Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 4
Norðurlandaíerð Eftir Guðrúnu Jónsdóttur egar Eiríkur Gústaf Lagerlöí laðir Selmu andaðist 1887 varð að seljá Mörbacka vegna skulda. Lovísa móðir hennar lét jafnvel alla sina muni á upp boðið. Selma Lageröf keypti aftur Már- baeka 1907 og lét byggja upp ættaróðal sitt 1921-23. Húsið nýja var reist í herra- garðsstíl, eins og faðir hennar hatfði vilj að gera, eÆ efni hefðu leyft. Hún gerði jörðina að stórbýli, en það hafði ailtaf verið heitasta ósk föður hennar. Það voru fleiri ferðamannahópar fyr- ir, þegar við komum, og var hverjum flokki fengin leiðsögukona, sem átti að sýna okkur staðinn og segja sögu hans. Strax og við komum inn í and- dyrið, blasti við okkur líkan af stórri villigæs með lítinn dreng á bakinu. Þetta er gjöf frá skólabörnum á Skáni tii kennslukonunnar, sem gaf þeim ein- hverja skemmtilegrustu lesbók, sem sam in hefur verið. Ég hef engin tök á að lýsa öllu, sem þarna bar fyrir augu. Mér fannst einhver helgiblær yfir staðn um. Hér hafði góð og göfug kona lifað og starfað, kona, sem hlotið hafði svo mikla heimsfrægð, að fáir rithöfundar hafa jafnazt á við hana. Á sjötugsaf- mæli hennar sagði Gústaf Adolf þáver- andi ríkiserfingi Svía, að engin húsa- kynni í víðri veröld myndu rúma alla þá, er hylla vildu skáldkonuna. Selma Lagerlöf andaðist á Márbacka 16. marz 1940 á 82. aldursári. Við áttum að snæða hádegisverð í Kongsvinger, sem er 30 km vestan landa mæra Svíþjóðar og Noregs. Ferðin gekk vel og eiginlega urðum við varla vör við, þegar við fórum yfir landamærin, því að engir tollþjónar sáust þar. Kongsvinger er í sunnanverðri Heið- mörk. Heiðmerkur er otft getið í Heims- kringlu. Þar var Hrærekur konungur, sá er Ólafur Haraldsson lét blinda og flytja síðan til íslands. Bærinn stendur við Raumelfi, sem Norðmenn kalla Glomma og er lengsta og mesta á Nor- egs. Rennur hún um Austurdal og til sjávar í héraðinu Austfold. Nú förum við að sjá fjöll í fjarska, en þó er skyggn ið ekki eins gott og heima á íslandi. Þeg ar við koraum inn í Raumaríki, er Raum elfur til vinstri handar og er hér svo lygn og vatsmikil, að hún líkist sums staðar stöðuvatni, ef ekki sæjust timb- urflekar víða við árbakkana. Skógar eru t5l hægri handar og byrgja útsýn. Seint um kvöldið komum við til Osló- ar og gistum í stúdentaheimili. Eftir kvöldverð fórum við með neðanjarðar- braut til miðborgarinnar, þrömmuðum eftir Karl Jóhannsgötu og virtum fyrir okkur næturlif höfuðborgarinnar. Þeg- ar við héldum heim, rákumst við á hóp drukkinna ungmenna allháværra. Þá varð einum félaga minna að orði: „Margt er likt með skildum.“ Slíka sjón má því miður stundum sjá í Reykjavík, þegar skemmtistaðir loka. Næsta dag var farin ökuferð um borgina og helztu byggingar skoðaðar. Meðal þeirra voru konungshöllin, Frels- arakirkjan, háskólinn og Akurshúskast- ali, sem var byggður á miðöldum og er mjög frægur sögustaður. Þar höfðu Þjóðverjar aðalbækistöð sína á stríðs- árunum. Að lokum skoðuðum við hinn fræga og fagra Vigelandsgarð, þar sem lista- verkum Gústafs Vigelands er komið fyr- ir. íslendingum er myndhöggvarinn nokkuð kunnur, því að hann gerði Snorrastyttuna x Reykholti, sem Norð- menn gáfu'íslendingum á 700 ára dán- arafmæli Snorra 1941. Ólafur konung- 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ur, sem þá var ríkisarfi Noregs, kom með styttuna til íslands árið 1947. Vige- land hefur einnig gert mynd af Agli Skallagrímssyni, þegar hann reisir nið- stöngina. Við fórum einnig til Holmenkollen. Mjög gott útsýni er þaðan yfir borg- ina. Osló er fögur borg, girt skógívöxn- um hlíðum og í suðri Oslóarfjörður. Nutum við um stund hins undurfagra útsýnis, en fengum svo kaffi í Frogner- seli, áður en við héldum ofan af hæð- inni. Akurselfa rennur gegnum miðja Osló. Mér var sagt að etfnaða fólkiðJ byggi vestan við ána, en það fátæka að austanverðu. Ef þelta er satt, datt mér í hug, að Ólafía Jóhannsdóttir hetfði ^ennilega starfað í því hverfi, en hún vann að líknarstörfum í Osló í mörg ár. jBygdö er skagli innst í Oslóarfirði. Þar er þjóðminjasafnið, og þangað var nú förinni heitið. í Bygdö er safnað saman mörgum gömlum húsum, þar á meðal stafkirkju frá 13. öld, sem var mjög gaman að skoða. Því miður var búið að loka þjóðminjasafninu, þegar við komúm,- en við fengum að sjá víkinga- skipin. Merkust þeirra eru Gaukstaða- skipið og Ásubergsskipið. Það er merki- legt, hve vel þau hafa geymzt, og er það þakkað hagistæðum jarðvegi. Skip- in eru talin vera frá því um 800-850, og mikla vandvirkni og aðgsötni hefur þurft, þegar verið var.að gera við þau og koma þeim í sína upprunalegu mynd. Grafarræningjar höfðu brotizt inn í bæði gratfhýsin og rænt bæði vopnum og skrautmunum úr haugunum. Gauk- staðaskipið hefur verið stærra og sterk- byggðara og betra sjóskip. í skipinu fundust leifar af beinum eins karl- manns. Þar fundust einnig ýmsir merki- légir hlutir, sem sýna, hvað víkinga- aldarmenn höfðu með sér. í haugnum utan við skipið fundust leifar af 12 hestum og 6 hundum. Auk þess fund- ust þrír smábátar. Allt, sem þarna fannst, benti til þess, að höfðinginn, sem þar var heygður, hafi hatft meira yndi af sjó- en landferðum. Menn hafa gizk- að á að þarna hafi Ólatfur konungur Geirstaðaálfur verið heygður, hálfbróð- ír Hálfdánar svarta. Heimskringla lýsir honum þannig, að hann hafi verið her- maður mikill, allra manna fríðastur og mestur vexti. Hann dó ungur úr fót- armeinL Á subergshaugur var grafinn upp 1904 og er merkasti forhleifafundur f Nor'egi. Þar kom í Ijós skip og geysi- legur fjöldi útskorinna tréhluta, og er írábær heimild um menningarsögu vík- ingaaldar. Skipið var ekki eins sterk- legt og Gaukstaðaskipið. Virtist sem það hefði fremur verið ætlað til sigl- ínga innan skerja, líklega skemmti- snekkja. Skipið sjálft er mjög útskorið með útflúruðum dýramyndum, sem fléttast saman á ýmsa vegu. Tréskurð- armeistararnir hafa ekki verið þeir sömu við allan tréskurðinn, en allir hafa þeir verið höfuðsnillingar. í skipinu fannst vagn og þrír sleðar, allt með fögrum útskurði, drekahöfðum og öðr- um myndum, sem mig brestur þekkingu til að lýsa. Mörg fleiri listaverk fund- ust í haugnum og gripir, sem konur hafa notað, eldhúsáhöld o.fl. Tvö rúm fag- urlega útskorin voru í haugnum, og hafa verið síðasta hvílurúm tvegigja kvenna, sem í hauginn hafa verið lagðar. Beinagrindur af 10 hesturn voru einnig í skipinu. Sumir telja að á Ásubergi hafi Ása Haraldsdóttir, amma Haralds hárfagra, en stjúpmóðir Ólafs Geirstaðaálfs, verið heygð. Hvort sem það er rétt eða ekkL er það víst, að konan, sem hér hefur verið heygð, hefur verið glæsileg, stór- brotin og óvenjulega listelsk kona. Margir halda að konan, sem með henni hlaut. leg í Ásubergshaugnum, hafi verið ambátt drottningarinnar, en mér finnst sennilegra, að hún hafi verið einhver nákomin frændkona hennar, sem látizt hafi um svipað leyti og svo verið lögð í haug hennar eins og Egill gerði, þeg- ar hann lagði Böðvar son sinn í haug Skallagi'íms föður síns. Báðir þessir haugar eru í Vestfold. Næsta dag héldum við noi'ðvestur til Hringaríkis, sem mjög otft er netfnt i fornritum okkar. Ókum við austanvert við Þyrifjarðarvatn og til borgarinnar Hönefoss, sem er stærsti bærinn i Hringariki. Haddinigjadalur, er Norðmenn kalla nú Hallingdal, telst til Hringjaríkis, og gengur langt upp í hálendið. Þetta er mjög fagurt og frjósamt hérað. Skógar, akrar og engi skiptast á. Þarna var hey- ið þurrkað á svonefndum hesjum eins og ég sá að var gert í Danmörku og Sviþjóð. Þá aðtferð við heyþurrkun hafði ég aldrei séð, fyrr en í þessari ferð. Ekki mundi sú aðferð eiga við á Islandi. H addingjadalur er frægur fyrir náttúrufegurð. Hann er ákaflega lang- ur, og ókum við eftir honum allan dag- inn, með stuttri viðdvöl í Nesbyen. Sá bær er við Björgvinjarbr-autina, en hún liggur upp Haddingjadal. Um kvöldið komum við í fjallaþorpið Geilo og gist- um þar í háfjallahóteli, er Bardöla netfn SEINNI HLUTI ist. Þama er yndislegur staður, enda mjög sóttur af skemmtiferðafólki bœði sumar og vetur, því að gott er að iðka þar skíðaíþróttina. Veðrið var dásam- legt, og gengum við út eftir kvöldverð, til þess að njóta veðurbliðunnar og nátt úrufegurðarinnar. Þegmr við komum nokkuð upp í hliðina fyrir otfan hótelið, rákumst við á dálítinn læk, sem hopp- aði niður hlíðina. Gaman var að hlusta á lækjamiðinn í kvöldkyrrðinni. Það var eins og að rekast á gamlan kunn- ingja frá æskustöðvunum. Klukkan 9 næsta morgun kveðjum við Geilo, ökum upp úr Haddingjadal og upp á Harð- angursheiði. Landslag minnir á íslenzk- ar heiðar og stundum sjáum við til Harð angursjökuls. Skógur er að mestu horf- inn og heiðagróður tekirm við. Víða eru þarna vötn. Hér sjáum við sauðfé, en það er dálítið frábrugðið íslenzka fénu. Dvöldum við litla hríð á heiðinni og nutum útsýnisins, en héldum svo áfram Framhald á bls. 6 Ilusum-hótel í Vindhella 9. töJublað 1964-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.