Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 6
tíSar leiklistarinnar og hann var sízt af cllu fær um að stjórna sakir vanmennt- unar sinnar. Ég á við leiklistarstoólann sem viðurkenndur er fyrir fúsk. Þér þurfið ekki amnað en spyrja leikara þessa lands og nemendur skólans að því. Er haagt að horfa upp á að mað- urinn sem átti að móta leiklistina og efla hana verði krans á leiði hennar? Er ekki kominn tími til þess að semja Þjóðleikhúsinu nýja reglugerð og taka alla starfisemi þess til rætoilegrar end- urskoðunar? Virðingarfyllst, Njörður P. Njarðvík. SVIPMYND í Framhald af bls. 2 is og tebur sér þá matarhlé. Ekki er ótítt að hann fái glænýjan kola eða lúðu í middagsmatinn frá fiskimönnun- um í þorpinu. Efitir matinn hefst meg- inverkefni dagsins, löng ganga yfir salt- flaamin meðfram ströndinni. Marga kíló- metra norður og suður af Aldeburgh er landið flatt, litlaust og ömurlegt. Britt- en er fæddur og uppalinn í Lowestoft, um 50 kílómetra norðar á ströndinni, og var faðir hans sæmilega efnaður tannlæknir. Þetta umhverfi mótaði hann í bernsku og æsku, og síðustu 20 árin hefiur hann hvergi viljað búa nema þar. Hann tekur bílinn sinn eftir hádegis- yerð og ekur niður að sjónum, skilur hann þar eftir og gengur síðan klukku- timum saman yfir saltflæmin og mýr- ernar. Þetta .górir hann ekki fyrst og fremst til að þjálfa líkamann, heldur til að skapa list. Það er á þessum löngu gönguferðum sem tónverk hans verða til og fiá þá mynd, sem hann er ánægður með. Undir kvöld, þegar hann er búinn að semja í buganum 10 eða 12 síður af hinu nýja verki, ekur hann heim í „Rauða húsið“ aftur, fær sér te og vinn ur síðan tvo tíma við að skrifa niður það sem andinn hefur blásið honum í brjóst. Benjamin Britten eyddi þremur leiðin- legum árum í nám við Royal College of Music í Lundúnum (1031—34). Þar var mikið um nemendahljómsveitir og kóra, en kennararnir gáfiu honum fá tækifæri til að flytja hin mörgu verk sem hanrn samdi á þessu skeiði. Og það sem verra var, kennararnir vildu ekki heyra minnzf ú „atónala“ tónlist Vínar-tónskáldanna, sem Britten hafði þá mikinn áhuga á. A ð námi laknu fékk hann starf hjá félagi sem gerði heimildakvikmyndir. Hann fékk 3 sferlingspund á viku 'fyrir að semja tónlist við þessar kvikmyndir, styðja myndavélar og koma fyrir ljósa- útbúnaði. Framsýnn útgefandi, Ralph Hawkes, kom auga á hæfileika hans og gerði við hann útgáfusamning, sem færði honum 250 sterlingspund á ári. Tónverk hans, „Variations on a Theme of Frank Bridge'1 (1937), sem samið var til minm- ingar um brezkt tónskáld, er hafði mikilv é/hrif á Britten í bernsku, vakti mikla athygli og var leikið yfir 50 sinnum í Evrópu og Ameríiku á 18 mánuðum. Flest verk hans önnur mættu fjandskap eða áhugaleysi. Honum gramdist ihaldssem- in í Bretlandi og hið pólitíska andrúms- krft í Evrópu, þar sem einræðisherramir voru að færast í aukana, og vorið 1939 sigldi hann ásamt Pears félaga sínum til Ameríku. Pears var ráðinn til að syngja víðs vegar í Bandarikjunum, en Britt- tn var staðráðinn í að setjast þar að um óákveðinn tíma. Árið 1940 samdi hann satíru, „Paul Bunyan", fyrir óperu-deild Columbia- háskólans í New Yorfc, en textinn var eftir vin hans, W. H. Auden. Þegar verk- ið var flutt, urðu áheyrendiur fokvondir. Frá hlj ómsveita rstj óranum Serge Koussevitzky, sem hafði stjómað „Sin fonia da Requiem" í Boston og orðið fyrir djúpum áhrifum, fékk hann 1000 dollara styrk, en vorið 1942 afréð hann að halda aftur til Evrópu, þó heimsstyrj- öldin í algleymingi. Hann settist að í innréftuðum kjallara gamallar vind- mylu skammt frá núverandi heimili sínu og hóf að semja óperuna, sem hann hafði fengið Koussevitzky-styrkinn út á. Sú ópera var „Peter Grimes“. B ritten hafði verið vinstrisinnaður fyrir stríðið, m.a. samið tónverk til heið- urs alþjóðaherdeildinni í borgarastyrj- öldinni á Spáni. Hann var sannfærður friðarsinni, og í ágúst 1942 sótti hann um undanþágu frá herþjónustu. Hon- um var veitt undaniþágan. á þeirri' for- sendu, að með tónlistinni, sem hann samdi fyrir brezka útvarpið, væri hann að leggja fram krafta sína í stríðinu. óperan „Peter Grknes“ var flutt í Lundúmum eftir sigur bandamanna í Evrópu Og vakti mikinn fögnuð. Hún átti ósmáan þátt í að móta þá kynslóð, sem kom fram eftir stríðið og heimtaði rétt til að tjá sig og frelsi til að lifa sínu eigin lífi án tillits til gamalla boðorða og úreltra hugmynda, sem höfðu reynzt holar og haldlausar í hild- arleiknum mikla. Benjamin Britten hefur orðið aðnjót- andi margs konar heiðurs á síðustu ár- um. Hann hefur fengið heiðursnafnibætur frá mörgum háskplum, gömlum og nýj- um, verið gerður heiðurslborgari í fæð- ingarbæ sínum, Lowestoft, og hlotið að- dáun kunnáttumanna um heiim allan, en hann hefur aldrei slakað á þeim kröfum, sem hann gerir til sjálfs sín, og heldur áfram að vinna baki brotnu að þeim tón- smíðum sem færa honum sjálfum ódauð- legt nafn, en öðrum gleði, huggun og rík- ari skilning á mannleguim kjörum. SMÁSAGAN Framíhald af bls. 3 og sló henni við eins og hún var nú í öllum sínum svita og synd! Gísli sagði honum eins og satt var að matráskarinn hefði komið hér með berjöxluðú vargsæði og gjarnan viljað drepa hann og hann Dóri gat ekkert sagt. Þeir vissu þá aUt. Það bar ekki á öðru og Dóri var hissa. Hann var feiminn við þá og fór allur niður í sjálf- an sig. Hann hefði snúið þig úr hálsliðnum ef hann hefði náð til þín, en við Nonni, við sögðum að það hefði ekki verið þú Dóri, eins og satt er. Við trúðum því ekki á þig Dóri. Gátum við trúað því á þig Dóri. Þú sem ... Þú sem ert svo .. Hann sat kyrr nokkra stund. Þeir sögðu að hann væri, meinlaus, eins og kind Dóri, og hlógu. Þá sneri hann sér undan og horfði inn í dimma vögigu þar sem voru fúkkuð bjargbelti mel- spírur luktir vettlíngar og annað dót í haug. Þá hnippti Gísli í Jón og gaut augunum til Dóra þar sem hann greyfð- ist yfir vögguna. Og seinna, þegar hann var farinn frá þeim sagjði Gísli, Sástu hann þegar hann leit inn í básinn, hvað hann var eitthvað hjárænulaumulegur? Sástu augun £ honum þegar hanri þorði ekki að lita framan í okkur og sneri sér undan? Já, sagði hinn. Hjárænulegur, sagði hinn þá, og þar var honum rétt lýst. Já, sagði hinn. Fæst, sagði hinn, við ljóðagerð og slíkt, er saglt. Kukl! Já, sagði hinn. Skáldskap! Hugsa sér. Og alltaf er hann jafn augnalaumuleg- ur. Það veistu Nonni. Skáld! Að skálda! Myrkur. Ljóð. Þroski! í myrkri. Að hugsa, hugsa sér, eins og þetta pakk hans' sérstaklega karlinn, segir það. Eitt- hvað var talað um að hann hafi fengist við forneskju. f það minnsta hómópati, eins og hann líka sagði drengurinn. Já. hann pgbbi er hómópati. Fékkst við særingar niðri í kjallaranum, galdra sullið sarnan, segir það, og þegar eng inn fékkst lengur til að láta hann kukla við sig, segir það, er sagt að dellan hafi komist inn á önnur svið. Tónlist, segir það. Eitthvað var talað um tónlist. Ein- hver hafi komist á snoðir um að hann hafi setið þarna á kvöldin í myrkrinu. Niðri, hugsaðu þér, I kjallara, Nonni. f myrkri. Rofaði einhverja kóra! Að hugsa sér! Með sög. Eða fiðlu. Og loks- ins hafi hann keypt þetta umtalaða hljóðfaari, hafi ekki hætt brjálæðinu með sög einni og fiðlu. Sagt að það hafi verið gríðar mikið þíng. Og hafi komið því fyrir inní horni. Selló!! segir það. Og hafi rofað með. Svo hafi hann skekið það svo að hrikti í húsinu! Já, það sagði það, sagði hinn. Og hvaðan Nonni, hvaðan heldur þú, svona til að spyrja, hvaðan Nonni, þótt þú náttúr- lega ekki vitir það, hvaðan heldurðu að þessi della sé komin í soninn Nonni? Hvaðan Nonni? Hvaðan?’ Halldór fór mjög hjá sér og hugsaði allt í belg og biðu. Ef maður væri full- ur mundi allt vera í lagr. En þegar hann var fullur réði hann ekkert við augu sín þegar á hann var horft. Og þetta endaði með því að hann flúði í lcnd. Bíddu! Hvað? Á pabbi þinn selló? Selló? sagði hann. Selió? Já, og flúði. egar hann kom upp á götu rakst hann í önnur vandræði. Þá rnætti hann tveimur jafnöldrum sínuim og skóla bræðrum úr barnaskóla og þeir heils- uðu honum þægilega. Jæja. Hvað segir skáldið? O. . En það blessað veður. Hvað finnst skáldi um fjalladýrðina? Hann svaraði eirihveirri vitleysu og skaut augunum ýmsa vegu. Og bráðum stormuðu þeir hlæjandi á braut. Það á vist að veiða upp úr manni. Það á víst að veikja mann. Það á að reyra að mér eins og baggahesti, teygja úr mér, vinda úr mér eins og þvögu og heyra mig æpa. Umfram allt glápa á mig og sjá hvernig ég ber mig til! En hvað hefur staðið upp á mig? Hef ég ekki étið? Jú. Ég bið um réttlæti. Ég hef étið. Ég hef glotrað í mig á við hvern annan og þess vegna heimta ég að litið sé á mig eins og mann! Og togarinn seldi í Englandi I síð- ustu viku og stríðið hakkar menn og étur og hér er útgerð og annars staðar eru útgerðir og í bókasöfnum er gieist- legur skáldskapur og ljóð og leikrit eru til í bókum frá þúsund löndum eftir skáld frá borguim úr leir og gulli og hvaða máli skiptir þá hvort ég er .... Gefið mér frið! Ég hef étið! Norðurlandaferb Framhald af bls. 4 unz við komum að fjallahótelinu Fossli. Hótelið stendur á einkénnilegium stað. Rétt hjá því er hrikalegt gljúfur. Þar steypist Væringjafossinn 182 m hár nið- ur í gljúfrið. Hann nýtur sín ekki vel, vegna þess hve glúfrið er þröngt. Fólk- ið þyrptist niður á brúnina, til þess að sjá fossinn og taka myndir. Það er ekki alveg hættulaust, jafnvel þó að girðing hatfi verið sett upp á brúnirmi. Ég held, að fararstjórinn hatfi verið hálf- hræddur um okkur. Þarna blasti við hinn hrikalegi Mábödalur. Reyndar er hann firemur gljúfur en dalur á þessum kafla. Nú lá leið okkar niður í þenn- an dal. Vegurinn er mjög brattur og iiggur í ótal bugðum. Hann er breiður og sbeyptur kantur á þá hlið, sem að gljúfrinu veit, enda væri dauðinn vís, etf bíllinn ylti. Allt gekk vel og við feomum heilu og höldnu niður að árrni. Ókum við síðan út dalinn, en víða eru snarbrattir harnrar alveg niður að á. Þá lá vegurinn gegnum jarðgöng, sem sprengd höfðu verið að minnsta kosti á fimm stöðum. Þetta hetfur verið dýr vegur. Skógur er þarna ekki mikill, en þó ekki alveg skóglaust, því að tré virf ust vaxa út úr sprungum í hömru-n- um. Byggð er strjál í dalnum, og að- alatvinnuvegur er að sögn kvikfjárrækt og lax- og silungsveiði. Þegar utar dreg- ur verður frjósamara og fegiurra. Eftir stutta stund komum við til Kinsarvík- ur við Harðangursfjörð og fórum síðan með ferju yfir fjörðinn til Hvanndals. N- i*u erum við í Hörðalandi eða Hörðafyiki eins og það er venjulega nefnt. Þetta fylki er mjög vogskorið og íjöllótt. Fjöldi éyja og skerja er úti fyrir ströndinni, meðal þeirra Mostur, þaðan var Þórólfur Mostrarskegg. Héð- an var Hrafna-Flóki ættaður og margir fleiri landnámsmenn voru frá þessu fylki. Landslag er ákaflega fagurt hér í Harðangursbyggðum. Siglingin yfir fjörðinn var skemmtileg, einnig öku- ferðin út með Harðangursfirðinum og yfir hinar fögru srveitir Hörðafylkis. Til Björgvinjar komum við um kvöldið og gistum í Hótel Alrek. Björgvin er eiginlega í Hörðafylki, er, þó ekki talin til þess heldur sérstakt fyiki og stendur á skaga úti við strönd- ina og sjö fjöll mynda ramma um boj-g- ina. Þetta er ein atf elztu borgum Nor- egs og talið er, að Ólafur konungur kyrri hafi stotfnað hana á 11. öld. Hér sátu þeir oítast Hákon gamli og Magnús lagabætir sonur hans. Hér hefur Snorri Sturluson dvalið með Hákoni gamla, og hér hefur Sturia Þórðarson líklega ritað Hákonarsögu. Snorrastytta Vige- lands var' reist hér í Björgvin 1948. Sonur Snorra, Jón' murtur, var grafinn hér, sömuleiðis Ásbirningurinn Arnór Tumason. Borgin hefur alltaf verið mik il verzlunarborg sökum legu sinnar. Hér réðu Hansakaupmenn lögum og lofum á tímabili og eru ennþá nokkur hús kennd við þá. íslendingar hatfa á liðnum öldum átt meiri viðskipti við Björgvin en nokkra aðra norska borg. Og enn i dag sækja Íslendingar til Björgvinjar. Margir ágætir skólar eru þar, sem íslendingar sækja og verzlunarvið- skipti eru mikil. Það er sagt að alltaf rigni í pjörgtvin, en svo var þó ekki þetta kvöld. Veðrið var yndislegt, og fórum við um kvöld- ið upp á Flöyen, sem er þekktasta fjall ið við borgina. Þaðan var dásamlegt út- sýni yfir borgina og umhverfi hennar. Sólariagið þetta kvöld var undurfag- urt, þegar gullnum bjarma sló á him- in, haf og hauður. Við stóðum þarna þögul um hríð, meðan sólin seig í sæ. Þegar við komum heim í hótelið, sagði fararstjórinn, að við yrðum að vakna kl 6 að morgni og þótti sumum full- snemmt, en ekki dugir að deila við diómararin. Næsta dag hringir síminn inni hjá okkur kl. 6. Það er mál að klæðast, því að morgunverður bíður. Nú eigum við 14 stunda sjótferð fyrir höndum. Það var glaða sólskin, og allir flýttu sér um borð, til þess að ná í góð sæti á þilfari, þar sem sólar nyti. Það var ekki auðvelt því að þröng var mikil. Fjöldi ferða- manna frá ýmsum löndum var þarna, og mörg annarleg tungumál heyrðust. Þessi skip eru nokkurs konar fljótandi hótel og eru í sífellduim fiei'ðum á þess- um sJóðum. Nú var siglt norður með Hörða- landi. Nyrzta hérað Hörðalands er Vörs. Margir fslendingar hafa stundað nám við lýðháskólann þar. Við siglduim milli lands og eyja. Klettabelti eru á báða bóga og strendurnar fremur hrjóstrug- ar. Viða var siglt um mjó sund- Þegar Hörðalandi sleppir er siglt til norð- austurs inn í Sognsæ, og þá erum við komin inn í Sygna- og Firðafylki. Frá þessuim fylkjum var fjöldi landnáms- manna ættaður t.d. Ingólfur Arnarson, SkaUagrímur, Hásteinn Atlason, Auður djúpúðga o.m.fl, Hérna erum við á slóð- um margra fslendinga, sem lögðu leiðir sínar til Noregs. Norðmenn segja a<5 Sogn sær eða Sognfjörður eins og þeir kalla Framhald á bls. 14, 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.