Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 6
Jóhann Hannesson, r>rófessor: jónvarpstíðindi Skýrsla Pilklngtons lávarðar um sjónvarp og útvarp Brezka þingið skipaði nefnd til að rannsaka rekstur út- varps og sjónvarps þann 13. sept. 1960. Þessi nefnd skilaði áliti í júní 1962. ÁUtsgerðin er bók, 342 bls. að stærð, brotið nokkuð stserra en Skímisbrot. Kostnaður við rann- sóknina varð hátt á fimmtu milljón króna Undimefnd fór til Kanada og Bandaríkjanna til að kynna sér sjónvarpsmál þar. Mest af skýrslunni fjallar um sjónvarp tveggja stórra fyrirtækja brezkra, BBC, sem upphaflega var aðeins útvarpsfyrirtæki, og Ind- ependent Television, en það er sjón varpsfyrirtæki, sem byggir tekjur sínar á auglýsingum. Sjónvarp BBC fær hins vegar mest af tekj- um sínum gegnum afnotagjöld. Samanburður er þess vegna mjög lærdómsríkur, þar sem bæði þessi fyrirtæki starfa í einu og sama laindi. Mikinn fróðleik um skipulag fyrir- tækjanna, markmiðið með starfi þeirra, félagslega og tæknilega þróun, er að finna í skýrslunni. Um hljóðvarp, þ.e. venjulegt útvarp, er miklu .minna rætt en um sjóruvarpið; þó er þess getið öðru hvoru og um það er sérstakur kafli. En um sjónvarpið er afar mikið efni að finna, dregið saman frá fjölmörgum heimildum. Allmikið af efni bókarinnar snýst um þá gagnrýni, sem komið hefir fram með- al alm.ennings og menntamanna og ým- issa féiaga og velferðarstofnana nokkuð á þriðja áratug, en tilgangur rannsókn- arinnar var að varpa ljósi á reynslu fortíðariipiar og gera tiilögur um endur- bætur í framtíðinni. 6. sérstaklega. í 125. grein er svo tekinn fyrir óróleiki manna út af þessu sjón- varpi, ó.ánægja frá og með 125. grein og og leiðinleiki frá 131. grein og framhald eins og í ‘kaflanum á undan. 7. kaflinn fjallar um ITV, þ.e. Indep- endent Television. Eæðir fyrst um til- gang þessarar stofnúnar, þá ræðir um óróleika (166 nn) og er það all'langt mál, þá um óánægju (187 nn) og leiðinleika ("197nn) og ályktun er dregin í 201. grein, niðurstaða þessarar merku þing- nefndar um auglýsingasjónvarp. Er hún lærdómsrík. 8. kaflinn fjallar um auglýsingar og þær reglur, sem um auglýsingar gilda. Hæsti taxti fyrir fimmtán sek. auglýs- ingu er 770 punö, hinn lægsti er 235 pund. Auglýsingatími á hverja klukku- slund dagskrár var frá sex mínútum og upp í tíu, en oftast náiægt átta mínútum. Frá og með 237. grein ræðir um auglýs- irugarnar og gagnrýni á þær, en reglur er að finna á bls. 85, eins og ITV hefir sett sér þær. 9. kaflinn- fjallar um sérstakar dag- skrár, svo sem guðsþjónustur og trúar- legt efni, sem bæði fyrirtækin hafa á sinni dagskrá. Þá ræðir um pólitískar sendingar, fréttir, erlend efni, íþrótta- viðburði, uppeldisfræðilegt sjónvarp, skólasjónvarp og kennslu fyrir fullorðna. Þessum kafla lýkur á upptalningu óska þeirra, sem vilja fá aukna dagskrá á sumum sviðum, svo sem um landbúnað, heilsufræði, starfsfræðslu, friðarmál, þjóðlög, ýmsar greinar náttúrufræða, umferðarkennslu, fornfræði, sérgreinar tónlistar o. fl. 10. kaflinn fjallar um skipulag, 1-1. kaflinn um vald ríkisins gagnvart sjón- varpi og útvarpi og um skyldur ríkisins gagnvart þessum stofnunum. 12. kaflinn fjallar um sjónvarpsnefndir (sjónvarps- ráð) stofnananna, ráðgefandi nefndir og aðstoðarnefndir, og tillögux um að fleiri aðilar eigi hlut að útvarpi og sjón- varpi en hingað til hefir verið. 13. kaflinn fjallar um BBC sem heild, ,,stjómarskrá“ þeirrar stofnunar og skipulag, ennfremur gagnrýni á skipu- lag stofnunarinnar; rætt er um kosti og ga’.la, sem leiða af sjálfu skipulaginu, og sérstakt tillit tekið til sjónarmiða iþeirra, sem mæla á tungu minnihluta, svö sem velsku og gelísku. 497. grein ræðir um afnotagjöld fyrir sjónvarp á- samt útvarpi og fyrir útvarp eingöngu víða um heim. Þá ræðir einnig um önnur fjármál og skatta, þ. á m. skatta BBC til ríkisins. 14. kap. fjallar um hliðstæð mál hjá ITV. Gagnrýni frá hálfu nefndarinnar er hér harðari, og ali-róttækar tillögur til breytinga eru settar fram. Nefndin telur ekki að ITV muni lagast af sjálfs- dáðum með tímanum, heldur öllu frem- ur versna (663. grein) 15. kaflinn fjallar um fólk í þjónustu þessara stofana, menntun, kaup, kjara- samninga og varnir gegn svi'kum, eink- um íjársvikum í sambandi við sjónvarp. Þá ræðir og um pólitíska virkni sjón- varpsmanna og um barnavinnu í sjón- varpi, sem er vandamál í ýmsum lönd- um. 22. kaflinn fjallar um sérstæða hug- mynd: að leyfa eða leyfa ekki sýningu sjónvarpsefnis í kvikmyndahúsum, eihk- um hnefaleika, þjóðiegar hátíðir og fleira eifni, sem ekki yrði sent inn á heimilin. Það er skemmst af því gð segja, að nefndin hafnaði þessum hugmyndum, en þær voru fram setta- af eigendum kvik- myndahúsa, til þess að þeir gætu fengið nokkrar sárabætur fyrir það tjón, sem sjónvarpið hefur valdið þeim. 23. kafli fjallar um uppeldislegt sjón- varp, bæði í Bretlandi og vestan hafs. Furðu gegnir hve skammt þetta var á veg komið, þegar skýrslan var samin. Tillögur varðandi framtíðina eru hins vegar athyglisverðar. 24. 'kafli fjallar um þær aðgerðir, sem nefndin leggur til að framkvæmdar verði. Annars er tillögur nefndarinnar víðar að finna en í þessum kafla, t.d. í niðurlagi þeirra kafla, sem sérstaklega fjalla um BBC og ITV. 1 jórir sérefniskaflar fylgja og eru prentaðir síðast í skýrslunni. Einn þeirra fjallar sérstaklega um útvarp og sjón- varp á eynni Mön, en sú eyja er ekki hluti af brezka konungsríkinu. Er, ýmis- legt forvitnilegt að finna í þeim kafla. Annar sérefniskafli er skrá yfir stofn- anir og einstaklinga, sem sent hafa þingnefndinni álitsgjörðir og svarað spurningum. Nær sú skrá yfir 23 blaðsíð- ur. Þriðji sérefniskaflinn er álitsgjörð frá undimefnd og upplýsingar um tækni leg r triði, tæknilega möguleika, „bönd og iínur“, stöðu þessara mála í öðrum löndum, möguleika litasjónvarps, sam- ræmingu milli landa og æskileika um- skipta frá 405 línum tíi 625. Þá er skrá yfir þann iínufjölda, sem notaður er í sjónvarpi hinna ýmsu landa. Fjórði kafl- inn fjallar um athuganir vestan hafs á þvi, sem þar var efst á baugi í sjón- varpsmálum, og möguleikum samvinnu. Um þessa skýrslu gildir að ýmsu leyti hið sama og um doktorsritgerð eina, sem samin var urn siðfræðikennslu I frönskum skólum: Menn verða að kynna sér þessi rit, ef þeir vilja um þessi mál ræða an þess að opinbera fáfræði sína og vanþekkingu. Dýmiætri reynslu er þjappað saman í örstuttu máli — og með því að kynna sér hana má komast hjá mörgum óheppilegum axarsköftum í málum, sem varða uppeldi og velferð komandi kynslóða. (Framhald í siðari greinum). iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiitiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiMiiiiiiiiniiiiiiiiiin Op/ð bréf til sjónvarpsstjóra 44 • ó’kinni er skipt í kafla, en einnig í tölusettar greinar, nokkru lengri én vers í Biblíunni. í meginmálinu eru eitt þúsund og sextíu slfkár greinar, og því þægiiegt að vitna til þeirra. Ennfremur eru skýrslur og línurit í bókinni, þar af eitt sérlega lærdómsríkt til að bera sam- an þróun auglýsingasjónvarps og af- gj aldasjónvarps. Fyrstu kaflarnir fjalla um hlutverk nefr.darinnar samkvæmt erindisbréfi, þá er sögulegt yfirlit um þróun (II), þriðji kafli fjallar um tilgang útvarps og sjónvarps, íjórði snýst um útvarpið og ábrif þess. Rætt er fram komin gagn- rýni og spurt hvort útvarpið • hafi náð tilgangi sínum. Frá og með fimmta kafla er sjónvarp- ið rætt og gagnrýnin. Frá 81. grein ræðir um þann óróleika (disquiet) sem risið hefur út af sjónvarpi meðal al- mennings og sérfróðra manna. Frá 92. grein ræðir um "óánægju manna með sjónvarp, einkum út af því hve lítils virði dagskráin væri oft og einatt. Þá ræðir um leiðinleika (triviality) og lág- kúru sjónvarps (97.—102. grein), en því næst tekur við gagnrýni frá skozkum og velskum sjónarmiðum 6. kafli fjallar um sjónvarp frá BBC // MEÐFYLGJANDI grein eða „bréf“ birtist í danska skopblað- inu „Blæksprutten“ í fyrra, og þar sem efni þess virðist orðið tímabært hérlendis, birtum við það í lauslegri þýðingu: „Kæri hr. Silfurhóll! Ég hringdi til yðar í gærkvöldi, en símastúlkan sagði, að allar línur væru uppteknar og það mundu líða þrír sólarhringat og átján stundir, áður en ég kæmist að með hraðsam- tal. Ég gaf þetta upp á bátinn, en mér skilst að aðrir foreldrar hafi hringt til að skýra yður frá, hversu hræðileg áhrif það hefur á börnin, ' þegar þau sitja heilt kvöld fyrir fram> an sjónvarpsskerminn án þess að sjá eitt einasta morð. Þetta kemur nú fyrir í annað sinn á ekki lengri tíma en mánuði, og á slíku kvöldi er lífs- ins ómögulegt að koma krökkunum í háttinn, þar sem þeir hafa vanizt því að taka ekki á sig náðir fyrr en lokið er hinni venjulegu dagskrá með hnefaleikum, skotum, hengingum og trúarbragðastyrjöldum. Það kemur þess vegna eins og þruma úr heið- skíru lofti, þegar þið gerið undan- yðar víst ekki ljóst hvílík áhrif þetta hefur á ýmis heimili góðborgaranna. Ég segi meiningu mína og skýri frá staðreyndum. Börnin okkar hágrétu og gátu ekki fest blund. Þau stöguð- ust sífellt á því sama: „Hvenær kem- ur morðinginn?“ Konan mín, sem sjálf var orðin óstyrk á taugum, varð að halda í hendurnar á vesalingunum langt fram yfir miðnætti. Þetta getur varla verið ætlunin! Nú hefur sjónvarpsglápið vanið okkur á þá staðreynd, að þegar mað- ur á sjónvarpsskerminum opnar skáp, birtist þar annað hvort lík, sem hníg- ur hægt út _aif, eða maður með skammbyssu. í kvikmyndum þeim, sem eru bannaðar fyrir böm, má vænta þess að stúlka birtist næstum alstrípuð, en þó kemur það nú einungis fyrir á laugardögum. Þegar dyrabjöllunni er hringt, reiknum við fast!ega með, að þar sé annað hvort morðinginn á ferð eða lögreglan. H, Ivað haldið þér nú, herra yfir- sjónvarpsstjóri, að gerist, þegar þið eitt kvöld bregðizt skyldu ykkar og sendið út í þess stað revíu, umræðu- fund eða eitthvert hálfslappt leikrit um sveitasælu? Börnin verða æ há- vaðasamari og æstari, þegar ekkert skeður á skerminum. Þau fá alls enga afslöppun, og eftir svona sjónvarps- sendingu sitjum við í raun og veru sakbitin og grunum hvert annað um, að við eigum sjálf sök á mistökunum. Þegar við höfðum slökkt á tækinu í gærkvöldi, þá fór konan mí%, um allt húsið til að ganga úr skugga um, hvort ekki lægi einhver náungi í leyni einhvers staðar, og ég stóð sjálfan mig að því að leita að handhægu barefli. Börnin, sem hafa vanizt því frá upphafi sjónvarpssendingarinn- ar að bera kennsl á morðingjann, gutu til okkar undarlegum augum, og þegar ég ætlaði að laða þann yngsta til mín, sex ára snáða, skrækti hann eins og hann ætti lífið að leysa. Nágrannarnir, sem einnig hafa sjónvarp, komu þá þjótandi með haglabyssu. Svona nokkuð er ekki hægt að um- bera. Við förum þess á leit, að reglu sé komið á hlutina. Það ætti að vera hægt að hafa nokkrar stríðsmyndir við höndina, sem sýna mætti í hléum í staðinn fyrir myndir af andstyggi- legum gullfiskum. Virðingarfyllst, A Hansen, sjónvarpseigandi með fullum réttindum (afnotagjaldið greitt)." = tekningu og slakið á klónni. Þér gerið inilllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU LESBÖK MORGUNBLAÐSINS • 25. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.