Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 5
af Ó sú árátta aö íslenzka er- lend sérnöfn hafi aö vísu stundum gengiö út í öfgar (sbr. Oxford: Öxnafuröa o. s. frv.), þá er liitt jafnvíst aö oft fer vel á aö íslemka slík nöfn, svo þau falli betur aö tungunni. Sum erlend heiti talca aö vísu sjálfkrafa íslenzkum fallbeyg- ingum, svo sem París, Berlín og Moskva. Önnur eru oröin föst í málinu án fallbeyginga, t.d. Madrid, Lissabon og Haag. Einstaka heiti er notaö jöfnum höndum í erlendri og íslenzkri mynd: London eöa Lundúnir. Hins vegar gœtir víöa í rituöu máli hvimleiös ruglings aö því er snertir rithátt erlendra nafna, og ber þaö vitni kœruleysi eöa þekk- ingarskorti, nema hvort tveggja sé. Eitt dagblaöanna í Reykjavík heldur t.d. fast viö þá venju aö rita Algiers fyrir Alsír. Hvernig sem s e i n n a heitiö er til- komiö, þá fer vel á því í ís- lenzku, en hrein g o ö g á aö nota fyrra heitiö, því þaö á alls ekki viö landiö heldur hö fuöborgina, Algeirsborg. Á frönsku heitir landiö Algerie og á ensku Algeria, en höfuðborgin heitir á báöum málum Algiers. Annaö nærtœkt dœmi og kannski enn hlálegra getur aö líta bœöi í dagblööum og leikskrám leikhús- anna hér, þegar gyöja leiklistar er nefnd Thalia eöa jafnvel Talia. Hvort tveggja er hreinasta ambaga. Gyöjan er grísk og hefur alla tíö heitiö Þalía enda eiga Grikkir bók- stafinn „þ“ eins og viö. Ofannefnd ambaga er þeim mun skringilegri sem allir skrifa Aþena, en ekki Athena eöa Atenal í þýöingu sinni á kviöum Hóm- ers íslenzkaöi Sveinbjörn Egilsson qrísku heitin og eru mörg þeirra oröin föst í málinu, svo sem Seif- ur, Hómer, Ódysseifur og íþaka. Hins vegar notaöi hann latnesku endinguna -US í staö qrísku end- inqarinnar -OS, t.d. Ólympus í staö Ólympos, og finnst mér fara illa á því. Jafnvel í heitum þar sem grísku endingunni -OS var alls ekki til aö dreifa, notaöi hann latnesku endinguna, t.d. Öydípus. Þetta nafn er á grísku ritaö „Oidipous" og œtti því aö vera Ödívús á ís- lenzku, enda mun þaö oftast ritaö meö þeim hœtti. Önnur villa sem algeng er, sennileqa fyrir ensk á- hrif, er aö rita Plató og Apolló í staöinn fyrir Platon og Apollon, eins og réttara er. Ég er ekki frá þvi, aö nefnd sú eöa nefndir, sem um íslenzk nýyröi fjalla, heföi hér hlutverki aö gegna, ekki sízt þegar haft er t huga hve mikiö af nýjum heitum, einkanlega í landafrœöi, flœöir yfir ókkur nú síöustu árin. Vœri ekki ómaksins vert aö gera skrá yfir þau erlendu heiti, sem menn eru í vafa um hvernig beri aö skrifa, svo hér skapist föst hefö um rithátt er- lendra sérnafna? s-a-m. Frá Afríku til endileysunnar Yfirlit yfir sænskar bókmenntir sibasta árs Carl Frederik Reuterswárd breyttar. Þess vegna er ekki rétt, sé litið á málið frá listrænu sjónarmiði, að afgreiða „Jag och min son“ sem skáldsögu með tiltekinn boðskap. Sag- an varð metsölubók meðal ssenskra skáldsagna og kom út í 45.000 eintök- um. Bæta má við, að hún er gott dæmi um þá tilhneigingu í sænskum bók- menntum frá síðasta ári að fjalla enn opinskáara um siðferðileg vandamál með því að staðsetja þau í alþjóðlegu umhverfi. i að er fyrst og fremst Afríka sem á síðustu árum hefur vakið áhuga vökulla sænskra lesenda, og kemur það m. a. fram í fjölmörgum þýðingum og ýmiss konar umræðubókum. En það hefur líka komið fram hjá skáldsagna- höfundunum. Meðal annarra bóka, sem staðsettar eru í Afríku, er skáldsagan „Den svarta systern“ eftir Dagmar Edquist. Sagan á sér stað í Tanganyika, ríki sem er mun friðsælla en Suður-Afríka. Höfundur- inn hefur eytt löngum tíma í að kynna sér allar aðstæður í landinu sem nán- ast, og skáldsagan sýnir að hin marg- umtalaða „kvalalausa lausn“ í þessu nýja landi þeldökkra manna hefur haft í för með sér mikla erfiðleika, bæði fyrir hina hvítu drottnara og hina við- kvæmu þj' fk -íistilfinningu blökku- manna, sem nú leikur lausum hala. Skáldsögur Dagmar Edquists hafa ófyr- irsynju oft verið álitnar hreinn skemmtilestur af sænskum gagnrýnend- um. í þessari sögu er æsandi glæpa- vandamál kjarninn í sjálfum söguþræð- inum, en það þarf enga sérlega skarp- skyggni til að gera sér grein fyrirþeim alvarlegu umræðum um siðferðileg vandamál í samskiptum manna, sem eru þungamiðjan í bókinni. Höfimdur- inn notar andstæðurnar milli svartra manna og hvítra á mjög hugkvæman hátt í sögunni. Bengt Söderbergh, sem hefur um langt skeið búið á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, fjallar um annað svæði í Frh. á bls. 11 Eftir ÁKE RUNNQUIST EINS og kunnugt er hlaut Ey- vind Johnson fyrstu bók- mtrntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem námu 50.000 dönskum krónum, fyrir skáldsóguna „Hans nádes tid“ Þetta val hefur mælzt vel fyr- ir víðast hvar á Norðurlöndum, eft- ir því sem ég bezt veit. Menn hafa líka tekið því vel, að Vainö Linna skyldi verða annar í röðinni við atkvæðagreiðsluna. Ef trúa má orð- rómi frá hinum leynilega fundi dómnefndarinnar í Stolckhólmi, var aðerns nokkurra atkvæða munur á honum og Johnson, þegar hinir tion ænu gagnrýnendur gengu til atkvæða. sf etta er á sinn hátt einkennandi fyrir bókmenntirnar. Þær hafa alltaf sína öldudali og öldutoppa, og á Norð- urlöndum hefur þvi verið svo farið, að sænskar og finnskar bókmenntir hafa nú um alllangt skeið riðið tiltölulega löngum og öflugum báruföldum, og þarf því engan að undra þó helztu keppinautamir um þessi verðlaun kæmu einmitt frá Svíþjóð og Finn- landi. En þessi hlutföll breytast venjulega frá einu skeiði til annars, og innan skamms kemur röðin kamiski að Dan- mörku og Noregi. (Á íslandi eru sýni- lega blómlegar bókmenntir, en því mið- ur er svo lítið þýtt af þeim, og að- eins mjög fáir á meðal okkar sem hafa næga þekkingu á íslenzkunni; af þess- um sökum var aðeins lögð ein Lslenzk bók fyrir dómnefndina, og komu fram háværar kvartanir út af því), Eyvind Johnson hefur með ritferli sínum og persónuleik sýnt fram á, að það er bæði hægt að vera mikill al- þjóðasinni, einlægur stuðningsmaður norrænnar samvinnu og rammsænskur, Dagmar Edquist Bengt Söderbergh veginn verið meira héraðsbundnar en bókmenntir annarra þjóða. Þær hafa oft kosið að fjalla um vandamál, sem bundin eru stað og stund heima fyrir, en þær spurningar ,sem varpað er fram, eru þess eðlis, að þær gætu al- veg eins verið sprottnar úr alþjóðleg- um jarðvegi. Þegar Sara Lidman samdi fiórar skáldsögur um efni frá nyrztu héruð- um Norrlands og tók til meðferðar spurninguna um ábyrgð okkar gagn- vart öðrum (m. a.), hefðu engir nema andlega eineygðir lesendur getað litið á þær sem héraðsbundnar bókmenntir, að því er snerti hugmyndir og efnis- meðferð. Ábyrgðin gagnvart meðbræðr- unum er almannlegt yrkisefni, sem er í gildi hvarvetna í heiminum. Þess vegna ber ekki að líta á það sem neins konar stefnubreytingu, að Sara Lidman hefur nú skrifað skáldsögu í suður- afrísku umhverfi — grundvallarvanda- mál hennar er í verunni hið sama, það eru aðeins ytri aðstæður sem eru sé þess aðeins gætt að láta mannúðina og húmanismann sitja í fyrirúmi — sem er reyndar eina skynsamlega afstaðan í sambandi við ofannefnd fyrirbæri. Að því er snertir sænskar fagurbók- menntir, leiddi uppskeran á síðasta ári í ljós miklu beinni áhuga á alþjóða- vandamálum samtíðarinnar en áður. Aður fyrr var það einkennandi fyr ir yngri sænska höfunda, að þeir tóku til meðferðar afmarkað svið og um- hverfi, þar sem þeir fjölluðu t. d. um siðferðileg vandamál, sem höfðu al- mennt gildi. Þetta hefur á yfirborðinu gefið bókmenntum okkar ákveðinn keim af héraðsbundnum skáldskap, og átti það sérstaklega við um síðasta ára- tug, enda varð það tilefni til ýmissa miður skynsamlegra alliæfinga meðal manna sem hafa dálæti á áferðarfalleg- um ágripum. í rauninni hafa sænskar lausamáls- bólcmenntir í grundvallaratriðum engan LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.