Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 10
362 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ið, voru það forlögin, sem gripu í taumana. Hinn frægi hljómsveit- arstjóri Bruno Walter, er átti að stjórna hljómsveitmni sem gestur, varð skyndilega veikur, og aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar, Art- ur Rodzinski, var ekki í New York. Það kom því í hlut Bernsteins að stjórna hljómsveitinni, og fékk hann að vita það fáeinum klukku- stundum áður en hljómleikarnir áttu að hefjast. Hljómleikarnir urðu glæsilegur sigur fyrir hann, einkum ef tekið er tillit til að- stæðna, æsku Bernsteins og fram- úrskarandi hæfileika, og skipuðu honum í röð fremstu ungra hljóm- sveitarstjóra Bandaríkjanna. Upp frá því sóttust margar helztu hljómsveitir Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og Evrópu eftir að bjóða Bernstein að stjórna tónleik- um þeirra sem gestur. Meðal ann- ars stjórnaði hann hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, sem segja má, að sé virki ítalskrar óperu, og var hann fyrsti ameríski hljómsveitarstjórinn, sem þar kom fram. í þrjú ár stjórnaði hann New York City Sinfóníuhljómsveitinni, og urðu hljómleikar þeir sem hann stjórnaði mönnum minnis- stæðir, bæði vegna góðs flutnings á klassískum verkum og vegna hinna mörgu nútímatónverka, er voru á efnisskrá hans. Starfsferill Bernsteins sem píanó leikara hefur verið nokkuð slit- róttur, þótt slagharpan væri fyrsta hljóðfærið, sem hann tók hugást- um við og lærði að leika á. Það var ekki fyrr en Serge Kousse- vitzky við Boston Sinfóníuhljóm- sveitina hvatti hann til að leggja meiri áherzlu á hljómsveitarstjórn, að píanóið komst í annað sæti. Bernstein er samt sem áður mikil- hæfur píanóleikari, og stöku sinn- um kemur það fyrir, að hann tekur að sér bæði hlutverk hljómsveitar- stjórans og píanóleikarans á sömu Bernstein er kvæntur leikkonunni Felicia Montealegre frá Chile, og eiga þau tvö börn, dótturina Jaime og soninn Alexander Serge. Sonurinn virðist ætla að feta í fótspor föðurins. enginn rýkur upp í vonzkukasti eða setur upp ólympískan yfirlætis- svip, og þó er skipunum hljóm- sveitarstjórans samstundis hlýtt, þótt þær líkist miklu fremur at- hugasemdum en skipunum“. Bernstein hefur sérstakt lag á að yfirstíga örðugleika, enda vakti hann snemma athygli á sér í tón- listarlífinu. Hann var aðeins 25 ára, þegar hann var ráðinn aðstoðar- stjórnandi við New York Fíl- harmóníuhljómsveitina, sömu hljómsveit og hann stjórnar nú. Þetta starf varð honum þó meira erfiði en ánægja. Hann þurfti að vera viðstaddur allar æfingar hijómsveitarinnar og leysa af hendi ýmiss konar leiðinleg störf, sem aðalstjórnandinn hafði ekki tíma til að vinna. Til vonar og vara varð Bernstein líka að læra öll hljómsveitarverkin. ef svo ólíklega skyldi fara, að hann mundi þurfa að stjórna hljómsveitinni á hljómleikum. Þegar hér var kom-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.