni! Skál fyrir góðri framtið okkar allra! Verðum því yngri því leng- ur sem flýtur! Hvenær kemurðu aftur? Ég sagði þeim, að það tæki ekki lang- an tíma að gefa út eina-tvær bækur á íslandi og ég gæti svo sem nokkurn veg- inn ráðið því, eftir þrjá fjóra mánuði gæti ég komið aftur þess vegna, en aftur á móti væri lítig upp úr því að hafa að gefa út á íslandi, aðaltímann tæki að bíða eftir að fá þýtt yfir á- önnur mál, en þegar saga eftir mig væri komin út í Penguin til dæmis mundi ég koma til Dublínar og bjóða þeim til maklegrac veislu. IV ú í dag ætti ég að vera orSUuk eitthvað annað en sá vesæli slummari sem ég var þá, eftir því sem ég ætlaði, en ég hef gersamlega brugðist trausti þeirra eða ætti að hafa gert það. Raun- ar hef ég ekki hugmynd um hvag þau ætla um mig sem skáld, þótt ég eigi enga ósk heitari en þá að þau trúi á mig hvað sem á gengur. En þau trúðu á mig á sín- um tíma, og trú þeirra á mér hefur hvatt mig meir og styrkt en allt annað. Og hún — vonin um að þau trúi á mig — gerir það enn þann dag í dag, því þetta er hið eina fól-k sem ég elska. En ég blekkti sjálfan mig, hugsaði eins og barn sem dag einn uppgötvar ljóðið, að það er himnaríki á jörð, og ég sá allt í hillingum. Mér fannst — og tortryggni komst ekki að — að allt líf heima á ís- landi væri óhugsandi ef ekki yrðu skrif- aðar fleiri Bandamannasögur, sem mér fannst sögunni minni svipa til að ein- hverju leyti. Ég á bágt með að skilja þessa loft- kastalabjartsýni, því nokkru síðár, þegar við rumskuðum til skipsins, fór sá grun- ur að nísta mig að ég færi heim til að deyja. Ef ekki skjótum algerum dauða, þá yrði lífig kvalið úr mér í áföngum, eins og títt er að leika skáldgáfuna þar Framhald á bls. 13 Götumyud £rá Dublin. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9 i 25. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.