Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 379 Tékki og hefði einu sinni verið æðsti maður hér í Whiteway-nýlendunni. Hann var alskeggjaður og risi að vexti. Eitt sinn hafði hann verið í út- lendingahersveit Frakka í Afríku, en strauk þaðan og komst til Rússlands. Þar hafði hann farið fótgangandi til Yasnaia Polyana og þar hafði hann snætt miðdegisverð með sjálfum Tol- stoy. Hann hafði líka rannsakað kenningar Hegels, og rit hans um heimspeki höfðu verið notuð af pró- fessorum við Cambridge-háskóla. — Hér í nýlendunni voru einu sinni 80 íbúar, sagði hann. Það voru stjórn- leysingjar, friðarsinnar, grasætur, von- sviknir hugsjónamenn og „bohemar", En svo voru innan um þorparar og misindismenn, komnir til að njóta þess að fá hér ókeypis land og mega hafa margar konur í takinu. Já, hér var mikið um fjölkvæni og „frjálsar ástir“, því að nýlendumenn viður- kenndu ekki kirkjuna né lög um hjú- skap. Þó hafa sumir af okkur verið trúir konum sínum i hálfa öld, og hvers getið þér krafist fremur? Einu sinni voru allir hér samhuga, og þá leið okkur vel. Við áttum góða hljóm- listarmenn og þeir skemmtu okkur. Það var siður að allir færu allsnaktir í bað i ánni, en þá kom hneikslunar- lýðurinn, skrifaði um okkur i blöðin og kom illu orði á okkur. Við unnum baki brotnu fyrir nýlenduna. A þeim árum áttum við ekki annað en stein- olíuljós, og sóttum vatn í ána. En nú er þetta breytt. Og því til áréttingar studdi hann á rafmagnshnapp og sneri vatnshana í eldhúsinu. Það var gamall Belgi, sem sagði mér nokkuð af stjórn og efnahags- málum nýlendunnar. Hann átti heima í litlu húsi, sem var alveg hulið af trjám. Hann bauð mér inn í vinnu- stofu sína, það var útskot með stór- um glerglugga, sem hann hafði bætt við húsið fyrir mörgum árum. Hann var höfðinglegur maður, með silfur- hvítt hár og skegg og hann talaði ensku reiprennandi. Hann hafði yfir- gefið Tolstoy-nýlenduna í Belgíu 1914 og þá flutzt hingað. Hann var mikill Esperanto-maður og hann sótti árlega Esperanto-þingin, sem haldin eru víðsvegar í Evrópu. Hann hafði ferð- ast víða um Afríku og Asíu, og hann hafði farið bæði um Tíbet og Síberíu. Aldrei las hann blöð, aldrei bragðaði hann neinn mat úr dýraríkinu, og neytti hvorki tóbaks né áfengis. Hann sagði mér frá einkennilegu málavafstri í Lundúnum fyrir nokkr- um árum út af þessari nýlendu. Kona nokkur, sem átti heima í nýlendunni fekk leyfi til þess að stofna þar verslun, og verslunina hafði hún í íbúðarhúsi sínu. Hún átti húsið, en ekki landið, sem það stóð á. Allt landið var sameign nýlendunnar. Seinna fór konan alfarin þaðan og auglýsti þá verslunina til sölu, ásamt tveimur ekrum lands. Út af þessu reis mál, og dómarar og lögmenn sögðu að aldrei hefði slíkt mál komið fyrir dómstól í Eng- landi. Og það væri heldur ekkert for- dæmi fyrir því síðan á miðöldum, að nokkur landskiki hefði verið látinn af hendi fyrir fullt og allt með slík- um kjörum, sem nýlendumenn hefði fengið. Nýlendumenn áttu allir land- ið, og þó átti enginn það. Hverjum manni var úthlutað tveimur ekrum til lífstíðar, eða þar til hann flyttist þaðan, en það kom fyrir að menn færi þaðan. Hver maður varð að gjalda þrjú pence á viku í landskatt. Þegar málið hófst í Lundúnum, var krafist heimildarbréfa fyrir landskik- unum. Þau voru lögð fram, en öll voru þau óstaðfest með undirskrift- um. Það var sama hvernig farið var að stjórnendum nýlendunnar, þeir fengust ekki til þess að undirrita bréfin, því að þeir sögðu að landið væri jafn frjálst og loftið, sem ný- lendumenn önduðu að sér. Að lokum samþykktu þeir þó að skrifa undir, með því skilyrði, að öll heimildar- bréfin væri brennd samstundis. Það varð að samkomulagi, og svo voru bréfin borin opinberlega á bál, og þar með lauk þessu máli. Nýlendumenn ætluðu sér að kom- ast af án peninga, og fyrstu árin sást þar ekki peningur. En eftir því sem tímarnir breyttust, varð þetta æ örð- ugra og seinast urðu þeir að láta undan. Upphaflega ætluðu líka allir að ganga í btixum úr heimaofnu vað- máli, en þeir hafa einnig orðið að leggja af þann sið. Ein jarðarför hefir farið fram í ný- lendunni. Líkið var flutt fram að ánni á uxakerru og allir fylgdu í sín- um beztu fötum. Þarna var líkinu holað niður og lofræða var haldin um hinn framliðna. Fáum kiukkustundum Fjallasýn í Oregon Fjöll við sjónhrlng minna mig, móðurland, á tinda þína; geng ég aftur gamlan stig, glaður lifi æsku mina. Fagur blikar fjörðurlnn, fjöllin spegla sig i honum; aftur hitar huga minn himlnglóð af björtum vonum. Fjöllin andann hefja hátt, hvar, sem þau af jörðu rísa, sálu benda i sólarátt, sigurleið tll þroskans vísa. RICHARD BECK. síðar kom heilbrigðisfulltrúinn frá Stroud og krafðist þess að líkið væri grafið upp og flutt í kirkjugarð. Jú, önnur jarðarför fór þarna fram. Einn af nýlendumönnum hafði flutzt til Salisbury og stofnað þar græn- metisverslun. Hann lagði svo fyrir, að þegar hann væri dáinn, skyldi brenna lík sitt og flytja öskuna til nýlend- unnar. Þetta var gert. Grafin var hola og askan látin þar I, en börnin í nýlendunni köstuðu sinni rekunni hvert ofan á öskuna, og svo var hald- in lofræða yfir hinum framliðna. Síð- an var beykitré gróðursett þar sem askan var undir. Þessi belgíski sögumaður minn var lærður maður og stundaði mann- fræði. Hann var háttprúður og ein- lægur maður, sannur lærisveinn Tol- stoys. I honum var ekkert af innræti hinna spellvirkjagjömu stjómleys- ingja. Hann var maður, sem White- way var sómi að. En i hans augum var sögu nýlendunnar nú lokið. Að vísu eru þarna enn fimm eða sex lærisveinar Tolstoys, en það þýddi ekki fyrir þá að spyrna á móti broddunum. Og nú er þessi staður mjög svipaður hverju öðru sveita- þorpi. Flestir nýlendumenn eiga nú reiðhjól eða bíl og stunda atvinnu hingað og þangað í héraðinu. Afkom- endur landnemanna voru á öndverð- um meið við háttu foreldra sinna, og nú gengur enginn nakinn þar. Og nú eru þama menn, sem trúa á Guð, en hann var óþekktur í Whiteway þegar eg var að alast upp. .(Úr „Binningha® Weehly Post“i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.