Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 2
SVIP- MVND FILIPPUS Bretaprins, hinn duglegi ferðamaður og full- trúi hennar hátignar, eiginkonu sinnar, hefur nýverið gist ísland, og var þá margt um hann skrifað og skrafað, enda vekur maðurinn at- hygli hvar sem hann kemur, bæði vegna stöðu sinnar og ekki síður vegna hins, að hann býr yfir óvenju- legum persónuleik og er mjög sjálf- stæður í öllum háttum. Hann kem- ur til dyranna eins og hann er klæddur og hefur skömm á þeirri áráttu fyrirmanna að snurfusa þá hliðina sem að almenningi snýr. Hann hefur aðeins eitt andlit, og þar leyna sér ekki einbeitnin og hrif- næmið. Sams konar einbeitni hefur komið öðrum mönnum til vegs og valda í viðskiptalífinu eða stóriðj- unni, en hjá honum hefur hún leitt af sér furðulegar breytingar á sjálfri konungsfjölskyldunni, háttum henn- ar og sambandi við þegnana. Vel mætti komast svo að orði, að her- toginn af Edinborg sé „atvinnumaður" í þeirri list að rækja hinar erfiðu og margþættu konungslegu skyídur. Ef til þess kæmi, að sett yrði á laggirnar nefnd sérfræðinga til að draga upp mynd af hugsjón nútímamanna um eiginleika fyr- irmyndarþjóðhöfðingja, mundi sú mynd verða næsta sviplík Filippusi prinsi. Hann hefur lifandi áhuga á öllum sköp- uðum hlutum, vísindum, listum, útilífi, íþróttum, iðnaði, viðskiptum — yfirleitt öllu 3em stuðlar að velsæld og ham- ingju þegnanna. Hann hefur jafnan haft ríkan á- huga á einhverju. Fyrst hafði hann sennilega mestan áhuga á viðhorfum frænda síns, Mounfbattens • jarls, sem hafði djúptæk áhrif á hann í bernsku og æsku. Filippus var fæddur inn í grísku lconungsfjölskylduna af dönsku og þýzku foreldri. Viktoría drottning var langa- langamma hans eins og Elízabetar konu hans, en hann hefur meira af þýzku blóði en eiginkoann, og hafa sumir talið það vera skýringuna á hispursleysi hans og tillitsieysi gagnvart ríkjandi hefðum. Þó er ekki ósennilegt, að hinn frægi skóli í Gordonstoun og brezki flotinn hafi haft meiri áhrif á alla mótun hans en ætterni hans og erfðir. Hertoginn var ungur settur í hinn framsækna skóla Kúrts Hahns í Gord- onstoun, sem m.a. hafði að markmiði að frelsa „syni valdamanna úr fangelsi forréttindannaý. Enn er ekki að vita, hvort prinsinn af Wales, elzti sonur Filippusar, er gæddur sömu heillaríku aðlögunarhæfileikúnum gagnvart hinu erfiða kerfi Hahns eins og faðir hans, en Filippus hefur gert hlut þessa merki- lega skólakerfis mikinn í brezku þjóð- lífi með því að stofna til verðlauna, sem árlega eru veitt í skólanum. H ;fileikinn til að helga sig heiLs- hugar ákveðinni lífsstefnu, sem hann tileinkaði - sér í Gordonstoun, ieiddi -til þess, að þegar hann gekk í brezka flot- 2 LESBOK morgunblaðsins ann árið 1939 var hann sérlega vel bú- inn undir harðræðið og agann, sem þjónustan í sjóhernum krafðist. Hann hafið mikið yndi af sjómennskunni og varð ákaflega vinsæll og velmetinn með- al félaga sinna, meðan hann gegndi þjónustu í flotanum. Hann er enn sjómaður I innsta eðli sínu: hispurslaus, beinskeyttur, óbrotinn, vinnusamur, vel agaður, vanur að gefa fyrirskipanir og styðja af heilum hug lögboðin yfirvöld. Hann lifir samkvæmt reglum, en hefur skömm á órökstudd- um eða ástæðulausum hindrunum og bönnum. Viðhöfn og fordild fara í taug- arnar á honum og sama er að segja um hvers konar kák og óskýra hugsun. Hann hefur mótað núverandi hlutverk sitt þannig, að það hæfi persónuleik hans, og er það orðið honum eðlilegt. Allur leikaraskapur er honum fjarri. Árangurinn er sá, að hann neytir þess frelsis, sem staða hans leyfir, til að gera starf sitt skemmtilegt og aðlaga það áhugamálum sínum. Áhugi hans á æskulýðsstarfi er einlægur og hef- ur gert viðleitni hans á þeim vettvangi heilladrjúga. Áhugi hans á alls kyns vélum og vélfræði veldur því, að hann spyr stundum skrýtilegra spurninga, þegar hann heimsækir verk- smiðjur, og hafa þær ósjaldan leitt til þess, að forundraðir verksmiðjustjórar taka upp nýbreytni, sem gefst vel. Áhugi hans á siglingum, hraðskreiðum bílum og flugvélum er frægur orðinn. Hann neytir hvers tækifæris til að stýra sjálfur flugvéiunv sem hann ferðast með, og gildir þá einu af hvaða gerð þær eru. Hann er jafnvígur á þyrilvængjur og Boeing 707. Filippus er nú 42 ára gamall og hefur á undanförnum árum verið að smábreytast úr ungum ákafamanni í þroskaðan miðaldra mann. Eins og langa- langafi hans, Albert prins, gerir hann sér far um að fylgjast með á öllum svið- um, les mikið og lætur ekkert tækifæri ónotað í hinum mörgu konunglegu heim- soknum til að bæta við þekkingu sína, mennta sjálfan sig. Hann hefur marg- sinnis komið vísindamönnum á óvart með margþættri þekkingu sinni; og ræðan, sem hann hélt þegar hann var tekinn inn í Konunglega brezka vís- indafélagið 28 ára gamall, vakti óskipta athygli allra viðstaddra. Ræður hans, sem standast vel þá raun að koma út á prenti, eru samdar af hon- um sjálfum. Þurfi hann á sérfræðilegri aðstoð að halda, biður hann um skrá yfir nokkrar meginstaðreyndir, og fléttar síð- an úr þeim ræðu, sem jafnan er samin á sérkennilegu hversdagsmáli hans og lýkur á jákvæðri niðurstöðu. Hann tek- ur ekki í mál að veita neinu fyrirtæki konunglega vernd, nema því aðeins að hann hafi tíma til að kynna sér alla málavexti og tilgang fyrirtækisins. Hann hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að ganga of langt í afskiptum af ýmsum opinberum eða hálfopinberum málum, er. hann lætur sér slíka gagnrýni í léttu rúmi liggja, enda hefur hann mjög auk- ið persónulegt áhrifavald brezku kon- ungsfjölskyldunnar. * ó er það kannski elcki mesta af- rek hans, heldur hitt, að hann heíur blásið fersku lífi í ímynd konungsfjöl- skyldunnar. Það var ekki einvörðungu valdamissirinn sem á liðnum öldum gerði konungsstjórnina að elskulegu núlli, á- hrifalausu höfuðdjásni kalkaðrar hefðar, sem óeirnir ungir menn gerðu aðsúg að. Á sínum tíma var ímynd þjóðhöfðingjans lifandi afl í vitund þjóðarinnar. Elíza- beí I og ráðgjafar hennar skildu þörfina á þessari björtu og glæstu ímynd. En smám saman fölnaði hún, meðan við völd sátu menn eins og Georg III, sem þjáðist af brjálsemi, og Viktoría dóttir hans, sem þjáðist af harmi og þunglyndL Einstaklingshyggja og framtakssemi Filippusar hafa átt sinn ómælda þátt í að endurlífga þessa ímynd. Og jafnvel þótt þessi fjörlegi og manneskjulegi ein- staklingur þyki kannski ekki alltaf nógu virðulegur og konunglegur í framgöngu, þá er hann tvímælalaust mjög heppileg andstæða drottningarin'nar, sem er var- færin og innilokuð í virðuleik sínum. amfara hispursleysinu og hrein- skilninni eru firtni og skapbræði, til- hneiging til að vera ekki aðeins einarð- ur heldur ruddalegur, oft við þá sem alls ekki geta svarað fyrir sig. Samskipti her- togans við blaðamenn eru gott dæmL Hann er að jafnaði vingjarnlegur og hjálpsamur, þegar allt gengur árekstra- laust í hinni æðislegu samkeppni blaða- manna í sambandi við sögulega viðburði, en þegar þeir gerast of nærgöngulir, einkanlega ef drottningin á í hlut, er hann allt annað en blíður á manninn. Hver sem raunverulega opnaði fyrir úð- arann sem rennbleytti tvo blaðamenn á blómasýningu árið 1958, þá talar það sínu máli, að margir héldu að það hefði getað verið Filippus. Hann er ekki held- ur sérlega vandur að orðum, þegar svo ber undir. Elizabet I viðhafði hins vegar miklu ljótari munnsöfnuð en Filippus heCur nokkurn tíma gert. Ruddaskapur er önn- ur hliðin á gneistandi mælsku og anda- gift. Hafi menn mætur á mælsku, verða þeir stundum að umbera ruddaskap, jafnvel af vörum kóngafólks. * ó það kunni að hljóma eins og þversöng, þá liggur meginstyrkur her- togans í því, að hann situr ekki og mun aldrei sitja í hásætinu. Þeir sem lausir eru við vald hásætisins, jafnvel þó þeir séu nátengdir því, hafa málfrelsi og at- hafna, sem sjálfur valdhafinn fær aldrei notið. • Meðan Georg V var prinsinn af Wales, vakti hann heilmikið umtal með því að segja þessi sakleysislegu orð: „Gamla landið verður að vakna af svefni.“ Með- an Georg VI var hertoginn af York helg- aði hann sig starfi í æskulýðsbúðum og var mjög áhugasamur flugmaður, en það vakti sams konar umtal og kvíða eins og þegar hertoginn af Edinborg tók upp á því sama árið 1953. Það var í hlutverki eiginmanns drottningar, ekki í hlutverki þjóðhöfðingja, sem Albert prins vakti áhuga brezku þjóðarinnar á vísindum, á Framhald á bls. 12 UtgeíancU: tl.t. Arvakur. Keykjavnt. Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr4 VUeur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssoa. Auglýslngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AOalstræti 6. Sími 22480 toíublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.