Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 2
%/ EÐUR hafa skipazt í lofti * síðustu vikurnar í Alsír, og er ekki laust við að talsverðr- ar kaldhæðni gæti í rás viðburð- anna. Undanfarnar vikur hafa franskar flugvélar haldið strangan vörð við strendur Norður-Afríku í því skyni að hindra hugsanlegar heimsóknir óæskilegra Frakka til Alsír, og ekki alls fyrir löngu var svissneskri farþegaflugvél hótað skotárás af hreinum misskihaingi. Misskilningurinn stafaði sennilega af því, að frönsku flugmönnunum hefur lílca verið falið að vernda þekkta Serki sem eru á heimleið frá Frakklandi eft- ir langa fangelsisvist þar, og var lögð sérstök áherzla á það í friðarsamn- ingunum, að tryggð yrði örugg heim- koma hávaxins, hljóðláts manns sem sat í fangelsi sjö ár sem hættulegur uppreisnarforingi, en snýr nú heim til ættlands síns og hinnar tvísýnu póli- tísku framtíðar, sem þar bíður hans. Mohamed Ben Bella, fyrrverandi fangi í Chateau d’Aulnoy, er talinn munu gegna mikilvægu hlutverki í við- burðum næstu ára í Alsír. í augum margra samlanda sinna er hann eins konar holdtekja þeirra drauma, sem voru undirrót hinar löngu og harðvít- ugu frelsisbaráttu. Hann er einn þeirra níu manna sem stofnuðu Þjóðlegu frelsisfylking- una (F.L.N.) og hófu frelsisstríðið með nokkrum illa vopnuðum en einbeittum hermönnum, stríð sem varð æ víðtæk- ara og grimmilegra og virtist aldrei mundu taka enda. Nú er það hlutverk hans sem aðstoðarforsætisráðherra út- lagastjómarinnar irndir forsæti Ben- jússcf Benkhedda að vinna að því að tryggja friðinn í landinu og koma á félagslegum umbótum í riki sem er flakandi í sárum og ofurselt ofbeldis- aðgerðum frönsku OAS-fasistanna. Hins yegar hefur Ben Bella aldrei óskað þess að verða viðurkennd hetja frelsisstríðsins. Enda þótt hann hafi lifað ákaflega viðburðaríku og æsandi lífi, hefur hann jafnan reynt að kom- ast hjá opinberu umtali. Þegar honum tókst að strjúka úr fangelsi árið 1952 Og komast undan til Kaíró, þar sem hann bjó í útlegð, var hann svo hlé- drægur, að fólk nefndi hann almennt Aminedi, Hinn ósýnilega. Þegar hann er nú orðinn miðdepill atburðanna í Alsír, er ósennilegt að honum sé það mjög að skapi. í Alsír er enginn Castro. Þjóðernissinnarnir í Alsír hófu baráttuna, börðust og bundu enda á stríðið sem samhentur flolckur og þeir hafa af ráðnum hug hafnað hvers konar persónudýrkun. Hið lýðræðislega kerfi samvirkrar forustu hefur reynzt vel, þó það hafi á stundum verið tafsamt og óhand- hægt. F.f Alsír á að komast klakklaust yfir vonbrigði og hættur fyrstu áranna eft- ir unnið sjálfstæði, hefur landið þörf fyrir óeigingjarna leiðtoga með óflekk- 'ffjjffi ,l'i ' ‘ fi f •• • • '• < < •«.;.--/• ptm • i ' ynTfljtnmsmmm WB ÍWmW': 8 fi mmm ÍlfgS®# mmm - • •••'••;'••"•&'••••• • ■ ■ s Í, l I 1 í-7i . ..... , ■ 'iisf&HÍ'i'JibiHf! iÍ/HfcifUt'Jf&Íi/rif.i Þetta er Ben Bella. — Myndin t. v. var tekin af honum 18 ára en sú t.h. nýlega er honum var sleppt úr fangelsi. að mannorð, einbeitni og raunsæjan slcilning á hinum pólitísku og efnahags- legu staðreyndum. Ben Bella hefur alla þessa eiginleika til að bera og er svar- inn fjandmaður hvers konar einræðis. Vegna þess að Ben Bella er einn hinna níu upphafsmanna frelsishreyf- ingarinnar og eins vegna þess að hann hefur setið svo lengi í fangelsi, er hann mjög atkvæðamikill maður í heima- landi sínu. Félagarnir fjórir, sem voru með honum í fangelsinu, hafa greini- lega viðurkennt hann sem eðlilegan leiðtoga sinn. Ben Bella er ekki menntamaður. Menntun hans takmarkaðist við barna- skólann. En hann er gæddur skörpu pólitísku skynbragði og hann notaði fangelsisárin til að lesa bæði vel og mikið. Hann talar frönsku reiprenn- andi og á auðvelt með að skýra flókn- ar hugmyndir bæði skýrt og rökvís- lega. Þegar litið er á hin erfiðu og margbrotnu vandamál sem Serkir standa augliti til auglitis við, er þeim milcill fengur að því að eiga mann eins og Ben Bella, sem ber af öðrum í um- ræðum, heldur þeim jafnan við kjarna málsins og leiðir þær til lykta með festu og öryggi. Ben Bella hefur litla eða enga kímnigáfu. Hann brosir sjaldan, en er venjulega alvarlegur á svipinn og stund um ólundarfullur. Hann lifir algerlega fyrir hugsjónina um sjálfstæði Alsír og hefur að sjálfsögðu háar hugmyndir um sitt eigið hlutverk. Eins og flestir' Serkir er hann kom- inn af fátæku bændafólki. Hann fædd- ist árið 1916 í Marina, litlum bæ í hæð- unum milli Tlemcen, þar sem upp- reisnarmenn höfðu helztu bækistöð sína, og landamæra Marokkó. Senni- lega liggja rætur ættarinnar líka í Marokkó. Ben Bella dróst fyrst að þjóðernis- hreyfingunni þegar hann var innan við tvítugt. En uppreisn hans gegn ójafn- aðinum hófst fyrst fyrir alvöru þegar hann var í franska hernum í seinni heimsstyrjöld. Hann gerði skyldu sína sem hermaður, enda þótt óréttlætið og ójafnaðurinn gagnvart Múhameðstrúar- mönnum færi ákaflega í taugarnar á honum. ]\Íesti viðburðurinn í lífi hans gerðist meðan hann beið þess í Fralck- landi að verða leystur úr herþjónustu. Fréttir bárust af uppreisn þjóðernis- sinna í Austur-Alsír í maí 1945, og var jafnframt skýrt frá hvernig hún var bæld niður með næstum ótrúlegri grimmd. Til að hefna 200 „landnema“ gáfu evrópskir borgarar sig fram til þjónustu í sérstökum sveitum — fyr- irmynd OAS-leynihersins — sem að- stoðuðu franslca landherinn, flugherinn og flotann við að eyða þorp og slátra rúmlega 10.000 Múhameðstrúarmönn- um. Þjóðernissinnar töldu mannfallið hafa verið 40.000. Frá þeirri stund var Ben Bella sannfærður um, að allar vonir um nýja skipan í Alsír væru á sandi reistar, og að eina svarið væri vopnuð uppreisn. Hann byrjaði með mikilli varfæmi og geklc í frelsishreyfinguna sem Mess- alí Hadj stjórnaði. Ben Bella varð snemma fyrir vonbrigðum vegna yfir- lætis og drambs Messalis og vegna hinna sífelldu erja innan hreyfingar- innar. Árið 1947 átti hann þátt í að mynda sérstaka hreyfingu, sem var að vísu lauslega tengd Messali, en átti fyrst og fremst að skipuleggja vopnaða uppreisn. Ben Bella fór sjálfur yfir mörk ofbeldisins þegar hann stjórnaði árás á aðalpósthúsið í Oran árið 1949 og stal þaðan 3000 sterlingspundum til að standa straum af útgjöldum við uppreisnina. Árið 1950 skipulagði franska lögregi. an fyrst eins konar „samsæri“ og náðl síðan á sitt vald helztu leiðtogum hreyfingarinnar, þeirra á meðal Ben Bella. Hann var dæmdur í sjö óra fangelsi, en komst undan í marz 1952 og fór til Kaíró. Það var þar sem hann stofnaði Byltingamefndina ásamt átta félögum sínum, en hún leiddi síðan til Þjóðlegu frelsisfylkingarinnar (F.L.N.). Þessir níu menn voru allir meðmæltir stríði, bæði til að ná hinu endanlega markmiði og eklci síður til að sameina hina dreifðu og rugluðu Serki í eina samstillta heild. Mr að var um þetta leyti sem bar- áttan í Alsír tók á sig hina kynlegu og flólcnu mynd, sem hún varð alræmd fyrir. Enda þótt tími og eðli uppreisn- arinnar væru álcveðin á nokkrum „fundum“ í Svisslandi, komu félagarnir Frh. á bls. 13. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Hitstjórar: Valtýr Stefónsson (ébm.) Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Ami Garðar Kristinsson. Bitstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.