Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 2
374 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann bjó í Reykjavík. Þar eru öndvegissúlur þær í eldhúsi". Um þetta segir Ólafur prófessor Lár- usson svo í ritgerð um „Hvernig Seltjarnarnes byggðist": „Land- náma getur þess, a8 öndvegissúl- ur Ingólfs séu enn í Reykjavík, þegar hún var rituð á 12. öld. Það er varla trúlegt, að aðkomendur Ingólfs hinir heiðnu hefðu flutt úr Reykjavík, án þess að taka súl- urnar með sér. Þær hljóta að hafa verið svo helgur dómur fyrir þá frændur“. Þegar kristni var lögtekin hefir því Þormóður sonur Þorkels mána búið í Reykjavík. Og þá kemur hér önnur sönnun fyrir því, að Reykjavík hafi þá verið höfuðból- ið, því að þar er kirkja reist. Þor- móður var allsherjargoði þegar kristni var lögtekin. Það hefir verið mesta virðingarstaðan í þjóðfélaginu, því að hlutverk alls- herjargoðans var að helga alþingi. Helztu höfðingjar landsins létu reisa kirkjur á býlum sínum þeg- ar eftir kristnitöku. Fyrstu kirkj- urnar verða því á höfuðbólunum. Og það hefir eflaust verið skylda allsherjargoðans að reisa kirkju á Dæ sínum. Sú kirkja var ekki reist á Amarhóli, heldur í Reykjavík, og sýnir þetta að Reykjavík hefir þá verið höfuðból. Kirkjunnar er getið sem prestsskyldarkirkju í kirknatali Páls biskups um 1200. — ★ — Og nú skulum vér athuga hvað fræðimenn segja um staðinn Reykjavík. Eiríkur prófessor Briem segir í „Árbók Fomleifafé- lagsins" 1914: „Viðvíkjandi því hvar bær Ing- ólfs hafi staðið má geta þess, að í byrjun 18. aldar var Reykjavíkur- bær ásamt fjósi og heygarði vest- ur af gamla kirkjugarðinum; hef- ir það því verið vestan við Aðal- stræti sunnanvert milli Túngötu og Bröttugötu; norðar hefir hann eigi getað verið, því að þar ofan til var langt fram á 19. öld stór- grýtisurð, er Einar Hákonarson hattari lét sprengja og ryðja .... Suður fyrir Túngötu hefir bærinn ekki getað náð, meðal annars af því, að á hinum ágæta uppdrætti af Reykjavík 1801 .... er eigi annað að sjá, en að þar hafi ver- ið óhreyfð jörð. Það eru heldur engar líkur til að bærinn hafi nokkurn tíma staðið annars stað- ar; .... þegar grafið hefir verið vestan við Aðalstræti sunnanvert hefir það komið í ljós, að þar eru miklar veggjamoldir; venjulegt var og að kirkjur og kirkjugarðar væru rétt við bæina, en enginn vottur hefir fundizt um, að kirkju- garður hafi verið hér fyrrum nokkursstaðar annarsstaðar en þar sem hann var, þangað til hann 1837 var fluttur suður fyrir Hóla- völl. Nafnið Austurvöllur um þann völl, er lá austur frá kirkju- garðinum, var og því aðeins eðli- legt, að hann lægi einnig austur frá bænum“. Klemens Jónsson segir í „Sögu Reykjavíkur": „Hvar í víkinni byggði Ingólfur bæ sinn? Hvar stóð hinn forni Reykjavíkurbær? Munnmæli hafa gengið um það, að bær Ingólfs hafi verið á Arnarhóli, og munu þau dregin af því, að súlur hans fundust við Arnarhól. En þetta nær ekki nokkurri átt. Arnarhóll hefir frá elztu tímum verið sér- stök jörð við hliðina á Reykjavík .... Þá eru enn munnmæli um það, að bærinn hafi staðið við norðurenda Tjarnargötu að vest- anverðu. En þetta er líka sannan- lega rangt .... Það má teljast ábyggilegt að bærinn Reykjavík hafi frá upphafi staðið rétt fyrir sunnan Grjótagötu. Að minni ætlan hafa bæarhúsin staðið frá norðri til suðurs, rétt vestan við Aðalstræti, eða þar sem nú eru húsin 14 og 16. Ræð eg þetta af því, að vafalaust hefir verið nokkurt bil milli bæarhúsanna og kirkjugarðs, eins og alltaf tíðkast, og þil snúið að garðinum eins og venja er til, þar sem eg þekki. Þess skal og getið, að þegar graf- ið var fyrir gasæðum hér um ár- ið, þá kom upp mikil aska á lóð hússins nr. 12, og gæti það bent á, að eldhúsið hafi verið í norður- enda bæarins, enda þaðan örstutt í vatnsbólið, sem vafalaust hefir verið á sama stað (prentsmiðju- pósturinn) frá landnámstíð, því Skúli landfógeti getur þess í lýs- ingu Gullbringu- og Kjósarsýslu, að brunnurinn sé nefndur Ingólfs- brunnur eftir Ingólfi frumbúa Reykjavíkur .... Það er líka bert af uppdrætti af Hólminum 1715, að bærinn hefir þá staðið fyrir vestan kirkjugarðinn“. Dr. Jón biskup Helgason hall- aðist að því, að bærinn mundi hafa staðið þvert yfir Aðalstræti norðan við kirkjugarðinn, og snú- ið stöfnum mót suðri. Dró hann það meðal annars af því, að eitt af bæarhúsunum, Skálinn, stóð þar sem nú er Grjótagata 4 og sneri út og suður. Þótti honum sennilegt að Skálinn hefði snúið eins og önnur bæarhús. En ekki þarf svo að hafa verið. Um það leyti sem Reykjavíkurbær var rifinn, var skáli á hverjum bæ, að minnsta kosti þar sem útræði var, og segir Skúli landfógeti að hann hafi verið svefnherbergi vinnu- manna og vermanna á vertíðinni. Það mun hafa verið alvanalegt að skálar þessir væri útihús, og þurftu þeir þá ekki að snúa eins og önnur bæarhús, enda heldur Jón biskup ekki fast á þessu máli. En það er athyglisverðast, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.