Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 1
 ri~wi>ir«TrvB~aif>nriTrtniir~ii‘*** “■ -«• «M>A*MI)| | 11. tbl. — 6. mai 1962 — 37. árg. { andi í rómversku, lútersku og ensku kirkjunni. Sett hafa verið á stofn lítúrgísk ráð, sem veita lítúrgískum rannsóknum forstöðu, gera tillögur og úrskurða um breytingar og um- bætur. Árið 1958 var gefin út greinargerð á vegum Lúterska heimssgmbands- ins, um höfuðsjónarmið í umbótum á messunni: Basic Principles for the Ordering of the main Worship Ser- vice in the Evangelical Luthcran Church (Geneva, 1958). Þc ssari greinargerð var útbýtt hér á prestastefnu. í formála hennar segir, að hún sé árangur af starfi lítúrgísks ráðs Lúterska heimssam- bandsins, er stofnað var 1953, og greinargerðin sé send kirkjum, sem Eftir séra Arngrim Jónsson i Odda f\| ÝLEGA liefur verið gef- ” in út messubók fyrir presta og söfnuði, sem síra Sig- urður Fálsson hefur tekið sam- an. Hefur hann nefnt þessa bók tillögu til umbóta á messunni. Það skal þegar tekið fram, að síra Sigurður er einn færasti maður til að gera slíkar tillög- ur, því að hann er höfuðbraut- ryðjandi í lítúrgískum fræðum hérlendis. Mr að hefur mörgum verið ljóst, að uinbóta vaeri þörf á messu vorri. Óánægja nokkur hefur ríkt í presta- stéttinni með núverandi handbók og raddir hafa verið uppi um endur- skoðun helgihaldsins. Hirðisbréf nú- verandi biskups gefur og til kynna þörfina fyrir endumýjun messunnar. Kirkjan hefur þó ekki gert neitt að ráði til þess að hefja þessa endur- nýjun messunnar hérlendis. Yfirleitt virðist mér, að það hafi verið ein- staklingar, sem hafa orðið til þesa á síðari tímum að reyna einhverjar umbætur, og ber þar fyrst að nefna síra Bjama Þorsteinsson, sem byrjar að byggja upp aftur á sömu öldinni og mest niðurrif varð á helgihaldinu. Hins vegar er það svo erlendis meðal hixuia ýmsu kirkjudeilda, að unnið er sleitulaust að lítúrgískum íræðum. Præðistörf til umbóta á helgihaldinu hafa verið mjög áber- Kaleikur úr sllfri, 12)8 cm að hæí. T-etta er einn hinna fögru rómönsku kulcika frá seinni hluta 12. aldar eöa öndverðri 13. öld. Slíkir kaleikar eru óþekktir annars sta'öar og virðast tvimælalaust vera íslenzkir. Kaleikurinn er frá Fitja- kirkju í Skorradal. (Þjms. 6859). meðlimir séu í heimssambandinu til þess að þau sjónarmið, sem þar sé að finna, verði rædd. É, ig hygg að þessi greinargerð hafi ekki verið rædd hérlendis. Ekki hefur heldur verið stofnsett nefnd eða ráð, er tekið geti afstöðu til þó eitt hið sjálfsagðasta, því að lít- úrgískar tillögur ættu fyrst og fremst að fara um hendur lítúrgísks ráðs kirkjunnar og vera ræddar. Ég hef borið saman tillögur þessa lítúigíska ráðs Lúterska heimssam- bandsins og messubók síra Sigurðar* Pálssonar og komizt að þeirri niður- stöðu, að sjónarmið þeirra fara mjög saman. Þetta gefur til kynna, að messubókin er mjög vel rótfest í lúterskum sjónarmiðum á umbótum í messugjörð. Skulu nú athuguð nokkur þau ný- mæli, sem messubókin greinir. Er þá fyrst að nefna, að upp eru tekn- ir allir þeir liðir, sem felldir voru niður úr messunni 1801. Þessir liðir eru nú ætlaðir til stöðugrar iðkun- ar í messunni og eru þessir: Intro- itus Kyrie, Gloria, Graduale, Halle- luja, Credo, Præfatia, Sanctus, Agn- us Dei. Meginhluti þessara liða er ætlaður söfnuði að flytja fram. Má af þessu ráða hversu hlutur safnað-* anna í tilbeiðslunni hefur verið skertur með brottnámi þeirra. Sdra Bjami Þorsteinsson tók suma þeirra upp aftur. Hefur mér virzt, að þeir þættu ómissandi á hátíðum. Sálmar komu að vísu í stað þessara liða, en þeir hafa aldrei getað valdið hlut- verki þeirra. Meginhluti kirkjunmar á jörðunni iðkar þessa liði í til- beiðslu sinni og helgihaldi, og hvarflar ekki að neinum að losna við þá. Hér er þvi um mikla endurbót að ræða. arrnan stað gerir messubókin ráð fyrir fleiri messudögum en áð- ur hafa tíðkazt. Meginviðbótin eru postuladagar, Maríumessur þrjár (biblíulegar) og messudagar af sér- stöku tilefni. Hér er sama stefna ríkjandi og í Agende fúr evangel- isch-lutherische Kirchcn und Ge- meinden (Berlín, 1955). Kirkjuskipan Kristjáns III gerir ráð fyrir, að postuladagar séu kunn- gjörðir en færðir til næsta sunnu- dags, en Maríumessum ætlaðir sér- stakir dagar. Með upptöku á Mariu- messum í messubókina er, að nokkru, bætt úr þeirri vanrækslu, sem móðir Guðs sonar hefur mátt sæta í helgihaldi voru. Auk þessara daga er gert ráð fyrir helgihaldi á miðvikudögum og föstudögum. Þess- ir hálfhelgu dagar eiga uppruna sinn í Austurkirkj unni einhverntíma á 2 öld og helgihald þeirra breiðist þaðan ut til Vesturkirkjunnar. Iæo I páfi (440—461) predikaði á þess- um dögum. . Þá er gert ráð fyrir messu á ár- tíðardegi, ef einhver skyldi vilja sinna því. Það var næsta þörf ráð- stöfun að setja slíkan dag í messu- bókina, því að helgihald það, sem ætlað er á ártíðardegi, getur engu að síður átt við um jarðarför. Hér er þvi og komin messa á útfarar- degi í stað þeirrar mjög vafasömu athafnar, sem útförin er með lík- predikun að höfuðstofni. Þessi messa gerir þó ekki ráð fyrir því að ekki sé predikað. Má sjálfsagt vera hvort er vill. Skoðun mín er sú að stefna þurfi Framhald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.