Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 7
I Pabbi er svo fjðrugur Spjallað v/ð ungan söngvara, Sverri Guðjónsson Aðei ns sex ára gam- all byrjaði hann að raula með, þegar faðir hans var að æfa sig á nikkuna sína. Sjö ára gamall hafði hann numið fáteina texta og lét þá fyrst heyra til sín op inberlega. Nú er drengur- tnn orðinn fjórtán ára og er öllum kunnur fyrir söng Binn, — á sfeeanmtunum, í útvarpinu og af þeim hljóm plötum, sem hann hefur Rungið inn á. Sverrir Guðjónsson, en svo heitir pilturinn, vinn- ur sem sendisveinn hjá Raf veitunni, en syngur um helgar með hljómsveit föð- ur síns, Guðjóns Matthías- eon.ar. Við heimsóttum Sverri fyrir el(ijm.mu. Þegar við höfðum komið okkur notalega fyrir og þe.gið beinleika af húsmóður- inni, hófum við samtalið. rK Hvar koonstu fyrst op- Jnberlega íram til að .syn.gja, Sverrir? — Á Hellissandi. Ég var þar á ferðalagi með foreldrum mínum, eri paibbi er ættaður þaðan Kvenfélagið á staðnum, eem ætlaði að halda skemmt- un um kvöldið, hafði frétt af kamu okkar og fékk leyfi for- e'dra minna til að ég syngi íáein lög. Þegar leyfið haifði verið fengið, voru í snatri hengdar bréfsnuddur & Ijósa- Staura staðarins þess efnis, að ég mundi koma fra.m. Þegar til k»m, kunni óg aðeins íimm löig, enda ekki nema sjö ára, en ég varð að syngja þau öll tvisvar! — Þar með hefur söngferill þinn hafizt? — Já, en næsit söng ég ekki fyrr en á jólatrésskemmtun í Silfurtunglinu árið eftir. — Hvað varstu gamall þeg- ar þú söngst á Amarhódnum 17. júní? — Bllefu ára. — Varstu ekki kviðinn? — Nei, nei, en það var erf- itt að syngja þá. Það var áust- anrok, sem blés beint í and- litið á mér. — Var það ekki eftir það, sem menn liktu þér við italska undrabarnið Bobertino? — Jú, einhver dagblöð minnt ust víst á það. — Var ekki nóg að starfa eftir þá viðurkenningu? • — Jú, nú fór fólk að panta mjg til þess að syngja á skemmtunum. Einnig kom ég þá stöku sinnum fram í út- varpinu. — Söngstu þá lagið Sonar- kveðja inn á hljómplötu? — Nei, það var ekki íyrr en ég varð tólf ára. — Fleiri plötur? — Önnur plata kom út fyrir siðustu jói, en þar var meðal annars lagið Piparsveinapolki. — Hafa þessar plötur þín- ar verið seldar á erlendum markaði? — Það er nú lítið. Fyrri plötuna átti að senda útan, en ég hef lítið frétt ai því fyr- irtæki. Aðeins heyrt, að hún ha.fi verið leikin í norska út- varpinu. — Hefurðu ekki fengizt við að syngja Bítlalöig, Sverrir? —Nei, nei, enda kemur það ekki til, þar sem ég syng að- aJIega fyrir eldra fólk. Skemmtilegast finnst mér að syngja sigild lö>g. —Finnst þér eídra fólkið njóta betur söngs þíns? — Já. — Það feJIur þó ekki í yfir- lið, eins og aðdáendur Bítl- anna? — Nei, sem betur fer. En 1 fyrrahaust söng ég lagið Lind in eftir Eyþór Stefánsson á þorrablóti í Hveragerði, og þá sá ég, að viða í salnum voru konur að þerra tár sin með kJútum. Ég varð steinhissa. — Kemur aldrei fyrir, að þér sé boðin aðstoð, þegar þú ert að skemmta? — Jú, góðglaðir menn hafa komið upp á sviðið og boðið sig í tvísöng, en það er allt- af afþakkað. -— Verður þú a'drei taugaó- styrkur að standa fyrir framan hóp manna og syngja? — Það hef ég aldrei verið. Eflaust er það því að þakka, að ég byrjaði svo ungur á þessu, að ég hafði ekki vit á því að kvíða fyrir. — Hefur þú lasrt að syngja í einkatimum? — Ég var nemandi í tvo vetur hjá einhverjum bezta manni, sem ég hef kynnzt, Demetz frá Týrol. Ég á hon- um - ásamt föður mánum mest að þakka hve vel hefur til tekizt. l\ú géllur við simahring- ing og Sverrir er kaliaður i símann. Þegar hann kemur aft ur, afsakar hann hina óvæntu töf, en skýrir okkur jafnframt frá því, að hann hafi verið að fá boð um að mæta til leiks, sem fram átti að fara daginn eftir. En Sverrir er vel virkur í iþróttum enda háifbróðir hinnar kunnu íþróttakonu Sig ríðar Sigurðardóttur. Sverrir leikur með fjórða flokki A í Val, bæði í hand- og fótknatt leik. Æfði fimleika hjá Ár- manni í vetur og sýndi listir 'sínar á 75 ára afmælissýningu félagsins eigi alls fyrir löngu, en hætti iðkun fimleika í vor, þegar ,,boltinn“ tók hu.g hans allan. Sverrir tók einnig virk- an þátt í félagslifi í Gagnfræða skóla Austurbæjar, en þar stundaði hann nám í vetur sem leið. Að sjálfsögðu söng hann á. skólaskemmtunum, auk þess sem hann lék í leik riti, sem sýnt var þar í skóla í vetur. Þar sem við hpöfðum frétt, að Sverrir væri mikiil náms- 'i Bámshtstui. (Ljóem, B. Sívertsen). ícsimnn hestur og ávaJlt með fyrir- myndareinkunnir,. spurðum við hann, hvort hin fjölmöngu áhugamál hans taalkju ekki mikinn tima frá náminu. Hann sagði: , — Óneitanlega tekur það sinn tima, en mér finnst, að það borgi sig, þótt tölurnar á prófskírteininu séu ögn lægri. Svo við snúum okkur aft ur að söngnum, Sverrir, hver er þinn eftirlætissöngvari? — Það er erfitt að segja, því að þeir eru svo margir góðir, — é(g held Stefán ís- landi. — Hvert er þitt eftirlætis- lag, sem þú heíur sungið inn á plötu? — Piparsveinapolkinn. Það er bæði fjöi-ugt og skemumti- legt. Það er líka eftir pabfc#, —; hann er svo fjörugur! Sverrir kimir, og það komm fjörkippir í andlitið. — Að lokum, Sverrir, hvað er framundan, ef til vill ný plata? — Ekki hefur verið rætt um nýja plötu enn sem komið er. Ætli ég haldi ekki áfram að syngja, — já, og svo er ég farinn að læra á píanó. É,g hef ekki fengið neinn kennara enn sem konrið er, en pabbi hefur verið að kenna mér að lesa nót ur. b. ess. *5. tölublað 1904 LESSOK MORGUNBLAOSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.